Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 201310 Fréttir Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp þann 12. júlí sl. dóm í máli nr. E-35/2012 sem lýtur að ágreiningi um þátttöku í kostnaði við girðingar til að verja skógrækt. Í dómnum sýknaði Héraðsdómur Vestfjarða eigendur Núps af öllum kröfum eigenda Trjáa ehf. sem eru með skógrækt á næstu jörðum. Greint var frá þessu máli í Bændablaðinu 24. apríl sl. Málið snýst um deilur eigenda eyðijarðanna Klukku lands og Hólakots í Dýrafirði við eigendur jarðarinnar Núps, sem á landamerki að þessum jörðum. Núpur er í eigu Margrétar Rakelar Hauksdóttur og Áslaugar S. Jensdóttur. Klukkuland og Hólakot eru aftur á móti í eigu fyrirtækis sem heitir Tré ehf., en eigendur þess eru Lúðvík Emil Kaaber lögfræðingur, sem jafnframt er framkvæmdastjóri, Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktar félags Íslands, Sæmundur Kristján Þorvaldsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Skjólskóga á Vestfjörðum, og John Francis Zalewski. Höfðu eigendur Trjáa krafist þess að eigendur Núps greiddu hluta girðingarkostnaðar og vísuðu til ákvæða girðingarlaga. Töldu eigendur Núps aftur á móti að girðingarnar væru sér óviðkomandi. Ekki náðist samkomulag um málið og fóru forsvarsmenn Trjáa ehf. þess á leit við sýslumanninn á Ísafirði og Búnaðarsamband Vesturlands með bréfi 7. desember 2010 að þeir aðilar hlutuðust til um lausn ágreinings varðandi reglur girðingarlaga, ef ágreiningur um þær reglur væri fyrir hendi. Sýslumaðurinn á Ísafirði svaraði erindi Trjáa ehf. 13. janúar 2011 og vísaði beiðninni frá. Benti sýslumaður á að ekki væri lagaheimild fyrir því að hann ákvarðaði hvort ágreiningur væri talinn vera fyrir hendi. Benti hann málsaðilum á að rétt væri að þeir óskuðu formlega eftir tilskipun sýslumanns um fagaðila í nefnd skv. ákvæði girðingarlaga og legðu fram rökstuðning þess efnis að ágreiningur væri fyrir hendi. Ekki farið að tilmælum sýslumanns um aðkomu fagaðila Skemmst er frá að segja að ekki var farið að tilmælum sýslumanns heldur töldu stefnendur vorið 2011 að ekki yrði beðið lengur með að girða. Fengu þeir verktaka til að reisa girðinguna og tilkynntu eigendum Núps bréflega um fyrirætlanir sínar. Bréfinu var svarað af hálfu stefndu með bréfi undirrituðu 23. og 24. maí 2011. Í bréfinu var kostnaðarþátttöku eigenda Núps í girðingum vegna skógræktar á landi Klukkulands og Hólakots alfarið hafnað, þar sem ekki væri lagagrundvöllur fyrir kröfugerð á hendur eigendum Núpsjarðarinnar. Þá var ítrekað að girðingarframkvæmdirnar væru eigendum Núps óviðkomandi og bent að mögulega kynnu girðingarframkvæmdir á bökkum Núpsár að vera brot á lögum um lax- og silungsveiði og lögum um náttúruvernd. Málið fyrir héraðsdóm Þar sem hvorki gekk né rak varðandi kröfur á hendur eigenda Núps fóru eigendur Trjáa þá með málið fyrir Héraðsdóm Vestfjarða, sem vísaði málinu frá vegna formgalla fyrir á þessu ári. Stefnendur kærðu málið þá til Hæstaréttar, sem vísaði málinu á ný þann 3. mars til Héraðsdóms Vestfjarða þar sem dómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Aðalkröfur stefnenda voru að stefndu yrði in solidum dæmdar til þess að greiða stefnendum 2.165.824 krónur með dráttarvöxtum af 683.865 krónum frá 24. ágúst 2011 til 18. september 2011, af 724.069 krónum frá þeim degi til 22. september 2011, en af 2.164.824 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara kröfðust stefnendur að stefndu greiddu in solidum stefnendum Brynjólfi Jónssyni, John Francis Zalewski, Lúðvík Emil Kaaber og Sæmundi Kristjáni Þorvaldssyni 2.165.824 krónur með dráttarvöxtum af 683.865 krónum frá 24. ágúst 2011 til 18. september 2011, af 724.069 krónum frá þeim degi til 22. september 2011, en af 2.164.824 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Í báðum tilvikum kröfðust stefnendur málskostnaðar úr hendi stefndu. Dómkröfur stefndu voru aðallega að þær yrðu sýknaðar af öllum kröfum stefnenda, en til vara að dómkröfur stefnenda yrðu lækkaðar mjög verulega. Margvíslegir ágallar í málatilbúnaði stefnenda Kristinn Halldórsson kvað upp fyrrnefndan dóm í Héraðsdómi Vestfjarða. Í dómsorðum rekur hann margvíslega vankanta í mála tilbúnaði stefnenda gagnvart eigendum Núps. Afdrifaríkur hluti þess er að ekki hafi verið farið að tilmælum sýslumanns um aðkomu fagaðila eins og lög gera ráð fyrir. Um þetta segir dómari: „Ekki getur komið til álita hér að dómurinn leggi efnislegt mat á þau atriði sem úrskurðaraðilum skv. 5. gr., sbr. 7. gr., laga nr. 135/2001 er ætlað að meta þar sem umræddir fagaðilar voru aldrei tilnefndir og því liggur afstaða lögmælts úrskurðar- aðila til ágreinings aðila ekki fyrir. Þegar að þessu gættu og þar sem stefnendur fóru ekki að fyrirmælum 5. gr. girðingarlaga, sbr. 7. gr. sömu laga, samkvæmt áðursögðu er sú niðurstaða ein tæk að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnenda í málinu.“ Þá er stefnendum gert að greiða stefndu óskipt 800.000 krónur í málskostnað. /HKr. Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðar um girðingardeilur í Dýrafirði: Sýknaði eigendur Núps af öllum kröfum um hlutdeild í girðingarkostnaði Hluti girðingarinnar sem um var deilt. Þetta kort sýnir áform Trjáa um skógrækt í landi Klukkulands og Hólakots. Sumargleði í Heimilisiðnaðar- safninu á Húnavöku Í sumar hefur verið í gangi á Heimilisiðnaðarsafninu á Blöndu- ósi sýning Héléne Magnússon „Lesið í prjón“. Hefur hún vakið óskipta athygli safngesta og munu Húnavökugestir geta notið hennar dagana 18.-21. júlí næstkomandi. Heimilisiðnaðarsafnið er eina safn sinnar tegundar á Íslandi. Fyrir utan fastar sýningar, þ.e. útsaumssýningu, sýningu á íslenskum þjóðbúningum, ullarsýningu og Halldórustofu er á hverju ári opnuð ný sýning textíllistamanns. Sýningin tengist útgáfu bókar Héléne „Icelandic Handknits“ sem nýlega kom út í Bandaríkjunum og byggir efni bókarinnar á munum í safninu að því er fram kemur vefsíðunni huni.is. Á Húnavöku verður opið í Heimilisiðnaðarsafninu alla dagana frá klukkan 10 til 17. Á lokadegi Húnavöku, sunnudaginn 21. júlí, verður Sumargleði í safninu frá klukkan 14 til 17. Þá mun lifandi tónlist hljóma og í boði hússins verður ömmudjús og gamla góða kremkexið. nú í Kvennaskólanum. Völur, bein og rekaviður í gömlu kirkjunni á Blönduósi Listakonurnar Oddný Runólfs-dóttir og Kolbrún Hjörleifsdóttir verða með listsýningu í gömlu kirkjunni á Blönduósi Húnavökudagana 19.- 21. júlí. Þær nýta völur, bein og rekavið úr náttúrunni á nýstárlegan og frumlegan hátt. Þá verður einnig sýnd 30 mínútna kvikmynd sem gengur allan daginn, en hún er eftir Svein M. Sveinsson frá forsetaheimsókn í Húnavatnssýslur árið 2002. Gamla kirkjan á Blönduósi hefur fengið nýtt hlutverk og er aftur orðin bæjarprýði. Horfur í kartöflurækt á Norðurlandi: Lítil spretta síðustu tvær vikur „Það er ómögulegt að segja fyrir á þessari stundu hvernig uppskeran verður í haust. Veðurfar og þar að leiðandi spretta í ágúst og fyrrihluta september skiptir mjög miklu máli,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi í Áshóli í Grýtubakkahreppi og formaður Félags kartöflubænda. Hann segist hafa litið undir nokkur grös um mánaðamót og litist þá sérlega vel á og þótt horfur góðar. Þegar hann lék sama leikinn nú í byrjun vikunnar var annað uppi á teningnum, „þá hafði bara ekkert gerst, það var nákvæmlega sama staða og var fyrir hálfum mánuði,“ segir hann. Sólarlítið og fremur svalt hefur verið norðan heiða tvær síðustu viku og þegar veðurfar er með þeim hætti dregur verulega úr sprettu. Vonum það besta Bergvin segir að staðan sé svipuð á sunnanverðu landinu, eftir því sem hann fregnaði t.d. úr Þykkvabæ hafi lítið gerst undir grösum á því svæði undanfarinn hálfan mánuð. Langt í frá sé að öll nótt sé úti enn, enda skipti síðari hluti ræktunartímans meginmáli, ágúst og fyrstu vikur í september. Of snemmt sé því að segja fyrir um hvernig uppskera verði í haust, hún gæti verið ágæt og allt niður í að verða líkt og í slöku meðalári. „Það er því best að segja sem minnst á þessari stundu, enn getur allt gerst og við vonum það besta,“ segir hann. Nýjar íslenskar seinna á ferðinni Bergvin segir að nýjar íslenskar kartöflur muni að líkindum koma seinna á markaðinn í sumar en venja er til, því sama staða sé uppi á sunnanverðu landinu. Kartöflubændur í Hornafirði eru þó aðeins byrjaðir að taka upp. „Ég á ekki von á að nýjar íslenskar kartöflur komi á markað fyrr en um verslunarmannahelgi, veðurspá fyrir þessa viku gefur ekki tilefni til að ætla annað,“ segir hann. /MÞÞ Mynd / MHH Nýjar kartöflur úr Þykkvabæ Ólafur Kristinsson í Dísukoti var fyrstur kartöflubænda í Þykkvabæ til að byrja að taka upp nýjar íslenskar kartöflur í sumar, en hann tók upp af einum hektara mánudagskvöldið 15. júlí. Þær kartöflur setti hann niður 10. maí en þær voru undir plasti og akrýldúk. Ólafur, sem er fæddur og uppalinn í Þykkvabæ og hefur verið í kartöflurækt síðan 1986, er með 18 hektara undir. „Þetta eru fínar og flottar kartöflur, sem fara í verslanir í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna og þaðan í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Mer sýnist að kartöfluuppskera ætli að vera mjög góð í sumar, nú fara allir að byrja að taka upp á fullu“, sagði Ólafur. Hann segist fá um 20 tonn af kartöflum af hverjum hektara, sem þykir mjög gott. /MHH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.