Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013 1 4 3 7 3 2 6 6 4 7 2 8 3 1 4 5 8 6 4 1 4 3 6 2 9 6 5 3 5 1 8 6 8 9 5 1 7 8 3 4 1 2 4 82 Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Ríta Rún Kristjánsdóttir er 12 ára nemandi í Borgarnesi. Henni finnst grjónagrauturinn hennar ömmu bestur. Nafn: Ríta Rún Kristjánsdóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Borgarnesi. Skóli: Grunnskólinn í Borgarnesi. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Nátturufræði og íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur- inn hennar ömmu. Uppáhaldshljómsveit: Retro Stefson. Uppáhaldskvikmynd: Mýrin. Fyrsta minningin þín? Þær eru svo margar. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Horfa á þætti. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Snyrtifræðingur, vinna á gróðrarstöð eða á leikskóla. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Vera í stuði með vin- konum mínum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Ekkert, það er allt skemmtilegt. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Vinna hjá ömmu og afa. Einfaldar grifflur – fyrir 8–12 ára PRJÓNAHORNIÐ Efni: Basak frá Kartopa nr. 733 Sokkaprjónar nr. 4,5 Heklunál nr. 3,5 Fitjið upp 32 l og prjónið stroff, 2 l sléttar og 2 l brugðnar, alls 15 umf. Aukið út um 4 l og prjónið 12 umf. slétt. Í 13. umferð þarf að gera ráð fyrir þumlinum. Þá byrjið þið á að prjóna 1 l og prjónið svo næstu 5 l með aukabandi. Prjónið svo aftur yfir þær lykkjur með aðallitnum. Klárið hringinn og prjónið áfram 11 umf. slétt. Fellið af og heklið fasta hekl í hverja lykkju. Heklið svo skeljahekl til skrauts (6 skeljar). Skeljahekl: Heklið 2 stuðla, 2 loftlykkjur og aftur 2 stuðla í sömu fastalykkjuna. Hoppið svo yfir 2 l og heklið 1 fastalykkju, hoppið aftur yfir 2 l og endurtakið skelina. Þumall: Takið bandið úr og takið upp 10 l. Prjónið 6 umf. slétt og fellið svo af. Heklið fastalykkjur í hverja prjónaða lykkju. Gangið frá endum og prjónið hina griffluna eins nema þegar kemur að því að staðsetja þumalinn. Þá þarf að prjóna 12 l áður en aukabandið er prjónað í. Þessar grifflur ættu flinkir prjónakrakkar að ráða við að prjóna sjálfir ef þeir fá svolitla aðstoð með að hekla og gera þumalinn. Gangi ykkur vel. Helena Eiríksdóttir. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætla að verða snyrtifræðingur, vinna á gróðrarstöð eða leikskóla 9 9 Létt 8 9 3 5 5 7 4 1 6 3 4 8 3 1 2 6 4 1 2 5 7 2 9 4 ÞungMiðlungs 6 Amma mús – handavinnuhús Prjónagarn- og bækur frá Isager

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.