Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013 Um þessar mundir er að hefjast samstarfsverkefni Matís og Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur bónda á Háafelli, í Hvítársíðu, sem er helsti geitabóndi landsins. Verkefnið felst í prófunum á gæðum og nýtingu geitamjólkur, auk þess sem kjötið verður Íslensk geitamjólk Íslendingar taka þátt í „Særimner“ Á dögunum fékk Matís Leonard styrk til að senda fulltrúa í fimm daga starfsnám til Svíþjóðar í tengslum við Særimner, sem er Norræn ráðstefna smáframleið- enda matvæla. Smáframleiðsla matvæla er „framleiðsla matvæla í smáum stíl sem byggir á handverkinu fremur vélverkinu“. Í hópnum verða auk starfsmanna Matís fimm samstarfsaðilar, sem hafa þróað vörur í samstarfi með Matís. Farastjóri hópsins er Gunnþórunn Einarsdóttir. Særimner er sannkölluð hátíð þeirra sem tengjast smáframleiðslu matvæla á einn eða annan hátt, sem haldin verður dagana 8.-10. október í Svíþjóð. Í ár er þemað „Norræn matvælasköpun“ sem tengist verkefninu „Ný norræn matargerð“ (e. New Nordic Food). Þar munu smáframleiðendur hittast til að kynna sínar vörur, miðla reynslu sinni og kynnast öðrum vörum. Þar verður einnig hægt að smakka á framleiðslu annarra og bjóða upp á slíkt, vilji fólk koma sínum vörum á framfæri. Á ráðstefnunni verða einnig fjölmargir fyrirlestrar og málstofur sem tengjast matvælaframleiðslu á einn eða annan hátt. Til dæmis verður framtíð norrænnar matvælasköpunar til umræðu, þar sem stjórnmálamönnum er boðið að tjá sig. Þá verður málstofa um fiskverkun áður fyrr, norræn ber og geymsluaðferðir, mat og viðskipti, auk þess sem Brynhildur Pálsdóttir mun segja frá verkefninu „Stefnumót bænda og hönnuða“, sem Matís tók þátt í. Þá verður í boði ráðgjöf til smáframleiðanda sem vilja þróa vörur sínar áfram. Það er því ljóst að allir áhugasamir um smáframleiðslu matvæla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á ráðstefnunni. skoðað út frá næringarinnihaldi og nýtingarhlutfalli. Geitamjólk hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda þar sem hún veldur ekki mjólkurofnæmi né óþoli eins og algengt er með kúamjólk. Talið er að um 3-5% mannkyns geti ekki neytt mjólkurafurða sökum ofnæmis- og óþolsviðbragða og er það algengasta fæðuóþol í heiminum. Geitamjólk hefur mjög svipað næringargildi og kúamjólk, hátt próteinmagn og mikið kalkinnihald, hún hentar því sérstaklega vel fólki með mjólkuróþol. Hér á landi er ekki hefð fyrir nytjun geitaafurða. Íslenski geitastofnin n hefur átt undir högg að sækja og telst vera í útrýmingarhættu þrátt fyrir að vera elsti geitastofn í Evrópu. Í verkefninu verða skoðaðir möguleikarnir á því að framleiða ferska geitamjólk í atvinnuskyni. En slík framleiðsla gæti orðið tekjuöflunarleið fyrir bændur, auk þess sem markviss nýting á geitaafurðum myndi styðja við uppbyggingu geitastofnsins hér á landi. Gera má ráð fyrir því að íslensk geitamjólk hafi önnur bragðeinkenni en venja er sökum annarar fóðrunar en gengur og gerist. Talið er að íslensk geitamjólk verði eftirsótt vara hérlendis og erlendis, þar sem neysla hennar hefur aukist mjög mikið á síðustu árum. Geitamjólk er almennt dýrari en kúamjólkin. Í Bretlandi er geitamjólk til dæmis seld fyrir tvöfalt hærra verð en kúamjólk. Í verkefninu verður mjólkin gerilsneidd eftir mislangan tíma frá mjólkun. Eftir það verður mjólkin send í skynmat. Næringargildi mjólkurinnar verður rannsakað, fitugreining framkvæmd og magn laktósa greint. Einnig verður athugað hvort fitan þráni í mjólkinni þegar hún er fryst í lengri tíma. Hömlur geitamjólkurframleiðslu verða skil- greindar og þá verður horft til þátta s.s. mjólkunartímabil, magn mjólkur og líffræði. Framkvæmt Ljósm. www.geitur.is Á Særimner verður sænska meistarakeppnin (SM) í matvæla- framleiðslu haldin í 17 skipti og að þessu sinni verður hún opin fyrir keppendum frá Norðurlöndunum. Keppt verður í fimm aðalflokkum sem eru: kjötvörur, fiskvörur, mjólkurafurðir, bökunarvörur og vörur úr berjum, ávöxtum og grænmeti. Undir hverjum aðal- flokki eru svo ýmsir vöruflokkar. Í ár verða nokkrir nýir og spennandi vöruflokkar eins og mjólkursýrt grænmeti, sinnep, sætabrauð og nýsköpun í matvörum. Fjöldi dómara, sérfróðir á sínu matvælasviði, dæma keppnina, sem fer fram fyrir opnum tjöldum. Til mikils er að vinna því þær vörur sem hljóta verðlaun í keppninni fá góða athygli sem mun auðvelda markaðssetningu þeirra. Allir keppendur fá dóma um sínar vörur frá dómurum, sem hjálpar til við áframhaldandi þróun vörunnar. Fulltrúi Íslands í dómarahópnum verður Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og sérfræðingur hjá Matís. Hátíðin er ætluð öllum sem hafa áhuga á matvælasköpun. Hún er mikilvægur vettvangur tengslanets milli smáframleiðanda, hugmyndaauðgandi og spennandi auk þess sem hún styrkir án efa smáframleiðendur í framleiðslu sinni. Skráning á Eldrimner hófst 6. maí en opið er fyrir skráningar til 13. september. Eftir það er hægt að skrá sig gegn hærra skráningargjaldi. Öllum er frjálst að vera með og hvetjum við alla sem starfa á þessum vettvangi eða eru áhugasamir að láta sjá sig. Nánari upplýsingar um hátíðina veita: Gunnþórunn Einarsdóttir, gunnthorunn.einarsdottir@matis.is og Óli Þór Hilmarsson, oli.th.hilmarsson@matis.is Heimasíða Særimner: http://www.eldrimner.com/ Ljósm. Eldrimner verður kjötmat á geitakjöti og næringargildi rannsakað. Til að framleiðsla á geitamjólk verið raunhæf þarf að rannsaka næringargildismun á milli sumars og veturs, hámarka vinnsluaðferðir sem og geymsluþol og öryggi en auk þess þarf að finna hvað takmarkar framleiðsluna. Verkefnið mun standa í tvö ár og niðurstöður verða kynntar í innlendum og erlendum vísindaritum og skýrslum. Áætlað er að verkinu ljúki 31. maí 2014. Nánari upplýsingar veitir: Ragnheiður Sveinþórsdóttir, ragnheidurs@matis.is Ljósm. www.geitur.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.