Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 201314 Á einum besta degi sumarsins hvað veður varðar, laugardaginn 23. júní, var haldið upp á 85 ára afmæli Sambands sunnlenska kvenna (SSK) í Þjórsártúni í Ásahreppi, þar sem sambandið var stofnað. Í dag eru 26 kvenfélög innan SSK og kven- félagskonurnar eru um eitt þúsund. Í tilefni af afmælinu hefur sérstakt prjónaverkefni verið í gangi, en kvenfélagskonur hafa gengið um koppa og grundir prjónandi búta í risaveggteppi og minnast með því formæðranna, sem gengu á milli bæja prjónandi. Einnig var farin áheitaganga, en SSK er að safna fyrir nýju fæðingarúmi á fæðingar- deildina á Selfossi. Afmælisdagskráin í Þjórsártúni var glæsileg og naut fólk þess að koma saman í veðurblíðunni til að hlusta á skemmtilegar ræður, söng og vísur og sjá glímu. Þá voru kaffiveitingarnar eins og í flottri fermingarveislu, en þær voru í boði systkinanna í Þjórsártúni. Magnús Hlynur Hreiðarsson var í Þjórsártúni og tók meðfylgjandi myndir. /MHH 85 ára afmæli Sambands sunnlenskra kvenna – myndasyrpa frá glæsilegri afmælishátíð á Þjórsártúni 23. júní síðastliðinn Nýr útifáni sambandsins var kynntur í afmælinu og dreginn að húni í Þjórsártúni. Systkinin í Þjórsártúni buðu upp á veitingarnar sem voru ekki af verri endanum, kökur og kruðerí eins og hver gat látið ofan í sig. Þau eru hér frá hægri: Hrólfur, Ingibjörg, Valgerður, Lilja og Karl, Ölvisbörn. Á myndina vantar Gyðu. Margrét Þórðardóttir frá Þverlæk var glæsileg í afmælinu. Framtíðar kvenfélagskona á Suður- landi, Hulda Guðbjörg Hannesdóttir frá Arnkötlustöðum, 5 ára, sem var svakalega fín í afmælinu. Fimm fyrrverandi formenn SSK mættu í 85 ára afmælið. Þær eru hér með núverandi formanni, Rosmarie Þorleifsdóttur, sem er þriðja frá vinstri. Heiðursfélagar SSK, Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir frá Skarði í Landsveit og Halla Aðalsteinsdóttir frá Kolsholti í Flóahreppi. Sveitamarkaður í Breiðabliki á Snæfellsnesi: Ómissandi í sumardagskránni Ragnar Kjartansson myndlistar- maður opnaði sýningu á Galtarvita á Vestfjörðum á Jónsmessu. Er þetta annað árið í röð sem Galtarviti, í samstarfi við Slíjm, býður listamanni að koma til vinnustofudvalar í opinn faðm óvissunnar á Galtarvita. Sýningin er opin í allt sumar og eru allir velkomnir. Sýninguna vann Ragnar í vinnustofudvöl sinni á Galtarvita í júní og er hún innblásin af skrifum Óskars Aðalsteins, fyrrum vitavarðar á Galtarvita, um frásögn sonar hans af litastríði sem drengurinn stundaði bolanum Dreka til ánægju. Við opnun sýningarinnar dró listamaðurinn ásamt föður sínum Kjartani Ragnarssyni fána að húni og bauð svo gestum til stofutónleika, þar sem hann lék tregakántrítónlist á gítar sem lengi hafði leitað hans og nýlega fundið. Ferðir á Galtarvita Leiðin á Galtarvita er greiðust við að ganga úr Skálavík. Farið er frá Bolungarvík, ekið í Skálavík og gengið þaðan um Bakkadal og um Bakkaskarð, sem ætti að vera flestum viðráðanlegt. Gott er að reikna með um 4 tímum til göngunnar. Boðið er upp á tjaldstæði eða svefnpokapláss og algert net-, síma- og tímaleysi. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður: Sýnir á Galtarvita Sveitamarkaður verður haldinn í félagsheimilinu Breiðabliki á sunnanverðu Snæfellsnesi um næstu helgi, 20.-21. júlí. Þetta er í sjötta sinn sem markaðurinn er haldinn, en hann er vaxtarsproti upp úr verkefninu Byggjum brýr sem Lifandi landbúnaður var frumkvöðull að. Sveitamarkaðurinn á Breiðabliki hefur vaxið ár frá ári og öðlast fastan sess í samfélaginu, og þykir nú ómissandi þáttur í sumardagskrá fólks í sveitunum í kring. Einnig hafa ferðamenn gaman af að kíkja á sveitamarkað og þeir sem hafa ein- hver tengsl við svæðið nota tækifærið til að koma í sveitina, kaupa vörur á markaðnum, hitta heimamenn og hafa gaman saman. Því ætla félaga- samtök á svæðinu nú að ganga til liðs við sveitamarkaðinn og brydda upp á ýmsu skemmtilegu til að krydda markaðinn og gera hann að nokkurs- konar „sveitahátíð“ þar sem margt skemmtilegt verður í boði. Bútasaumskonur ætla t.d. að sitja og sauma og setja upp sýningu á því sem þær hafa verið að gera síðastliðna vetur. Á laugardeginum ætla ungmennafélögin og búnaðar- félögin að standa fyrir sveitaleikum eftir hádegi, þar sem fólk fær að spreyta sig í ýmsum skemmtilegum leikjum og þrautum. Björgunarsveitin Elliði mun sýna Argo – nýtt átta hjóla björgunartæki sem bæði kemst um láð og lög. Félag sauðfjárbænda á Snæfellsnesi mun standa fyrir því að grillvagninn frá Landsamtökum sauðfjárbænda verður á staðnum og öllum boðið að smakka grillað lambakjöt. Einnig verður fjárhundasýning þar sem Svanur í Dalsmynni mætir með smalahundana og sýnir hvað í þeim býr. Á sunnudeginum ætla kvenfélags- konur að sýna handbragðið við ýmsar hannyrðir og tónlistarfólk af svæðinu mun stíga á stokk og flytja nokkur lög. Þá væntum við þess líka að fornbílafólk og þeir sem eiga fal- leg farartæki skelli sér í sunnudags- bíltúr og mæti á drossíunum sínum á sveitamarkað. Einnig verður „luk- kukrukka“ á staðnum þar sem allir viðskipavinir sveitamarkaðsins geta sett nafnið sitt í og dregið verður um góða vinninga úr krukkunni á hverjum klukkutíma – en vinn- ingarnir verða ýmis glaðningur og upplifun í sveitunum. Að vanda kennir margra grasa á markaðnum sjálfum þar sem boðinn er til sölu margvíslegur varningur frá fólki í sveitinni – bæði handverk, listmunir, bækur, tónlist, plöntur og ýmsar matvörur. En á Breiðabliki er viðurkennt „heimilisiðnaðareldhús“ sem hefur fengið vottun um að þar megi framleiða matvöru sem bjóða á til sölu á almennum markaði. Þá verður hægt að kaupa nýbakaðar vöfflur með rjóma og gæða sér á meðan fólk nýtur þess sem í boði er og samverustundanna við allt það skemmtilega fólk sem sækir hátiðina heim. „Það er alltaf svo gaman að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum Sveitamarkaðar. Ragnar og faðir hans Kjartan Ragnarsson. Mynd / Dania Júlíusdóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.