Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 20134 Fréttir Íbúar heimsins eru 7,1 milljarður. Af þeim lifa 900 milljónir undir hungurmörkum, eða 15 prósent. Talið er að um 2060 muni mannfjöldi í heiminum ná hámarki og verða u.þ.b. 10 milljarðar. Því þarf að tvöfalda matvælaframleiðslu í heiminum með minna vatni og minni notkun á jarðefnaeldsneyti. Við verðum því að nota auðlindir okkar af skynsemi. Það er nauðsynlegt að framleiða mat á öllu landbúnaðarlandi í heiminum, okkur nægir ekki að framleiða mat þar sem náttúrulegar aðstæður henta best til landbúnaðar- framleiðslu. Til þess þarf að móta landbúnaðarstefnu og bæta upp fyrir erfiðari náttúrulegar aðstæður milli landa með tollvernd. Þetta er mat Christians Antons Smedshaug, doktors í umhverfisfræðum og höfundar bókarinnar „Feeding the World in the 21st Century“. Smedshaug, sem starfaði áður hjá norsku bænda- samtökunum, hélt fyrirlestur á fundi sem Bændasamtök Íslands stóðu fyrir 15. apríl síðastliðinn. Fjölgun fólks í millistétt hefur mikil áhrif Smedshaug segir að stærsta áskorunin við framleiðslu á mat sé Afríka. Þar fjölgar fólki hraðast og eins og staðan er stendur Afríka ekki undir matvælaframleiðslu fyrir sína íbúa. Í Afríku þarf því að þrefalda matvælaframleiðslu á næstu fimmtíu árum, hið minnsta. Sumir halda því fram að hana þurfi að fimmfalda. Helstu erfiðleikarnir sem við stöndum frammi fyrir eru loftslagsbreytingar, fjölgun fólks í millistétt, óvissa um framboð og verð á jarðefnaeldsneyti og skortur á vatni. Með aukinni velmegun fjölgar fólki í millistétt en talið er að um 3 milljarðar manna verði í millistétt árið 2045. Það fólk gerir mun meiri kröfur en fólk í lágstétt, meðal annars til matar. Millistéttin í Kína hefur til að mynda vaxið hratt og nú er svo komið að meðaltalsneysla á kjöti á hvern Kínverja er 60 kíló á ári. Meðaltalsneysla á kjöti á Indlandi er hins vegar 6 kíló. Vísbendingar eru um að fólki í millistétt á Indlandi fjölgi hratt á næstu árum og því verður sífellt erfiðara að metta alla munna. Að því er Smedshaug segir hefur fjölgun fólks í millistétt meiri áhrif en fjölgun fólks í heiminum þegar kemur að erfiðleikum við að framleiða nóg af mat. Þá er hækkun á jarðefnaeldsneyti, einkum olíu, mikill áhrifavaldur í matvælaverði. Ef olía hækkar enn í verði mun það styrkja stöðu lífefna- eldsneytis í samkeppni við olíu. Ef aukning verður á framleiðslu lífefna- eldsneytis mun það auka eftirspurn eftir landbúnaðarframleiðslu, ganga á land til matvælaframleiðslu og gera enn erfiðara að brauðfæða heiminn. Nýta þarf landbúnaðarland betur Landbúnaðarland í notkun í heiminum í dag er um 1.500 milljónir hektara. Í besta falli væri hægt að taka 500 milljónir hektara í not til viðbótar svo heildarstærð landbúnaðarlands yrði 2.000 milljónir hektara. Líklegri tala er þó 1.800 hektarar. Af því leiðir að aukningu á matvælaframleiðslu verður að mestu leyti að ná fram með betri nýtingu á því landi sem þegar er í notkun. Landbúnaðarland er í dag að mestu leyti í fyrrum Sovétríkjunum, norðurhluta S-Ameríku og í Afríku sunnan við Sahara. Á þessum svæðum, ekki síst í Afríku og í fyrrum Sovétríkjunum, er ekki rekin sérstök landbúnaðarstefna. Það gerir að verkum að landbúnaður á svæðunum er ekki rekinn með skilvirkum hætti. Lítil uppskera er á svæðunum og á síðasta ári minnkaði landbúnaðarland í Rússlandi meira að segja, þrátt fyrir aukna eftirspurn á heimsmarkaði. Að mati Smedshaug er vel mögu legt að auka framleiðni á því landbúnaðar landi sem fyrir er í heiminum, til að mæta þörf fyrir aukna þörf á matvælum. Hins vegar er óvissan fólgin í því hvort takast megi að búa til landbúnaðar stefnu sem gerir að verkum að auðlindirnar séu nýttar með sem skilvirkustum hætti. Landbúnaðarafurðir skipta öllu máli Af allri orkuinntöku fólks í heiminum koma 99 prósent frá landbúnaðarafurðum, samkvæmt upplýsingum frá FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna). Talið er að í heiminum séu u.þ.b. 2.800 kcal aðgengilegar fyrir hverja manneskju. 2.300 af þeim fást frá afurðum úr plöntum, um 500 frá búfé og einungis 33 úr fiski. Einungis 1 prósent orku úr fæðu kemur frá fiski. Í Noregi er hlutfallið 2 prósent úr fiski. Í Seinni heimsstyrjöldinni, í krísuástandi, var hlutfallið 10 prósent. Því er hægt að færa rök fyrir því að mjög erfitt sé að auka við kaloríuinntöku frá fiskmeti upp í meira en 10 til 15 prósent og þá þegar krísuástand er yfirstandandi. Því er ljóst að eftir sem áður verða landbúnaðarafurðir grundvöllur þess að brauðfæða heiminn. Tollar, ríkisstuðningur eða innflutningshöft víðast hvar Nútíma landbúnaðarstefna í heiminum byggir í meiri eða minni mæli á þremur leiðarsteinum. Það eru innflutningshöft, tollar og ríkisstuðningur. Fyrir því eru sögulegar ástæður. Fólksflutningar frá Evrópu og vestur um haf á 19. öldinni þýddu að fólk flutti frá fjölmennri álfunni og lagði sitt af mörkum við að framleiða mat í Nýja heiminum. Það þýddi að mikið magn af korni varð aðgengilegt á heimsmarkaði. Með auknum innflutningi á korni frá Norður-Ameríku og Austur-Evrópu til Vestur-Evrópulanda lækkaði kornverð. Það þýddi ógn við innlenda landbúnaðaframleiðslu í löndunum og við því brugðust þau á mismunandi hátt. Í Þýskalandi og í Frakklandi voru sett á innflutnings- höft og lagðir á verndartollar á ofanverðri 19. öldinni til að verja landbúnað. Í Danmörku var tekin sú ákvörðun að í stað þess að verja kornframleiðsluna var korn í auknum mæli nýtt til að fóðra svín og kýr til að geta selt svínakjöt og smjör úr landi, einkum til landa innan Breska heimsveldisins. Það er ástæðan fyrir því að Danir eru svo sérhæfðir í svínakjötsframleiðslu og mjólkurframleiðslu. Í Bretlandi brugðust menn við með því að leyfa frjálsan innflutning á korni og leggja áherslu á iðnframleiðslu heima fyrir til að flytja úr landi, svo sem stál og kol. Þessar breytingar eru grunnurinn að þeirri stöðu sem löndin hafa í dag. Bretar og Danir beita sér enn í dag fyrir frjálsum viðskiptum með landbúnaðavörur innan ESB. Á fjórða áratugnum setti Franklin D. Roosevelt lög um aðlögun í landbúnaði í Banda- ríkjunum. Þau gengu út á framleiðslustýringu, greiðslur fyrir að taka landbúnaðarland úr notkun, opinbera verðlagningu að hluta, útflutningsstyrki og verndartolla. Þessi stefna er enn við lýði í Bandaríkjunum. Tollvernd nauðsynleg til að bæta upp fyrir erfiðar náttúrulegar aðstæður En hvernig stendur á því að þörf er á tollvernd hjá þróuðum, iðnvæddum ríkjum? Það er vegna þess að þegar horft er til náttúrulegra aðstæðna eru þær mjög mismunandi milli landa. Í Brasilíu er til að myndahægt að fá þrjár uppskerur á ári á meðan hægt er að ná einni í Norður-Noregi. Þess vegna verður að styðja með einhverjum hætti við landbúnað þar sem náttúrulegar aðstæður eru óhagstæðar. Það er nauðsynlegt vegna þess að með auknum fólksfjölda, vaxandi millistétt, þverrandi vatni og jarðefnaeldsneyti er nauðsynlegt að nýta allt ræktarland til matvælaframleiðslu. Okkur nægir ekki að framleiða matvæli á bestu landbúnaðarsvæðunum heldur verðum við að nýta ræktunarland þar sem náttúrulegar aðstæður eru óhagstæðari. Til þess að svo megi verða þarf að hafa landbúnaðarstefnu og tollvernd. /fr Hver á að framleiða matinn okkar? Tollvernd nauðsynleg til að framleiða nægan mat fyrir heiminn – ekki nóg að framleiða mat á besta landbúnaðarlandinu heldur alls staðar Meirihluti stjórnmálaflokkanna: Vill áframhaldandi tollvernd Sumardagurinn fyrsti: Skeifudagur Grana haldinn á Mið-Fossum í Andakíl Sumardaginn fyrsta verður haldinn hátíðlegur Skeifudagur Grana á Mið-Fossum í Andakíl, sem er hestamiðstöð LbhÍ. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Dagskrá fyrir Skeifudaginn: 10.00 - Forkeppni í Reynis- bikarnum: Þátttakendur eru tveir fulltrúar úr öllum sjö hópum reiðmannsins. 13.00 - Setningarathöfn. Sýningaratriði reiðkennara. Kynning á frumtamningatrippum. Úrslit í keppni um Reynisbikarinn. Úrslit í keppni um Gunnarsbikarinn. 15.00 - Kaffihlaðborð í mötuneyti skólans með verðlaunaafhendingum og útskrift reiðmanna. Yfirgnæfandi meirihluti framboðanna sem bjóða fram til komandi Alþingiskosninga vill viðhalda tollvernd fyrir íslenskan landbúnað. Öll vilja þau að gætt verði að hagsmunum íslensks landbúnaðar, óháð því hvernig framtíð tollverndar og stuðningskerfis verði skipað. Þetta kemur fram í svörum framboðanna við spurningum Bændablaðsins sem birt eru hér í blaðinu. Sé litið á þau framboð sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum upp á síðkastið er samhljómur með málflutningi þeirra hvað varðar tolla og innflutningsgjöld á innfluttar landbúnaðarvörur sem eru í samkeppni við innlenda búvöru. Framsóknarflokkurinn styður að lagðir séu á tollar og innflutningsgjöld á erlendar búvörur sem eru sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi. Tollvernd sé enda notuð í flestum löndum til að að vernda innlenda matvælaframleiðslu svo tryggja megi fæðuöryggi þjóða. Í svörum Sjálfstæðisflokksins kemur fram að flokkurinn muni ekkert gera til að raska samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Lækkun tolla komi því aðeins til greina að erlendir markaðir opnist að fullu fyrir íslenskar afurðir. Samfylkingin styður landbúnaðarkerfið Samfylkingin styður stoðkerfi íslensks landbúnaðar eins og það er nú, að því er kemur fram í svörum framboðsins. Þar er sérstaklega tiltekið að komi til þess að innflutningstollar lækki, t.d. með aðild Íslands að Evrópusambandinu, leggi flokkurinn mikla áherslu á að því verði mætt með auknum beinum stuðningi við bændur. Í þeim efnum er bæði talað um stuðning tengdan við ræktarland og beina framleiðslustyrki. Vinstri græn segja í sínum svörum að hagsmunum Íslendinga til lengri tíma sé ekki borgið með því að leyfa niðurgreiddum erlendum landbúnaðarvörum að kollkeyra íslenska framleiðslu. Íslendingar hafi kosið að veita matvælaframleiðslu sinni vernd líkt og aðrar þjóðir í okkar heimshluta og fyrir því séu bæði efnahagslegar forsendur og öryggissjónarmið. Björt framtíð vill tvíhliða samninga Björt framtíð sker sig eilítið úr af þeim flokkum sem hafa mælst með fylgi yfir 5 prósenta þröskuldinum sem þarf að stíga yfir til að fá kjörna fulltrúa. Björt framtíð telur að til að landbúnaður á Íslandi geti vaxið þurfi að skapast tækifæri til að flytja út landbúnaðarvörur í meiri mæli en nú er gert. Það kalli á tvíhliða samninga, sem muni óhjákvæmilega draga úr tollvernd eins og hún er í dag. Hins vegar er vikið að því í svörum framboðsins að þegar dregið verði úr tollvernd verði hægt að grípa til annarra ráðstafana sem þekktar séu og komi í stað tollverndar. Píratar, sjötta framboðið sem mælst hefur með fylgi sem skila muni þingsætum, hafa ekki markaða stefnu í málinu. Lögð var fram tillaga á vettvangi framboðsins um að afnema ætti tolla á innflutt matvæli en sú tillaga var felld. Allir vilja gæta að stöðu landbúnaðarins Af öðrum framboðum eru Alþýðufylkingin, Húmanista- flokkurinn, Landsbyggðarflokkurinn og Regnboginn mjög eindregin í þeirri afstöðu sinni að viðhalda beri tollverndinni til að vernda innlenda búvöruframleiðslu. Dögun hefur ekki mótað sér stefnu varðandi málefnið en í svörum framboðsins kemur fram að endurskoðun tollverndar eigi að taka mið af fæðuöryggi þjóðarinnar. Lýðræðisvaktin bendir í svörum sínum á að í öllum samkeppnislöndum Íslands njóti landbúnaður verulegra styrkja eða tollverndar og þar af leiðandi verði íslenskur landbúnaður að búa við sömu kjör. Það ráðist meðal annars af því hvort Ísland gangi í Evrópusambandið hvort þau kjör verði tryggð með tollvernd eða með beinum styrkjum. Hægri grænir vilja að gerðir verði tvíhliða viðskiptasamningar við viðskiptalönd Íslands og í slíkum samningum væri hægt að stilla af þarfir íslensks landbúnaðar. Á meðan slíkir samningar hafi ekki verið gerðir sé farsælast að halda tollvernd og innflutningsgjöldum óbreyttum. Flokkur heimilanna vill hins vegar að tollar verði lækkaðir með gerð gagnkvæmra fríverslunarsamninga. Við gerð þeirra samninga verði þó að gæta að stöðu innlendrar landbúnaðarframleiðslu. /fr Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.