Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 1
8. tölublað 2013 Miðvikudagur 24. apríl Blað nr. 393 19. árg. Upplag 28.000 Fyrstu viðbrögð lofa góðu Gleðilegt sumar! Þessi mynd var tekin af bænum Steindyrum í Svarfaðardal 18. apríl síðastliðinn. Þó að sól skíni í heiði er greinilega nokkuð í land að hún náí að bræða formlega í garð samkvæmt almanakinu. - Sjá meira af fannfergi og raunum norðlenskra bænda á bls. 8 og 10. Fannfergi nyrðra Mikið fannfergi er víða norðan heiða og litlar líkur á að hann taki upp í bráð, en veðurspá fyrir næstu daga gerir ráð fyrir að áfram verði kalt í veðri. Liðið ár hefur ekki verið sérlega hagstætt, en eins og menn rekur eflaust minni til voru miklir þurrkar allt síðastliðið sumar og drógu þeir mjög úr uppskeru á mörgum bæjum. Þá þurfti að taka fé óvenju snemma á hús síðastliðið haust, enda skall fyrsta vetrarveðrið á með fyrra fall- inu, í byrjun september. Veturinn hefur verið langur og harður, svell legið á túnum víða allt frá því í nóvember þannig að allt bendir til þess að slæmt kalvor sé fram undan. Þá er heyforði með minnsta móti víða. Algengt er að bændur eigi rétt nóg fyrir sig, ef vorið verður ekki hart og hægt að hleypa fé út á beit nokkuð snemma, en fáir bændur fyrir norðan eru aflögufærir. /MÞÞ Illugastaðir 19. apríl. Almenn andstaða er meðal stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til Alþingis við að hingað til lands verði leyft að flytja lifandi dýr. Þá varar meirihluti þeirra einnig við því að leyft verði að flytja til landsins hrátt kjöt eða aðrar ómeðhöndlaðar dýraafurðir. Flokkarnir eru jafnframt sammála um mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, þó að mismundi útfærslur séu kynntar í þeim efnum. Píratar vilja gæludýravegabréf Píratar skera sig nokkuð úr hópi framboðanna þegar kemur að afstöðu til innflutnings lifandi dýra samkvæmt fyrirspurn Bændablaðsins til flokkanna. Framboðið vill að tekin verði upp gæludýravegabréf svo auðveldara sé að flytja inn dýr af velferðarástæðum, t.d. blindrahunda. Þá vill framboðið auka frelsi til að flytja inn dýr sem öruggt sé að lifi ekki af íslenskt veðurfar. Ekki er skýrt frekar hvaða dýr þar er um rætt. Alþýðufylkingin, Björt framtíð og Lýðræðisvaktin tiltaka að hlýða skuli ráðum sérfræðinga og tiltaka að verja þurfi íslenska búfjár stofna. Lýðræðisvaktin tekur reyndar sérstaklega fram að í mati sérfræðinga geti falist að heimilt yrði að flytja inn t.d. gæludýr með heilbrigðisvottorðum. Hægri grænir vilja banna allt sem getur sett innlenda dýrastofna í hættu. Dögun hefur ekki mótaða stefnu í málinu en vill fara varlega í öllum breytingum á lífríkinu. Aðrir flokkar eru fortakslaust andvígir innflutningi. Sömu sögu má segja um inn- flutning á hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum, í þeim tilfellum þar sem flokkarnir svara þeirri spurningu sérstaklega. Ýmist eru flokkarnir alfarið mótfallnir slíkum innflutningi eða vara við honum. Samfylkingin styður áframhaldandi beinan stuðning Hvað varðar fæðuöryggi þjóðarinnar leggja allir flokkar áherslu á að það verði tryggt. Í flestum tilfellum nefna flokkarnir mikilvægi þess að styrkja innlendan landbúnað. Þannig styður Samfylkingin eindregið áframhaldandi beinan stuðning við landbúnaðarframleiðslu og vill útvíkka þann stuðning svo hann nái til fleiri búgreina. Framsóknarflokkurinn telur að auka þurfi matvælaframleiðslu enda sé innanlandsframleiðsla undir þjóðaröryggis stöðlum. Flest framboðin nefna að auðvelda þurfi nýliðun í bændastétt Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að einkaframtak og frelsi séu grund- völlur fjölbreytts landbúnaðar. Píratar nefna frjálsar línuveiðar í sínu svari og Dögun vill leggja áherslu á að réttur bænda á til sjósóknar verði virtur. Dögun vill jafnframt hverfa frá framleiðslutengdu styrkjakerfi og taka upp landnytja- og búsetustyrki. Alþýðufylkingin tiltekur að styðja þurfi og vernda íslenskan landbúnað, ekki bara fyrir samkeppni að utan, heldur fyrir ásælni fjármálaaflanna. Flokkur heimilanna nefnir að stöðva þurfi yfirtöku fjármálastofnana og afborganir á lánum uns fyrir liggi dómsniðurstaða um lögmæti þeirra. Hægri grænir telja mikilvægast að tryggja fæðuöryggi í viðskipta- samningum við önnur ríki og Björt framtíð tekur í sama streng. Þá benda Vinstri græn á að kraftmikill landbúnaðar stuðli ekki einungis að auknu fæðuöryggi heldur sé mikilsvert umhverfismál í anda sjálfbærrar þróunar. /fr Íslenskur landbúnaður virðist eiga sér bandamenn víða fyrir þessar kosningar: Flokkarnir vilja tryggja fæðuöryggi Kindur fundust í Þorgeirsfirði eftir útigöngu í allan vetur: Merkilega vel á sig komnar, sallarólegar og sprækar – segir Þórarinn Ingi Pétursson bóndi á Grýtubakka „Þær eru ótrúlega vel á sig komnar, sallarólegar og sprækar og byrjuðu bara á því að fá sér að éta,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi í Grýtubakka í Höfðahverfi og for- maður Landssambands sauðfjár- bænda, en þrjár kindur, ær með tvö lömb, gimbur og hrút, fundust á lífi í Þorgeirsfirði í Fjörðum á sunnudag. Kindurnar eru frá Grýtubakka og voru það félagar úr Björgunar- sveitinni Ægi frá Grenivík sem komu auga á þær þar sem þeir voru á ferðinni á svæðinu. Þeir voru á vél- sleðum og kipptu kindunum með sér heim á hlað í Grýtubakka. Ágætis fjörubeit Kindunum var sleppt á fjall í byrjun júní í fyrrasumar, heimamenn fóru í göngur 5. september á liðnu haust en þá heimtust þær ekki. Þórarinn Ingi segir að margoft sé búið að fara um svæðið í vetur að leita að fénu en þessar þrjár hafi greinilega farið framhjá leitarmönnum í öll skiptin. Eins hafi nú eftir áramót verið mikil umferð sleðamanna á svæðinu, en reyndar ekki alveg niðri við sjó. Þar hefur verið snjólaust í allan vetur og skýrir að sögn Þórarins eflaust hversu vel kindurnar eru á sig komn- ar eftir alla þessa útigöngu. „Þær hafa komist í ágætis fjörubeit og eru merkilega vel á sig komnar, sprækar og sællegar kringum augun,“ segir hann og til marks um gott ástand nefnir hann að heilmikil hornhlaup eru á báðum lömbunum, einkum á hrútnum. Bæði gimbrin sem fannst og ærin eru með lömbum. /MÞÞ Kindurnar voru ótrúlega sprækar þegar þær komu í hús á Grýtubakka „Ég er sáttur og skila góðu búi“ Margir kostir við að reisa gasgerðarstöð 26-27 2820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.