Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 20136 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Öll él birtir upp um síðir LEIÐARINN Á laugardaginn mun ráðast hvaða fólki verður falið að fara með valdataumana næstu fjögur árin. Valdið er sannarlega í höndum fólksins en spurningin er hvort þeir sem veljast til ábyrgðar komi til með að fara að vilja fólksins hvað varðar úrlausn þeirra mála sem brenna heitast á þjóðinni. Um síðustu helgi var lagður á borð fyrir landsmenn sannleikur allra framboðanna um hvað sé rétt varðandi kaup vogunarsjóða á kröfum á íslensku þjóðina. Fulltrúar stjórnarflokkanna og fleiri viðurkenndu í ljósvakamiðlum frammi fyrir alþjóð að vogunarsjóðir hefðu í raun keypt kröfur föllnu bankana á sem nemur um 5% af uppgefnu verðmæti. Þar með afskrifuðu fyrri kröfuhafar um 95% af kröfunum. Það er því alrangt sem forsætisráðherra, hagfræðingar ríkisstjórnarinnar og fleiri hafa allan tímann haldið fram, að ekki væri hægt að bakreikna stökkbreyttu lánin. Ekki væri hægt að gera meira fyrir heimilin í landinu. Samt átti ekki að vera mikið mál fyrir þetta sama fólk að greiða nokkur hundruð milljarða Icesave-reikning. Maður spyr sig, er hægt að bjóða fólki endalaust upp á svona speki? Nú viðurkennir sama fólkið loksins eftir fjögur ár að það hafi allan tímann verið hægt að semja við vogunarsjóðina, eins og reyndar Hagsmunasamtök heimilanna, Lilja Mósesdóttir, forystumenn Framsóknarflokksins og fjölmargir aðrir héldu fram, en uppskáru lítið annað en hæðnistón og útúrsnúninga fyrir. Nú vilja hins vegar flestir Lilju kveðið hafa. Það eru þó ekki bara mál er varða vogunarsjóðina sem reynt hefur verið að skjóta í kaf sem tóma fjarstæðu. Þar má nefna verðtryggingarvitfirringuna. Ein meginorsök hrunsins á heimsvísu var myndun loftbóluhagnaðar sem byggði á innistæðulausum vaxta- hagnaði. Á Íslandi var þessi loftbóla mögnuð upp með verðtryggingu lána til almennings. Samt eru enn harðir varðhundar víða í flokka kerfinu að berjast fyrir óbreyttu loftbólu- vaxtakerfi. Einhverjir eru þó að sjá að sér, eins og Árni Þór Sigurðsson sem játaði fyrir alþjóð að það hefðu verið mistök ríkisstjórnarinnar að taka ekki verðtrygginguna úr sambandi strax eftir hrun. Mér þykir það virðingarvert hjá Árna Þór að taka þannig af skarið fyrir félaga sína í ríkisstjórninni, enda segir máltækið að batnandi manni er best að lifa. /HKr. Samkvæmt almanakinu kveður nú vetur og sumarið gengur formlega í garð á sumardaginn fyrsta. Að því tilefni eru lesendum Bændablaðsins sendar óskir um gleðilegt sumar. Vorinu fylgja ný og spennandi viðfangsefni í búskapnum og eru bændur oft orðnir óþreyjufullir að komast til vorverka. Sauðburður er nú víða að hefjast og jarðvinnsla, skítkeyrsla, sáning, áburðardreifing og girðingavinna eru dæmi um hin fjölmörgu vorverk hjá bændum landsins. Meðan sunnlenskir bændur sá í akra sína er staðan hins vegar allt önnur hjá bændum á Norður- og Austurlandi; þar er fátt sem minnir á vorið. Mörgum er í fersku minni óveðrið sem gekk yfir norðanvert landið í september síðastliðnum. Snjóinn sem kom í því veðri hefur á sumum svæðum aldrei tekið upp. Víða um norðanvert og austanvert landið er enn gríðarlegt fannfergi og girðingar sums staðar alveg á kafi í snjó. Þegar snjór liggur yfir túnum í svo langan tíma og samhliða gerir umhleypingar getur svellað verulega. Yfirleitt er miðað við að mikil hætta sé á kali þegar svell hefur legið á túni í þrjá mánuði eða meira. Bændur á þessum svæðum hafa miklar áhyggjur af kali ef fram fer sem horfir. Það er ótrúlegt hversu mikill munur er á veðurfari á þessu litla landi okkar. Í síðustu viku voru bændur í Mýrdalnum að sá í gulrófuakra og víða í Landeyjum og undir Eyjafjöllum voru bændur í jarðvinnslu. Enda hefur verið nánast snjólaust á Suður- og Vesturlandi í allan vetur. Á sama tíma funda bændur í Fljótum með landbúnaðarnefnd og sveitarstjórnarmönnum í Skagafirði ásamt fulltrúum almannavarna út af erfiðu ástandi. Þar er slíkt fannfergi að bændur komast illa að útihúsum og heystæðum, auk þess sem ógerlegt hefur verið að losa haughús. Allt kemur þetta í kjölfar þurrkasumars þar sem heyfengur var mun minni en í meðalári. Ljóst er að á þeim svæðum þar sem staðan er verst verður erfitt að koma lambfé frá húsi og líkur á að féð verði mun lengur á gjöf fyrir vikið. Ástæða er til að fylgjast mjög vel með stöðu þessara mála næstu vikurnar. Bændasamtökin hafa óskað eftir því við Atvinnuvegaráðuneytið að settur verði á fót viðbragðshópur ráðuneytisins, Bjargráðasjóðs, RML og BÍ. Mikilvægt er að kanna með skipulögðum hætti hver staðan er í hverju sveitarfélagi og gera áætlanir í samráði við sveitarstjórnir um hvernig brugðist verði við. Mikilvægt er að tryggja skepnunum nægt fóður og huga að velferð þeirra. Víða hafa bændur brugðið á það ráð að gefa kjarnfóður til þess að spara hey. Þeir bændur sem kunna að vera aflögufærir með hey ættu að setja sig í samband við ráðunauta á sínu svæði svo tryggja megi miðlun á fóðri eftir því sem þurfa þykir. Það fylgir því mikið vinnuálag að stunda sinn búskap við þær aðstæður sem bændur hafa þurft að búa við í vetur á Norður- og Austurlandi. Það er því mjög mikilvægt að bændur hugsi vel um eigið heilsufar og gangi ekki fram af sér við sauðburð og önnur vorverk. Nauðsynlegt er að huga vel að andlegu hliðinni og hika ekki við að hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk og leita sér aðstoðar. Enn fremur er mikilvægt að biðja um aðstoð við bústörfin ef þörf er á. Íslenskir bændur eru ýmsu vanir og hafa sýnt það í gengum tíðina að þeir takast á við hin ýmsu viðfangsefni af jafnaðargeði. Oft hafa menn upplifað kalár og hafa mikla reynslu til að takast á við það. Miklar tækninýjungar hafa orðið í landbúnaði og endurræktun túna er nú mun auðveldari en áður var. Það er því engin ástæða til annars en að bera höfuðið hátt og ganga til verka sinna af þeim krafti sem sannarlega býr í íslenskri bændastétt. Vonandi heilsar vorið okkur bráðlega með sólríku veðri og hlýjum andvara. „Alltaf birtir upp um síðir, aftur kemur vor í dal.“ Alþingiskosningar Eitt af vorverkunum þetta vorið verður að ganga að kjörborðinu og kjósa til Alþingis. Bændablaðið sendi spurningalista á þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis nú í vor. Þar voru framboðin spurð um afstöðu til ýmissa mála er varða íslenskan landbúnað. Margt athyglisvert kemur fram í svörum þeirra og eru lesendur hvattir til að kynna sér það vel hér í blaðinu. Mikilvægt er að nýta kosningaréttinn og taka afstöðu í kosningunum. Þeir sem láta sig hagsmuni landbúnaðarins og landsbyggðanna varða ættu að skoða vel hvað flokkarnir hafa fram að færa í þeim efnum. /SSS Þetta var hægt Þjóðleikhúsið frumsýndi nýlega verkið Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson í leik- stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Skömmu fyrir sýningu heimsóttu aðalleikararnir Bændahöllina heim og tylltu sér á Grillinu. Tilefnið var að rifja upp eftir- minnilegt atriði úr kvikmyndinni þar sem nokkrir vistmenn á Kleppi gerðu sér glaðan dag á kostnað hússins. Búast má við því að verkið verði vinsælt á fjölum Þjóðleikhússins þar sem eftirminnilegar persónur Engla alheimsins stíga á stokk. Á myndinni eru leikararnir Atli Rafn Sigurðsson, Snorri Engilbertsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Ólafur Egill Egilsson. Góðkunningjar á Grillinu í Bændahöllinni Leitað að heyrúllum á bænum Hnjúki í Skíðadal á dögunum. Mynd / Jón Þórisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.