Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Nýtt fjárhús á Hurðarbaki í Flóa fyrir 300 fjár Ábúendurnir á Hurðarbaki í Flóahreppi voru með opið hús í nýju og glæsilegu fjárhúsi á bænum föstudaginn 19. apríl. Þar búa félagsbúi hjónin Kristín Stefánsdóttir og Ólafur Einarsson, sem hafa búið á bænum frá 1976 og Fanney, dóttir þeirra og Reynir Þór Jónsson, maður hennar, sem hófu búskap á bænum 2003. Á bænum er blandað bú. Í nýja fjárhúsinu eru 160 gemlingar, allir af fimm bæjum í Öræfunum en skorið var niður á Hurðarbaki 2010 vegna riðu. Aðeins tók 4 mánuði að byggja fjárhúsið en verktakarnir voru Fossmót ehf., frá Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson var viðstaddur opna húsið og tók meðfylgjandi myndir. /MHH Stuttmyndin Hvalfjörður valin til þátttöku í aðalkeppni í Cannes Formaður dómnefndar í teikni- samkeppni grunnskólanna, Katrín Jakobsdóttir menntamála ráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni úrslit í samkeppninni sem hófst sl. haust í tengslum við þrettánda Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Teiknisamkeppnin er opin öllum nemendum í fjórða bekk, en Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins stendur fyrir keppninni. Alls tóku rétt tæplega þúsund nemendur í 46 skólum þátt í keppninni. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt var fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar. Tíu teikningar voru verðlaunaðar og koma verðlaunahafarnir úr skólum víðs vegar um landið. Verðlaun í teiknisamkeppninni eru 25 þúsund krónur sem fara í bekkjarsjóð viðkomandi nemenda og því fær allur bekkurinn að njóta. Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Vinningsteikningarnar eru aðgengilegar á vefslóðinni www. skolamjolk.is Ábúendurnir á Hurðarbaki í nýja fjárhúsinu, Reynir Þór, Fanney, Ólafur og Kristín. Það fer vel um gemlingana í nýja fjárhúsinu en það er búið að telja í þeim lömbin og verða þau 198 í vor ef allt gengur eftir. Húsið kostaði 14,6 milljónir í byggingu, það er þó aðeins eftir að gera meira. Ein vinningsmyndanna eftir Maríu Mínervu Atladóttur, nemanda í Vesturbæjarskóla í Reykjavík. Mikil þátttaka í mjólkur- teiknimyndasamkeppni Hvalfjörður, í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmunds- sonar, hefur verið valin til þátt- töku í aðalkeppni kvikmynda- hátíðarinnar í Cannes, í flokki stuttmynda. Guðmundur er einnig handritshöfundur og annar framleiðenda myndarinnar ásamt Antoni Mána Svanssyni. Hvalfjörður sýnir sterkt samband tveggja bræðra, sem leiknir eru af Ágústi Erni B. Wigum og Einari Jóhanni Valssyni. Þeir búa á litlum sveitabæ ásamt foreldrum sínum. Áhorfendur fá að skyggnast inn í heim þeirra út frá sjónarhorni yngri bróðurins og fylgja honum í gegnum örlagaríka daga sem marka þáttaskil í lífi bræðranna. Hátt í fjögur þúsund stuttmyndir frá 132 löndum voru sendar inn með það að markmiði að komast í aðalkeppnina. Aðeins 9 voru að lokum valdar til keppni og er Hvalfjörður ein þeirra. Hvalfjörður keppir því um Gullpálmann í ár og er þetta mikill heiður fyrir leikstjóra og alla aðstandendur myndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem íslenskri stuttmynd hlotnast sá heiður að vera valin til aðalkeppni í flokki stuttmynda í Cannes. /ehg Síðustu vikur hafa staðið yfir æfingar hjá leikfélagi Sólheima á verkinu Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson. Þetta er verk fyrir börn á öllum aldri og fjallar um Putta litla sem tekin var af Nátttröllinu og ætlar að breyta honum í tröllabrúðu til að geta leikið sér af honum í þúsund ár. Þar sem sagan gerist í ævintýraskógi koma margir við sögu sem vilja bjarga Putta litla fyrir Möddumömmu áður en tröllið breytir honum. Þar á meðal eru dvergar, Rauðhetta, Mjallhvít, Hans og Gréta og fleiri. Leikstjóri er Lilja Nótt Þórarinsdóttir frá Eyvík í Grímsnesi. Frumsýning er á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, kl. 15.00 og aðrar sýningar eru á eftirfarandi dögum: 2. sýning laugardaginn 27. apríl kl. 15.00 3. sýning sunnudaginn 28. apríl kl. 15.00 4. sýning miðvikudaginn 1. maí kl. 15.00 5. sýning laugardaginn 4. maí kl. 17.00 6. sýning sunnudaginn 5. maí kl. 15.00 lokasýning. Miðapantanir eru í síma 847- 5323. Miðaverð er 1500 fyrir fullorðna og 750 fyrir börn 7 ára og eldri. /MHH verður frumsýnt á sumardaginn fyrsta. Skilaboðaskjóðan á Sól- heimum í Grímsnesi Íbúar í Eyjafjarðarsveit bjóða heim í sveitina á sumardaginn fyrsta, sem er á morgun, og verður heilmikið um að vera um alla sveit þegar ferðaþjónustuaðilar, listamenn, bændur og búalið taka höndum saman og bjóða gestum og gangandi í heimsókn. Þungamiðjan verður að Melgerðismelum, en þar verður ýmislegt um að vera, m.a. á vegum Hestamannafélagsins Funa, Hjálparsveitarinnar Dalbjargar og hinna ýmsu félaga sem tengjast flugi, en einnig verður heilmargt í gangi við Íþróttamiðstöðina á Hrafnagili. Galleríið að Teigi verður opið sem og Jólagarðurinn, í Dyngjunni verður opnuð sumarsýninginn „Altarisklæðið frá Miklagarði,“ og þá verður einnig opið í Holtseli og Skógarseli, Grundarkirkja verður opin og á bænum Torfum býðst gestum að kynnast kúa- og sauðfjárbúskap og smakka á íslenskri kúamjólk. Smámunasafnið verður opið, að Hrísum eru sumarhús sem gestir geta litið á og eins er opið á Ytra-Laugalandi, hjá Lamb Inn á Öngulsstöðum og á Kaffi Kú í Garði. Þá verður opin vinnustofa Samúels Jóhannssonar að Marki. Heimboð í Eyja- fjarðarsveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.