Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Landshús er nýtt vörumerki á íslenskum markaði og að sögn Magnúsar Jens Hjaltested, höf- undar þess, er hugmyndin að mæta aukinni þörf í ferða þjónustunni á Íslandi. Hann segir þessa hug- mynd ekki bara snúast um hús, heldur ekki síður um ákveðna hug- myndafræði í ferðaþjónusturekstri á lands byggðinni. „Það sem við erum að koma með á markaðinn er nokkuð sem enginn annar er beinlínis að gera en hefur þó verið til í yfir 100 ár hér á Íslandi og er nú orðið eftirsótt af ferða- mönnum. Þetta eru hús byggð með gamla íslenska byggingarstílnum. Þessi hús nefnum við „Stofur“ og er draumsýn okkar sú að nokkrar þyrpingar af slíkum húsum verði vítt og breitt um landið með mögulega innbyrðis tengingu sín á milli,“ segir Magnús, sem sjálfur er viðskipta- fræðingur að mennt. Ekki þörf á að binda sig við stóra rekstrareiningu Hann segir að um ákveðna hug- myndafræði sé að ræða fyrir þá sem vilji hefja rekstur í ferðaþjónustu eða séu þegar komnir í greinina og vilji bæta við sig. Með þyrpingu húsa af ýmsum stærðum muni rekstrarað- ilar á landsbyggðinni ekki þurfa að byggja upp eina stóra samhangandi byggingu með tilheyrandi fjár- festingu og áhættu sem henni fylgi. Þess í stað sé möguleiki á því að fara hægar í sakirnar og sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum búin að útfæra rekstrar einingar sem eru heppilegar fyrir ferðaþjónustu þar sem nokkrum húsum í mismunandi stærðum er stillt upp og mynda lítil þorp. Það eru hús frá rúmum 20 fermetrum (Stofa 1) og allt upp í stærri þjónustu- hús. Húsin eru öll af sömu breidd en lengdin getur verið mismunandi. Með staðlaðri framleiðslu náum við stuttum byggingartíma og með magninnkaupum á byggingarefni náum við kostnaði enn frekar niður. Ég hef hugsað þetta dæmi eins og ég væri sjálfur að fara út í slíka ferðaþjónustu. Hvernig ég gæti þá lágmarkað áhættuna og haft rekstur- inn sem hagkvæmastan þótt aðsóknin væri breytileg eftir árstímum.“ Magnús segir þetta ekki bara spurningu um hvað ferðaþjónustu- rekendur vilji, heldur ekki síður um hvaða upplifun innlendir og ekki síst erlendir ferðamenn séu að sækjast eftir. Hann undirstrikar mikilvægi íslenskrar upplifunar og að það hafi verið haft að leiðarljósi í hönnun Landshúsa. Hús í hefðbundnum íslenskum byggingarstíl geti hjálpað til við að skapa ferðaþjónustunni skemmtilegri umgjörð. Þá geti sam- vinna innan ferðaþjónustunnar um slíka hugmynd einnig skipt miklu máli. Baktrygging í klasahugmynd „Okkar sýn er sú að landeigandi geti gengið inn í okkar hugmynd og orðið um leið aðili að félagi eða eins konar klasa aðila sem eru að gera svipaða hluti, eða hluti af samtengdu neti Landshúsa. Með þessu ætti að nást hagræðing í rekstri, markaðssetningu og vörumerkjavitund getur orðið meiri hjá mögulegum viðskiptavin- um. Ef menn vilja á einhverjum tíma- punkti hætta rekstrinum hafa skapast endursölumöguleikar á húsunum til annarra með sams konar rekstur og þar með er ákveðin baktrygging eða útgönguleið á fjárfestingunni. Þetta getur skipt miklu máli varðandi það hvernig bankar og aðrar fjármála- stofnanir líta á lánafyrirgreiðslu til slíkrar ferðaþjónustuuppbyggingar. Umfram allt eru þetta þó hús sem eru íslensk, skapa íslenska atvinnu og eru prýði fyrir sveitir landsins,“ segir Magnús. Hann telur að rekstur á þyrpingum svona húsa ætti að vera mun hag- kvæmari en stórra samhangandi rekstrareininga, sérstaklega utan háannatímans. Auðvelt sé að laga mannahald og önnur umsvif að þörfum hverju sinni með lágmörkun á föstum rekstrarkostnaði. Sjá nánar á vefsíðunni landshus.is. /HKr. Landshús er ný hugmynd að gistihúsum fyrir ferðaþjónustuna: Litlar þyrpingar húsa í íslenskum byggingarstíl gætu sprottið upp víða um land Landshús í þyrpingu eins og Magnús sér fyrir sér að risið geti víða um land. Þyrpingin frá öðru sjónarhorni. Þessi hugmynd sýnir sameiginlega heita potta sem eru fyrir gesti á einum stað í þyrpingunni. Magnús Jens Hjaltested. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.