Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Kjósum íslenskan landbúnað! Íslenskir bændur framleiða fjölbreyttar búvörur sem eru þekktar fyrir gæði og ferskleika. Metnaður bænda stendur til þess að sjá þjóðinni fyrir sem mestu af þeim matvælum sem hún þarfnast og hægt er að framleiða innanlands. Landbúnaðurinn er hornsteinn byggðanna og hefur víðtæk margfeldisáhrif á atvinnusköpun um allt land. Á næstu árum er mikilvægt að búa svo í haginn að íslenskur landbúnaður vaxi og dafni. Mál sem brenna á bændum Kíktu á bondi.is og kynntu þér málin frekar Bætum kjörin Bændur hafa glímt við afleiðingar efnahagshrunsins eins og aðrir landsmenn. Seinagangur við úrlausn skuldamála hefur letjandi áhrif á framþróun atvinnugreinarinnar. Flest aðföng sem notuð eru í landbúnaði hafa hækkað mikið í verði undanfarin ár. Búrekstur á víða undir högg að sækja þrátt fyrir mikla hagræðingu síðustu ár. Eflum nýsköpun og þróun Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska er búmannsháttur 21. aldar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Betur borgið utan ESB Bændasamtökin hafa ítrekað andstöðu sína við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og telja að hagsmunum landsins sé betur borgið utan ESB. Tollverndin stendur vörð um innlenda matvælaframleiðslu Stuðningur við íslenskan landbúnað byggir annars vegar á greiðslum úr ríkissjóði og hins vegar tollvernd. Tollar eru liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði og eru mikilvægir til að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar búvöruframleiðslu gagnvart erlendri framleiðslu. Treystum grunnþjónustu í dreifbýli Bændasamtökin hafa ítrekað vakið máls á því að bæta þurfi úr þeim ójöfnuði sem íbúar dreifbýlis búa við. Viðhaldi og þjónustu vega í dreifbýli er ábótavant, fjarskipti eru víða ekki í lagi og dreifikerfi raforku þarf að bæta. Höfnum innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti Vísindamenn hafa bent á að staða sjúkdóma í íslenskum búfjárstofnum sé í mörgu tilliti einstök og verðmæti sem beri að verja með öllum tiltækum ráðum. Ýmis sýkingarhætta er fyrir hendi ef flutt er inn hrátt, ófrosið kjöt og getur hún ógnað heilbrigði dýra og manna. Nýtum auðlindir og tryggjum fæðuöryggi Það er hverri þjóð nauðsyn að reka öflugan landbúnað. Nýjar áskoranir blasa við matvælaframleiðendum um allan heim sem þurfa að bregðast við aukinni eftirspurn eftir mat. Íslenskir bændur vilja nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. 4.200 lögbýli eru í ábúð 4.800 manns starfa í landbúnaði 11.000 störf tengjast landbúnaði Heildarverðmæti búvöruframleiðslunnar árið 2010 var 33,9 milljarðar króna. 2,12% af útgjöldum ríkisins renna til landbúnaðarins. Heildarútgjöld hins opinbera til landbúnaðar voru 16 milljarðar króna árið 2011. Árið 2011 voru tekjur af útflutningi búvara og sölu á gistingu og þjónustu við erlenda ferðamenn í sveitum 8,3 milljarðar króna. Töluvert er flutt inn af búvörum til Íslands. Árið 2012 voru flutt inn til landsins Frá árinu 2008 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 45,5%. Íslenskar búvörur hafa almennt hækkað minna en aðrar neysluvörur. Íslendingar verja 13% heildarútgjalda sinna til kaupa á matvörum en meðaltal ESB-ríkja er tæp 14%. Við verjum lægri hluta útgjalda okkar til matvælakaupa en Finnar, Svíar og Norðmenn. Útgjöld neytenda til kaupa á íslenskum búvörum, án grænmetis, eru um 5,4% heildarútgjalda. Allt grænmeti, bæði innflutt og innlent, er 0,8% af heildarútgjöldum. Heimild: Eurostat, 2013. Fjöldi lögbýla og bænda Verðmæti landbúnaðarframleiðslu Ríkisútgjöld til landbúnaðar Verðmæti útfluttra búvara Innflutningur á búvörum Innlend matvælaframleiðsla heldur aftur af verðbólgu Útgjöld Íslendinga til matvælakaupa 1.111 tonn af erlendu kjöti 163 tonn af ostum 10 tonn af mjólkurdufti 64 tonn af jógúrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.