Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Lesendabás Erfiðir og lokaðir vegir Í Norðvesturkjördæmi eru því miður enn gamlir vegir bæði á láglendi og yfir fjöll og hálsa, sem engan veginn fullnægja nútíma kröfum og þörfum íbúa. Eðlileg krafa fólksins á Vestfjörðum er að nýr vegur verði á láglendi. Engin fjallaleið kemur til greina nema þá með jarðgöngum. Þjóðvegur nr. 60 frá Þorskafirði yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls er barn síns tíma. Löngu er búið að leggja til hvar vegurinn á að liggja en ósætti er um vegstæðið í Þorskafirði vestanverðum. Líklegast er að vegurinn verði lagður út með Þorskafirði að austan og svo verði Þorskafjörður þveraður utarlega, þar á eftir Djúpifjörður og Gufufjörður þveraðir með fyllingum og brúm. Einnig væri mögulegt að þvera enn utar með einni vegfyllingu og einni stórri brú. Botndýpið býður vel upp á þá möguleika. Ákvörðun um vegstæðið þarf að taka sem fyrst, samt sem áður verður leiðin yfir Klettsháls ávallt farartálmi að vetri til á leið til byggðanna á suðursvæði Vestfjarða. Jarðgöng úr Dýrafirði í Arnarfjarðarbotn, sem nú eru á samgönguáætlun, munu gjörbreyta samgöngum milli byggðanna á sunnanverðum Vestfjörðum og byggðanna norðan- vert á fjörðunum. Veginn vestur frá Arnarfirði til Bíldudals verður að lagfæra verulega. Við teljum alveg víst að besta framtíðarlausnin felist í láglendisvegi, sem fengist með því að gera jarðgöng yfir í botn Geirþjófsfjarðar og áfram með sjónum að Trostansfirði. Auðvitað ber að fagna því að gerð hafa verið jarðgöng til Bolungarvíkur og hrunleiðin vegna snjóflóða og grjóthruns um Óshlíð hafi verið aflögð. Óshlíðarvegurinn var okkur dýr og mörg hundruð milljónir voru settar þar í viðhald og öryggisvarnir án þess að hægt væri að mæla með því að leiðin teldist örugg og ásættanleg fyrir vegfarendur. Þegar jarðgöngin til Bolungarvíkur voru opnuð náðist sá merki áfangi að samgönguáherslur T-listans frá 1983 voru allar komnar til að vera. Nú, 30 árum síðar, er sá sem þetta ritar aftur í framboði fyrir T-lista sem borinn er fram af Dögun og enn á ný þurfum við að setja okkur markmið í bættum samgöngum. Það verður ekki undan því vikist að gera jarðgöng frá Skutulsfirði innan við Ísafjarðarflugvöll og yfir í Álftafjörð og losna þannig við Súðarvíkurhlíð og Eyrarhlíð. Akstur og ferðaöryggi er óásættanlegt og við ættum að læra af sóun fjármuna í Óshlíðarveg og setja kröfuna um jarðgöng á dagskrá. Það er varanleg samgöngubót með fullnægjandi öryggi fyrir þá sem ferðast til norðurhluta Vestfjarða. Veginn í Norðurfjörð um Veiðileysuháls þarf að endurgera og breyta vegstæðinu verulega og framtíðarvegur úr Reykjafirði í Norðurfjörð væri öruggari yfir Naustvíkurskörð en um Kjörvogshlíð. Endurgerð vegar um Skógaströnd og bundið slitlag yfir Laxárdalsheiði þarf að verða á dag- skrá fyrr en seinna. Vegurinn frá Þingvöllum um Uxahryggi og niður í Borgarfjörð gæti stækkað túrista- hringinn inn í Borgarfjarðarhéruð, en forsenda fyrir því er að leggja á hann bundið slitlag. Í öllu kjördæminu sést því miður vel að burðarlag og slitlag eru víða illa farin og ekki verður undan því vikist að lagfæra stóra vegarkafla. Dæmi um það er Þverárfjallsvegur. Átaks er þörf í Norðvesturkjördæminu þegar litið er til samgöngumála og viðhald tengivega er nauðsyn. Vegir komu illa undan vetri en við vonumst eftir góðu og gleðilegu sumri. Guðjón Arnar Kristjánsson skipar 2. sæti Dögunar í NV-kjördæmi Bændablaðið Kemur næst út 8. maí Smáauglýsingar 56-30-300 Guðjón Arnar Kristjánsson Í síðasta Bændablaði birt- um við fyrri hluta erindis Vestfjarðalistans. Hér birtist svo seinni hlutinn. Alþingi Það er algjör þjóðarnauðsyn að stytta ræðutíma alþingismanna svo einstaka flokkar og þingmenn geti ekki haldið þinginu í gíslingu ef þeim sýnist svo. Þetta endalausa blaður sem tíðkast á löggjafar- samkomunni er íslensku þjóðinni til skammar og algjörrar óþurftar. Þingmenn lesa jafnvel heilu bóka- kaflana úr ræðustól þingsins til að tefja fyrir málum. Það verður að breyta þessum vinnubrögðum. Vandi okkar er heimatilbúinn að verulegu leyti. Atkvæðahræðsla alþingismanna og þar af leiðandi máttleysi Alþingis á þar stóran hlut að máli. Alþingismenn ættu að taka sér Vestfirðinginn Jón Sigurðsson til fyrirmyndar og læra af honum þinglega framkomu, kurteisi og vinnusemi. Fækka þarf þingmönnum niður í 40 að minnsta kosti. Opinber rekstur Munum lögmál Parkinsons: „Staðreyndin er sú, að ekk- ert samband er á milli fjölda embættis manna og vinnuafkasta. Starfsmanna fjölgun fer eftir lög- máli Parkinsons og mundi verða svo til óbreytt, hvort sem heildar- magn vinnunnar ykist, minnkaði eða yrði jafnvel ekki neitt.“ Því fleiri embættismenn, þess lakari stjórnsýsla? Getur það verið? Hverjum var verið að borga, hve mikið og fyrir hvað? Fjármálaráðherra skýri frá því hispurslaust mánaðarlega, sundur- liðað eftir stofnunum, hverjum var verið að borga úr ríkissjóði, hve mikið og fyrir hvað. Opinbera eftirlitskerfið bregst alltof oft því hlutverki sínu að fylgjast með hvað er að gerast í ríkisfjármálum, er oft algjörlega úti að aka. Og sumir ganga um ríkiskassann eins og hann sé þeirra heimilisbudda. Nú þarf að virkja almenning til aðstoðar. Til þess þarf hann aðgang að upplýsingum eftir hendinni. Þá munu þeir sem hafa með ríkisfjár- muni að gera hugsa sig um tvisvar áður en þeir falla í freistni. Það verður engin sátt með þjóðinni fyrr en leyndarhyggju og launung verður aflétt í þessum efnum. Þeir sem eru svangir og eiga engan að Velferðarráðherra skal gerður ábyrgur fyrir því að þeir sem eiga ekki til hnífs og skeiðar fái aðstoð, en fram að þessu höfum við ekki alltaf getað fundið þetta fólk. Sumir eru stoltir og vilja ekki biðja um aðstoð að fyrra bragði. Ráðherrann virkjar frjáls félaga- samtök sér til aðstoðar eins og Rauða krossinn, Heimilishjálpina, Mæðrastyrksnefndir, Hjálpræðis- herinn, Vernd og Hjálparstofnun kirkjunnar. Mottóið á að vera að enginn þurfi að líða skort. Fulltrúar áðurnefndra samtaka fylgist með því að þetta markmið náist. Hjálpa svo fólki til sjálfshjálpar. Ekkert, hvorki hús, bíll, vegur, símtæki, sjónvarpsrás, utanlands- ferð eða veisla, er eins þýðingar- mikið og maðurinn sjálfur. Tinandi gamalmenni og börn sem búa við skelfilegar aðstæður heima fyrir og fólk sem er sannanlega öryrkjar hljóta að hafa forgang hjá okkur. Og þá meinum við að þau eigi að ganga fyrir. Við erum öll ein stór fjölskylda og eigum að vera góð hvert við annað. Við verðum að forgangsraða. Vandi okkar er heimatilbúinn að mestu leyti. Við verðum að hætta að bruðla. Við verðum að jafna lífskjörin. Við eigum nóg af öllu þegar á heildina er litið. Við verðum að þora að spyrja óþægilegra spurninga. Það vantar meiri ábyrgð í íslenskri stjórnsýslu. Við verðum að hætta þessari sífelldu togstreitu milli höfuð- borgar og landsbyggðar. Hvorugt getur án hins verið. Við verðum að gæta þess að týna ekki sjálfum okkur í eigin landi. Fyrir hönd Vestfjarðalistans, Hallgrímur Sveinsson Bjarni Georg Einarsson Guðmundur Ingvarsson Vestfjarðalistinn kveður sér hljóðs – seinni hluti: Á landsvísu Vestfjarðalistinn segir að al- þingismenn ættu að taka sér Jón Sigurðs son til fyrirmyndar og læra af honum þinglega framkomu, kurteisi og vinnusemi. Land okkar eigin tækifæra Þegar íslensk matvæla framleiðsla fór að bunkast upp í kjötfjöllum og smjörfjöllum tók það samfélagið nokkra áratugi að meðtaka þessar nýju fréttir. Þeir sem þá voru við stjórnvölinn höfðu alist upp í nauðþuftasamfélagi þar sem helsta dyggð manna var að brauðfæða sig og sína. Í augum þessa fólks gat það ekki verið vandamál að framleiða of mikið. Þeir sem héldu slíku fram væru algerlega að snúa hlutunum á hvolf! Þess vegna héldu menn áfram að þurrka upp mýrar og bæta í ásetn- inginn löngu eftir að markaðurinn var mettaður. Ráðstjórnarkerfið sem íslenska samvinnuhreyfingin hafði komið á í búvörusölu hafði fyrir löngu klipið á beint samband milli framleiðenda og markaðar og í stað þess að grípa fljótt inn í gerði kerfið matarfjöllin að féþúfu í formi geymslugjalda. Él eitt, sagði Bjarni! En sagan endurtekur sig. Við sem nú erum á dögum ólumst upp við umræðuna um fyrrnefnd smjörfjöll og stæður af misgirnilegu hrútakjöti. Sjónvarpið sýndi okkur myndir þar sem menn voru að urða tómata og dilkakjöt. Þegar kemur að magntölum í landbúnaði höfum við ákveðna rör- sýn á það vandamál að ekki megi nú framleiða of mikið. Ekkert haugakjöt hér! Þess vegna eigum við erfitt með að melta og meðtaka þá staðreynd að erlendu markaðirnir eru að opnast. Það er að verða sú staða uppi í heim- inum að gömlu sannindi forfeðra okkar um matinn sem er mannsins megin – þau eru gild á ný. Mér er í þessu samhengi minnisstætt viðtal sem við Þórður Ingimarsson frá Ásláksstöðum birtum í Bændablaðinu meðan það blað var gefið út á Eyrarbakka. Þar var talað við þann mæta mann Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri sem full- yrti að vandi landbúnaðarins í dag væri él eitt og senn myndi birta. Nú eru við dagsbrún þeir dagar að við getum farið að framleiða heilnæmt náttúrulegt kjöt af íslensku beiti lendi að þeim mörkum sem landið gefur af sér. Sveitir sem hafa verið að dragast upp í fólksfæð eiga sér von og raunar stórkostlega möguleika. Íslenskur landbúnaður á sér raunverulega fram- tíð sem grunnur undir velferð þjóðar og gjaldeyrissköpun. Það mikilvægasta í þeirri mynd sem við blasir er að við höfum haldið landinu í byggð og ekki tapað grunnþjónustu landsbyggðarinnar. Hún stendur víða tæpt og hefur látið verulega á sjá í kreppuráðstöfunum síðustu ára. En engu að síður er það svo að í velflestum sveitum er hægt að hefja búskap. Þar er til staðar skóla- kerfi, vegasamband og heilsugæsla og netsambandi fleygir fram þótt þar megi vissulega gera miklu betur. Mikilvægur landshluti Eitt af þeim svæðum sem miklu skipta fyrir þjóðarhag á næstu árum er suð- austurhornið sem myndar útvörð Suðurkjördæmis. Þar er 350 km lengja af hringveginum milli Hafnar og Hvolsvallar sem stendur byggða- lega mjög tæpt. Skólar, prestsembætti og hreppsfélög hafa verið lögð af á undanförnum árum. Byggðin hefur strjálast og vanmáttugar þéttbýlis- myndanir eins og í Vík, Klaustri og bæjarþorpin öll í Austursýslunni hafa látið á sjá. En ennþá er möguleiki til að snúa þróuninni við og þar þarf hið opinbera að koma til með úthlutun starfa inn á svæðið og fullkominni þjónustu á sviði samgangna á landi sem og í hinum stafræna heimi. Hér er um að ræða ein bestu ræktarlönd Íslands, sanda sem senn eru fullgrónir og svæði sem á sér lengra sumar ár hvert en flestir lands- hlutar. Ef við missum byggðina niður fyrir eðlilega þjónustu og eðlilega samfélagsmyndun er miklu dýrara að koma henni á fætur aftur þegar augljós hagur verður af því að nýta hvern blett sem gefst til að brauðfæða jarðarbúa. Gerum austurpart kjör- dæmisins að gullkistu landbúnaðar- framleiðslu. Bjarni Harðarson Bóksali og skipar fyrsta sæti á lista Regnbogans í Suðurkjördæmi. Bjarni Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.