Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013
1. Hver er afstaða framboðsins til
tolla og innflutningsgjalda á innfluttar
landbúnaðarvörur sem eru í samkeppni
við innlenda búvöru?
Björt framtíð telur að til þess að land-
búnaður á Íslandi geti vaxið þurfi hann að
hafa tækifæri til að flytja út landbúnaðar-
vörur í meiri mæli en nú er. Það kallar
á tvíhliða samninga, sem munu þá
óhjákvæmilega leiða til þess að það dregur
úr tollaverndinni eins og hún er í dag.
Björt framtíð telur að íslenskur
markaður með landbúnaðarvörur njóti
ákveðinnar verndar í dag í formi smæðar
og fjarlægðar frá öðrum löndum. Þegar
dregið verður úr tollvernd er jafnframt
hægt að grípa til annarra ráðstafana sem
þekktar eru og koma í stað tollverndar.
Má þar t.d. nefna kröfu um að
merkingar á umbúðum séu á íslensku,
strangar reglur um síðasta söludag og
fleira.
2. Hver er afstaða framboðsins gagnvart
hugsanlegum innflutningi á lifandi
dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum
dýraafurðum?
Björt framtíð telur íslenska bústofna
einstaka og grípa verði til allra þeirra
ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að
vernda íslenskt búfé og viðhalda sérstöðu
stofnanna. Telji færustu sérfræðingar
að það verði best gert með banni á
innflutningi lifandi dýra eða á hráum
ómeðhöndluðum dýraafurðum styður
Björt framtíð slíkt bann.
3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja
fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo,
með hvaða hætti verður það best gert?
Spurningin snýst líklega um að tryggja
framboð fæðu og matvæla á Íslandi. Björt
framtíð telur mikilvægt að á Íslandi sé
öflug matvælaframleiðsla og það er skylda
okkar á hverjum tíma að nýta landið og
það sem það gefur af sér.
Öruggt framboð matvæla verður
best tryggt með því að tryggja nýliðun í
bændastétt og að bændur geti framfleytt sér
og sínum af sinni framleiðslu. Jafnframt
verður að tryggja öruggar samgöngur og
milliríkjaviðskipti vegna þeirra matvæla
sem ekki eru framleidd á Íslandi og ekki
síður vegna nauðsynlegra aðfanga til
matvælaframleiðslu innanlands.
4. Hvaða leið vill framboðið fara varðandi
aðildarviðræður Íslands við Evrópu-
sambandið? Er framboðið fylgjandi eða
andvígt aðild að sambandinu?
Björt framtíð telur mikilvægt að ljúka
aðildarviðræðum við Evrópusambandið
og bera síðan væntanlegan samning
undir þjóðina í þjóðarakvæðagreiðslu
að undangenginni vandaðri kynningu á
kostum og göllum aðildar.
Björt framtíð telur að ef vel sé
spöðunum haldið í aðildarviðræðunum
eigi vel að vera hægt að ná fram samningi
sem verði til hagsbóta fyrir íslenskt
samfélag og tryggi að hlutur einstakra
atvinnugreina og einstaklinga verði ekki
fyrir borð borinn.
Björt framtíð
1. Hver er afstaða framboðsins til
tolla og innflutningsgjalda á innfluttar
landbúnaðarvörur sem eru í samkeppni
við innlenda búvöru?
Sjálfstæðisflokkurinn mun ekkert gera
til að raska samkeppnisstöðu íslensks
landbúnaðar. Lækkun tolla á erlendar
landbúnaðar afurðir sem eru í beinni
samkeppni við innlenda framleiðslu,
kemur því aðeins til greina að erlendir
markaðir opnist að fullu fyrir íslenskar
afurðir.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á
heilbrigða samkeppni með landbúnaðar-
afurðir. Framtíð íslensks landbúnaðar er
björt ekki síst í ljósi sívaxandi eftirspurnar
eftir matvælum og vatni í heiminum.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að
stjórnvöld tryggi að íslenskur landbúnaður
geti nýtt tækifæri til útflutnings í
framtíðinni.
Sjálfstæðisflokkurinn vill efla íslenskan
landbúnaðog ætlar að stuðla að því að
verð á neysluvörum lækki að raungildi á
komandi árum. Sjálfstæðisflokkurinn telur
nauðsynlegt að haga opinberum álögum í
samræmi við það. Þessu er hægt að ná fram
samhliða því að byggja upp fjölbreyttan,
öflugan landbúnað og tryggja fæðuöryggi
þjóðarinnar.
2. Hver er afstaða framboðsins gagnvart
hugsanlegum innflutningi á lifandi
dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum
dýraafurðum?
Sjálfstæðisflokkurinn er eindreginn
í andstöðu sinni við innflutning á
lifandi dýrum enda getur slíkt stefnt
íslenskum bústofnum í stórkostlega
hættu. Sjálfstæðisflokkurinn varar við
innflutningi á hráum, ómeðhöndluðum
dýraafurðum.
3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja
fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo,
með hvaða hætti verður það best gert?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu
á þrennt:
Að íslenskur landbúnaður sé
öryggismál fyrir íslensku þjóðina.
Að á Íslandi sé stundaður fjöl-
breyttur landbúnaður á grundvelli
einkaframtaks og frelsis.
Að lagður sé grunnur að sókn
land búnaðar og þau tækifæri
sem felast í sérstöðu Íslands sem
matvælaframleiðslulands séu nýtt.
Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar mikil-
vægi heilbrigðrar samkeppni með
landbúnaðarvörur. Þar fari hags-
munir bænda og neytenda saman. Í
landsfundarályktun er hins vegar lýst
áhyggjum af vaxandi eftirlitsiðnaði í
landbúnaði og matvælaframleiðslu með
tilheyrandi skrifræði og kostnaði.
4. Hvaða leið vill framboðið fara
varðandi aðildarviðræður Íslands við
Evrópusambandið? Er framboðið fylgj-
andi eða andvígt aðild að sambandinu?
Hagsmunum Íslands er best borgið utan
Evrópusambandsins. Samstarfinu við ESB
er best viðhaldið og það eflt á grundvelli
EES-samningsins.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á
eftirfarandi:
Aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið verði hætt og þær ekki
hafnar að nýju nema fyrir liggi
sam þykki meirihluta landsmanna í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Frjáls viðskipti við önnur lönd verði
tryggð með þátttöku Íslands í Evrópska
efnahagssvæðinu og með gerð
fríverslunar samninga við önnur ríki.
Komandi kosningar snúast ekki
um aðild að Evrópusambandinu
heldur uppbyggingu atvinnulífsins,
lækkun skatta og um hag heimilanna.
Evrópusambandið mun ekki leysa
þessi verkefni fyrir okkur. Við þurfum
að gera það sjálf.
Sjálfstæðisflokkurinn
1. Hver er afstaða framboðsins til
tolla og innflutningsgjalda á innfluttar
landbúnaðarvörur sem eru í samkeppni
við innlenda búvöru?
Tollar verði notaðir til að vernda innlenda
búvöruframleiðslu með sambærilegum
hætti og undanfarin ár. Standa þarf vörð um
raungildi tollanna þannig að í þeim felist
nauðsynleg vernd fyrir innlenda framleiðslu.
Tollar eru mikilvægur hlekkur í að tryggja
starfsskilyrði íslensks landbúnaðar.
2. Hver er afstaða framboðsins gagnvart
hugsanlegum innflutningi á lifandi
dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum
dýraafurðum?
Regnboginn vill standa vörð um gildandi bann
við innflutningi á lifandi búfé og hráu kjöti
og/eða öðrum hráum og ómeð höndluðum
dýraafurðum og standa þannig vörð um
heilbrigði íslensks búfjár. Íslensku búfjárkynin
eru einstök erfðaauðlind. Mikil verð mæti eru
fólgin í sérstöðu þeirra bæði erfðafræði lega og
heilbrigði þeirra. Verndun lýð heilsu er einnig
hluti af þessu viðfangsefni. Mörg hættuleg
smitefni sem berast með matvælum eru óþekkt
hér á landi. Sýklalyfja notkun í íslenskum
landbúnaði er einnig með því minnsta sem
þekkist í Evrópu og eflaust þótt víðar væri
leitað. Mikil verðmæti eru fólgin í þessari
sérstöðu, þar með talinn sparnaður fyrir
heilbrigðiskerfi okkar, fyrirtæki og heimili.
3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja
fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo,
með hvaða hætti verður það best gert?
Já, fæðu- og matvælaöryggi er einn
af hornsteinum fullveldis þjóðarinnar.
Íslendingar ráða yfir miklum auðlindum
til matvælaframleiðslu og gæði íslenskara
búvara eru með því besta sem þekkist.
Fæðu-og matvælaöryggi verður best
tryggt með styðja og efla innlenda
matvælaframleiðslu. Tollvernd, beinar
greiðslur til bænda og stuðningur við
rannsóknir, nýsköpun og leiðbeiningar til
bænda verði m.a. notuð til að ná þessu
markmiði fram. Einnig þarf að skoða hvort
skipuleggja þurfi birgðahald á tilteknum
vörum eins og korni til fóðurs og matar.
4. Hvaða leið vill framboðið fara varðandi
aðildarviðræður Íslands við Evrópu-
sambandið? Er framboðið fylgjandi eða
andvígt aðild að sambandinu?
Sem alþjóðasinnar höfnum við aðild
Íslands að Evrópusambandinu og viljum
tafarlaus viðræðuslit og stöðvun á því
aðlögunarferli sem nú á sér stað. Við
teljum að Ísland eigi í samvinnu við
Norðmenn að hefja endurskoðun á EES-
samningnum. Við teljum viðskiptafrelsi
þjóða mikilvægt og viljum stuðla að
auknum viðskiptum Íslands við aðrar
þjóðir óháð viðskiptablokkum.
Regnboginn
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
1. Hver er afstaða framboðsins til tolla
og innflutningsgjalda á innfluttar land-
búnaðarvörur sem eru í samkeppni við
innlenda búvöru?
XG Hægri grænir, flokkur fólksins er
andsnúinn aðild Íslands að ESB og vill
endurskoða EES-samninginn og helst segja
okkur frá honum. Í staðinn vill flokkurinn
að gerðir verði tvíhliða viðskiptasamningar
við viðskiptalönd okkar. Í slíkum
samningum yrði unnt að stilla betur þarfir
okkar og óskir í þessum málum og að allar
illa passandi tilskipanir utanlandsfrá verði
úr sögunni. Á meðan er farsælast að halda
öllu óbreyttu.
2. Hver er afstaða framboðsins gagn-
vart hugsanlegum innflutningi á lifandi
dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum
dýraafurðum?
Flokkurinn vill banna allt það sem getur
sett viðkvæma og sérstaka dýrastofna okkar
í hættu.
3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja
fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo,
með hvaða hætti verður það best gert?
Við teljum það afar mikilvægt að trygga
Ísland í þessum efnum komi t.d. til ófriðar.
Þetta er eitt af aðalöryggismálum landsins
samhliða öðrum mikilvægum öryggis-
og landvarnarmálum. Með tvíhliða
viðskiptasamningum við viðskiptaþjóðir
okkar er þetta einmitt lykilsamningsatriði
fyrir eyþjóð langt úti í hafi, sem væntanlega
myndi fá mikinn skilning.
4 Hvaða leið vill framboðið fara
varðandi aðildarviðræður Íslands við
Evrópusambandið? Er framboðið
fylgjandi eða andvígt aðild að
sambandinu?
Úr því sem komið er væri rétt að setja það
í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort kjósendur
vilji áframhald viðræðanna. Svarið við
síðari hluta spurningarinnar hefur þegar
komið fram.
Hægri grænir
1. Hver er afstaða framboðsins til tolla
og innflutningsgjalda á innfluttar land-
búnaðarvörur sem eru í samkeppni við
innlenda búvöru?
Píratar greiddu atkvæði um stefnu sem
gekk út á að afnema tolla á innflutt matvæli
sem eru í samkeppni við innlenda búvöru.
Tillagan var felld og flokkurinn hefur því
ekki mótað sér stefnu í málinu.
2. Hver er afstaða framboðsins gagn-
vart hugsanlegum innflutningi á lifandi
dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum
dýraafurðum?
Píratar vilja að tekin séu upp gæludýra-
vegabréf að erlendri fyrirmynd svo
auðveldara sé að flytja inn dýr af
velferðarástæðum, t.d. blindrahunda.
Tryggja þarf þó að smithætta sé eins lítil
og unnt er. Píratar vilja einnig auka frelsi
þegar kemur að innflutningi á dýrum sem
öruggt er að lifi ekki af íslenskt veðurfar. Þá
þarf að tryggja að eigendur sýni ábyrgð og
setja þarf sérstakar reglur utan um þennann
málaflokk.
3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja
fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo,
með hvaða hætti verður það best gert?
Með eflingu landbúnaðar og frjálsum
línuveiðum. Sumir flokksmeðlimir hafa
rætt það að skoða möguleikana á stóriðju í
ræktun á grænmeti og ávöxtum með notkun
jarðvarma. Ekkert hefur þó verið samþykkt
eða ályktað í þeim efnum.
4. Hvaða leið vill framboðið fara
varðandi aðildarviðræður Íslands við
Evrópusambandið? Er framboðið fylgj-
andi eða andvígt aðild að sambandinu?
Píratar telja að ljúka eigi aðildarviðræðum
og leggja samninginn til atkvæðagreiðslu
hjá þjóðinni.