Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Starfsgreinasambandið og Bændasamtök Íslands hafa gert með sér kjarasamning. Í honum er að finna ákvæði um launataxta fyrir landbúnaðarstörf sem og fleiri þætti sem varða kaup og kjör verkafólks í landbúnaði. Auk þess er í gildi samningur milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins um störf á veitinga- og gististöðum sem gildir um starfsfólk í ferðaþjónustu nema þar sem hún er stunduð í litlum mæli með landbúnaði og með samþykki viðkomandi stéttarfélags. Það er ekki einungis hagur starfsfólks að staðið sé vel að málum heldur er það ólíðandi fyrir rekstraraðila sem skila sínu að vera í samkeppni við aðila sem starfa ekki samkvæmt lögum og kjarasamningum. Það skekkir samkeppnisstöðuna og kemur óorði á viðkomandi starfsgrein. Það er því ekki að undra að þeir sem þrýsta hvað mest á stéttarfélögin að hafa eftirlit með vinnuumhverfinu eru einmitt fyrirtæki í svipuðum rekstri. Stéttarfélög hafa síðustu ár verið í samstarfi við Ríkisskattstjóra og Samtök atvinnulífsins til að stemma stigu við undanskotum og svartri atvinnustarfsemi með ágætis árangri en sífellt er þörf á að bæta fræðslu og almenna umræðu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Hluti af fræðslunni er að Bænda- samtökin og Starfsgreinasambandið vinna sameiginlega að því að koma upplýsingum um kjarasamninga og skyldur atvinnuvekenda á framfæri þannig að bændur hafi sem besta þekkingu til að uppfylla skyldur sínar sem vinnuveitendur. Ábyrgð þeirra sem eru með fólk á sínum snærum í vinnu er mikil og getur reynst dýrt að vanda ekki vel til verka. Ábyrgir atvinnurekendur tryggja sitt starfsfólk og koma þannig í veg fyrir fjárhagslegt tjón ef veikindi sem rekja má til vinnuaðstæðna eða vinnuslyss verða, en samkvæmt kjarasamningur ber atvinnurekendum að kaupa atvinnuslysatryggingu fyrri starfsmenn sína (sjá kafla 8.7 í kjarasamningi SGS og SA). Tryggingin gildir að jafnaði vegna slysa á vinnustað og á beinni leið til eða frá vinnu. Ráðningarsambandið Þegar launamaður ræður sig til vinnu gegn ákveðnu kaupgjaldi er um ráðningarsamband að ræða en ekki verktöku. Varast ber að ráða verktaka nema í afmörkuð verkefni sem eru skýrt skilgreind og verktaki ræður hvar og hvernig verkið er unnið. Ekki er um verksamning fyrir afmarkað verkefni að ræða ef viðkomandi notar verkfæri atvinnurekanda og fær föst laun í samræmi við lengd vinnutíma og hlýtur verkstjórn og skipulagningu atvinnurekanda. Kjarasamningar kveða á um lágmarks kaup og kjör í ráðningasambandi og samningurinn á milli Starfsgreinasambandsins og Bændasamtakanna kveður á um hvað má draga frá launum fyrir fæði og húsnæði. Það er ekki heimilt að ráða fólk til starfa fyrir einungis fæði og húsnæði eða útreiðatúr og gleðina sem felst í því að umgangast íslenska hesta. Því miður eru einhver dæmi um slíkt. Au-pair, eða vistráðningar hafa aukist töluvert hér á landi síðustu ár en um þau gilda strangar reglur og skal því ekki ruglað saman við hefðbundið ráðningarsamband. Í frumvarpi til laga um útlendinga er hnykkt á því hvað vistráðning felur í sér og má þar meðal annars lesa að vinnutími má að hámarki vera 30 klst. á viku, vistfjölskylda ábyrgist greiðslu heimferðar, útlendingurinn skal vera á milli 18 og 25 ára o.s.frv. Umgjörðin er því allt önnur en hefðbundið ráðningarsamband og tilgangurinn sömuleiðis. Á Íslandi er rík hefð fyrir fjölskyldurekstri og smærri atvinnueiningum. Það á þó að vera auðvelt að greina á milli hvað eru börn í sveit, au-pair, fjölskylda og vinir að rétta fram hjálparhönd, verktaki eða ráðinn starfskraftur. Ef einhver er í vafa má hafa samband við Starfsgreinasambandið eða Bændasamtökin. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að staðið sé rétt að málum við ráðningar starfsfólks, vel sé að starfsfólki búið og að launagreiðslur og launatengd gjöld séu rétt reiknuð og greidd. Markaðsbásinn Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Sundlaugin á Patreksfirði er hluti af Íþróttamiðstöðinni Bröttuhlíð sem stendur við Aðalstræti 55. Sundlaugin er útiliaug, 16,5 x 8 metra löng, og var hún tekin í notkun árið 2004. Auk laugarinnar er vaðlaug fyrir börn, tveir heitir pottar og gufubað við sundlaugina. Sundlaug Patreksfjarðar stendur hátt í byggðinni og er útsýnið úr henni ægifagurt. Sé setið í pottunum má sjá yfir allan fjörðinn vítt og breitt. Þá er laugin barnvæn og auðvelt að fylgjast með ungviðinu hvar sem er á laugarsvæðinu. Opnunartímar laugarinnar eru frá 7.00 til 20.30 á virkum dögum og frá 10.00 til 17.00 um helgar yfir sumartímann. Á vetrum er laugin opin frá 8.00 til 9.00 og frá 16.00 til 20.30 á virkum dögum en frá 11.00 til 15.00 á laugardögum. Lokað er á sunnudögum. Frekari upplýsingar má fá í síma 450- 2350 eða með því að senda tölvupóst á netfangið brattahlid@vesturbyggd.is. Sundlaugin Patreksfirði Laugar landsins Allt uppi á borðum Feldfjárrækt – viltu vera með okkur að rækta fé með góða ull og verðmæta gæru? Undanfarin ár hefur verið unnið mikið og gott starf hjá nokkrum bændum í Meðallandi við ræktun feldfjár. Einar Þorsteinsson ráðu- nautur í Sólheimahjálegu hafði frum- kvæði að þessu starfi fyrir 30 árum og hefur unnið ötullega að því síðan. Fyrir tveimur árum bættist við einn bóndi í Álftaveri. Helsta viðfangsefni feldfjárræktar er að rækta lömb sem í sláturtíð hafa verðmæta gæru. Gæran á að hafa lokk sem samanstendur af fínu togi að meginuppistöðu og þelið á að vera í lægra hlutfalli en í venju- legri ull. Jafnframt er það markmið að gera toghárin fínni en þau eru almennt og þelhárin grófari, þannig að minni munur verði á þvermáli tog- og þel- hára. Hárin verða að vera hrokkin niður að skinni, vera sæmilega þétt og án illhæra eða grófra hára sem skera sig úr. Í grárri ull finnast stundum gróf og stutt hár (óbirt gögn), sem eru til óþurftar Jafnframt þarf feldurinn að vera þéttur og gljáandi. Auk þess sem feldgæran er verðmætari en vejuleg gæra er ullin, einkum af lömbum og yngra fé, mjög verðmæt og eftirsótt af hand- verksfólki, sem hráefni í pjónaband. Til að útskýra þetta vil ég vitna til ummæla Jóhönnu Pálmadóttur, handiðnaðarkennara við LBHÍ, en hún kenndi og kennir,,Ullariðn“ við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri: ,,Í ræktun á feldfénu er lögð áhersla á fínt, hrokkið og gljáandi tog. Togið er nánast svart á flestum reyfunum, stundum þó móleitt til endanna. Þelið er ljósgrátt. Unnið var úr ullinni óþveginni. Úr þeim reyfum, sem nemendur unnu úr, sem tekin voru af handahófi, kom óskaplega fallegt band, glansandi og ,,lifandi“. Togið er langt og mjög gott að vinna úr því. Það er glansandi og áferðarfallegt. Mundi það henta jafnt til vefnaðar sem í prjónless. Það er yndislega mjúkt og áferðarfallegt. Voru bæði kennarar og nemendur sammála að þessi reyfi væru frábær til vinnslu, mátulega fitumikil, lítið sem ekkert þófin, tiltölulega hrein og þeirra aðalkostur þótti vera togið. Þó ræktunin hafi verið miðuð út frá toginu virðist sem það hafi ekki komið niður á þelinu og er það vel. Eykst þá möguleiki á að nýta reyfið til ýmiskonar handiðnaðar“. Það er skoðun undirritaðs að nauðsynlegt sé að fá fleiri inn í þetta ræktunarstarf. En hvers vegna ættu sauðfjárbændur að taka þátt i ræktun feldfjár? Fyrir því eru margar ástæður og skulu nokkrar nefndar hér. 1. Gæran er mun verðmætari og gæti við bestu aðstæður orðið nær jafn verðmæt og kjötið. Því er ekki að heilsa eins og er, en verðmæti feldgæra yrði vissu- lega verðmætari ef fleiri góðar feldgærur kæmu á markað. Of fá feldlömb eru framleidd. 2. Ullin af feldfénu er mjög verð- mæt, og gildir það einkum um lambsullina. Það er hægt að fá verulega gott verð fyrir lambsull af feldlömbum, sé hún Laus við mor og önnur óhreinindi og lömbin rúin á réttum tíma. 3. Bæði gæran og ullin henta vel til heimilisiðnaðar. Eins og fram kemur hér að ofan, í umsögn Jóhönnu Pálmadóttur, voru handverkskonur mjög ánægðar með ,,feldullina“, en helsti kostur hennar er fínt, hrokkið og gljándi tog. Hún á líka að vera laus við illhærur og gróf hár. Þelið er að jafnaði mjög fínt. Þegar kemur að því að velja fyrir feldeiginleikum er nauðsynlegt að hafa í huga að feldeiginleikarnir eru háðir þroska lambsins. Hér á ég við að þelið, sem vex hraðar seinni hluta haustins, verður hærra hlutfall, eftir því sem líður á haustið. Við það versna feldeiginleikar gærunnar. Þegar valið er að hausti þarf að gera Það á vejulegum sláturtíma, þannig að ræktunin miðist við gæðin þegar slátrað er. Hvaða eiginleikar eru mikilvæg- astir? 1. Jafn litur, blær, um allan bol, ekki skörp litaskil 2. Hreinn litur, t.d. ekki móleit slikja. 3. Lokkun. Toghárin séu lokk- uð, hrokkin, alveg nður í rót. Stærðin skiptir ekki öllu máli. 4. Þéttleiki felds. Feldurinn þarf að vera þéttur, svo ekki opnist of mikið niður í rót. 5. Gljái. Ullarhárin séu gljáandi, blámi. Blámi fer að einhverju eftir næringar ástandi lambs. 6. Hárgæði. Fer mest eftir hlutfalli togs/þels, því hærra því betra. Einnig að hárin séu fín og jöfn að gildleika, ekki illhærur eða gróf stutt hár. Hér hefur stuttlega verið vikið að grunnatriðum í skilgreiningu á eigin- leikum feldfjár, sem gefur hugmynd um hvað ræktunin snýst um. Sveinn Hallgrímsson fyrrverandi sauðfjárræktar- ráðunautur BÍ Fallegur feldur. Sveinn Hallgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.