Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Eiríkur Helgason, auglýsinga- stjóri Bændablaðsins, lætur nú af störfum eftir 36 ára farsælt starf hjá Búnaðarfélagi Íslands og Stéttar sambandi bænda, sem sameinuðust síðar í Bænda samtök Íslands. Síðast liðin 18 ár hefur hann sinnt auglýsingastjóra- starfinu, frá upphafi blaðsins í eigu Bænda samtakanna, og gengur nú sáttur frá borði með margar góðar minningar í far- teskinu. Eiríkur er fæddur í Reykjavík árið 1947 en var sumarlangt í sveit frá öðru ári til 13 ára aldurs, fyrst í Bjarnanesi í Hornafirði og síðan í Stórulág í sömu sveit. „Ég fór til sjós 14 ára gamall, á strandferðarskipið Esjuna og sinnti því tvö sumur með skóla. Ég byrjaði sem þriðji þjónn á öðru farrými og síðan sem fjórði búrmaður. Ég fór meira að segja einn túr sem þerna,“ segir Eiríkur og hlær við. „Eftir þennan tíma starfaði ég einn vetur á varðskipinu Alberti sem vélamaður og í kjölfarið, 16 ára gamall, fór ég að læra vélvirkjun. Með náminu fór ég ótal sinnum sem vélamaður á ýmsum skipum. Sumarið 1968 var ég á síld í sex mánuði, á aflaskipinu Helgu RE49. Þetta var annað sumarið sem ekki fiskaðist, svo það var farið langt norður fyrir Svalbarða til að leita að síld. Síðan fórum við á Austfjarðasíld og Suðurlandssíld en síðan þegar átti að fara í Norðursjóinn hætti ég og var alveg búinn að fá nóg,“ útskýrir Eiríkur, en eftir að síldarævintýrinu sleppti starfaði hann sem vélvirki áður en hann kom til starfa hjá Búnaðarfélagi Íslands. Aldrei gengið í stjórnmálaflokk Hinn 1. maí árið 1977 réð Eiríkur sig til starfa hjá Búnaðarfélagi Íslands en hóf störf annan dag þess mánaðar vegna frídags verkalýðsins. „Ég var ráðinn til Búnaðarfélagsins og Stéttarsambands bænda til þriggja mánaða. Starfið var að aðstoða bændur við að útvega varahluti. Þar sem ég er menntaður vélvirki þekkti ég vel til, sem var mikill kostur. Ég kom reyndar hingað frá Þjóðviljanum, en þar starfaði ég sem auglýsingastjóri í tvö ár. Ég var eini óflokksbundni starfsmaður blaðsins og það komu athugasemdir um það en ég gaf mig ekkert með það. Ég hef aldrei gengið í stjórnmálaflokk því ég hef einfaldlega ekki haft áhuga á því,“ útskýrir Eiríkur og segir jafnframt; „Þegar ég var búinn að vera hér í um það bil viku rakst ég á Hannes Pálsson á Undirfelli á ganginum, sem verið hafði starfsmaður Búnaðarfélags Íslands í mörg ár, og hann spyr hvort ég sé að leita að einhverjum en ég segist vera byrjaður að vinna hérna. Þá kallar hann mig inn til sín til að spyrja hverra manna ég sé og hvað ég hafi gert og þegar kemur fram að ég sé að koma beint frá Þjóðviljanum leit hann upp, sló sér á lær og sagði; „Nú held ég að Halldór (Pálsson, Búnaðarmálastjóri – innskot blaðamanns) bróðir sé orðinn vitlaus, farinn að ráða kommúnista“. Úr varahlutum í ráðningar „Í lok þessa þriggja mánaða tímabils í varahlutunum var ég spurður hvort ég gæti hugsað mér að vera áfram, ég játti því og síðan eru komin 36 ár. Eftir að hafa sinnt varahlutunum í níu ár tók ég við Ráðningarstofu landbúnaðarins. Á sumrin voru þetta hátt í 300 unglingar sem fóru í gegn hjá mér yfir í vinnu í sveitum landsins. Þetta var vinnufólk, unglingar og fullorðnir sem leituðu hingað jafnt og bændur en síðan var reynt að finna eitthvað sem passaði saman. Það sem mér þótti mjög skemmtilegt í báðum þessum störfum hjá Búnaðarsambandinu var að ég hafði mikil og bein tengsl við bændur svo árum skipti. Samhliða kom ég að ýmsum öðrum verkefnum því mesta álagið á ráðningarstofunni var á vorin og sumrin. Það hefur oft verið grínast með það eftir ráðningarstofutímabilið að ég beri ábyrgð á einhverjum hjónaböndum og það má vel vera en ég ber þó ekki ábyrgð á hvort þau hafi enst!“ Sendandinn hjálpaði til í heyskap Þegar Eiríkur minnist liðinna tíma segir hann fyrstu árin hjá Búnaðarfélaginu hafa verið algjört ævintýri og það er aldrei hörgull á sögum úr brunni hans. „Eitt sinn hringir í mig bóndi úr Eyjafirði sem vantaði ákveðna varahluti í heybindivél. Spáin var mjög óhagstæð svo það bráðlá á. Ég fór og fann varahlutinn og ætlaði að koma honum í flug til Akureyrar. Ég beið á flugvellinum og sá engan sem ég kannaðist við sem var að fara. Allt í einu sé ég myndarlegan mann í lopapeysu og hugsaði að hann hlyti að vera Eyfirðingur svo ég vatt mér upp að honum og spurði hvort hann gæti tekið pakkann fyrir mig. Hann las á pakkann og spurði hvort að viðtakandinn væri bóndi og þá vissi ég að hann væri ekki Eyfirðingur því þennan bónda áttu allir að þekkja. En hann segir þetta ekkert mál og tekur fyrir mig pakkann. Ég fer síðan upp á skrifstofu, hringi í bóndann og lýsi manninum sem var á leið með pakkann til hans. Tveimur dögum seinna hringir Eiríkur Helgason lætur af störfum eftir 18 ár sem auglýsingastjóri og 36 ár hjá Bændasamtökum Íslands og forverum samtakanna: „Ég er sáttur og skila góðu búi“ „Höfðinginn“, eins og Árni Snæbjörnsson, starfsmaður Bjargráðasjóðs og Landssambands veiðifélaga, kallar Eirík gjarnan, sér í lagi þegar Eiríkur gefur honum og Magnúsi Sigsteinssyni í Myndir/HKr. Eiríkur með betri helmingnum, Tótu sinni, á sameiginlegri árshátíð Búnaðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.