Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 201310 Fréttir Deilt um kostnaðarþátttöku í girðingu vegna skógræktar í Dýrafirði: Vaxandi núningur milli skógræktar og hefðbundins búskapar – kærumáli vísað frá héraðsdómi og Hæstiréttur vísaði því aftur heim í hérað Skógrækt er ný atvinnugrein á Íslandi og trjárækt áhugamanna og samtaka fer ört vaxandi. Farið er að taka stórar landspildur og jafnvel eyðijarðir undir skógrækt og víða er farið að bera á árekstrum við eigendur aðliggjandi jarða sem ekki kæra sig um slíka notkun á landinu. Oft er þar um að ræða þéttbýlisbúa sem kaupa bújarðir sem komnar eru í eyði og endur- vekja þær með skógrækt. Dæmi eru um að þá séu gerðar kröfur á aðliggjandi jarðir um kostnaðar- þátttöku í girðingum til að verja skógræktina. Hefur slíkt orðið til- efni deilna og málaferla. Fyrir Héraðsdóm Vestfjarða Eitt slíkt mál hefur t.d. ratað fyrir Héraðsdóm Vestfjarða og varðar deil- ur eigenda eyðijarðanna Klukku lands og Hólakots í Dýrafirði við eigendur jarðarinnar Núps, sem á landamerki að þessum jörðum. Núpur, þar sem um árabil hefur verið stunduð sauðfjárrækt, er í eigu Margrétar Rakelar Hauksdóttur og Áslaugar S. Jensdóttur. Klukkuland og Hólakot eru aftur á móti í eigu fyrirtækis sem heitir Tré ehf. og er samkvæmt árs- reikningum áranna frá 2007 með heimilisfesti að Brekkusmára 3 í Kópavogi. Eigendur Trjáa ehf. eru Lúðvík Emil Kaaber lögfræðingur, sem jafnframt er framkvæmda stjóri, Brynjólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri Skógræktar félags Íslands, Sæmundur Kristján Þorvaldsson, framkvæmda stjóri og stofnandi Skjólskóga á Vestfjörðum, og John Francis Zalewski. Kröfðust þátttöku í girðingarkostnaði Málið snýst um að eigendur Trjáa ehf. hófu skógrækt á sínum jörðum í sam- starfi við Skjólskóga á Vestfjörðum og hafa krafið eigendur Núpsjarðarinnar um 50% þátttöku í girðingarkostnaði á mörkum jarðanna til að verja skóg- rækt sína og vísa þar til girðingalaga. Í maí 2008 gerði Tré ehf. samstarfs- samning við Skjólskóga til 40 ára um 97% greiðsluþátttöku Skjól skóga í skógrækt á áður nefndum jörðum. Er þetta gert samkvæmt fyrir- framsamþykktum framkvæmdum við skógræktaráætlun á lögbýlinu Klukkulandi. Hafa eigendur Trjáa ehf. skipulagt skógrækt á öllu lág- lendi Klukkulands og Hólakots að frátöldum heima túnum bæjanna, alls 192 hekturum að stærð. Samkvæmt korti virðist skógrækt skipulögð alveg fram á árbakka. Þessu hafa eigendur Núps- jarðar ekki viljað una og benda á að tvær ár, Núpsá og Geldingaá, aðskilji Núpsjörðina frá Klukku- landi og Hólakoti. Krafan sé um greiðsluþátttöku í girðingu á árbakka Klukkulands og Hólakots. Benda Núpseigendur á að samkvæmt lögum og Hvítbók umhverfisráðu- neytsisins sé óheimilt að setja niður girðingar á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna. Girðingin standi auk þess inni á landareign Trjáa ehf. en ekki á landamerkjum. Ekki megi heldur vera með skógrækt nær árbakka en 50 metra og 25 metra frá landamerkjum samkvæmt aðal- skipulagi Ísafjarðarbæjar og þá aðeins að höfðu samráði við eig- endur aðliggjandi jarða. Málinu vísað frá héraðsdómi og Hæstiréttur vísaði því aftur heim í hérað Ekki náðist samkomulag í þessari deilu og stefndu eigendur Trjáa ehf. eigendum Núps fyrir Héraðsdóm Vestfjarða í maí 2012 til greiðslu á hlutdeild í girðingakostnaði. Þar var málinu vísað frá vegna form- galla. Stefnandi kærði málið þá til Hæstaréttar Íslands, sem vísaði mál- inu aftur til Héraðsdóms Vestfjarða þann 3. mars sl., og þar er málið nú. Þetta mál er áhugavert í ljósi fregna af vaxandi núningi milli frístunda ræktenda í sumarbústaða- löndum, atvinnuræktenda sem keypt hafa gamlar bújarðir og þeirra sem fyrir eru með búskap á viðkomandi svæðum. Er jafnvel talið að niður- staða í þessari girðingardeilu geti skapað fordæmi í öðrum sambæri- legum málum. Spurningin er hvort fólk sem kaupir jarðir sem ekki eru lengur í hefðbundnum búskap til að rækta þar upp skóg, geti þvingað eigendur nærliggjandi jarða til að greiða helmingskostnað vegna nýrra girðinga á milli jarðanna, m.a. með vísan til girðingalaga. /HKr. Ófremdarástand ríkir í Fljótum, en nú þegar sauðburður er rétt um það bil að hefjast er allt á kafi í snjó svo ekki sést í dökkan díl. „Mér líst ákaflega illa á stöðuna, hún er hreint úr sagt skelfileg,“ segir Jóhannes H. Ríkharðsson bóndi á Brúnastöðum í Fljótum. „Við hefðum átt að vera á fullu núna í að undirbúa sauðburð, en það er ekki hægt að gera neitt, hér er allt á kafi í snjó, sauðburðarskýli, girðingar og bara allt,“ segir hann. Fundur var haldinn um stöðu mála á föstudag í liðinni viku, en þar voru bændur í Fljótum, fulltrúar úr landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sveitarstjóri og tveir fulltrúar úr sveitarstjórn, fulltrúi frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og slökkviliðsstjóri sem fulltrúi Almannavarnanefndar í Skagafirði. „Það var farið yfir stöðuna frá öllum hliðum og hvort hægt væri að bregðast við henni á einhvern hátt og þá hvernig,“ segir Jóhannes á Brúnastöðum, en fyrir liggur að gerð verður úttekt á stöðunni á hverjum bæ, m.a. kannað hver heyforði er og hvernig umhorfs er umhverfis útihús og aðrar byggingar með tilliti til moksturs. Var á þokkalegri leið en síðasta gusa gerði útslagið Jóhannes segir að norðanskot með mikilli snjókomu fyrir um það bil viku til 10 dögum hafi gert illt verra, nægur hafi snjórinn verið fyrir skotið, en mikið hafi bæst við. Þá sé ekki útlit fyrir annað en að áfram verði kalt í veðri og því muni snjó ekki taka upp í bráð. „Þetta blæs manni nú ekki beinlínis bjartsýni í brjóst, þetta er mjög slæmt og menn vita varla hvað þeir eiga til bragðs að taka,“ segir hann. „Þetta var á þokkalegri leið, en þessi síðasta gusa gerði útslagið og við bættist að minnast kosti hálfur metri til viðbótar því sem fyrir var. Óneitanlega dró það kjarkinn úr mönnum og leiðindaspá fram undan bætir ekki úr skák. Það er afskaplega vont að fara inn í sauðburð við þessar aðstæður.“ Sauðburður hefst í næstu viku og segir Jóhannes að ekki sé hægt að sinna undirbúningi að neinu gagni þar sem allt sé á kafi í snjó, m.a. sauðburðarskýli sem geymd hafi verið við úthús, „og eru einhvers staðar hér á kafi undir snjósköflum“. Girðingar eru sömuleiðis enn á kafi í snjó og mikill snjór við bæi og útihús. Enn viti menn ekki hvert ástand girðinga verði þegar þær komi undan. Byggist allt á að maí verði góður Jóhannes segir að heyfengur hafi verið með minnsta móti eftir síðasta sumar enda hafi það verið óvenju þurrt. Margir séu því nokkuð tæpir með hey, „og við þurfum að átta okkur á hverjar birgðirnar eru og hversu lengi menn geta staðið þetta af sér,“ segir hann. Við bættist að vetur lagðist óvenju snemma að, fyrsta hamfaraveður þess var í byrjun september. Víða var fé komið á fulla gjöf á þeim tíma. „Við vonuðum að snemma myndi vora svo hægt yrði að setja fé út en miðað við veðurspá sýnist mér að það sé borin von,“ segir Jóhannes. Langt er um liðið frá því að staðan var síðast svo slæm í Fljótum að sögn Jóhannesar. Mikill snjór var árið 1995 en ekki eins lengi og nú í vetur. Þá var árið 1989 einnig snjóþungt. Þá voru aðstæðar aðrar, Fljótin voru fjárlaus þá eftir riðuniðurskurð, búin voru einnig minni en nú, búskaparhættir með öðru lagi og fleira fólk heima á hverjum bæ. „Nú byggist allt á því að maí verði góður en það er samt ljóst að komandi sauðburður verður erfiður, mikið puð og að mörgu að hyggja,“ segir Jóhannes. /MÞÞ Ófremdarástand í Fljótum vegna snjóa: Skelfileg staða viku fyrir sauðburð Myndir / Jóhannes Snjóruðningarnir á hlaðinu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.