Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Ábúendur á Miðhúsum í Biskups- tungum eru þau Geirþrúður Sighvatsdóttir og Hallgrímur Guðfinnsson ásamt börnunum sínum, menntskælingunum Ægi Frey og Margréti Björgu. Þegar foreldrar Geirþrúðar, þau Sighvatur Arnórsson og Margrét Grünhagen, keyptu Miðhús árið 1952 hafði jörðin verið í eyði í 7 ár og var ekkert hús uppistandandi á jörðinni. Þau leigðu því jörðina Ból í Biskupstungum fyrsta árið, meðan byggt var fjárhús og íbúðarhús á Miðhúsum. Fluttu svo í hálfbyggt húsið haustið 1953. Ævistarf þeirra var uppbygging jarðarinnar, en auk fjárhúss fyrir 250 fjár og hlöðu var byggt fjós fyrir um 50 nautgripi og hesthús sem rúmar um 20 hross og hlöður við. Eftir lát Margrétar 1988 flutti dóttir þeirra Geirþrúður, sem er lyfjafræðingur, ásamt sjómanninum Hallgrími, manni sínum, í Miðhús árið 1989. Var hún í félagsbúi með Sighvati til 2005 að kúabúið var leigt tímabundið. Árið 2008 tóku þau Hallgrímur við sauðfjárbúinu og stækkuðu það upp í 300 kindur árið 2010, en kúabúskap var hætt. Búskapur hefur því verið fjöl- breyttur á Miðhúsum síðustu árin, kýr, kindur, hestar, lyfjafræði og smábátaútgerð. Býli? Miðhús í Biskupstungum. Staðsett í sveit? Miðhús eru í þeirri veður sælu sveit sem heitir Biskups tungur og tilheyrir stjórn- sýslueiningunni Bláskóga byggð nú um stundir – og er á leið inni milli Laugarvatns og Geysis. Ábúendur? Geirþrúður Sighvatsdóttir og Hallgrímur Guðfinnsson og börn. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru menntskælingarnir Ægir Freyr og Margrét Björg. Stærð jarðar? Um 800 ha. Tegund búskapar? Sauðfjárrækt eins og er. Frá 1952 til 2008 var stundaður blandaður búskapur, mjólkurkýr urðu flestar 26, en auk þess voru um 25 geldneyti og 100-250 kindur á jörðinni og 10-20 hross. Fjöldi búfjár? Um 300 vetrarfóðr- aðar kindur, um 20 hross á öllum aldri og einn hundur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Húsmóðirin fer í vinnu sína sem lyfjafræðingur í Lyfju-útibúi í Laugarási, húsbóndinn gefur kind- unum og hrossum, fer í útreiðar- túr eða þjálfar sig og hrossin fyrir Reiðmannsnámskeiðið sem hann og dóttirin eru á, eða dyttar að bátum sínum sem bíða aðhlynningar í hlöðu og skemmu auk annarra bú- og viðhaldsstarfa. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Hestamennska, fjárrag og smalamennskur eru skemmti- legar og almennt er öll vinna skemmtileg sem skilar árangri. Nú vinnur liðléttingurinn leiðinlegu störfin eins og skítmokstur og aðra erfiðisvinnu. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Þá verðum við hjónin að nálgast eftirlaunaaldur. Vonandi verður áframhaldandi búskapur í einhverri mynd á jörðinni. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Störf að félags- málum bænda eru nauðsynleg en vanþakklát. Teljum Bændasamtökin hafa staðið sig vel við að gæta hags- muna bænda. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Vel. Matvælaframleiðsla verður stöðugt mikilvægari í heiminum og það er mikilvægt fyrir sjálfstæða þjóð að geta brauðfætt sig hvað sem á dynur í heimsmálunum. Við búum í hreinu og strjálbýlu landi og höfum alla möguleika á að nýta landið til vistvænnar matvæla- framleiðslu. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Innanlandsmarkaður verður alltaf mikilvægastur, fólksfjöldi í landinu á bara eftir að aukast og þá eykst framleiðslan. Eins og er, er framleiðsla landbúnaðarvara of lítil til að það svari kostnaði að kynna þær erlendis, því um leið og kynningin gengur vel selst varan upp og vantar og þar með er allt kynningarstarf unnið fyrir gýg. Miðum því framleiðsluna við innanlandsmarkað og njótum okkar góðu landbúnaðarvara hér heima. Flytjum út það sem út af flýtur en streðum ekki við að framleiða upp í dyntótta markaði erlendis! Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk (blá), smjör, skyr og AB-mjólk. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, nauta/kýr- kjöt, ferskur fiskur og reykt, súrt, kæst og sigið að þjóðlegum sið. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsta fjallferðin fyrir rúmum 40 árum hjá Geirþrúði og 5 árum hjá Hallgrími. Vikuferð á hestum inn að Hveravöllum á Kili. Gunnar Helgi Guðjónsson sigr- aði í vetur í fyrsta MasterChef- sjónvarpsþættinum sem gerður hefur verið hérlendis. Hann hefur lengi vel verið áhugakokkur en fyrir utan áhugamálið er hann myndlistarmaður og kaffibar- þjónn. Hann var vel til í að gefa lesendum Bændablaðsins upp tvær girnilegar og góðar uppskriftir að Tiramisu-eftirrétti og Ricotta-osti. Tiramisu › 6 eggjarauður › 1 vanillustöng › 200 g hrásykur › 500 g mascarpone-ostur, við stofuhita › 200 ml þeyttur rjómi › Ladyfingers eða svampbotn › 300 ml sterkt kaffi, kælt › 100 g dökkt gæðasúkkulaði, saxað › kakóduft, ósætt til að sigta yfir í lokin Aðferð: Eggjarauður og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst. Mascarpone og vanillufræin hrærð saman. Best að nota sleikju til þess. Blandið saman með sleikju og bætið rjómanum við. Ladyfingers og/eða svampbotn er sett neðst í form eða skál og helmingnum af kaffinu hellt yfir. Saxaða súkkulaðinu er sáldrað yfir, kremið sett ofan á og svo endurtekið. Það verða að vera tvö lög. Geymið í kæli í 3-4 tíma eða yfir nótt. Síðan er dökku kakói sáldrað yfir í gegnum sigti áður en borið er fram. Ricotta-ostur Góður sem fylling í ravioli með söxuðu spínati og skalottlauk eða sem álegg í staðinn fyrir kotasælu. › 2 lítrar lífræn mjólk › 1 bolli rjómi › 3 msk. edik › ½ msk. salt Aðferð: Hitið mjólkina og rjómann að 85°, takið af hitanum. Bætið ediki út í og hrærið í 30 sekúndur. Bætið saltinu út í og hrærið í 30 sek- úndur. Geymið í eina klukkustund við stofuhita. Sigtið í gegnum ost- stykki sem er sett í sigti og undið smá og geymið í 30 mínútur til að ná afgangnum af mysunni úr. Úr þessu verða um það bil 600 grömm af osti. Geymist vel í fjóra daga í kæli. Það má gjarnan nota sítrónu- safa í staðinn fyrir edik. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Áhugamálið fleytti honum til sigurs Miðhús Fjölskyldan stödd fyrir utan ML á Laugarvatni: Ægir Freyr, Geirþrúður, Margrét Björg og Hallgrímur. Fagurhyrndir hrútar. Tiramisu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.