Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1964, Side 24

Læknablaðið - 01.03.1964, Side 24
2 LÆKNABLAÐIÐ uði sama ár, og á húð- og kvn- sjúkdómadeild Ríkisspítalans á tímabilinu ágúst til nóvember 1938. Á Eyrarsunds-spítala (berldar, lungnasjúkdómar o. fl.) frá ágúst 1937 til janúar 1938 og í april 1938. Á Börne- hospitalet í Kaupmannahöfn var hann í júlí 1938. Augljóst er, að Björn var að húa sig undir störf héraðs- læknis eða almenn læknisstörf með þessu fjölbreytta fram- haldsnámi. Að spítalavistnm til var þetta líkt undirbúningi danskra emhættislækna á þeim tíma. Mér og öðrum vin- um Björns, sem þá dvöldust í Kaupmannahöfn, var vei kunnugt um, að hann stundaði nám sitt af kostgæfni og ekki sem áhorfandi, heldur með fullri þátttöku sem ráðinn staðgengill á hlulaðeigandi deildum. Hinn 3. apríl 1939 var Björn skipaður héraðslæknir í Mið- fjarðarhéraði frá 15. s. m. að telja, og þjónaði hann því, þar til hann fékk lausn frá emh- ætti í janúar 1945. Frá þeim tíma var hann starfandi lækn- ir í Keflavík. Héraðslæknirinn á Hvannns- tanga var þá sem endranær mjög önnnm kafinn, og Björn gegndi héraðinu af dugnaði og myndarbrag, að mörgu leyti langt umfram það, sem með sanngirni verður krafizt af héraðslæknum, enda minnast Iiéraðsbúar Iians með þakk- látum huga. Páll Kolka hefur lýst, hversu ágæt samvinna og vinátta tókst með þeim ná- grannalæknunum. Slíkt sam- starf verður ætíð sjúklingum beggja til góðs. Það var lán fyrir íhúa Suð- urnesja, fjölmenna, en fálið- aða af læknum, að fá í bvggð- arlagið jafn harðduglegan mann og Björn var, enda hlóð- ust þar á hann mikil læknis- störf. Ekki fullnægði það Birni, þótt yfrið nóg væri að starfa. Hann siglir til nýs framhalds- náms og dvelst um ársskeið á lyflæknisdeild Royal Infirma- ry í Edinborg 1951—1952 og er aðstoðarlæknir við lyflæknis- deild Landspítalans sumarið 1952. Siðan fær hann sérfræð- ingsviðurkenningu í lyflækn- ingum 1952. Árið 1959 er hann enn i þrjá mánuði á „Post- graduate Course“ við Royal Infirmary í Edinborg. Björn var fríður maður sýn- um, dökkur á hár og Ijós á húð, vel meðalmaður á hæð, stælt- ur og kvikur í hreyfingum. Iþróttir stundaði hann í æsku og var árum saman í úrvals- kappliði Vals í knattspvrnu; fylginn sér til leika, en drengi- legur. Skapfesta lians og fylgni kom síðar fram í starfsatorku. Lítið sinnti hann almennum málum, en hafði þó fastmótað- ar skoðanir og kunni vel að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.