Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1964, Side 34

Læknablaðið - 01.03.1964, Side 34
10 LÆKNABLAÐIÐ svo, að meiri liluti háskóla- manna mun vera tiltölulega á- nægður með niðurstöður Kjaradóms, og hugsanlega munu sumir freistast til að á- lykta svo, að þarna sé um órækan vott þess að ræða, að þjóðfélagið kunni orðið að meta að verðleikum þau störf, sem háskólamenn inna af liendi, og liéðan í frá geti þeir rólegir heðið þess, að vinveitt- ir aðilar geri hlut þeirra enn hetri að hæfilegum tíma liðn- um. Því miður væri ályktun af þessu tagi óskhyggja ein. Að þessu sinni höguðu atvikin því svo, að hlutur háskólamanna varð viðunandi eftir atvikum, að dómi þeirra flestra. Kom þar m. a. til, að á lokastigi var fjallað um málið af hlutlaus- um dómstól, þannig að ekki kom til ])ess, að lilutur há- skólamanna yrði skotspónn í samningaviðræðum, þar sem þeir hefðu engan formlegan fulltrúa átl að talsmanni. Skal engu spáð um það, hversu far- ið hefði að lokum, ef samið hefði verið um öll atriði. Hins má geta, að Bandalag háskóla- manna vann ótrautt eftir þeim leiðum, sem því voru færar, til þess að láta áhrifa sinna gæta í meðferð málsins i heild. Er það sameiginlegt álit þeirra, sem til þekkja, að hefði BHM ekki haft afskipti af málinu, hefði hlulur háskólamanna að öllum líkindum orðið með talsvert öðrum hætti en raun varð á. Það, sem skiptir meginmáli nú, er að taka upp að nýju har- áttuna fyrir öflun samnings- réttar til handa BHM, þannig, að handalagið verði að lögum sá aðili, sem fer með sanm- ingsrétt fyrir hönd háskóla- manna. Eins og kunnugt er, sótti bandalagið hart að fá þennan rétt, þegar gildandi lög um samningsrétt opinberra starfsmanna voru á frum- varpsstigi, en svo fór, að óskir bandalagsins náðu ekki fram að ganga. Síðastliðið sumar fór fram nokkur athugun á því, hvort líkur væru á, að BHM gæti not- fært sér að einhverju leyti reynslu háskólamanna í Skandínavíu í sambandi við öflun samningsréttar og þá einkum livað snerti hinn skipu- lagslega grundvöll að sam- starfi meira og minna ósam- stæðra sérfélaga háskóla- manna. Að athuguðu máli komst stjórn BHM að þeirri niður- stöðu, að samtök sænskra há- skólamanna, Sveriges Akade- mikeres Centralorganisation, væru um svo margt svipuð að tilgangi, starfsháttum og skipulagi okkar eigin banda- l'agi, eða öllu lieldur eins og við, sem valizt höfum til for- ystu í því, vildum gjarnan

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.