Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1964, Page 46

Læknablaðið - 01.03.1964, Page 46
20 LÆKNABLAÐIÐ bólgueinkennum, Iiraðri og grunnri öndun, þrálátari hósta, bláleitum litarhætti, hröðum hjartslætti, hækkandi liita, og við hlustun heyrast slímhljóð og stundum veikluð öndun. í lunganu geta myndazt loftfylll Iiolrúm, pneumatocele, og í- gerðir, sem kunna að rvðja sér braut í gegnum fleiðru lungans og út í brjósthol. Safn- ast þá gröftur og stundum loft i brjóstholið. Stundum mvnd- ast gangur eða fistill á milli lungnaberkju og brjósthols, sem hleypir lofti í gegn, þegar sjúklingurinn andar að sér, en vill leggjast saman og lokast, þegar hann andar frá sér, þannig að stöðugt safnast fyrir meira loft úti í brjóstholinu með yfirþrýstingi. Lungað fell- ur ])á saman, þindin ýtisl nið- ur á við og miðmætið (media- stinum) yfir til gagnstæðrar hliðar. Þessir atburðir geta gerzt á örskammri stundu, og lítið veikur sjúklingur verður á örfáum mínútum dauðvona. Öndunin verður ákaflega erf- ið, hjartastarfsemin truflast og barnið deyr, sé ekki að gert. Enginn ætlast til, að al- mennur heimilislæknir eða sérfræðingur greini í heima- liúsum, um livaða sýkla geti verið að ræða. Hins vegar er nauðsynlegt, að sérhver lækn- ir, sem stundar ungbarn með létta lungnabólgu eða jafnvel einungis með meinlaust kvef, geri sér grein fyrir binni lilut- fallslegu auknu tiðni klasa- kokka-lungnabólgu lijá þess- um aldursflokki og sé á varð- bergi fyrir hinum hættulegu afleiðingum þeirra. Þó að barn með lungnabólgu sé komið á sjúkrahús, getur verið ákaflega erfitt að komast að því, livaða sýkill valdi lungnabólgunni (og er alveg' sleppt að ræða um veiru- lungnabólgu í þessu sam- bandi). Áreiðanlegastar upp- lýsingar fást með ræktun frá vökva úr brjóstholi, ef í hann næst, og það er oftast auðvelt, sé sjúklingurinn kominn með fleiðruholsígerð. Ræktun frá nefkoki má einnig hafa til hliðsjónar. Sumir ná upp magavökva í gegnum slöngu, þar sem þeir vita, að mestallt það slím, sem upp úr lungum ungbarnsins kemur, rennur niður í magann. Þeir strjúka sýnishorni á gler, lita fyrir sýklum og þykjast ná góðum árangri á þennan hátt. Rækt- un frá blóði er oflast árang- urslítil. Disnev, sem áður er nefndur, nolaði sína lungna- ástungu, en ekki er vitað til, að sú aðferð hafi verið tekin upp af öðrum til daglegrar notk- unar. Röntgenmyndataka er til ómetanlegrar bjálpar, sérstak- lega ef um loft eða graftar- myndun er að ræða í brjóst- Iioli. Röntgenmyndir geta einnig verið til mikils gagns i

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.