Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1964, Page 76

Læknablaðið - 01.03.1964, Page 76
46 LÆKNABLAÐIÐ samskipti við Læknafélag ís- lands. Bandarískir læknar virtust hafa mikinn áhuga á opinber- um sjúkratryggingum — og þó aðallega göllum þeirra. Töldu þeir, að enn á ný yrði gerð til- raun til þess að koma á slíkum tryggingum að minnsta kosti fyrir aldrað fólk í Bandaríkj- unum. Var það skoðun þeirra, að núverandi forseti væri að undirhúa slíkt frumvarp og það mundi koma fram í þing- inu á næsta ári. Hugðu þeir illt til slíkra afskipta liins opin- hera og sögðu, að læknasam- tökin ynnu að því að mæta þessum vanda með þeim hætti að koma á hagstæðum trygg- ingum á frjálsum grundvelli; liefðu þeir komið á samvinnu við tryggingafélögin, og færu slíkar tryggingar mjög í vöxl. Töldu þeir, að ný tegund af sjálfsábyrgðartryggingum, þar sem sjúklingurinn borgaði sjálfur allan kostnað að á- kveðnu marki, en tryggingarn- ar úr því, mundu ná miklum vinsældum, iðgjöld af slíkum tryggingum væru tiltölulega mjög lág. f sambandi við heimsóknir á spitala var nokkuð minnzt á reksturskostnað spítala og laun lækna. Þykir rélt að minna á nokkrar tölur, sem fram komu í því sambandi. Á Bel- lcvuc Hospital kostar legudag- urinn $38,50 að meðaltali alls slaðar á spítalanum, og er þar allur kostnaður talinn með. En þetta er, sem kunnugt er, borgarspítali og aðallega æll- aður fátæklingum. Flestir, sem þangað koma, fá alla læknis- hjálp ókevpis, en þeir, sem horgað geta, greiða $ 38,00 á dag. A geðsjúkdómadeildinni kostar rúmið að meðaltali $ 22,00. Laun kandídata eru á þessum spítala $ 3000,00 á ári, en laun aðstoðarlækna $ 3400,00 til $ 4800,00. Aðstoðar- læknar vinna einnig nokkuð við lækningastöðvar (outpa- lients departments) og fá fyr- ir það aukagreiðslur $8,80 á klst. Enginn má vinna við þá deild lengur en tvær klst. á dag. Á New York Ilospital kostar legudagurinn um $ 60,00 fyrir utan læknishjálp og lyf. Tekjur sérfræðinga við þann spítala, sem eru í stöðum svarandi til deildarlækna og aðstoðaryfirlækna hér, eru $20 —40 þúsund á ári. Niðurlag. Yfirleitt má segja, að á fund- inum hafi komið fram nokkur gagnrýni á stjórn og skipulag alþjóðasamtaka lækna og margir verið þeirrar skoðunar, að samtökin hafi ekki þróazt svo hratt sem vera skykli, einkum hin siðari ár. Mikill áhugi ríkti hjá öllum um að auka áhrif samtakanna og efla samheldni lækna, vera á verði

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.