Fréttatíminn - 02.09.2011, Síða 2
TILBOÐ
YFIR 30 GERÐIR
GASGRILLA
Á TILBOÐIHlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400
Er frá Þýskalandi
www.grillbudin.is
FULLT VERÐ
94.900
69.900
Lokað laugardaginn 3. sept
Krónan ódýrust
28%
Verðmunur á hæsta
og lægsta Verði
matar körfunnar
Verðkönnun
29. ágúst 2011
ASÍ
EfnahagsbrotadEild skEytin ganga á víxl
Haraldur lýsti furðu á mati Valtýs
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Haraldur Johannessen ríkislögreglu-
stjóri lýsti furðu sinni á því mati sem
fram kom í minnisblaði Valtýs Sigurðs-
sonar, þáverandi ríkissaksóknara, og
Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, þá setts
vararíkissaksóknara, að efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra hefði um árabil
skort faglega yfirstjórn og metnað, að því
er fram kom í minnisblaði Haraldar eftir
fund sem haldinn var um málið í innan-
ríkisráðuneytinu. Fréttatíminn greindi
frá minnisblaðinu í liðinni viku en í því
kemur fram hörð gagnrýni á deildina,
sem nú hefur verið sameinuð embætti
sérstaks saksóknara.
Haraldur gerði athugasemd við það að
Valtýr dreifði minnisblaðinu og óskaði
eftir því að það yrði ekki afhent fulltrú-
um Seðlabankans sem voru á fundinum.
Því hafnaði Valtýr, að því er ríkislög-
reglustjóri segir. Haraldur segir upp-
lýsingarnar sem fram komu hafa verið
úreltar. Hann bendir á að ríkissaksókn-
ari sé æðsti yfirmaður ákæruvaldsins í
landinu og beri sem slíkur mesta ábyrgð
á meðferð ákæruvalds og rannsóknar-
valds í skatta- og efnahagsbrotamálum.
Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrver-
andi yfirmaður efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra, sagði á Vísi, í fram-
haldi af fréttaflutningi Fréttatímans, að
hann hefði fengið þau svör hjá Valtý Sig-
urðssyni að gagnrýni hans hefði beinst
að yfirstjórn ríkislögreglustjóra, og
þar með Haraldi Johannessen. Haft var
eftir Helga Magnúsi að hann hefði verið
ósáttur við þá gagnrýni sem fram kom í
minnisblaðinu, hluti þess hefði auk þess
byggst á ómálefnalegum forsendum. „Ég
tel ekki að við höfum fellt niður mál sem
hefðu getað leitt til sakfellingar,“ er haft
eftir Helga Magnúsi, „það er af og frá.“
Turninum | Smáratorgi 3 | 201 KópavogiSími 575 7500 | www.veisluturninn.is
Ráðstefnur & fundir
Fullkomin aðstaða fyrir allt að 500 manns
Júlísprenging í sölu atvinnuhúsnæðis
Haftaaflétting
dregst á langinn
Líklegt má telja að almenn
aflétting gjaldeyrishafta dragist
enn frekar á langinn eftir slaka
þátttöku í gjaldeyrisútboði Seðla-
bankans í síðustu viku, að mati
Greiningar Íslandsbanka. Bankinn
hafði áætlað að kaupa 72 milljónir
evra og greiða fyrir með löngum,
verðtryggðum ríkisbréfum. Með
því átti að afla aftur 69 milljóna
evra sem bankinn seldi eigendum
aflandskróna úr gjaldeyrisforð-
anum í skiptum fyrir krónueignir í
júlí. Seinna útboðið, sem sniðið var
að lífeyrissjóðum, hlaut dræmar
undirtektir. Heildartilboð námu 3,4
milljónum evra og var þeim tekið.
Viðskiptin rýrðu gjaldeyrisforðann
um jafnvirði 10,8 milljarða króna.
Greiningin segir að ýmsar ástæður
kunni að vera fyrir litlum áhuga
lífeyrissjóðanna, m.a. aðstæður á
alþjóðamörkuðum, en ekki sé loku
fyrir það skotið að áhugi sjóðanna
á frekari skiptum erlendra eigna
í bundin langtíma krónubréf sé
takmarkaður. Spurningin sé því
hver næstu viðbrögð Seðlabankans
verði. - jh
Markaður með atvinnuhúsnæði virðist vera að taka vel
við sér, samkvæmt nýjustu veltutölum. Í júlí var þinglýst
107 kaupsamningum og afsölum með atvinnuhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu, en svo mikill hefur þessi fjöldi ekki verið í einum mánuði frá því í janúar árið 2008, að því
er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka sem vitnar til
talna Þjóðskrár Íslands. Til samanburðar má geta þess
að fjöldinn var 43 í sama mánuði í fyrra og 25 í júlí 2009. Um gríðarlega aukningu er að ræða milli ára, og í raun er þetta næstmesti fjöldi slíkra samninga sem þinglýst hefur verið í júlímánuði frá árinu 2005. Greiningin tekur fram að horfa verði á tölur fyrir einstaka mánuði með ákveðnum fyrirvara um sveiflur sem geta verið á milli mánaða.
Aukningin á við um höfuðborgarsvæðið en ládeyða er á
markaði með atvinnuhúsnæði utan þess. - jh
107
ÞinGLýSTir
kAUpSAMninGAr
ATVinnUHúSnæðiS
Júlí 2011
Greining Íslandsbanka
Orkuveitan tapar 3,8 milljörðum
Tap Orkuveitu reykjavíkur á fyrri hluta ársins nam
rúmlega 3,8 milljörðum króna en á sama tíma í
fyrra var hagnaður Or rúmlega 5,1 milljarður, að því
er fram kemur í tilkynningu til kauphallar Íslands.
Þar segir m.a. að vegna óhagstæðrar gengis-
þróunar á fyrri helmingi þessa árs hafi fjármagns-
liðir verið neikvæðir. Þetta hafi gerst þrátt fyrir
hækkun álverðs á tímabilinu sem eykur bókfært
virði innbyggðra afleiða vegna raforkusamninga
til stórnotenda. regluleg starfsemi skilaði betri
afkomu fyrstu sex mánuði ársins en í fyrra. Það má
rekja til aukinna tekna og aðhalds í rekstri, segir í
tilkynningunni. Handbært fé frá rekstrinum nam 8,9
milljörðum króna og hækkaði um rúma 2 milljarða
frá sama tímabili 2010. - jh
Hagnaður Varðar jókst um 36%
Fimmtungsaukning varð á eigin iðgjöldum trygg-
ingafélagsins Varðar á fyrra hluta ársins saman-
borið við aðeins 5% aukningu tjónakostnaðar,
samkvæmt árshlutareikningi Banknordik sem vefur
VB greinir frá. Hagnaður Varðar fyrir skatta jókst
um 36% á milli ára og nam 5 milljónum danskra
króna, eða um 110 milljónum íslenskra króna.
Banknordik er skuldbundinn til að kaupa 49%
hlut í Verði á næsta ári en kaupverðið, sem er háð
afkomu áranna 2010 og 2011, liggur á bilinu 1,1-1,6
milljarðar króna. Um 9% af hreinum rekstrartekjum
Banknordik-samstæðunnar á fyrri hluta ársins
komu frá Íslandi. -jh
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Víðast bJartViðri, en meira
skýJað og sValt norðaustan-
og austanlands.
HöfuðborgarsVæðið: n-GOLA
OG LéTTSkýjAð.
alVeg þurrt á lanidnu og léttir til norðan- og austanlands. sæmilega Hlýtt að deginum en Hætt Við
næturfrosti, til landins.
HöfuðborgarsVæðið: nOkkUð BjArT eðA
SkýjAð AF Hærri SkýjUM. HæGUr VindUr.
fremur Hæg sV og V-átt og bJart-
Viðri um mikinn Hluta lands-
ins. þungbúið og suddi Vestast.
Hlýnandi.
HöfuðborgarsVæðið: Að MeSTU
SkýjAð OG SMáVæGiLeG VæTA.
berjatínsla í skugga næturfrosts
Þó berjaspretta hafi verið heldur lakleg nú
miðað við fyrri sumur má þó víða finna ber,
einkum sunnan- og vestanlands. Margir
munu eflaust reyna um helgina, því spáð
er ágætasta veðri og nánast úrkomulausu.
dálítil breyting er í vændum, vindur snýst
frá því að vera n- og nA-stæður yfir í SV- og V-átt og
um leið er spáð háþrýstisvæði við landið.
Um helgina rofar til og norðaustan- og
austanlands og hlýnar jafnframt á
sunnudag. Þegar þetta bjart er á
landinu og hægur vindur er hætt
við næturfrosti sem skemma ber,
fella kartöflugrös o.s.frv.
12
9
8 8
14
11
10 12
12
13
11
11 15
15
12
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
miðborgin okkar!
Frábært veður í miðborg-
inni alla helgina. Hundruð
verslana og veitingahúsa
bjóða vörur og þjónustu.
Sjá nánar auglýsingu
á bls. 49 og á
www.miðborgin.is
e fnahagsbrotadeild ríkislög-reglustjóra og embætti sér-staks saksóknara sameinast
1. september næstkomandi sam-
kvæmt lögum sem þá taka gildi.
Við gildistöku þeirra flyst rannsókn mála er undir efnahagsbrotadeild
heyra og ákæruvald, og þar með
sókn þeirra mála sem þegar sæta
ákærumeðferð fyrir dómstólum
af hálfu ríkislögreglustjóra, frá
embætti hans til embættis sér-
staks saksóknara. Þetta var m.a.
meðal tillagna Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, en af
minnisblaði hans og Sigríðar Elsu
Kjartansdóttur, sem þá var settur
ríkissaksóknari, í tilefni fundar í
innanríkisráðuneytinu í febrúar
síðastliðnum, má lesa það mat að
efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra hafi verið vanhæf og hafi um
árabil skort faglega yfirstjórn og
metnað.
Í minnisblaðinu er getið skýrslu
Sigríðar Elsu um stöðu efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra frá
því í október síðastliðnum. Skýrslan var gerð á grunni áhyggna ráða-
manna af framgangi mála sem kærð höfðu verið þangað vegna brota
gegn lögum um gjaldeyris-
mál. Þar kom m.a. fram að
meðferð mála stöðvaðist
eftir að búið var að
ákveða að taka þau
til rannsóknar þar
sem mál eru fleiri
en rannsakendur
anna. Þess var
getið að níu mál
vegna brota gegn
lögum um gjald-
eyrismál væru
í deildinni en
aðeins eitt hefði
verið tekið til
rannsóknar. Fyrir-
sjáanlegt væri að
deildin myndi ekki
ráða við
væntanlegan málafjölda. Fram
kom að samskipti yfirmanna, þ.e.
ríkislögreglustjóra og saksóknara,
gengju ekki eðlilega fyrir sig. Jafn-
framt var bent á hrokafulla afstöðu
saksóknara [Helga Magnúsar Gunn-arssonar]gagnvart skýrsluhöfundi.
Ríkissaksóknari hafði áður fundað
með yfirmönnum ríkislögreglu-
stjóraembættisins vegna samskipta-vandamála innan þess.
Valtýr og Sigríður Elsa geta
einnig í minnisblaðinu um tölvupóst Egils Stephensen frá því í október
síðastliðnum þar sem bent var á að
flest mál, sem send hefðu verið til
efnahagsbrotadeildarinnar, hefði
dagað uppi. Getið var niðurfellingar umfangsmikils tollsvikamáls eftir
fimm ára rannsókn þar sem sönnun-arstaða hefði verið góð. Enn fremur er vísað til skattamála Baugs, en á
fundi ríkislögreglustjóra með ríkis-
saksóknara var tilkynnt að efna-
hagsbrotadeildin myndi ekki fara
með málið en komið var að munn-
legum málflutningi. Borið var við að vinnuálag væri gríðarlegt.
Í minnisblaðinu segir m.a.: „Það
er mat ríkissaksóknara að efnahags-brotadeild hafi um árabil skort
faglega yfirstjórn og metnað. Staða
mála í deildinni og lítil tiltrú þeirra
sem til þekktu áttu m.a. þátt í því
að ákveðið var að stofna embætti
sérstaks saksóknara í lok árs 2009 í stað þess að efla efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.“
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri getur þess í ársskýrslu
embættisins að á fyrsta fundi með
Ögmundi Jónassyni innanríkisráð-
herra hafi hann lagt til að verkefni
efnahagsbrotadeildarinnar yrðu
færð til embættis sérstaks saksókn-
ara.
Helgi Magnús Gunnarsson veitti
efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra forstöðu frá árinu 2007 en var í leyfi frá þeim störfum frá síðast-
liðnu hausti er hann var kosinn vara-saksóknari Alþingis. Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra skipaði
Helga Magnús í embætti
vararíkissaksóknara nú í
ágústbyrjun.
Ekki náðist í innan-
ríkisráðherra við
vinnslu fréttarinnar.
Minnisblað Mat Fyrrverandi ríkissaksóknara
Efnahagsbrotadeild
skorti faglega yfir-
stjórn og metnað
Í minnisblaði Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, og Sigríðar elsu kjartansdóttur, þá setts vararíkissaksóknara, í febrúar kom fram hörð gagnrýni á efnahagsbrotadeild ríkislög-reglustjóra. deildin hefur nú verið sameinuð embætti sérstaks saksóknara.
Valtýr
Sigurðsson,
fyrrverandi
ríkissaksóknari.
Bent var á
að flest mál
sem send
hefðu verið
til efna-
hagsbrota-
deildarinnar
hefði dagað
uppi.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
4 fréttir
Helgin 26.-28. ágúst 2011
frétt fréttatímans síðastliðinn föstudag um
gagnrýni á efnahagsbrotadeildina.
Giftu sig í kyrrþey í Róm
athafnamaðurinn Björgólfur thor Björgólfsson og kvikmyndagerðarkonan kristín Ólafsdóttir
gengu í hnapphelduna í róm eftir tólf ára samband.
brúðkaup björgólfur thor og kristín ólafs
... athöfnin hafi
verið látlaus og
í kjölfar hennar
hafi hvorki verið
veisla né brúð-
kaupsferð.
E itt best geymda leyndar-mál undanfarinna mánaða er brúðkaup Björgólfs
Thors Björgólfssonar og Krist-
ínar Ólafsdóttur í Róm í nóvem-
ber í fyrra. Skötuhjúin, sem eiga
tvo drengi, tveggja og sex ára,
gengu í hjónaband eftir tólf ára
sambúð og fór athöfnin fram
á borgarskrifstofum Rómar,
Palazzo dei Conservatori. Skrif-
stofurnar eru við hið fornfræga
torg Piazza del Campidoglio sem
var hannað af Michaelangelo.
Ragnhildur Sverrisdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Björgólfs Thors,
segir í samtali við Fréttatímann
að athöfnin hafi verið látlaus og
í kjölfar hennar hafi hvorki verið
veisla né brúðkaupsferð. Í sumar
birtust fréttir af því að Kristín
ætti von á þriðja barni þeirra
hjóna í vetur.
Látlaus athöfnin í kyrrþey í
Róm stingur nokkuð í stúf við
eftirminnilega fertugsafmælis-
veislu Björgólfs Thors í febrúar-
mánuði 2007 en er þó í takt við
tíðarandann. Þá flaug Björgólfur
Thor með fjölda manns til Jam-
aíku þar sem hópurinn dvaldi
í nokkra daga við stanslaus
veisluhöld og skemmtiatriði tón-
listarmanna á borð við 50 Cent,
Jamiroquai og Ziggy Marley, son
goðsagnarinnar Bobs Marley.
Mikið hefur gengið á hjá
Björgólfi Thor á undanförnum
árum. Hann var 23. ríkasti íbúi
Bretlands árið 2007, samkvæmt
lista The Sunday Times, og í 249.
sæti á lista bandaríska viðskipta-
tímaritsins Forbes yfir ríkustu
menn heims sama ár. Í kjölfar
hrunsins missti hann hins vegar
bæði Landsbankann og Straum
en náði á síðasta ári að semja um
skuldauppgjör við lánardrottna
sína. Það uppgjör fól í sér að
hann hélt áfram að vera stjórnar-
formaður Actavis og að því er
fréttir herma gæti hann hagnast
um tugi milljarða ef lyfjarisinn
verður seldur á góðu verði á
næstu árum.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
torgið glæsilega, Piazza del
Campidoglio, í róm þar sem borgar-
skrifstofurnar eru til húsa. Ljósmynd/
Nordic Photos/Getty Images
Björgólfur thor og kristín sjást hér ganga nýgift út af borgarskrifstofunum.
gríðarleg fjölgun gjald-
þrota fyrirtækja
alls voru 97 fyrirtæki tekin til gjald-
þrotaskipta í júlí síðastliðnum, sem er
tvöfalt fleiri fyrirtæki en úrskurðuð voru
gjaldþrota á sama tíma í fyrra, að því er
hagstofa Íslands greinir frá. Þetta er sjötti
mánuðurinn í röð sem aukning á sér stað
á milli ára í þessum efnum og hafa nú alls
938 fyrirtæki lagt upp laupana á fyrstu
sjö mánuðum ársins, sem er aukning upp
á 55% frá sama tímabili í fyrra. Þetta
jafngildir því að um sjö fyrirtæki hafi verið
úrskurðuð gjaldþrota hvern virkan dag á
fyrstu sjö mánuðum ársins samanborið við
rúm fjögur í fyrra. Ljóst er að yfirstandandi
ár slær metárið í fyrra út hvað gjaldþrot
varðar en allt árið í fyrra urðu 982 fyrir-
tæki gjaldþrota. greining Íslandsbanka
metur það svo að sú seinkun sem orðið
hefur á fjárhagslegri endurskipulagningu
fyrirtækja eigi þar stóran hlut að máli. Í
júlí voru gjaldþrot tíðust í fyrirtækjum í
fasteignaviðskiptum, eða 20. -jh
landsvirkjun fjár-
magnar framkvæmdir
á norðausturlandi
landsvirkjun hefur undirritað samning um
sölu á skuldabréfum til tíu ára að fjárhæð
70 milljónir dollara eða sem svarar um
átta milljörðum króna. Skuldabréfin bera
4,9% fasta vexti sem greiðast tvisvar á ári
en höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok
lánstímans. umsjónaraðili er Íslandsbanki.
áfanginn er mikilvægur, að því er fram
kemur í tilkynningu frá landsvirkjun, en
þar segir að fjármagnið verði m.a. nýtt við
fjármögnun framkvæmda á norðaustur-
landi sem stefnt er á að ráðast í á næsta
ári. Í ljósi óvissuástands á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum leggur landsvirkjun
mikla áherslu á að tryggja fjármögnun
þeirra verkefna sem fyrirtækið hyggst
ráðast í á næstu árum. -jh
nýr aðstoðarmaður
umhverfisráðherra
andrés ingi Jónsson hefur tekið við sem
aðstoðarmaður svandísar svavarsdóttur
umhverfisráðherra. Hann tekur við af
hafdísi gísladóttur, sem hefur snúið sér að
námi í lögfræði við háskóla Íslands. andrés
ingi starfaði í vor sem nefndarritari hjá
stjórnlagaráði. hann var aðstoðarmaður
álfheiðar ingadóttur heilbrigðisráðherra
árið 2010 og leysti áður af sem upplýsinga-
fulltrúi heilbrigðis- og umhverfisráðuneyt-
anna. áður var hann verkefnisstjóri hjá al-
þjóðamálastofnun háskóla Íslands, en þar
á undan blaðamaður á 24 stundum. andrés
er með meistarapróf í alþjóðastjórnmálum
frá university of sussex og Ba-gráðu í
heimspeki frá háskóla Íslands. - jh
allt að 28% verðmunur reyndist vera á matarkörfunni
þegar verðlagseftirlit asÍ kannaði verð í átta mat-
vöruverslunum síðastliðinn mánudag, að því er fram
kemur á síðu sambandsins. matarkarfan var ódýrust í
krónunni þar sem hún kostaði 10.103 krónur en dýrust
í nóatúni þar sem hún kostaði 12.912 krónur, sem er
28% verðmunur eða 2.809 krónur. „athygli vekur að
lítill verðmunur var á verði matarkörfunnar á milli
Bónuss, krónunnar og Víðis, en karfan var aðeins 26
kr. dýrari í Bónus en í krónunni, og 179 kr. dýrari í
Víði,“ segir á síðunni. Verslunin kostur neitar þátttöku
í verðkönnunum asÍ og heimilar starfsfólki þess ekki
að taka niður verð í verslun sinni. -jh
2 fréttir helgin 2.-4. eptember 2011