Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 4
Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi
Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is
Ráðstefnur & fundir
Fullkomin aðstaða fyrir allt að 500 manns
Kynferðisbrot innan kaþólsku
kirkjunnar rannsökuð
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Rigning víða um land einKum þó
sunnan- og austantil. stReKK-
ingsvinduR af austRi, en fRemuR
milt í veðRi.
HöfuðboRgaRsvæðið: Rigning
með köflum og dálítil gola.
sums staðaR dálítill blástuR og
sKúRiR eða Rigning, en þó að mestu
þuRRt noRðanlands.
HöfuðboRgaRsvæðið: fRemuR hlý
gola og skúRiR, en sól á milli.
léttiR til austanlands, en annaRs
að mestu sKýjað og væta a.m.K.
Hluta dagsins.
HöfuðboRgaRsvæðið: smá skúRiR
og skýjað með köflum.
vætutíð
ein og sama lægðin ræður veðri hér um
helgina eða sú sem gleypti leifarnar af
fellibylnum irene. strekkingsvindur af
austri í dag föstudag með rigningu víða
um land. að sama skapi fremu milt veðri. á
laugardag dregur bæði úr vindi og úrkomu,
verður meira í formi skúra og sums staðar verður
nánast alveg þurrt svo sem norðanlands.
á sunnudag er síðan að sjá að lægðin
verði orðin að lægðardragi yfir landinu.
fari svo léttir til og hlýnar austan-
lands með sV-golu, en annars
væta hér og þar en sól á milli.
kólnar þá heldur norðvestantil.
12
11
13 10
11
13
10 13
12
11
12
8 11
15
12
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
miðborgin okkar!
frábært veður í miðborg-
inni alla helgina. hundruð
verslana og veitingahúsa
bjóða vörur og þjónustu.
Sjá nánar auglýsingu
á bls. 39 og á
www.miðborgin.is
á að taka tré og fugla
fram yfir fólk?
Þóroddur Bjarnason, prófessor í félags-
fræði við háskólann á akureyri, varpaði
fram þeirri spurningu á fundi nefndar sem
vinnur að sátt um framtíðarlegu vegar
um sunnanverða Vestfirði, hvort taka
ætti tré og fugla fram yfir lífsmöguleika
byggðarinna á Vestfjörðum. ögmundur
jónasson innanríkisráðherra sat fundinn
en ráðamenn á Vestfjörðum vilja, að því
er fram kemur á vef Bæjarins besta á
Ísafirði, að leiðin um Barðastrandarsýslur
verði stytt um rúmlega 20 km með því að
þvera djúpafjörð og gufufjörð og losna
um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls
og ódrjúgsháls. Þetta þýddi að vegurinn
færi í gegnum Teigsskóg í Þorskafirði sem
landeigendur og náttúruverndarsamtök
leggjast gegn. fram kom í fréttinni að
ráðherra stefndi að niðurstöðu í haust. - jh
hagnaður eimskips
1,2 milljarðar
eimskip hagnaðist um 1,2 milljarða króna
á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstr-
arafkoman var jákvæð um 3,8 milljarða
króna, að því er fram kemur í tilkynningu
félagsins. heildareignir þess í lok júní voru
47,8 milljarðar króna og var eiginfjárhlut-
fall 58,7%. Vaxtaberandi skuldir voru 10,9
milljarðar króna. Rekstrarafkoma á öðrum
ársfjórðungi var jákvæð um 1,7 milljarða
króna og afkoma eftir skatta var jákvæð
um 300 milljónir króna. flutningamagn
jókst um rúm 2% milli ára. - jh
aukin samvinna norð-
urlanda og eystrasalts-
ríkja í utanríkismálum
össur skarphéðinsson utanríkisráðherra
sat á mánudag og þriðjudag fund utanríks-
ráðherra norðurlandanna og eystrasalts-
ríkjanna í helsinki. Ráðherrarnir undir-
rituðu samkomulag um að sendifulltrúar
ríkjanna gætu starfað og haft aðsetur
í sendiráðum og fastanefndum hinna
ríkjanna erlendis, að því er fram kemur í
tilkynningu utanríkisráðuneytisins. sam-
komulagið gerir ríkjunum kleift að vera
með viðveru víðar en nú er. samningurinn
er til marks um þá samstöðu sem ríkir
meðal norðurlandanna og eystrasalts-
ríkjanna og um aukna samvinnu í utan-
ríkismálum. samkomulagið er gert á sama
tíma og eystrasaltsríkin minnast þess að
tuttugu ár eru liðin frá því að þau endur-
heimtu sjálfstæði sitt. - jh
söFnun ekki auðvelt að kveðja 18 ára vin
Selja límmiða til styrktar
fjölskyldu látins vinar
Vinir eyþórs darra Róbertssonar, sem lést í bílslysi við geirsgötu fyrir rúmum tveimur vikum,
minnast hans með límmiða sem þeir selja til styrktar fjölskyldu hans.
anton elí og sædís sjást hér við límmiðann sem límdur hefur verið aftan á bílinn hans antons. Ljósmynd/Hari
Þ etta byrjaði eiginlega þannig að vinur okkar, Geir Elvar Gylfason, hannaði þessa
límmiða og byrjaði að gefa þá. Við
fengum síðan þá hugmynd að selja
þá til styrktar fjölskyldu Eyþórs
Darra. Okkur langaði til að gera
eitthvað fyrir hana,“ segir Anton
Elí Eggertsson en hann og vinkona
hans, Sædís Bjarnadóttir, hafa selt
límmiða á bíla að undanförnu til
að minnast Eyþórs Darra Róberts-
sonar sem lést fyrir tveimur vikum
eftir hörmulegt bílsslys á Geirs-
götunni. Eyþór Darri, sem var rétt
að verða átján ára, lést af völdum
höfuðáverka sem hann hlaut við
áreksturinn.
Anton Elí segir að fólk hafi tekið
afskaplega vel í framtak þeirra.
„Við höfum selt 250 límmiða. Þeir
eru að verða búnir en það er auð-
vitað ekkert mál að prenta nýja,“
segir Anton Elí en faðir hans sér
um prentunina. Margir hafa tekið
eftir límmiðunum sem eru aftan á
fjölmörgum bílum. Á þeim stendur
Eyþór Darri og síðan er mynd af
krossi. Fyrir ofan E-ið í Eyþór er
kóróna og segir Anton Elí að það
sé merki skótegundarinnar Supra.
„Hann átti endalaust af Supra-
skóm. Þaðan kemur merkið,“ segir
Anton Elí og bætir við að hægt sé
að panta límmiða á anton.eli93@
hotmail.com og kosta þeir þúsund
krónur.
Og það er ekki auðvelt að kveðja
vin sinn átján ára. „Við vorum bestu
vinir frá því í grunnskóla. Þetta var
hræðilegt áfall og er það enn, segir
Anton Elí. Það er þó styrkur í sorg-
inni að nánasti vinahópur Eyþórs
Darra er mjög mikið saman. „Við
erum orðin nánari, ef eitthvað er,
og það hjálpar mikið,“ segir Anton
Elí.
óskar Hrafn þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Við erum orðin
nánari, ef eitt-
hvað er, og það
hjálpar mikið.
skipuð hefur verið rannsóknarnefnd til
að rannsaka starfshætti og viðbrögð kaþ-
ólsku kirkjunnar á íslandi vegna ásakana
á hendur starfsmönnum um kynferðis-
brot og önnur ofbeldisbrot. fréttatíminn
greindi í sumar frá kynferðisbrotum innan
hennar. Róbert spanó, lagaprófessor við
hí, sá um skipan nefndarinnar og í henni
sitja, að því er fram kom á mbl.is, hjördís
hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari sem er formaður, hrefna friðriksdóttir,
dósent í fjölskyldurétti við lagadeild HÍ, og Jón Friðrik Sigurðsson, yfirsálfræðingur á
geðsviði landspítalans og prófessor við hí og hR. Rannsóknin mun taka til starfs-
manna landakotsskóla til ársins 2005. Verður þeim sem telja sig hafa sætt ofbeldi af
hálfu starfsmanna skólans gefinn kostur á viðtali og að skila skriflegri greinargerð.
nefndin á að skila niðurstöðum eigi síðar en 1. september 2012. -jh Ljósmynd Hari
svona lítur límmiðinn, sem gerður
var til minningar um eyþór darra,
út.
4 fréttir helgin 2.-4. september 2011