Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 22

Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 22
Skannaðu kóðann eða farðu á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina. gulrótasúpa með vorlauk og sýrðum rjóma Rjómi með tappa endist lengur! ATH! É g fór frekar spenntur til fundar við Söru Blædel sem ég komst að eftir myndagúggl að væri bráðhugguleg, dökkhærð kona á miðjum aldri. Ég ranglaði dágóða stund árangurslaust um anddyri hótelsins og svipaðist um eftir konu sem passaði við lýs- inguna. Í eyrum mínum bergmálaði hávært skvaldur og glasaglamur gesta sem sturtuðu í sig áfengum drykkjum í kapp við klukkuna þar sem það var „happy hour“ á barnum og veigarnar á viðráðanlegu verði. Úti í horni, einsömul í ljósum sófa fjarri gleðiglaumnum, Danski glæpasagnahöfundurinn Sara Blædel nýtur mikilla vinsælda í heimalandinu. Hún var vinsælasti höfundur lands- ins, að mati danskra lesenda, árið 2009 og það sama ár varð hún efst í vali lesenda á rithöfundi ársins hjá Søndagsavisen – með yfirburðum. Hróður hennar hefur borist víða og meðal annars til Íslands þar sem þrjár bóka hennar hafa komið út. Þá kom fyrsta skáldsaga hennar út í Bandaríkj- unum fyrir skömmu. Þórarinn Þórarinsson hitti Blædel á Hótel Nordica og kolféll fyrir henni á meðan hann komst meðal annars að því að Sara hefur legið yfir glæpasögum frá því hún var barn og er því á heimavelli þegar hún spinnur glæpavefi utan um aðalpersónu sína, Louise Rick. Tilgangslausa ofbeldið er óhugnanlegt en áhugavert Ég hef hvorki áhuga á né smekk fyrir því að segja ástarsögur. Þær eru of hægar og viðburða- snauðar fyrir minn smekk. Sara Blædel er heilluð af Íslandi og finnst fátt skemmtilegra en að fara á hestbaki um íslenska náttúru þar sem hún finnur andann hellast yfir sig. sat dökkhærð kona sem geislaði af slíkri fegurð og þokka að hávaðinn í bakgrunninum þagnaði í höfði mér. Þetta fannst mér mögulega geta verið Sara Blædel enda situr svona kona ekki ein í hótelanddyri nema hún sé að bíða eftir einhverjum. Verst bara að hún var svo sæt að ég missti hálfpart- inn málið og þorði ekki að ávarpa hana og kanna hvort hún væri virkilega sú sem ég átti að hitta. En þegar augu okkar mættust hvarf efinn; Sara Blædel stóð upp og gekk brosandi til mín með glampa í augunum, tók í höndina á mér og kynnti sig. Hún var í svörtum leður- buxum þannig að óttinn hvarf og ég vissi að hér væri komin kona sem gaman væri að tala við. „Ég hef komið til Íslands þrisvar sinnum áður. Ég elska landið og finnst æðislegt að fara í útreiðartúra,“ segir Sara og strýkur lærin um leið og hún segist vera að drepast úr strengjum enda nýkomin af baki eftir fimm tíma túr. „Ísland er allt öðruvísi en Danmörk. Það er allt öðruvísi; náttúran, veðrið, fólkið, maturinn. Allt.“ Sara var að þessu sinni á Íslandi í einkaerindum þótt hún notaði tækifærið til að hitta lesendur og kynna bækur sínar. Tilgangur ferðarinnar var samt fyrst og fremst að komast á hestbak. „Náttúran hérna er svo frábær og ég fæ svo mikinn innblástur af því að ríða um þetta dularfulla landslag. Ég sé ekkert endilega fyrir mér lík á bak við hverja þúfu en þetta er svo gefandi og ég á að sjálfsögðu eftir að koma aftur til Íslands!“ Sara hefur nýlokið við sína sjöundu bók og segist aðeins vera að slaka á eftir þá törn en frítími hennar er naumur. „Fyrir viku kom fyrsta bókin mín út í Bandaríkjunum og ég er að fara að kynna hana. Ég fer á stóra glæparáðstefnu í St. Louis og síðan til New York.“ Allir geta orðið fórnarlömb í glæpasögu Þrjár bækur Blædel um Louise Rick hafa komið út í íslenskri þýðingu: Kallaðu mig prinsessu, Aldrei framar frjáls og nú síðast Hefndargyðjan. Blædel tek- ur fyrir heit samfélagsmál í bókum sínum og þannig koma mansal og nauðgari sem finnur sér fórnarlömb á netinu meðal annars við sögu í þessum bókum. Nor- rænir glæpasagnahöfundar eru mjög gjarnir á að nota reyfara sína til að deila á samfélagið en Sara segir þetta þó ekki nema að hluta til meðvitað hjá sér. „Það eru alltaf einhverjir hlutir í umhverfi mínu sem kveikja hjá mér hugmyndir og þegar ég er að huga að nýrri bók er það yfirleitt eitthvað sem mér er sagt eða ég frétti af sem kemur mér af stað.“ Í Hefndargyðjunni fer atburðarásin af stað þegar fóstursonur lögreglukonunnar Louise Rick hringir í hana úr bekkjarpartíi sem hefur snúist upp í martröð eftir að hópur ofbeldisfullra ræningja ruddist inn og veittist að móður stúlkunnar sem hélt partíið. „Þessi atburður er til dæmis raunverulegur; vinkona vinkonu minnar, sem er einmitt með mér hérna á Íslandi, lenti í þessum aðstæðum. Hún hélt partí fyrir dóttur sína og þar var ráðist á hana og hún meidd illa. Ekki jafn illa og í bókinni en þetta fékk mig til að hugsa. Þetta fullkomlega tilgangslausa og heimskulega ofbeldi, sem við getum öll orðið fyrir, ýtti við mér og varð kveikjan að söguþræði Hefndargyðjunnar. Allir geta orðið fórnarlömb og endað í svona sögu. Þetta eru ekki bara átök glæpagengja, dópista og eiturlyfjasala. Þetta er það versta við þann ofbeldisfulla heim sem við lifum í, en líka það áhugaverðasta við það að skrifa um glæpi. Að skoða hvernig hversdagslífið getur um- turnast vegna ofbeldis. Þetta getur komið fyrir mig, þig og hvern sem er.“ Verður sífellt harðari við Louise Sara gefur daglegu lífi aðalpersónu sinnar, Louise, mikinn gaum í bókunum enda finnst henni nauðsyn- legt að fylla upp í persónuna með því að veita lesand- anum innsýn í hversdagsleg vandamál lögreglukon- unnar. „Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég sé að skrifa konubækur eða glæpasögur. Ég held mig fast við að skrifa um glæpamál, vegna þess að það er mér mjög mikilvægt, en tel samt sem áður að þegar maður setur persónu inn í glæpasögu verði lesendurnir að fá tækifæri til þess að kynnast henni og þekkja hana. Ef persónan á sér ekkert líf og engin vandamál að glíma við, verður fólki alveg sama um hana. Þá kippa les- endur sér ekkert upp við það ef hún er rekin, lækkuð í tign eða jafnvel sett í umferðarlögregluna. Þá er bara hægt að koma með nýja persónu til þess að fylla í skarðið. Ef fólk þekkir hana og veit hvað hún hefur til brunns að bera, trúi ég því aftur á móti að lesendum fari að þykja aðeins vænna um hana. Ég verð líka auð- vitað sífellt harðari við Louise vegna þess að lesendur mínir þekkja hana orðið mjög vel og ég get þar af leið- andi lagt meira á hana. Og meitt hana dálítið meira,“ segir Sara og hlær. Heillaðist ung af reyfurum Sara segist hafa legið yfir glæpasögum frá því hún var krakki og hafi því verið forfallinn reyfarafíkill býsna lengi. „Þegar ég var yngri las ég mest enskar og bandarískar glæpasögur. Á þessum tíma var Maria Lang líka að skrifa glæpasögur í Svíþjóð. Þegar ég var 12 eða 13 ára var aðalpersónan hennar rannsóknar- lögreglumaðurinn Christer Wijk og ég var alveg með hann á heilanum. Þegar líf vinkvenna minna snerist um poppstjörnur þráði ég bara að giftast Christer Wijk. Hann var átrúnaðargoðið mitt. Ég hef alltaf elskað glæpasögur og var komin með mitt eigið bóka- forlag í upphafi tíunda áratugarins og gaf aðeins út reyfara. Þannig að ég er vel að mér í glæpasögum, veit mikið um þær og nýt þeirra í botn. „Ég hef hvorki áhuga á né smekk fyrir því að segja ástarsögur. Þær eru of hægar og viðburðasnauðar fyrir minn smekk. Mér finnst þær ekki áhugaverðar en það þýðir ekki að ég setji ekki ást í persónurnar mínar. Ég er bara svo heilluð af lögreglustörfum og mannlegum persónum sem ég tel að hægt sé að gera enn sérstakari og áhugaverðari ef þær flækjast í saka- mál.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is 22 viðtal Helgin 2.-4. september 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.