Fréttatíminn - 02.09.2011, Qupperneq 26
V
ið vorum búin að koma
okkur fyrir, leigja íbúð í
Kaupmannahöfn og leigja
út okkar íbúð hér á Ís-
landi í eitt ár. Það lá því
strax fyrir að við værum ekkert á heim-
leið, eftir að samstarfssamningnum
var rift,“ segir Halldór, sem strax fór að
leita sér að verktakavinnu. Eftir nokkur
slík störf var honum boðið starf sem
hljóðmaður í Glersalnum í Tívolí:
„Þar var að fara í gang skemmtidag-
skrá, sem Sören Östergaard var með.
Hann er svona Laddi þeirra Dana og
þarna var leikið, sungið og talað – svo-
lítill kabarett.“
Halldór hafði aldrei búið í Danmörku,
en Arnrún hins vegar í eitt og hálft ár
þegar hún var níu og tíu ára og pabbi
hennar var að bæta við sig menntun
í kennararéttindum. Arnrún vissi því
hversu gott væri að búa í Danmörku og
Halldóri fannst ágætt að fá tilbreytingu
og starfa með hljóðmeisturum frá öðru
landi.
Roði í auga
Allt gekk vel, lífið gekk sinn vanagang
þar til í maí árið 2009 að Halldór tók eft-
ir roða í öðru auganu og þegar roðinn
var enn til staðar þremur vikum síðar
fór hann til heimilislæknis.
„Ég hélt kannski að þetta væri jafnvel
bara frjóofnæmi og hafði engar áhyggj-
ur af þessu. Ég var undir gríðarlegu
álagi í vinnunni í Tívolí, þurfti að leggja
mig eftir vinnudaginn og var hægur í
gang á morgnana. Heimilislæknirinn
gaf mér sýklalyf og krem, en ekki fór
roðinn. Það endaði með því að heimilis-
læknirinn gafst upp á að reyna að finna
út hvað væri að og vísaði mér á augn-
lækni sem fann heldur ekkert og vísaði
mér á endanum á augnlæknadeildina á
Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn.“
„Ég hélt líka að þetta væri eitthvað
sem myndi jafna sig af sjálfu sér,” segir
Arnrún, ,,en var farið að finnast þetta
nokkuð langvinnt. Mér fannst í raun
ekki óeðlilegt að Halldór gæti mögu-
lega hafa yfirkeyrt sig, hann leggur
sig alltaf 100% fram í starfi, og eigin-
lega ennþá meira þarna, útlendingur í
ókunnugu landi.“
Vísað milli lækna
Í nóvember – hálfu ári eftir að roðinn
byrjaði í auganu - vísaði auglæknir-
inn Halldóri á augnlæknadeildina á
Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn og
þangað fór Halldór einu sinni til tvisvar
í viku allan desembermánuð. En á þeim
bæ vissu menn ekki heldur hvað þetta
gæti verið.
„Ég fann ekkert fyrir þessu, það var
bara þessi roði og ég sá betur með því
auga en hinu. Það sem læknarnir skildu
ekki var að þetta væri bara í öðru aug-
anu, því ef þetta væri sýking væri hún
fljót að berast milli augnanna. Ég lenti
meðal annars á nemum sem voru við
störf í eitt skiptið og þeir áttu að reyna
að finna út hvað þetta væri – en þeim
varð auðvitað ekkert frekar ágengt en
útlærðum læknum með margra ára
reynslu. Það voru tekin strok og sýni
og loks milli jóla og nýárs fékk ég svar.
Þá hringdi augnlæknirinn í mig og bað
mig að koma niður á spítala því það
væri komin greining.“
Aldrei slíku vant ákvað Arnrún að
verða samferða Halldóri niður í bæ
og bíða hjá föðursystur sinni á meðan
hann væri hjá lækninum. En þá hringdi
Með ólæknandi krabba-
mein í eitlum og beinmerg
Ungt par var nýflutt til Kaupmannahafnar þar sem í höfn voru starfsmannaskipti milli Þjóð-
leikhússins og Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Hljóðmaðurinn Halldór Snær
Bjarnason ætlaði að starfa þar í eitt ár og með í för voru tvö börn þeirra Arnrúnar Ey-
steinsdóttur, Eysteinn Aron, tíu ára, og Jódís Guðrún eins árs. Þau höfðu þó vart komið sér
fyrir í Kaupmannahöfn þegar hrunið skall á – og starfsmannaskiptin rofnuðu. En verri hlutir
biðu þeirra. Anna Kristine hitti þessi ungu, jákvæðu hjón.
Anna
Kristine
ritstjorn@frettatiminn.is
26 viðtal Helgin 2.-4. september 2011