Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 39
RMG
í Von
RÚNAR ÞÓ
R,
MEGAS &
GYLFI ÆGIS
Í VON, EFST
ALEITI 7, SU
NNUDAGIN
N 4. SEPTEM
BER KL. 21.
AÐGANGSE
YRIR 2.000
.- KRÓNUR r
ennur ósker
tur til SÁÁ
S a m t ö k á h u g a f ó l k s u m
á f e n g i s - o g v í m u e f n a v a n d a n n
12. september
DRugStoRE CowboY
Bandarísk 1989
Leikstjóri: Gus Van Sant
Leikarar: Matt Dillon, Kelly Lynch,
James LeGros, William S. Burroughs
Drugstore Cowboy kom ferli Gus Van
Sant á flug og líklega hefur hann enn
ekki gert betur — nema ef vera skyldi
My own Private Idaho. Handritið var
byggt á þá óbirtri sögu James Fogle.
Fogle þessi er kostulegur fýr, dópisti,
tugthúslimur og glæpamaður — en
skemmtilegur sögumaður og fínn
penni. Drugstore Cowboy er byggð á
parti af æfi Fogle; að hluta til sjálfs-
æfisöguleg og að hluta til sú mynd
sem Fogle vill gefa af sjálfum sér.
James Fogle var drykkfelldur
smákrimmi sem sérhæfði sig ungur
í að ræna lyfjaverslanir við norðan-
verða Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna
vegna þess að þar voru ekki vopnaðir
verðir og að til var virkur markaður
fyrir læknadóp þar sem skipta mátti
ránsfengnum fyrir peninga. Fogle féll
þó á endanum í freistni og fór sjálfur
að nota lyfin sem hann stal. Hann var
reglulega handtekinn og sat lengst
af bak við lás og slá. Þar dró hann úr
lyfjaáti, las mikið og skrifaði ýmis-
legt. Þegar Drugstore Cowboy var
frumsýnd 1989 sat Fogle í fangelsi,
52 ára útlifaður kall og ekki ýkja líkur
Matt Dillon í myndinni.
Frægðarsólin skein því ekki skært
á Fogle og velgengnin varð honum
ekki til blessunar. Í mars á þessu
ári var hann dæmdur enn á ný, nú
í 15 ára fangelsi. og sakarefnið var
kunnuglegt; rán og ránstilraunir í
nokkrum lyfjabúðum. Þegar dómur-
inn féll var Fogle 73 ára gamall. Hann
var spurður hvort það væri ekki sárt
að horfa til þess að hann myndi að
öllum líkindum deyja í fangelsinu og
aldrei ná því að verða frjáls. Fogle
svaraði því til að miðað við lifnaðinn
á sér væri hann örugglega dauður
ef hann hefði ekki verið handtekinn
ári fyrr. og ef hann hefði ekki setið
í fangelsum öll þessi ár hefði hann
lesið minna og örugglega ekkert
skrifað. Hann þakkaði því fangelsum
fyrir langt og ágætt líf.
Drugstore Cowboy er ekki skrifuð
af manni sem hefur kynnst bata.
Aðalpersónan reynir reyndar að
láta renna af sér í myndinni en
yfir sögunni svífa hugmyndir um
dópneyslu sem frjálst val á lífsstíl,
ofsóknir lögreglu gegn dópistum og
óbærileg leiðindi edrúlífs. Þessar
hugmyndir holdgerast í William S.
Burroughs, sem leikur gamlan og
lífseigan dópista í myndinni, hlutverk
sem ekki er í bók Fogle heldur byggt
á smásögu eftir Burroughs sjálfan.
William S. Burroughs var einmitt
þetta; gamall og ótrúlega lífseigur
dópisti. Burrougs var fæddur 1914,
sama ár og ópíum varð ólöglegt í
Bandaríkjunum. Hann var því orðinn
75 ára þegar hann lék í myndinni. og
hann lifði enn lengur; var orðinn 83
ára þegar hann dó.
Þótt Burroughs hafi ekki orðið
háður heróíni fyrr en 30 árum eftir
að ópíum var bannað ber afstaða
hans til dópistans og hvernig
samfélagið tekur á honum merki þess
hvernig stjórnvöld brugðust því fólki
sem var háð ópíumefnum þegar efnin
voru bönnuð 1914. Þá hafði morfín
og önnur ópíumefni verið notuð til
lækninga áratugum saman. Ópíum
var stofninn í nánast öllum verkja-
lyfjum og var notað í fjölda lyfja við
ýmsum kvillum. Sumir læknar reyndu
meira að segja að lækna alkóhólisma
með ópíum. Óhjákvæmilega hafði
því stór hópur fólks þróað með sér
fíkn í þessi efni. Þegar þessi lyf voru
gerð ólögleg og þeim lögum fylgt
hart eftir með handtökum á læknum,
sem héldu áfram að útvega fólki
skammtinn sinn varð á einu bretti til
stór hópur ólöglegra dópista. Í þess-
ari fyrstu kynslóð ólöglegra dópista
voru konur í meirihluta og lang
flestir tilheyrðu millistétt. Þetta fólk
upplifði skyndilegu stefnubreytingu
stjórnvalda sem svik. Vímuefnasýki
þess var skyndilega glæpavædd. Á
einni nóttu var þessu fólki steypt úr
virðulegri millistétt og gert að glæpa-
mönnum. Það gat ekki lengur fengið
lyfin sín hjá læknum heldur varð að
treysta á framboðið á götunni.
Í þessum sviptingum spruttu upp
allskyns meðferðir við ópíumfíkn.
Þegar farið hefur verið yfir gögn
sjúkrastofnana og meðferðar-
heimila telja menn að um 2 prósent
sjúklinganna hafi tekist að halda sér
frá neyslu eftir meðferð. Aðrir héldu
neyslunni áfram þrátt fyrir að hún
væri ólögleg.
Af Burroughs er það að segja að
honum tókst aldrei að losna við heró-
ínið. Hann var á methadoni þegar
hann dó eftir að hafa verið meira og
minna háður ópíumefnum í meira en
hálfa öld. Hann skaut konuna sína í
svallveislu þar sem hún stóð með epli
á hausnum eins og sonur Vilhjálms
Tell. Sonur hans dó úr alkóhólisma
og sakaði föður sinn um ömurleika
eigin lífs; meðal annars að einn af
dópfélögum hans hefði nauðgað sér á
unglingsárunum.
Burroughs hafði mikil persónuleg
kynni og áhrif á bittnikskáldin á
fimmta og sjötta áratugnum —
eituræturnar sem Laxness kallaði
— einkum Allen Ginsberg og Jack
Kerouac. Burroghs var aðeins eldri en
þessi kynslóð skálda og rithöfunda,
en byrjaði samt seinna að skrifa.
Flest það sem hann skrifaði var byggt
á upplifunum hans og hugmyndum
sem heróínfíkill. Þótt hann væri aldrei
mikið lesinn óx orðspor hans og hann
varð á endanum einskonar tákngerv-
ingur þess sem stendur utan sam-
félagsins; nauðugur en líka viljugur.
Þessi staða tryggði honum endalaust
framboð af ungum aðdáendum sem
sóttust eftir kynnum við hann og
greiddu fyrir með heróíni.
06 07 september 2011 september 2011
BrOT Úr SÖGU fíKla
5. september
tHE LoSt wEEkEND
Bandarísk, 1945
Leikstjóri: Billy Wilder
Leikarar: Ray Milland, Jane Wyman,
Phillip Terry
Óskarsverðlaunamynd frá 1945.
Besta myndin, besta handritið,
besti leikstjórinn (Billy Wilder) og
besti leikarinn í aðalhlutverki (Ray
Milland).
Eftir að hafa unnið handritið að
Double Indemnity með Raymond
Chandler leitaði leikstjórinn Billy
Wilder að efni í næstu mynd sem
gæti skýrt fyrir honum hvernig alkó-
hólismi umbreytt mönnum. Þegar
þeir hófu skrifin var Chandler í AA
en hann féll síðan um það leiti sem
þeir voru að klára handritið. Wilder
kenndi sér um og taldi sig hafa
keyrt Chandler út og hrakið hann út
í drykkju. Þegar Chandler kvartaði
undan því að sér hefði ekki verið
boðið í frumsýningarpartíið spurði
Wilder hvernig hann hefði átt að gera
það. Chandler hefði verið dauður
undir borði á einhverjum barnum.
Wilder fann það sem hann leitaði
að bók eftir Charles R. Jackson,
The Lost Weekend. Þetta er lýsing
á fimm daga drykkjutúr langt leidds
alkóhólista í New York snemma á
fjórða áratugnum. Jackson þekkti
efnið vel. Hann hafði verið túramaður
en reyndi að hætta. Eftir brösótta
göngu í tvö ár náði hann bata innan
AA þegar hann var 36 ára, 1938.
Jackson hefur því örugglega setið
marga fundi með upphafsmönnum
AA í New York. Til að staðsetja bata
Jackson í sögu AA má geta þess að
AA-bókin kom út 1939 þegar Jackson
var búinn að vera edrú í ár. um
það leyti sem hann náði að stöðva
drykkjuna neitaði John D. Rockefell-
er jr. Bill Wilson um fjárstuðning til
að reisa AA-spítala með þeim orðum
að AA ætti að hafna utan að komandi
fjárhagsaðstoð.
Þrátt fyrir góð tengsl við AA
— Jackson var dyggur talsmaður
samtakanna og meðal annars sá
fyrsti sem fjallaði opinberlega um
misnotkun á lyfjum samhliða drykkju
— koma samtökin ekki fyrir í The Lost
Weekend, enda gerist sagan fyrir
stofnun AA. Í bókinni — og myndinni
— koma hins vegar fram hverskonar
meðferð áfengissjúklingar fengu á
spítölum áður en AA-leiðin breytti
hugmyndum manna um leið til bata.
Bók Jackson varð metsölubók
og bíómyndin sló líka í gegn. Þessi
fyrrum túramaður og hálfgildings
róni varð ágætlega fjáður og menn
biðu spenntir eftir næstu verkum
hans. Hann flutti með nýstofnaða
fjölskyldu til Hollywood en síðan
aftur til Austurstrandarinnar. Næsta
bók hans seldist ágætlega en fékk
blendna dóma. Þar næsta bók fékk
laka dóma og dræma sölu.
Jackson féll eftir margra ára edrú-
mennsku. Hann yfirgaf fjölskylduna
og leigði íbúð með samkynhneigðum
vini sínum í New York. Hann leigði
herbergi á Chelsea Hotel og 21. sept-
ember 1968 gleypti hann heilt glas af
svefntöflum og vaknaði aldrei aftur.
Hann var 65 ára þegar hann dó.
Charles R. Jackson er langt í frá
eini alkóhólistinn sem hefur dáið
sviplega á þessu nafntogaða hóteli.
Nancy Spungen, spússa Sid Vicious
dó þar tíu árum síðar, 12. október
1978, og írska skáldið Dylan Thomas
15 árum fyrr, 9. nóvember 1953.
„Það eru allir velkomnir og þessi
kynning kostar ekkert,“ segir Guð-
mann Magnússon ráðgjafi um
Allt sem þú þarft að vita um alkó-
hólisma (og vanda aðstandenda)
á 45 mínútum. „Það er mjög mik-
ilvægt bæði fyrir alkóhólista og
aðstandendur þeirra, og reyndar
alla sem hafa áhuga, að kynna sér
sjúkdóminn og starfsemi SÁÁ.“
Í raun má segja að flestir Ís-
lendingar hefðu not af svona
kynningu því öll erum við á ein-
hvern hátt tengd áfengissýki.
„Svo ekki sé talað um þá stað-
reynd að yfir 20 þúsund Íslend-
ingar hafa komið til SÁÁ í með-
ferð – núlifandi Íslendingar – frá
stofnun samtakanna árið 1977,“
segir Guðmann og bendir á að
ef þú ert karlmaður kominn yfir
fermingaraldur þá eru um 18%
líkur á að þú munir fara á Vog
fyrr eða síðar. 10% ef þú ert stúlka
komin yfir sama aldur. „Þannig
að ég myndi segja að flestir Ís-
lendingar standi nærri einhverj-
um alkóhólista. Þessi sjúkdóm-
ur snertir okkur öll að einhverju
leiti.“
Á kynningarfundinum er stikl-
að á stóru varðandi hvað alkóhól-
ismi er og af hverju hann sé kall-
aður fjölskyldusjúkdómur. Svo er
farið yfir hugmyndafræði SÁÁ og
úrræðin sem eru í boði fyrir alkó-
hólista og fjölskyldur þeirra.
ALLT Að
100 koNuR
Kjarnakonur SÁÁ hittast vikulega:
HVAÐ: Kynningarfundur
HVAR: Von, Efstaleiti 7
FYRIR HVERN:
Allir velkomnir
HVENÆR:
Fimmtudaga kl. 18
NÁNAR: www.saa.is
„Það hafa mætt alveg frá fjórum konum og upp í
hundrað á síðustu tíu árum,“ segir Lára Erlings-
dóttir, lyfjatæknir og Kjarnakona. „Okkar mark-
mið eru einföld; bati við sjúkdóminum og stuðn-
ingur við SÁÁ.“ Kjarnakonur eru félagsskapur
kvenna sem hittast vikulega og taka þátt í starfi
SÁÁ með því að safna peningum en í fyrsta sæti
er batinn og fræðsla um sjúkdóminn. Allar konur
eru velkomnar og það þarf ekkert boðskort held-
ur bara mæta og deila reynslu sinni, styrk og von-
um með öðrum konum.
HVAÐ: Kjarnakonur HVAR: Von, Efstaleiti 7
HVENÆR: Alla miðvikudaga kl. 20
FYRIR HVERN: Konur NÁNAR: www.saa.is
SOlla OG
KJarNaKONUr
það er um að gera
að taka þátt því
Kjarnakonur vilja
stuðla að heilbrigðu og
fallegu lífi.
ALLt SEm þú þARFt
AÐ VItA uM ALKÓHÓL-
ISMA Á 45 MÍNúTuM
Yfir 20 þúsund núlifandi Íslendinga
hafa leitað sér meðferðar hjá SÁÁ:
GUÐMaNN
MaGNÚSSON
Ef þú ert
karlmaður
kominn yfir
fermingaraldur
þá eru um 18%
líkur á að þú
munir fara á vog
fyrr eða síðar.
M
YN
D
: G
U
N
N
i G
U
N
N