Fréttatíminn - 02.09.2011, Síða 42
„Eitt af því sem við viljum gera að er
að fræða fyrirtæki um þennan hluta
starfsmannastefnunnar; hvaða úr-
ræði eru í boði og hvernig á að taka
næsta skref ef fyrsta inngrip virkar
ekki,” segir Hörður J. Oddfríðarson
ráðgjafi um nýjan kynningarfund
SÁÁ sem ber heitið Bakhjarlar SÁÁ
og er fyrsti fundurinn nú 29. sept-
ember og verður svo alltaf síðasta
fimmtudag í hverjum mánuði frá kl.
14-16 í Von, Efstaleiti 7.
„Við förum yfir það hvernig
greina megi áfengis- eða vímuefna-
vanda hjá starfsmönnum, hvernig
best er að bera sig að við að ræða
þau mál og til hvaða aðgerða ber
að grípa.“
að bandarískri
fyrirmynd
Þegar SÁÁ var stofn-
að fyrir 34 árum var
fyrirmynda einkum
leitað í Freeport-
meðferðinni og að-
stæðum í New York-
fylki. Eitt sem einkenndi
starfsemi meðferðastöðv-
anna þar voru sterk tengsl við
atvinnulífið. Þetta var ekki aðeins
einkenni meðferðar í New York,
heldur um öll fylki Bandaríkjanna.
Það var því vilji stofnenda SÁÁ að
byggja hér upp sterk tengsl við at-
vinnulífið.
Ástæða þessa mikla stuðnings
fyrirtækja við meðferð í Bandaríkj-
unum liggur náttúrlega í veiku al-
mannatryggingakerfi vestanhafs.
En þar sem rannsóknir sýndu — og
sýna enn — að fyrirtækja hafa alltaf
hag af því að styðja starfsmenn sína
til meðferðar þá studdu fyrirtæki
og samtök þeirra myndarlega við
áfengismeðferð strax upp úr miðri
síðustu öld. Ástæðan er sú að starfs-
maður sem nær bata frá áfengis- og
vímuefnafíkn eykur afköst sín um 70
prósent að meðaltali eftir meðferð.
Og það er alltaf ódýrara fyrir fyrir-
tæki að kosta meðferð starfsmanns
en að reka hann og þjálfa upp nýjan
starfskraft.
Stuðningur hvarf í hruninu
Forkólfar í atvinnulífinu, verkalýðs-
leiðtogar og forstjórar stórra fyrir-
tækja, voru áberandi
í stjórn SÁÁ til að
byrja með. En eftir
sem áður tókst ekki
að byggja upp nein
sambærileg tengsl
við atvinnulífið og
þekktust vestanhafs.
Líklega réð þar mestu
að hér voru það almennar
sjúkratryggingar sem greiddu
fyrir mestan hluta meðferðarinnar.
Eftir sem áður hafa mörg fyrir-
tæki stutt myndarlega við bakið á
SÁÁ. Fyrir hrun var til dæmis byggt
upp stuðningskerfi með þátttöku
nokkurra stóra fyrirtækja sem færðu
samtökunum allt að 35 milljónir
króna árlega. Í október 2008 þurk-
uðust þessir styrkir út. Flest fyrir-
tækin fóru á hausinn. Þau sem eftir
stóðu drógu stuðning sinn til baka.
En þótt að SÁÁ sé mikilvægt að
fá fjárhagslegan stuðning frá at-
vinnulífinu; þá sakna samtökin
miklu fremur annars úr tengslum
sínum við fyrirtækin. Með meðvit-
aðri starfsmannastefnu margra fyr-
irtækja vestanhafs hefur þeim tekist
að grípa inn í óhófsneyslu starfs-
fólks síns og beint þeim í meðferð
nokkrum árum fyrr en fólkið hefði
sjálft gert og án stuðnings og hvatn-
ingar.
Þetta er óendanlega mikilvægt.
Áfengis- eða vímuefnasjúklingur
sem fer 2-3 árum fyrr í meðferð en
hann hefði ella gert; losnar við 2-3
verstu ár æfi sinnar en fær sín 2-3
bestu ár í staðinn. Slíkt hefur ekki
aðeins áhrif á viðkomandi sem
starfsmann, heldur líka á hann sem
persónu og bætir stórlega lífsgæði
fjölskyldunnar.
inngripsáætlun
„Til að byggja um virk tengsl við at-
vinnulífið hefur SÁÁ því ákveðið að
bjóða fyrirtækjum að gerast Bakj-
arlar SÁÁ,“ útskýrir Gunnar Smári
Egilsson, formaður SÁÁ og segir
að í þessu felist að fyrirtækin greiði
árlega 25, 50, 100 eða 250 þúsund
krónur til samtakanna. Stærstu fyr-
irtækin geta greitt meira; 500 þús-
und eða 1 milljón króna. Gegn
þessum greiðslum mun SÁÁ bjóða
fyrirtækjunum upp á fræðslu til
starfsmannastjóra og allra þeirra
sem hafa mannaforráð í fyrirtækj-
unum um viðbrögð við áfengis- og
vímuefnavanda starfsmanna. SÁÁ
mun aðstoða fyrirtækin við að inn-
leiða inngripsáætlun sem hægt er
að setja í gang þegar grunur leikur á
að áfengis- eða vímuefnavandi þjaki
starfsmann. Yfirmaður getur þá vís-
að viðkomandi starfsmanni í við-
tal og greiningu hjá áfengisráðgjafa
SÁÁ. Í framhaldi getur viðkomandi
haldið áfram í viðtalsmeðferð, lagst
inn á Vog og farið í meðferð að því
loknu. Fjölskyldu viðkomandi væri
á sama tíma boðið upp á fjölskyldu-
meðferð.
Bætt afköst
Það er talið að um fjórðungur full-
orðinna drekki svo mikið að þeir
skaði heilsu sína. Það á þá við um
65 þúsund Íslendinga. Af þeim eru
rúm 20 þúsund manns búnir að
þróa með sér fíkn. Það er mikilvægt
þessu fólki að hætta allri drykkju og
til þess þarf það nánast undantekn-
ingarlaust aðstoð fagmanna.
Á 100 manna vinnustað eru því
að meðaltali um 8 virkir alkóhólist-
ar sem þarfnast meðferðar og um 17
aðrir sem drekka of mikið og ættu
að draga mjög úr drykkju til að bæta
eigin heilsu og auka lífsgæði fjöl-
skyldu sinnar. Það er því mikilvægt
fyrir fyrirtæki að huga að þessum
þætti í starfsmannastefni sinni.
Og fyrir þá sem vilja fá allt í töl-
um: Ef hægt er að auka afköst 8 pró-
sent starfsaflans um 70 prósent eyk-
ur það heildarframlegðina um 5,6
prósent. Á mælikvarða landsfram-
leiðslu eru það um 85 milljarðar
króna.
Það munar um minna.
10 september 2011
GaGNvirKT
SaMBaND viÐ
fYrirTæKi
BaKHJarlar SÁÁ eru mikilvægir til styrktar sam-
tökunum en einnig til stuðnings starfsmönnum fyrir-
tækjanna. Nú bjóða samtökin fyrirtækjum til enn
frekara samstarfs.
HVAÐ: Bakhjarlar
HVAR: Von, Efstaleiti 7
FYRIR HVERN: Starfs-
mannastjóra og yfirmenn
HVENÆR: Síðasta fimmtudag
í hverjum mánuði milli klukkan
14-16 (byrjar 29. september)
NÁNAR: www.saa.is
HÖrÐUr J. ODDfríÐarSON „Starfsmaður sem nær bata frá áfengis-
og vímuefnafíkn eykur afköst sín um 70 prósent að meðaltali eftir meðferð”
MIKILVæGT Að BERA ÁBYRGð Á böRNuNum
Það eru miklu meiri líkur á að barn alkóhólista þrói með sér sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni:
„Ég sá þetta bara á heimasíðu SÁÁ og ákvað
að prófa að mæta með drenginn minn,“ segir
Hafdís Sigurðardóttir nemi en hún er sjálf að
vinna í sínum málum og fannst mikilvægt að
bera ábyrgð á syni sínum því það skelfir hana
að vita að líkurnar eru meiri en minni að
börn fíkla verði sjálf alkóhólistar síðar á lífs-
leiðinni.
Þrátt fyrir að enginn efist um mikilvægi
þess að veita börnum alkóhólista þá forvörn
og sjálfsagða þjónustu hefur gengið erfiðlega
að fá hið stuðning við þetta verkefni og hefur
SÁÁ að mestu fjármagnað starfið. Samkvæmt
þjónustusamningi við Reykjavíkurborg er
greitt með 7 viðtölum við 47 börn (ásamt for-
eldri) á ári en það er varla brot af kostnaðin-
um við þjónustuna.
Heildarkostnaður við þá þjónustu sem
veitt er á göngudeild SÁÁ í Von við Efsta-
leiti var rúmar 114 milljónir í fyrra. Þar af
var kostnaður vegna reykvískra fjölskyldna
og barna 40 milljónir. Reksturinn er endur-
skoðaður af Ríkisendurskoðun og undir fag-
legu eftirliti Landlæknisembættisins. Engu
að síður greiðir borgin einungis 16 milljónir
samkvæmt nýjum þjónustusamningi.
Það er of langt mál að reka í þaula skiln-
ingsleysi yfirvalda en þrátt fyrir það vilja
samtökin bjóða foreldrum og börnum upp á
þessa þjónustu óskerta.
„Það er mikilvægt að rjúfa einangrun
barna sem búið hafa við alkóhólisma,“ segir
Lárus Blöndal sálfræðingur en hann hefur
haft yfirumsjón með verkefninu frá upphafi.
„Þetta skiptir máli bæði í nútíð og framtíð.
Við leggjum áherslu á að hjálpa barninu að
skilja betur stöðu sína og helstu afleiðingar
hennar.“
Almennt mælist þjónustan vel fyrir og
Hafdís segir að þegar hún var ung hafi aldrei
verið rætt um þessa hluti: „Það var í raun
aldrei neitt annað val en að byrja að drekka.“
Og strákurinn er ánægður með þjón-
ustuna og honum líður vel á eftir og er
spenntur að fara. „Þegar barn kemur í við-
tal fær það staðfestingu og viðurkenningu
á því að það að vera barn alkóhólista hefur
haft afleiðingar fyrir barnið,“ útskýrir Lárus
sem hvetur foreldra sem eru alkóhólistar
eða fíklar til að leita ráða hjá SÁÁ varðandi
börnin sín.
HVAÐ: Börn alkóhólista
HVAR: Von, Efstaleiti 7
FYRIR HVERN:
Börn alkóhólista
HVENÆR: Samkomulag
NÁNAR: www.saa.is
og í síma 530 7600
„Fyrst kemurðu í viðtal hjá
ráðgjafa hérna í Von og finnur
út úr því með honum hvern-
ig aðstoð þú þarft,“ útskýrir
Stefanía Bára Jónsdóttir ráð-
gjafi um fjölskyldumeðferð-
ina sem er í Von þriðjudaga
og fimmtudaga kl. 18. Um er
að ræða
fjögurra
vikna nám-
skeið sem
kosta 8.000
krónur og
ætlast er til
þess að fólk
hafi náð
átján ára
aldri þótt
stundum
séu gerðar
undanþág-
ur frá því.
Og fyrir hvern er þessi fjöl-
skyldumeðferð?
„Aðstandendur og alkóhól-
ista og fíkla því þetta er fjöl-
skyldusjúkdómur og kemur
við alla í fjölskyldunni. Oft
vita til dæmis aðstandendur
ekki hvernig þeir eiga að haga
sér þegar þeirra fólk kemur
úr meðferð. Þú missir dálítið
hlutverkið þitt en auðvitað
er mjög einstaklingsbundið
hvort fólk verði meðvirkt. En
verðirðu það þá er mjög mik-
ilvægt að ná að skilja og átta
sig á því hvernig sjúkdómur
þetta er svo þú getir náð bata.“
Stefanía er sjálf óvirkur
alkóhólisti og hún er einnig
aðstandandi: „Þetta er mikið
í kringum mig og þetta starf
valdi mig eiginlega,“ segir hún
aðspurð um af hverju hún hafi
ákveðið að gerast áfengisráð-
gjafi.
„Það er mikil gjöf að sjá þá
miklu breytingu á fólki sem
kemur í fjölskyldumeðferð.
Fjölskyldan veit oft lítið sem
ekkert um sjúkdóminn og
hafa kannski setið eftir upp-
full af streitu og verða jafnvel
óvinnufær. Þá er svona nám-
skeið flottur staður til að byrja
á en um að gera að leita líka
í tólf spora starf, eins og til
dæmis hjá Al-Anon sem eru
samtök aðstandenda alkóhól-
ista,“ segir Stefanía
Þú þarft ekkert endilega að
vera foreldri eða maki til að
koma á fjölskyldunámskeið
heldur koma ömmur og afar
líka og fullorðin börn alkóhól-
ista. Hjá SÁÁ vitum við hversu
erfitt það getur verið að eiga
nákominn sem er kannski á
Vogi og berst við þennan al-
varlega sjúkdóm sem alkóhól-
ismi er.
Einstaklins-
bundið hvort
fólk verði
meðvirkt
Alkóhólismi er
fjölskyldusjúkdómur
sem lætur engan
eftir ósnortinn:
STEfaNía
BÁra
JÓNSDÓTTir
HVAÐ: Fjölskyldumeðferð
HVAR: Von, Efstaleiti 7
FYRIR HVERN:
Aðstandendur
HVENÆR: Þriðjudaga og
fimmtudag kl. 18 (til 20.30)
NÁNAR: www.saa.is
M
YN
D
: G
U
N
N
i G
U
N
N