Fréttatíminn - 02.09.2011, Page 44
Ég var mest í spilakössum,“ útskýr-ir Edith Louise Carlson ráðgjafi þeg-ar hún er spurð út í spilafíknina sem hún hefur nú verið frjáls frá í fimm ár. „Fyrsta fíkn mín var áfengi og fíkniefni
en þegar ég stoppa það þá fer ég yfir í spilafíkn-
ina, bláedrú.“
Edith, eða Dídí eins og hún er kölluð, bjó fyrstu
fjögur ár ævi sinnar í Bandaríkjunum en þá fluttu
þær mæðgur frá pabba hennar til Íslands. Hún
varð edrú fyrir átján árum en hafði þá verið róna-
kona og því má segja að hún sé sannkallað krafta-
verk. Í dag er hún 42 ára og hún er gift og á tvö börn
(eiginmaðurinn á eitt) sem eru uppkomin og þau
muna ekki eftir mömmu sinni nema bara edrú.
Skömmin mikil hjá konum
„Þegar ég hætti í neyslu 1993 þá breyttist auðvitað
allt en fljótlega þróaði ég með mér spilafíkn sem
varð mjög alvarleg,“ útskýrir Dídí af miklu æðru-
leysi. Hún spilaði í tíu ár og segir spilafíkn vera
sjúkdóm sem auðvelt er að fela.
„Það er engin lykt af þér og breytingarnar sem
verða á manni eru fyrst og fremst spenna. Það
ástand er svo sterkt að stundum þegar þú kemur
af þessum spilastöðum titrarðu í raunverulegum
fráhvörfum.“
Nú er meira um að karlar stígi fram úr myrkr-
inu og segi frá spilafíkn sinni, hvað veldur?
„Skömmin er oft svo mikil hjá konum að þær
eiga erfiðara með að leita sér hjálpar. Þér líður svo
ofboðslega illa ef þú ert kannski búin að eyða pen-
ingum í spil sem þú hefðir getað notað til að kaupa
föt á barnið þitt. Ég vona samt að fleiri konur stigi
fram því vandamálið er ekki minna hjá konum.“
pirruð ef hún vann
Áhugasamir um hjálp við spilafíkn er bent á spila-
hópinn sem hittist alla mánudaga kl. 18 og auð-
vitað helgarnámskeiðin. Dídí fór bæði í spila-
hópinn og helgarnámskeiðin en þá býður Vogur
einnig upp á þá leið að fara á sjúkrahúsið í með-
ferð. Einnig er mælt með að spilafíklar sæki þar til
gerða tólf spora fundi (GA).
„Þetta er svo falinn sjúkdómur að þú lifir lengi
í óheiðarleika og lygi áður en þú leitar hjálpar. En
þegar þú færð bata þá breytist allt í lífi þínu og þú
getur horfst í augu við fólk án þess að vera alltaf
á flótta. Staðan í lífi mínu, áður en ég leitaði mér
hjálpar, var orðin þannig að ég var farin að hugsa
hvort ég ætti að keyra framan á næsta bíl og á
hvaða hraða ég þyrfti að vera til að þetta væri bara
alveg búið,“ segir Dídí en hún hugsaði mikið um
það hvernig hún ætti að komast út kössunum en
hún réði ekki við það sjálf.
„Spilafíkn hættir fljótlega að snúast um pen-
inga heldur spennuástandið sjálft. Þetta snýst ekki
um að vinna eða tapa og stundum varð ég pirruð ef
ég vann því það framlengdi bara ástandið, stjórn-
leysið og sársaukann.“
Kraftaverk ofan af vogi
Eins alvarlegur og sjúkdómurinn er þá fyrir kald-
hæðni örlaganna ólst Dídí upp í Las Vegas fyrstu
árin og síðan hún hætti að spila hefur hún tvisv-
ar farið út í heimsókn til pabba síns sem nú er
látinn. „Ég bjó meira að segja á spilavítahóteli
og það var ekki gaman. Þetta var erfiður tími því
hann var að deyja og ég vildi kveðja hann. Svo
stóð ég við hlið hans þegar hann fársjúkur plant-
aði sér fyrir framan spilakassa af því að hann var
líka spilafíkill. Þá hugsaði ég með mér: Þetta er
ekki að gerast.“
Þegar Dídí flutti barnung til Íslands varð hún
eitt af þessum kerfisbörnum sem við lesum stund-
um um í blöðunum. Hún flakkaði á milli fóstur-
heimila því móðir hennar átti í vandræðum. Hún
fullorðnaðist sem róni og svarf í húsagörðum eða
fangaklefum. Það var lítil von í hennar lífi þar til
hún eignaðist son sinn og náði sér upp úr mesta
ruglinu. Svo kom dóttir en áfram hélt hún áfram
að falla og fyrir átján árum breyttist hún svo í eitt
af þessum kraftaverkum ofan af Vogi. Þá var son-
urinn í góðu yfirlæti hjá pabba sínum á Borgar-
firði Eystri en dótturina vann hún aftur og hugs-
aði mikið um að veita henni það sem hún sjálf
fór á mis við.
„Ég vil meina að lífið sem ég lifi í dag sé
kraftaverk og það er SÁÁ að þakka. Börnin mín
muna bara eftir mér edrú,“ segir Dídí að lokum
og biður fólk sem telur sig eiga í vanda að leita
til SÁÁ. -MT
12 september 2011
FLEStIR mISSA
tökIN Í SPILAköSSum
n „Alla mánudaga í Von hittist
svokallaður spilahópur en í hann
ertu hjartanlega velkomin ef þér
finnst þú eiga við spilavanda
að stríða eða ert að velta því
fyrir þér hvort þetta sér orðið
vandamál hjá þér,“ segir Snorri
Sigurður Karlsson, ráðgjafi hjá
SÁÁ, en í þessum hóp er sérstök
kynning á spilavandanum sem
slíkum, kynning á GA (Gamblers
Anonymous) og grúbbuvinna
svokölluð.
„Þetta kostar ekki neitt og
svo á hverju hausti bjóðum við
líka upp á helgarmeðferð og sú
næsta verður 22. – 23. október,“
útskýrir Snorri sem segist sjá
breytingar á hópnum sem leitar
sér hjálpar með tilkomu pókersins
Internetinu:
„Stærsti hluti þeirra sem leita
til okkar eru að spila í spilaköss-
um en ungir strákar sérstaklega
eru að koma til okkar í viðtal
hérna í Von af því að þeir hafa
misst tökin á póker á netinu,“
segir Snorri og vill ítreka að
spilafíkn geti verið mjög sterk og
mörg dæmi um að menn og konur
hafi lagt sig í hættu til að spila
eða gjörsamlega spilað frá sér
allt og haldið áfram eftir það.
SÁÁ BJarGaÐi lífi MíNU – aftur
EDiTH lOUiSE CarlSON ráðgjafi varð edrú 1993 en þá hafði hún búið á götunni og verið róni. Hún vann aftur dóttur sína og heldur
góðu sambandi við son sinn sem ólst upp hjá barnsföður hennar. Fyrir fimm árum fékk hún svo aftur hjálp hjá SÁÁ og hóf batagöngu vegna
spilafíknar sem var að rústa lífi hennar.
EDiTH lOUiSE
CarlSON „þegar ég hætti
í neyslu 1993 þá breyttist
auðvitað allt en fljótlega
þróaði ég með mér spilafíkn
sem varð mjög alvarleg.“
STEfaNía OG
HÖrÐUr ráðgjafara
SÁÁ taka vel á móti
foreldrum sem þurfa
á fræðslu og styrk
samtakanna að halda.
Mikilvægt að foreldrar kynni sér sjúkdóminn og úrræðin:
Alla þriðjudaga kl. 18 hittast foreldrar
ásamt ráðgjöfum SÁÁ á Vogi og hlýða á fyr-
irlestra og styðja hvert annað.
„Þetta eru fimm fyrirlestrar sem eru opn-
ir öllum foreldrum sem eiga börn sem þau
telja að eigi í vanda vegna áfengis- og/eða
vímuefnaneyslu,“ segir Hörður J. Oddfríð-
arson áfengisráðgjafi en hann og Stefanía
Bára Jónsdóttir segja að þriðju-
dagskvöldin hafi lengi mælst vel fyrir og
verið vel sótt.
„Þetta er opið öllum en við mælum með
að foreldra komi með barnið í viðtal til ráð-
gjafa hér Von, Efstaleiti 7, sem er fjölskyldu-
og barnahúsið okkar,“ útskýrir Stefanía en
viðtalið gerir foreldrum ekki síður gott en
börnunum en alkóhólismi er fjölskyldusjúk-
dómur og mikilvægt að foreldrar samhæfi
reynslu sína, styrk og vonir.
HVAÐ gEtA FoRELDRAR gERt
SEM ÓTTAST uM BARNIð SITT?
HVAÐ: Spilahópur
HVAR: Von, Efstaleiti 7
FYRIR HVERN:
Spilafíkla
HVENÆR: Alla
mánudaga kl. 18
NÁNAR: www.saa.is
SNOrri SiGUrÐUr KarlSSON
„Stærsti hluti þeirra sem leita til okkar
eru að spila í spilakössum.“
HVAÐ: Foreldrafræðsla
HVAR: Á Vogi
FYRIR HVERN:
Foreldra unglinga
HVENÆR: Alla þriðjudaga
kl. 18 (búið kl. 20.30)
NÁNAR: www.saa.is
MYND: GUNNi GUNN
MYND: GUNNi GUNN