Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 45

Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 45
Næsta miðvikudagskvöld, 7. septem- ber, hefjast Samtöl um alkóhólisma og hitt og þetta aftur í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti, kl. 2030. Fyrsta kvöldið ber yfirskriftina: Samtal um alkóhól- isma og rokk & ról — 27 ára klúbbur- inn. Þar munu Óttar Guðmundsson geðlæknir og dr. Gunni ræða um líf og örlög Brian Jones, Jimi Hendrix, Jan- is Joplin, Kurt Cobain og Amy Wine- house; hvaða áhrif hafði áfengis- og vímuefnaneysla á líf þeirra og list — og dauða. Bati og lyf Þessi samtöl á miðvikudagskvöld- um gerðu mikla lukku í fyrra. Þá var efnt til samtala um alkóhólisma og bókmenntir, offitu, Guð, uppeldi og margt fleira. Fyrirkomulagið verður það sama í vetur. Fyrst munu tveir til þrír framsögumenn halda stutt erindi en síðan gefst gestum kostur á að blanda sér í samtalið. Reynsl- an í fyrra var sú að úr varð líflegt spjall um áhugaverð efni í góðum félagsskap. Markmið þessara sam- tala er ekki að komast að einni til- tekinni niðurstöðu heldur frekar að eiga raunveruleg mannleg samskipti utan Netheima; samskipti byggð á virkni og virðingu. Miðvikudaginn 14. september verður Samtal um alkóhólisma og lyfjalausa meðferð. Þar munu Pétur Tyrfingsson sálfræðingur ræða um hugræna atferlismeðferð við þung- lyndi, Steindór J. Erlingsson vísinda- sagnfræðingur mun fjalla um leið sína til bata án lyfja og Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi, mun fjalla um áfengismeðferð og lyf. Út frá erindum þeirra mun án efa spretta áhugavert spjall enda um mikilvæg mál á ferð- inni — ekki aðeins fyrir alkóhólista sérstaklega, sem þurfa að gæta sín á mörgum lyfjum — heldur ekki síður vegna þess hversu hratt lyfjameðferð við breiðist út; oft á kostnað annarrar meðferðar. Ókeypis inn Af öðrum efnum sem verða tekin fyrir í vetur má nefna: Samtal um gremju, átök, deilur innan alkasamfélags- ins, Samtal um mannréttindabaráttu alkóhólista, Samtal um alkóhólisma og snilligáfuna, Samtal um alkóhól- ista og aldraða, Samtal um alkóhól- isma og glæpavæðingu sjúkdómsins og margt fleira. Nánari upplýsingar eru inn á www.saa.is. Samtölin á miðvikudagskvöldun- um eru öllum opin, allir eru hjartan- lega velkomnir og hvattir til að mæta. Og það kostar ekkert. samtöl um alkóhólisma og allt milli himins og jarðar Allan síðasta vetur héldum við svokallaða þUrra MiÐviKUDaGa í Von, eða Samtöl um alkóhólisma og hitt og þetta. Þessir fundir voru ótrúlega vel sóttir núna í næstu viku hefst dagskráin aftur og þá mæta Dr. Gunni og Óttar Guðmundsson geðlæknir og ræða um dauðu popparana. Hollt í hádeginu á þriðjudögum: Í hádeginu á þriðjudögum verður boðið upp léttan og holl- an málsverð í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti 7, og léttan og hollan fyrirlestur um ýmsar hliðar á fíkn og bata við fíknisjúkdóm- um: Hollur og góður félags- skapur. Í september bjóðum við upp á mat frá hollustumat- staðnum Happ. Gestir setj- ast saman við langborð og því óhætt fyrir fólk að koma ein- samalt. Þegar maturinn hefur verið reiddur fram, kl. 12.10, hlýðum við á stuttan fyrirlest- ur og að honum loknum mun fyrirlesarinn spjalla við gesti og svara fyrirspurnum. Spjallinu lýkur klukkan 13 og þá getur fólk haldið út í lífið endurnært á líkama og sál. Í hádeginu á á þriðjudaginn næsta Lárus Blöndal sálfræð- ingur fjalla um vanda fólks við uppeldi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er mikilvægt málefni fyrir áfengis- og vímu- efnasjúklinga sem margir koma úr brotnum fjölskyldum en vilja ekkert frekar en ná að snúa fjölskyldusögu sinni við. Þann 13. september mun Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir fjalla um hugræna atferlismeðferð fyrir alkóhólista og skýra út kjarnann í henni og hugmynda- fræðina að baki. Vikurnar þar á eftir fjalla Hörður Oddfríðar- son ráðgjafi um sjálfsvirðingu og Halldóra Jónasdóttir ráðgjafi um meðvirkni. Fyrir matinn, fyrirlesturinn, félagsskapinn og samveruna greiðir fólk aðeins eitt þúsund krónur. LÍkAmLEg, FéLAgSLEg oG ANDLEG NæRING HVAÐ: Hollt í hádeginu HVAR: Á Vogi FYRIR HVERN: Alkóhólista og aðstandendur í bata HVENÆR: Þriðjudaga kl. 12 NÁNAR: www.saa.is HVAÐ: Þurrir miðvikudagar HVAR: Á Vogi FYRIR HVERN: Allir velkomnir HVENÆR: Miðvikudaga kl. 20. 30 NÁNAR: www.saa.is JiMi HENDrix, JaNiS JOpliN OG KUrT COBaiN í næstu viku ræða Óttar Guðmundsson geðlæknir og Dr. Gunni poppari líf og örlög 27 ára klúbbsins goðsagnakennda. 13 september 2011 vEfUr SÁÁ n Vefur samtakanna, www.saa. is, er lifandi vefur með pistlum og greinaskrifum auk frétta og tilkynninga sem tengjast SÁÁ og edrúsamfélaginu á Íslandi al- mennt. Þetta er mjög virkur vefur og reglulega uppfærður og mikil- vægt að öll okkar sem vilja lifa heilbrigðu edrúlífi fylgjumst vel með á vefnum. En það gleymist oft vefurinn er svo miklu meira en það því hvergi á Íslandi er hægt að finna á sama stað annan eins fróðleik um þennan skað- sama fjölskyldusjúkdóm sem tekið hefur svo mikið frá Íslandi. Þarna eru lærðar greinar og próf og alskonar fréttir af því helsta sem er að gerast í heiminum auk þess að í vetur munum við senda út viðburði í Von í beinni á vefn- um fyrir landsmenn alla. BæJarSTÓra- rÁÐSTEfNa n Miðvikudaginn 21. september verður bæjarstjóraráðstefna um áfengis- og vímuefnavandann í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti 7. Þar munu bæjar- og sveitastjór- ar sveitarfélaganna í nágrenni Reykjavíkur — hringurinn frá Borgarfirði að Selfoss að Reykja- nesi og allt þar fyrir innan — hitt- ast og bera saman bækur sínar um stefnu og aðgerðir í áfengis- og vímuefnamálum. Þótt heil- brigðisþjónusta til áfengis- og vímuefnasjúklinga sé á vegum ríkisins þá er allur félagslegur stuðningur, forvarnir og félagsleg stefnumörkun á hendi sveitar- félaganna. þá er því mikilvægt fyrir sveitarfélögin að hafa sam- eiginlegan vettvang til að ræða þessi mál. afMæliSfUNDUr SÁÁ n Miðvikudaginn 6. október kl. 20 í Háskólabíó höldum við af- mælisfund SÁÁ. Í ár verður sami baráttuhugurinn og áður en mik- ilvægt að sem flestir sjái sér fært að mæta. Hörkuræður, músík og uppistand er árlegur viðburður. SÁÁ Á aKUrEYri n „Þú getur gengið beint inn af götunni og ef ég er ekki upp- tekinn við ráðgjöf þá geturðu fengið kynningu á sjúkdóminum og starfsemi SÁÁ bara með því sama,“ segir Anna Hildur Guð- mundsdóttir, ráðgjafi SÁÁ á Ak- ureyri, en skrifstofan er opin frá kl. 9-18 alla daga og mikil starf- semi í húsinu. ÖrYGGiSrÁÐiÐ n Í dag, föstudaginn 2. septem- ber, munu fulltrúar frá SÁÁ, Landspítalanum, Samhjálp. Krýsuvíkursamtökunum, Barna- verndarstofu, Vímulausri æsku og áfangaheimilunum Takmark- inu og Dyngjunni eiga fund og ræða vanda áfengis- og vímu- efnasjúklinga. Markmiðið er að draga fram heildstæða mynd af vandanum, greina hvar skóinn kreppir helst og leita úrlausn. lÁrUS BlÖNDal Er einn af þeim sem mun halda fyrirlestur í september. RÁÐStEFNA um bEtRI mEÐFERÐ SÁÁ hefur árum saman haldið ráð- stefnu í tengslum við afmælisfundinn í Háskólabíó. Að þessu sinni verður sjónum beint að kjarnanum í rekstri SÁÁ; meðferðinni sjálfri. Allar þær stéttir sem koma að fjölfaglegri með- ferðinni munu meta stöðuna; hvað hafi vel tekist og reynist enn vel, hvað þurfi að aðlaga breyttum aðstæðum sjúklingahópsins og hvar megi gera betur. Fyrirlestrar verða fluttir af læknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræð- ingum, áfengis- og vímuefnaráðgjöfum, félagsráðgjöfum og fleirum — og munu allir vanda sig við að tala ekki inn í eigin stétt heldur þvert á móti þannig að aðrar stéttir og leikmenn geti skilið. Þessi ráðstefna er því ekki aðeins ætl- uð fagmönnum sem vinna við áfengis- og vímuefnameðferð heldur öllu áhugafólki um áfengis- og vímuefna- vandann — því það er okkur áfengis- og vímuefnasjúklingum mikilvægt að hér þróist og eflist góð meðferð samhliða styrkingu 12 spora-samtaka og hertri réttindabarátta og eyðingu fordóma. Fylgist með vef samtakanna www.saa. is en afmælisfundurinn er 6. október og verður ráðstefnan betur kynnt á vefnum fyrir fundinn. MYND: GUNNi GUNN

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.