Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 47

Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 47
„Ég varð edrú hjá SÁÁ vorið 1978 þegar ég fór upp í Reykjadal í afeitr- un,“ segir Sigurður Gunnsteinsson, ráðgjafi á Vogi, en um áramótin sama ár var hann búinn að munstra sig í vinnu hjá SÁÁ en nú er komið að nýju upphafi því Siggi eins og hann er kallaður hættir að vinna í haust. Og hvað ætlarðu eiginlega að fara að gera? „Ég veit það ekki. Konan mín hef- ur verið að spyrja að þessu sama: Hvað ætlarðu að gera?“ segir Sig- urður en þau Guðmunda Jóhanns- dóttir, handverks- og listakona, hafa verið gift síðan hann varð edrú. „Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá hef ég ekkert hugsað út í það hvað ég geri. Kannski ég geri það bara dag- inn eftir, þegar ég vakna allt í einu eftir rúmlega hálfa öld í vinnu sem er ekki þarna lengur. Ég hef alltaf unn- ið og það er rosaleg rútína og ég við- urkenni að ég hef velt því fyrir mér hvernig það er að vakna án þess að þurfa í vinnu. Ég veit ekki hvernig sú tilfinning er og finn til eftirvæntingar, ekki kvíða.“ 11 og 19 barnabörn Eitt af því sem Sigurður Gunnsteins- son er ákveðinn í að gera eftir að hann hættir að vinna er að halda áfram að bjóða SÁÁ starfskrafta sína. Hann hefur enn brennandi áhuga á meðferðarmálum og vill fylgjast með öllu sem er að gerast. Honum finnst honum líka renna blóðið til skyldunnar og taka þátt í starfi sam- takanna sem miðar að því að opna augu eldra fólks fyrir áfengissýkinni. Meðan augu almennings hafa beinst að ungum vímuefnaneytendum og vandamálum þeirra hafa eldri borg- arar á Íslandi laumast til að auka drykkju sína svo að til vandræða horfir. „Það hefur margt breyst á þess- um árum,“ segir Siggi en segja má að hann sé réttur maður á réttum stað til að hjálpa SÁÁ að takast á við nýtt verkefni tengd fólki sem komið er yfir miðjan aldur. Sigurður fæddur 1941 og hann ólst upp í Kleppsholtinu í Reykjavík. Faðir hans, Gunnsteinn Jóhannsson var kaupmaður og rak málningarverslun á Laugavegi fjögur í ein þrjátíu ár. Móðir hans, Steinvör Egilsdóttir húsmóðir, ól upp þau þrjú systkinin en Siggi er elstur. Yngst er systir hans sem búið hefur í Banda- ríkjunum síðastliðin 35 ár en bróðir hans er vélstjóri í Reykjavík. „Ég gekk í skóla í Laugarnes- skóla og Langholtsskóla,“ rifjar Siggi upp en þaðan lá leiðin í verknáms- skóla í Brautarholti sem útskrifaði gagnfræðinga. „Þá fór ég að vinna hjá pabba og var þar við afgreiðslu- störf og í málningarvinnu í þónokk- uð mörg ár.“ Honum bar líka gæfa til að gifta sig og eignast fjögur börn en það var áður en Siggi varð edrú og það hjónaband varð ekki langlíft. Núverandi konu sinni, Guðmundu, kynntist Sigurður þeg- ar hann hafði munstrað sig til vinnu hjá Málningu hf og þau hafa alið upp saman dætur hennar frá fyrra hjóna- bandi. Þú fjögur börn og hún tvö, hvað eru þetta eiginlega mörg barna- börn? „Ég veit það ekki,“ segir Siggi og hlær en grípur svo til varna og kall- ar: „Munda? Hvað eru þetta mörg barnabörn hjá okkur?“ en hún er ekki á því að losa manninn sinn úr þessari snöru svo hann byrjar að telja á fingrum beggja handa og hættir þegar hann er kominn með ellefu sín megin og nítján hennar megin: „Ja, þetta er allavega rosalegt batterí, svaka matarveisla, þegar allur þessi hópur kemur saman.“ Sextugur í 100 kílómetra hlaupi Sigurður hefur fest sig réttu megin við Lækinn og þau Munda bjuggu lengi á Rauðalæk og í Nökkvavogi og nú eiga þau risíbúð í bryggjuhverfinu við Gullinbrú í Grafarvogi. Aðspurð- ur um hvað hann hafi ætlað að verða þegar hann yrði stór segir Siggi allt- af hafa verið impóneraður yfir því að verða íþróttamaður. „Ég æfði fimleika lengi vel, hjá ÍR, og þótti bara mjög efnilegur þar til að brennivín og kvennafar fór að spila alltof stóra rullu í mínu lífi,“ útskýr- ir hann og minnist þess að meira að segja í óreglu hafi hann alltaf reynt að vera meðvitaður um að vera góður til heilsunnar. „Þegar það svo rann loks- ins af mér fór ég strax að æfa aftur og hef eiginlega verið að því síðan.“ Það brá svo til tíðinda 1995 að Siggi meiðist á öxl og þurfti að fara í aðgerð og gat lítið æft. Þá var Þórar- inn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, að hlaupa mikið og einhvern tíma bauð hann félaga sínum með og það varð að nýrri dellu: „Upp úr því var ekkert sem stöðv- aði mig. Eins og allt annað sem maður hefur komið nálægt þá heltóku hlaup- in mig. Hvort sem það er brennivíns- drykkja eða hvað annað þá tek ég allt með trompi.“ Fyrstu tólf mánuðina hljóp Siggi ein 10 maraþon svo hann er ekkert að grínast með öfgarnar. Þetta þró- aðist fljótt eftir að hann kynntist fleiri hlaupurum og sextugur var hann kominn á heimsmeistaramót í Frakk- landi þar sem hann keppti í 100 kíló- metra hlaupi. Í dag hleypur hann enn mjög mikið og er í mun að koma því til skila að fólk sem er kannski fast í drykkjumunstri á þessum aldri getur bætt við líf sitt 10 og 15 góðum árum. Gósentíð drykkjumannsins Það hefur margt breyst síðan Siggi hóf störf á Sogni 1978 en hann fór beint að vinna við endurhæfingu: „Ég man alltaf eftir fyrsta deginum mínum þegar ég fer niður í salinn og held fyrirlestur. Þegar mér er lit- ið yfir hópinn þá þekkti ég eiginlega alla í salnum. Ég hafði drukkið með flestum þarna inni og kannaðist við aðra. Eina fólkið sem ég þekkti ekki með nafni var utan af landi. Með öðrum hafði ég setið með á Borg- inni og víðar.“ Svona var þetta um tíma. Drykkjufólk á Íslandi var í raun ótrúlega lítill hópur en þessi kyn- slóð varð edrú eða dó, eins og geng- ur, og brennivínið var með öllu dóminerandi þótt dæmi væru um róandi lyfjaneytendur. Það var lítið um amfetamínfíkla og sprautufíkla. Eiginlega sáust þeir ekki fyrstu árin þótt einn og einn hafi kynnst örv- andi efnum sem komu frá Bretlandi eða Þýskalandi með togurum. Þá voru slík efni fyrst og fremst notu- uð til að hægt væri að drekka meira, svo helgin gæti veirð lengri og „þú héldir haus svo þú dyttir ekki ofan í súpudiskinn.“ „Þetta hefur breyst alveg ótrú- lega mikið,“ segir Sigurður og bætir við að það gerir málin miklu flókn- ari og erfiðari viðfangs. „Fólkið sem kemur inn núna hefur oft notað mörg efni í mjög langan tíma.“ Og er það að klára sig fljótt þess vegna? „Já, bæði vegna þessara efna sem fólk notar í dag og líka sem betur fer vegna breyttra viðhorfa gagna- var neyslu. Við erum ekki eins um- burðarlynd og við vorum fyrir tutt- ugu og þrjátíu árum síðan því í dag vitum við af úrræðunum sem eru í boði,“ útskýrir Sigurður og bætir við að umburðarlyndið hér á árum áður hafi stafað af ráðleysi því það voru ekki til neinar raunverulegar lausn- ir. Það var jú hægt að koma fólki fyrir á Kleppi en það var nú eins og það var og oft lítinn bata að finna þar. „Það eina sem var hægt að gera við drykkjumann hér á árum áður var að biðja hann að hætta þessu. Sem var auðvitað gósentíð drykkju- mannsins því hann var þá bara alltaf að lofa því að hætta og allir í kring- um hann ægilega fegnir að heyra það.“ Nú er þetta breytt allt saman, seg- ir Sigurður, og fólk í mörgum efnum samtímis. Neyslan getur verið ag- ressívari þess vegna og margir koma yngri til meðferðar en áður því þú keyrir þig að eindaga fyrr. „Sumir koma oftar í meðferð og hún vinnur á þessu með ítrekun. Þú kemur bara aftur og þá heggurðu aðeins lengra inn í lausnina og það ekkert að því að koma einu sinni, tvisvar, þrisv- ar, fjórum sinnum áður en þú nærð þessu.“ að verða fyrirmyndarborgari Eitt af áhugamálum Sigurðar hvað meðferðina varðar hefur verið að reyna dýpka skilning sinn og annarra á því hvað sé góður bati. Honum hef- ur alltaf fundist það spennandi við- fangs því fljótlega uppgötvaði hann að bati er eitthvað miklu meira en bara stöðva neyslu. „Það virðist vera lykileinkenni þessa sjúkdóms að neita því að þú sér veikur fyrr en yfir líkur næstum því. Þetta er frábrugðið öllum öðr- um sjúkdómum því ef þú finnur til krankleika þá hleypurðu strax til ÓlST Upp HJÁ SÁÁ SvarTÁ það eru ekki bara hlaupin sem höfða til Sigga heldur er hann líka mikill veiðimaður og hér er hann með lax sem hann veiddi í Svartá. íþrÓTTaMaÐUriNN fyrstu tólf mánuðina eftir að þórarinn kynnti Sigga fyrir hlaupum hljóp hann ein tíu maraþon. 100 KílÓMETra HlaUp það eru engir venjulegir menn sem fara til frakklands um sextugt og hlaupa 100 kílómetrana! GifTU SiG fYrir 33 ÁrUM Guðmunda og Siggi giftu sig sama ár og Siggi varð edrú. BarNaBÖrNiN Siggi reynir að muna hvað hann á mörg barnabörn. Kannski ellefu sín megin og nítján Mundu megin. 14 15 september 2011 september 2011 HVAÐ: Heldri borgarar HVAR: Von í Efstaleiti FYRIR HVERN: Áhugasama og fólk komið yfir miðjan aldur HVENÆR: október (fylgist með á vefnum) NÁNAR: www.saa.is Nú um áramótin er SiGUrÐUr GUNNSTEiNSSON, ráðgjafi á Vogi, búinn að vera edrú í þrjátíu og þrjú ár og í haust hættir hann að vinna, sjötugur að aldri. Hann ætlar þó áfram að lofa SÁÁ að njóta krafta sinna og er annt um að fá að taka þátt í verkefni sem miðar að því að opna augu hinna eldri fyrir áfengisvandanum. SiGUrÐUr OG GUÐMUNDa Núverandi konu sinni, Guðmundu, kynntist Sigurður þegar hann hafði munstrað sig til vinnu hjá Málningu hf fyrir yfir þrjátíu árum. Hann átti fyrir fjögur börn og saman hafa þau hafa alið upp dætur hennar frá fyrra hjónabandi. MYND: GUNNi GUNN viðeigandi aðila og vilt fá lausn. Svo er ekki með alkóhólisma og oft er sá eða sú sem kemur til meðferðar gjaldþrota á öllum sviðum lífsins.“ Að sögn Sigurðar er því mikilvægt að þegar þú ferð inn í bataferil þá lát- irðu til þín taka á öllum sviðum. Líf- fræðilega þarftu að vinna markvist að því að láta þér batna. Og það gerirðu ekki með því að sýna eitthvert hlut- leysi. Þú verður að hafa fyrir því að byggja þig upp líkamlega og andlega og vinna þá vinnu sem til þess þarf. „Síðan er það þessi félagslegi þáttur sem tengist því að virkur alkó- hólisti er augljóslega byrði á sínu samfélagi því það bera hann allir. Fólkið hans hefur áhyggjur af hon- um, er andvaka og reitt út í hann og svo framvegis. Þegar hann stöðvar neysluna er algengt að málin séu öll í flækju. Ekki bara gagnar ástvinum heldur líka gagnvart samfélaginu. Kannski er alkóhólistinn búinn að missa bílprófið eða skuldar mikla peninga en hvað sem það er þá þarf að taka til í þessu öllu. Þú þarft að hætt að vera byrði á samfélaginu og verða styrkur. Það er merkir að þú verðir fyrirmyndarborgari og standir upp og látir til þín taka.“ Þetta tekur tíma en er vel hægt, segir Sigurður, og bendir á að þegar hann kom úr meðferð á sínum tíma féllust honum hendur. „Það var svo rosalega mikið sem var að hjá mér. Mér fannst eins og það sæist ekki högg á vatni en þetta er langhlaup og það þarf í þetta seiglu. Auðvitað er þetta líka spennandi verkefni og mikil verðlaun í boði. Sjálfsvirðingin vex og dafnar og styrkist.“ Nýr hópur eldra fólks Varðandi eldra fólk, hverjir eru að leita sér meðferðar? „Það er stundum sagt að skipa megi þessu fólki í tvo hópa. Það er nýtt fólk, sem aldrei hefur komið áður, og svo þessi hópur sem hefur fylgt okkur í yfir þrjátíu ár og það fólk eldist líka og sumum gengur misvel,“ segir Sigurður en það gerist stundum að einhver kemur til hans og heilsar og segist hafa verið að sogni 1981 og náð vera edrú í meira en áratug en svo byrjað aftur. „Þá er þessi ein- staklingur orðinn fullorðinn og þetta verður erfiðara og þyngra því ef þú ert yfir sextugt er líkaminn veikari og allt miklu þyngra.“ Svo er það þessi nýi hópur, útskýr- ir Siggi, fólk sem hefur kannski alla tíð drukkið en náð að halda utan um sitt. Komið sér fyrir í lífinu og staðið sig í vinnunni sinni, komið börnun- um í gegnum nám og svo bara allt í einu gerist eitthvað í lífi þessara ein- staklinga sem eru orðnir fullorðn- ir og á örskömmum tíma missa þau alla stjórn á drykkjunni. „Það getur verið svo margt sem veldur. Veikindi kannski eða þeim sé kippt til hliðar úr vinnu, eða hættir að vinna, eða að maki veikist eða fellur frá. Oft er fólk ekki tilbúið til að fást við þetta á annan hátt en að drekka sinn bjór og á örskömm- um tíma er þetta fólk búið að tapa allri stjórn. Kannski var það eitthvað veikt fyrir, með kvíðavandamál eða svefnvandamál eða blóðþrýstings- eða verkjavandamál. Hugsanlega er fólk að drekka ofan í lyfin sín sem þau nota reglulega. Þessi rúleta set- ur af stað hvirfilvind,“ segir Sigurður og bendir á að þetta vandamál sé oft illa greint, eða bara alsekki greint, því það sé þetta fólk sem er að detta og meiða sig og lenda á slysavarð- stofum eða að það leiti til heimilis- lækna vegna kvíða og svefnleysis. „Og það er alltaf afgreitt með því að gefa þeim meiri svefnlyf eða þung- lyndislyf þegar kannski er augljós- lega bara um áfengisvanda að ræða. Eflaust þarf heilsugæslan að endur- skoða sínar skimunaraðferðir varð- andi þetta. Það er full ástæða til þess að spyrja fólk hvað það er að drekka mikið.“ Bregst þessi nýi hópur eldri alkó- hólista vel við meðferð? „Já, þetta er fólk sem hefur verið alið upp í öðru samfélagi og er mjög í mun að taka ábyrgð á sínum málum ef það fer í meðferð. Aðalmálið er að ná í þá einstaklinga sem þurfa hjálp. Það getur verið erfitt.“ Um þrjátíu þúsund Íslendingar eru 65 ára og eldri og Sigurður segir að hann vilji varla hugsa þá hugsun til enda hversu stór hluti af því fólki sé að fást við stjórnlausan áfengis- vanda án þess að leita sér hjálpar. „Verkefnið felst soldið í hvaða nálgun þarf að vera til að við getum fengið þennan nýja hóp af fólki til að máli svo það geti uppgötvar að það sé til betra líf en að vera að súpa daglega á einhverjum rauðvínspel- um eða sérríbokkum sem fylla allar öskutunnur heima hjá þér. Við höf- um sem betur fer séð fullorðið fólk koma inn sem bætir við tíu og fimm- tán hamingjusömum árum við líf sitt þrátt fyrir að vera orðin þetta full- orðin. Þetta fólk hélt að það ætti ekki möguleika á góðu lífið því brenni- vínið át upp allan þeirra tíma.“ Eins og flestir sem starfa við meðferð þá Sigurði mikið niðri fyr- ir. Honum finnst sorglegt að vita af fólki sem eyðir síðustu æviárum sín- um í áfengismóki í stað þess að vera í heitu pottunum að ræða málin eða einhverjum klúbbum að skemmta sér við að spila kana eða bara úti í göngu. En það getur verið erfitt fyrir fólk að viðurkenna vandann og mik- ilvægt fyrir aðstandendur eldra fólks sem er að sóa lífi sínu í drykkju að hafa samband við SÁÁ og fá tíma hjá ráðgjafa. fyrirmyndarmeðferð Sigurður segir að margt hafi breyst hvað varðar áfengisneyslu á Íslandi. Hér á árum áður voru fáir staðir sem seldu áfengi og hart var tekið á því ef áfengi var auglýst. Ríkið var oft lokað (stundaðar voru svokallaðar skyndi- lokanir jafnvel) og það ver ekki einu sinni seldur bjór. „Öll bremsa er löngu farin,“ segir Sigurður og bendir á að nú er bjór og brennivín út um allt og því haldið að fólki með auglýsingum, „það kostar miklu minna en áður og útsölustað- ir eru á hverju horni. Þetta rosalega frelsi hefur breytt miklu og kráar- eigendur og aðrir segja að þetta sé miklu betra svona. Ég er ósammála því. Betra fyrir hvern?“ Nú er gósentíð fyrir alla sem drekka, heldur Sigurður áfram, og finnst skrýtið sjálfum að vita til þess að við séum á hraðleið með að ná að torga sama magni af áfengi og Dan- ir „sem við horfðum á fyrir nokkrum árum og sögðum: Þeir drekka nú al- veg rosalega! Því af þessari tegund af neyslu sem nú kollríður öllu, þess- ari sídrykkju, fylgja sjúkdómar, lifr- asjúkdómar og annað sem við þekkt- um ekki hér áður. Drykkjan er líka að færast niður í aldri og ég held að þetta sé ekki eitthvað sem við ættum að hreykja okkur af.“ Sjálfur ætlar Siggi að halda áfram að starfa að þessum málum þótt hann hætti formlega að vinna sem ráðgjafi á Vogi í haust. „Ég er í stjórn SÁÁ og held áfram að vera þar. Ég er auðvitað búinn að alast upp hjá SÁÁ og verð þeim að liði þótt ég hætti að vinna.“ Sigurður veit að það eru næg verk- efnin þótt hann sé ánægður með að tekist hafi að skapa hér meðferð litið er til utan úr heimi sem fyrirmyndar- meðferðarform „því við höfum verið svo heppin að geta sagt að við erum með meðferð sem tekur utan um alkóhólistann og hans fjölskyldu og sinnir þeim eins og þarf,“ segir Siggi að lokum, tilbúinn til að takast á við þau nýju verkefni sem fylgja því að hætta að mæta í vinnuna. -MT fJÖlSKYlDUMYND Hér eru systkinin Egill og Sigrún og Siggi sjálfur (Gunnsteinsbörnin) á góðri stund með foreldrum sínum. liTli SiGGi Svona leit eldri borgarinn út þegar hann var að stíga sín fyrstu spor í Kleppsholtinu. SiGGi OG MUNDa Á fErÐalaGi lífið er nefnilega dásamlegt og þau Siggi og Munda samheldin hjón sem ferðast og skemmta sér saman. fJÓrir fræKNir Siggi, þórarinn Tyrfingsson, Josep pirro og Grettir pálsson á góðri stund. MEÐ rÁÐGJafa í MiNNiSOTa í gegnum árin hefur Sigurður verið sólgin í meiri menntun hvað ráðgjöf varðar og hér er hann ásamt ráðgjafa í Minnisota. SiGUrÐUr GUNNSTEiNSSON Eitt af því sem Sigurður Gunnsteinsson er ákveðinn í að gera eftir að hann hættir að vinna er að halda áfram að bjóða SÁÁ starfskrafta sína. MYND: GUNNi GUNN

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.