Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 56
 MatartíMinn íslenski kúrinn Þ að er erfitt að átta sig á hvað það merkir að borða bara íslenskan mat, eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, stefnir á að gera. Mun hann grafa upp mat sem er óspilltur af iðnvæðingu stórfyrirtækjanna eða ætlar hann að borða lifrarpylsu með sojamjöli vegna þess að hún er búin til af íslensku fyrirtæki? Eða ætlar Sigmundur Davíð kannski að standa fyrir löngu tíma- bærri endurreisn íslenska eldhússins? Ill umgengni um menninguna Ef íslenskur matur er menningarafurð, eins og bókmenntirnar eða sagnahefð- in, þá verður að segjast að okkur hefur ekki gengið vel að varðveita hana. Svo til allar gamlar íslenskar hefðir eru horfnar eða orðnar óþekkjanlegar eftir meðför iðnfyrirtækjanna. Mjólkursamsalan treystir sér ekki einu sinni til að búa til skyr með hefð- bundnum aðferðum. Skyr frá MS er í raun ekki skyr. Mysan rennur ekki af skyrinu við vinnsluna og MS-skyr er því ekki ostur eins og skyr á að vera. MS-skyr er því í mesta lagi skyrlíki – eins og smjörlíki er ekki smjör. Í hefðbundnu íslensku mjólkureld- húsi er búið til skyr úr undanrennunni og þaðan kemur mysan. Úr rjóm- anum er búið til smjör og þaðan koma áfirnar. Það er hins vegar vita vonlaust að nálgast áfir á Íslandi í dag. Þegar við lítum yfir hvernig Mjólk- ursamsalan hefur farið með íslenska mjólkurhefð getum við þakkað fyrir að fyrirtækinu hafi ekki veið treyst fyrir útgáfu fornritanna. Þau væru þá öll komin í teiknimyndaform; Hallgerður klædd bleiku með bleika hárkollu og Gunnar í þröngum bláum sokkabux- um með atgeir.is á lofti. Vorum hrein – ekki lengur Það er trúarsetning að íslenskur mat- ur sé hreinn, náttúrulegur og góður. Hið rétta er að við höfum tækifæri til að búa til hreinan, náttúrulegan og góðan mat. Hér eru allar aðstæður til þess. Við eigum kúakyn sem þar til fyrir skömmu var að mestu alið á grasi. Fyrir afurðir slíkra gripa – bæði kjöt- og mjólkurafurðir – er borgað mun hærra verð erlendis en fyrir afurðir gripa sem aldir eru á korni. Í stað þess að byggja á hefðinni og stefna á gæðin flytja íslenskir bændur inn korn til að fóðra kýrnar. Íslenskur kúabúskapur er því ekki landbúnaður í þeirri merk- ingu að hann byggi á afurðum lands- ins. Hann er að mestu leyti iðnaður sem byggist á aðkeyptum aðföngum. Nýtum ekki kostina – aðeins gallana Höfuðkostir Íslands sem landbúnaðar- lands er hversu stutt er síðan landbún- aðinum var spillt með tilbúnum áburði og aðkeyptum aðföngum. Þetta er hins vegar enginn kostur nema menn snúi þróuninni við. Það á að reynast okkur léttara en flestum öðrum þjóðum. Annar kostur er kuldinn. Gras, jurtir og grænmeti sem vex við kulda verður bæði bragðbetra og rkara af næringarefnum. Til þess að ná þessum fram þurfa menn hins vegar að finna og rækta upp gömul afbrigði sem hafa herst gegnum árin og aldirnar. Fyrir því er enginn áhugi meðal íslenskra bænda. Þeir sækja enn í hraðvaxt- arafbrigði sem henta til ræktunar í hlýrri löndum en nýta engan veginn íslenskar aðstæður. Annar kostur til er vatnið. Vatn skortir víða og í raun má líta á mikið af matvælaverslun sem viðskipti með vatn. Við drekkum minnst af því vatni sem við notum. Við notum tíu sinnum meira til þvotta, kælingar og annarra þarfa. Og tíu sinnum meira en það – hundrað sinnum meira en við drekkum – neytum við vatns í gegnum matinn sem við borðum. Ef Íslendingar vildu nýta vatnið sitt ættu þeir að búa til mat sem er svo vatnsfrekur að þær þjóðir sem búa við lækkandi grunnvatn og þverrandi vatn ráða illa við að framleiða hann. Þar er nautakjöt í fyrsta sæti. En það er önnur saga.  nýnorræna eldhúsið  hugtök tvö seM vert er að aðskilja 36 matur Við skulum skilgreina tvö hugtök. Það fyrra er þjóðleg stefna. Slík stefna myndi byggja á þekkingu, varðveislu og nýtingu á sögu þjóðar, þjóðarbrots, byggðarlags eða ættar. Þjóð í hugtakinu er þá notuð í líkri merk- ingu og í þjóðháttafræði, þjóðlagi eða þjóð- legum fróðleik. Einhvers konar mynd af orðinu „fólk“ nær utan um sambærilega merkingu í æði mörgum tungumálum. Þjóðleg stefna í mataræði getur þá spannað nouvelle cuisine, nýnorræna eldhúsið, slow food, makróbíótískt fæði og Kaliforníueldhúsið. Allar þessar matar- stefnur leggja mikla áherslu á þekkingu á staðbundnum hráefnum og aðferðum. Þær eru þjóðlegar á sama hátt og tónlist sem vinnur úr þjóðlegum stefjum og takti. Að baki þjóðlegheitunum liggur sannfæring um að það sé gefandi að þekkja uppruna sinn og rætur þeirrar menningar sem við lifum í – ekki vegna þess að sú menning sem tilheyrir heimahögunum sé betri en önnur; alls ekki. Það er hins vegar lykilatriði að þekkja eigin menningu til að geta metið menningarafurðir annarra. Það er líka skylda okkar að skila áfram þeirri menningu sem okkur var gefin. Og fyrir heildina – allan heiminn og mannkyn- ið – er mikilvægt að hver rækti sinn garð svo að veröldin verði áfram fjölbreytt, margbrotin og ævintýralega skemmtileg. Þjóðleg stefna er því mikilvæg fyrir pers- ónuþroska okkar, samfélagið og heiminn allan. Hún lætur okkur líða vel í eigin skinni og virða jafnframt og njóta menningar annarra. Þjóðernisstefna er hins vegar allt önnur Ella – og verri. Og því miður verður að segjast að þjóðernisstefna er bæði heimskuleg og and- styggileg. Þjóðernisstefna byggist ekki á þekkingu eða varðveislu sögunnar. Þvert á móti sveigir hún söguna að eigin þörfum; hefur upp ágæti eigin hóps en dregur aðra niður – oft af álíka miklu viti og þegar íþróttabullur karpa um ágæti eigin félags og vesaldóm annarra. Þjóðernis- hyggjunni er í raun sama hvort trúarsetningar hennar er réttar eða rangar. Þær eru tjáning slæmra tilfinninga fremur en vits. Í krafti heimskunnar getur þjóðernisstefnan haldið því fram að íslenskar mjólkurafurðir séu góðar – þótt þær afurðir sem framleiddar eru á Íslandi séu alls ekki þjóðlegar og meira og minna mótaðar að alþjóðlega iðnvæddum, dísætum, aukefnaríkum verksmiðjustöðlum. Þjóðernisstefna er þannig í grunninn oftast óþjóðleg – eins fyndið og það nú hljómar. Það sem við vorum, erum eða gætum verið Þjóðernishyggja er óþjóðleg Helgin 2.-4. september 2011 Það getur verið erfitt að átta sig á hvað er íslenskur matur. Er það hefðbundinn matur? Iðnaðarmaturinn í stórmörkuðunum? Eða það sem íslenskur matur gæti orðið? Eins og Ísland ætti að vera Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is Matur Um síðustu helgi var haldin útihá- tíð í Kaupmannahöfn. Á dagskrá var hvorki rokk né ról, djass eða brandarakallar heldur aðeins mat- ur. Þetta var tveggja daga matarhá- tíð, MAD FoodCamp Copenhagen 2011, sem stofnað var til að undir- lagi René Redsepi, matreiðslu- meistara á Noma. Hann trúir því að matur dragi gesti að ekkert síður en sex, drugs and rock and roll; MAD-hátíðin eigi í framtíðinni eftir að verða viðburður á stærð við Roskilde-festivalið (framkvæmda- stjóri þeirrar hátíðar sat í undir- búningshópnum að baki MAD). Þegar katalónska veitinga- staðnum El Bulli var lokað 31. júlí síðastliðinn má segja að Ferran Adrià hafi lagt frá sér kórónuna. Adrià hefur án efa verið einn mesti áhrifavaldur á matarmenn- ingu Vesturlanda mörg undanfarin ár. Og eins og Adrià var óumdeilanlega áhrifamestur – hann var hins vegar alls ekki óumdeildur – er ekki óumdeilt hver hlýtur þann sess þegar El Bulli hefur verið lokað. Það er danski matreiðslumaður- inn René Redsepi. Þetta eru í raun stórmerk tíðindi fyrir íslenska menningu. Redsepi byggir á kostum hins norræna eldhúss. Hann hefur staðið fyrir endurvakningu gamalla norrænna aðferða sem hafa ekki verið í tísku lengi – reykingar, þurrkunar. Hann hefur dregið fram gæði norrænnar ræktunar, eða ræktunar í köldu loftslagi þar sem afurðirnar vaxa hægar en eru þeim mun bragðbetri og næringarríkari. Og hann hefur dregið fram hvernig elta megi árstíðirnar – jafnvel líka á norrænum slóðum þar sem náttúran sefur fastar og lengur um vetur en hún gerir sunnar á hnettinum. Auðvitað stendur René Redsepi ekki einn að baki vakn- ingar nýnorræna eldhússins. Við Íslendingar eigum meira að segja ágæta fulltrúa þess úti í Norræna húsi, á veitinga- staðnum Dilli. En Redsepi er stjarnan sem dregur bylgjuna áfram og sogar að sér athygli. Hann er Björk – á meðan aðrir eru múm eða Amiina. Í hinni norrænu bylgju felast gríðarleg tækifæri fyrir Ís- lendinga til að þróa gæðavöru byggða á raunverulegum landkostum og gömlum aðferðum. En því miður er íslensk- ur matvælaiðnaður á 200 kílómetra hraða í þveröfuga átt. Og það er ekki hægt að merkja að menn séu að hægja á sér þótt allar þjóðir í nágrenni okkar hafi snúið við. Nýi kóngur- inn, René Redsepi, hefur fært þungamiðju matar- heimsins norður. Ljós- mynd/Nordic Photos/Getty Images Þótt matur sé framleiddur á Íslandi úr íslenskum hráefnum og undir íslenskum heitum geta aðferð- irnar og útkoman stangast á við þjóðlegar hefðir. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Spikið rennur af Sigmundi Davíð eftir að hann hætti að mestu að borða útlenskan mat, að eigin sögn. Ljósmynd/Hari Til að nýta íslenska vatnið til útflutnings ættu bændur að rækta nautgripi í útigöngu í stað hrossa. Ljósmynd/ Getty Images/Nordic Photos Svo til allar gamlar íslensk- ar hefðir eru horfnar eða orðnar óþekkj- anlegar eftir meðför iðn- fyrirtækjanna. www.noatun.isn o a t u n . i s Nammibarinn 50% afsláttur AF NAMMIBARNUM LAUGARDAGA: ALLAN SÓLARHRINGINN SUNNUDAG - FÖSTUDAG: MILLI KL 20 - 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.