Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 58
38 matur Helgin 2.-4. september 2011 50% afsláttur af nammibarnu m á föstudögu m og laugardög um fyrst og fremst ódýr Mint Julep Mint Julep er einn þessara gömlu frægu amerísku kokteila og er eiginlega hálfgerður fyrirrennari hins vinsæla mojito. Drykkurinn á rætur sínar að rekja til suðurríkja Banda- ríkjanna þar sem eigendur plantekranna sátu á veröndinni og sötruðu hann bróðurpart dagsins. Á hverju ári eru 120 þúsund slíkir drykkir teygaðir á Kentucky Derby-veðreiðunum og allir framreiddir í silfur- eða tinbollum sem er einkenni þessa drykks. 1-2 msk. af sykursírópi 15 myntulauf Mulinn ís eða ískurl 6 cl Bourbon viskí (Jack Daniel’s) Setjið myntulaufin í glasið og bætið sykur- sírópinu við. Merjið varlega, það er líka ágætt að nudda myntuna létt í höndunum áður en hún fer í glasið til að losa um olíurnar. Mikilvægt er að fara varlega með myntuna og alls ekki að merja hana mikið. Myntan er viðkvæm og verður bitur ef hún er of mikið marin. Kúffyllið glasið af ískurli og hellið vel af bourbon yfir ísinn. Gott er að hræra létt upp í drykknum, annað hvort með röri eða skeið. Þannig blandast sýrópið og myntan saman við bourbonið svo úr verður frábær blanda. På kanelen Engifer er frábært að nota til að fá bragð í vodka. Það frískar upp drykkinn og gefur honum sérstakan og áhugaverðan blæ. Kanill passar líka einstaklega vel saman við engifer og úr verður ljúffeng blanda. På kanelen er ætt- aður frá Svíþjóð og er einmitt þannig drykkur. Það tekur samt smá tíma að undirbúa þennan. Undirbúningur: 1. Engifervodka Það er svo sem ekkert að því að blanda engi- ferinu út í vodkað og blanda drykkinn strax, en bragðið verður mun betra sé engiferið látið liggja í minnst viku í vodkanu. 35 cl gott vodka, t.d. Reyka 5 cm ferskt engifer 1 msk. sykur Skræla engiferið og skera það í bita. Merja saman engiferið og sykurinn í skál eða mortéli. Blanda svo áfenginu saman við og hella öllum herlegheitunum í glerkrukku eða glerflösku og láta standa í minnst viku. Þegar nota á vodkað eru engiferbitarnir síaðir frá. Vodkað verður smá gruggugt en það gefur bara betra bragð. 2. Kanilsíróp 1 dl púðursykur 1 dl vatn 1 kanilstöng Blanda öllu saman í pott og láta sjóða í nokkrar mínútur við vægan hita þangað til sykurinn er allur bráðnaður og kanilstöngin hefur fengið tíma til að gefa bragð sem tekur um 10 mín- útur. Takið kanilstöngina frá og hellið sírópinu í gott ílát. Úr þessu verður um 1 dl af sírópi. Athugið að sírópið harðnar þegar það kólnar og það þarf því að hræra það vel upp í köldum drykknum. Uppskrift: 4 cl pressuð sítróna 4 cl engifervodka 2 cl kanilsíróp ísmolar Fyllið hátt glas til hálfs með ísmolum. Hellið sítrónuvökva, engifervodka og kanilsírópi yfir og hrærið þangað til sírópið hefur leyst upp og sest á botninn.  KoKteilar alltaf klassískir Mojito Mojitoinn er með frægari útflutnings- vörum Kúbu en dregur þó nafn sitt af afríska orðinu mojo sem þýðir eitthvað á þá leið að vera tekinn töfrataki. 4 mintulauf 1 teskeið sykursíróp Safi úr heilli ferskri límónu 6 cl ljóst romm ísmolar sódavatn límónubátur til skreytingar Blandið saman myntulaufunum, sykursírópinu og límónusafanum í hátt glas. Merjið myntulaufin þannig að olían í þeim losnar úr læðingi og blandast við sírópið og límónusafann. Passið að merja ekki of mikið því þá verður myntan bitur á bragðið. Fyllið glasið af klaka og hellið síðan romminu yfir og hrærið vel. Fyllið svo upp með sódavatninu og skreytið með límónubáti og myntugrein. Cosmopolitan Þessi kokteill var gerður ódauð- legur í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni en á rætur sínar að rekja til San Francisco. Þar var hann vinsæll á börum samkynhneigðra á áttunda áratugnum en það var fyrst á þeim tíunda sem drykkurinn sló rækilega í gegn á börum New York-borgar og í kjölfarið í sjónvarpsþáttunum vinsælu. 4,5 cl vodka 3 cl appelsínulíkjör 3 cl trönuberjasafi 3 cl ferskur límónusafi ísmolar límónusneið til skreytingar Hálffyllið kokteilhristara með ísmolum og hellið vodkanu, líkjörnum, trönu- berjasafanum og límónusafanum út í. Hristið og síið svo í kælt martiniglas og skreytið með límónusneið á glas- brúninni. Daiquiri Þessi er algjör klassík og á uppruna sinn á Kúbu líkt og mojito. Hann dregur nafn sitt af strönd einni á sunnanverðri eyjunni. Þótt enginn skortur sé á rommi, sykri og límónum á eyjunni voru það bandarískir námu- verkfræðingar sem fundu drykkinn upp og fluttu með sér yfir sundið til heimalandsins þar sem hann hefur notið mikilla vinsælda síðan og sagan segir að drykkurinn hafi verið í miklu uppáhaldi hjá JFK sjálfum. 6 cl ljóst romm 2 msk. ferskur límónusafi 1 tsk. einfalt sykursíróp ísmolar límónusneið til skreytingar Setjið rommið, límónusafann og nóg af klaka í hristara og hristið vel og duglega. Síið svo í kælt glas (helst á fæti) og skreytið með límónu- sneiðinni. Gin og tónik er kannski ekki beinlínis kokteill en það er samt gott að kunna að blanda þennan einfalda en samt furðulega flókna drykk svo að vel sé. Það er nefnilega mjög auðvelt að klúðra blöndunni. Lykilatriði er að nota gott hráefni. Ginið verður að vera fyrsta flokks og tónikið helst að koma úr litlum flöskum svo að það sé sem fersk- ast. Tónik inniheldur kínin sem er eilítið beiskt og passar fullkomlega við kryddaða og blómlega tóna ginsins. Hjónaband þetta verður síðan fullkomnað með aðstoð límónunnar, en sýran og frískir tónarnir lyfta drykknum upp í nýjar hæðir. n Takið límónu og skerið í 6 báta (alls ekki sneiðar) og notið 2-3 báta í hvern drykk. n Byrjið á að kreista safann úr límónubátunum í hátt glas. Hellið svo gini yfir og hrærið vel saman. n Fyllið glasið að ¾ með ísmolum, eins köldum og hægt er. Hrærið svo þangað til ginið er orðið vel kalt. Fyllið upp með tónik. Ágætis regla er að nota hlutfallið 2 á móti 1, tóniki í vil, en lengra komnir geta jafnað hlutföllin eitthvað. Gin og tónik Hið fullkomna hjónaband einfalt sykursíróp Sykur eða sæta er lykilinni- hald í mörgum köldum kok- teilum en eins og þeir vita sem prófað hafa þá leysist sykur ekki svo vel upp í alkóhóli né í köldum drykkjum svo að úr verði góð blanda og þá kemur sér vel að hafa búið til einfalt sykursýróp og eiga við hönd- ina. Hitið smávegis af vatni á vægum hita í potti og bætið við sykri í hlutföllunum 2 af sykri á móti 1 af vatni. Hitið rólega og hrærið þangað til allur sykurinn hefur leyst upp. Sírópið á að vera frekar þunnfljótandi. Flóknara er það ekki. Þetta sýróp er hægt að geyma í nokkrar vikur í ísskáp og leysist fullkomlega upp í hvaða kokteil sem er. Athugið að geyma sírópið í lokuðu gleríláti. k okteillinn er upprunalega amerísk uppfinning og margir þeirra klass-ísku voru komnir fram á sjónarsviðið á 19. öld og jafnvel fyrr. Drykki eins og Martini, Mint Julep og Daiquiri mátti panta á börum og búllum þess tíma en úrvalið var engan veginn í námunda við það sem við þekkjum í dag. Það var fyrst á bannárunum í Bandaríkjunum í kringum 1920-30 sem kokteillinn fór virkilega á flug. Þá neyddust barþjónar til að finna upp leiðir til að gera nánast ódrekkanlegt bruggið drekkanlegt og helst ljúffengt til að halda viðskiptavin- um ánægðum. Blöndur þessar reyndust svo vinsælar að þær lifa góðu lífi enn í dag og hafa borist um heim allan. Hér eru nokkrir klassískir og góðir sem vel þess virði er að prófa. Kúnstin við kokteilinn Nú þegar sumarið er að syngja sitt síðasta þetta árið er ágætt að lengja aðeins í því með því að hrista saman nokkra klassíska kokteila. Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.