Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 74
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR
(KUNG-FU)
OPIÐ HÚS
Heilsurækt
Sjálfsvörn fyrir konur
Wu Shu Art
(Kung-Fu)
Tai Chi
Hugræn
teygjleikfimi
Qi Gong
Heilsumeðferð
Nálarstunga
Fjölbreytt nudd
Tækjameðferð
Snyrting
Dekur
Spa
LAUGARDAGINN 4. SEPTEMBER
Í HEILSUDREKANUM SKEIFUNNI 3J
HEILSUVÖRUR - HEILSUTE
Opnir tímar - Sýningar - Opið frá 9:00 til 16:00
Sími: 553 8282 ¦ heilsudrekinn@heilsudrekinn.is ¦ www.heilsudrekinn.is
PIÐ ÚS
3. SEPTEMBER
Frístundakor t
Ástvaldur Traustason
skólastjóri Tónheima
Upplýsingar og skráning á tonheimar.is
og í síma 846 8888
Haustönn hefst 12. september
Tónheimar - Síðumúla 8 - tonheimar@tonheimar.is
Píanó eftir eyranu
Djasspíanó (kennari Agnar Már Magnússon)
Ukulele (kennari Svavar Knútur)
Kassagítar/partýgítar (kennari Svavar Knútur)
Rafmagnsgítar (kennari Tóti í Agent Fresco)
Hjá Tónheimum er boðið upp á
tónlistarnám fyrir alla aldurshópa
sniðið að þörfum og áhugasviði
hvers og eins.
Láttu drauminn rætast og lærðu
að spila þín uppáhaldslög eftir
eyranu.
Allir velkomnir!
Tónlistarnám fyrir þig
blús djass sönglögpopp
Britney vill barn
Söngkonan Britney Spears
suðar nú í kærasta sínum,
Jason Trawick, um að
eignast barn. Britney á tvo
drengi með Kevin Federline
sem eru orðnir fimm og sex
ára. Nokkur stöðugleiki er
kominn í líf poppstjörnunnar
eftir erfið ár og undirbýr
hún sig nú af kappi fyrir
tónleikaferð til að fylgja eftir
nýjasta diski sínum, Femme
Fatale. Eftir tónleikaferðina
vill hún eignast barn með
Trawick og segir enska blaðið
The Sun að hún hafi fengið
grænt ljós frá kærastanum.
J á! Einhver sagði að þetta væri alveg eins og Karl Lagerfeld,“ segir Hall-grímur Helgason forviða þegar
hann er inntur eftir því hvort konan á kápu
þýskrar útgáfu nýrrar bókar
hans sé nokkuð Samuel Beck-
ett. „Þetta er nú bara hönnun
Þjóðverjanna. Hún vísar til útlits
10 ráða, þeir vilja tengja útlitið
henni.“
Hallgrímur er nýlega kominn
frá Þýskalandi þar sem útgáfu
nýrrar bókar úr smiðju hans var
fagnað. Skáldsagan, Konan við
1000° – Herbjörg María Björns-
son segir frá, kemur fyrst út á
þýsku 23. september áður en
hún kemur út á íslensku í byrjun
október. Ekki eru mörg fordæmi
þess að íslensk skáldsaga komi
út á erlendu tungumáli áður
en hún ratar á heimamarkað.
Ástæðan fyrir því er líkast til fyrst og
fremst sú að Ísland verður gestaþjóð á
bókamessunni miklu í Frankfurt í næsta
mánuði og því kappkosta menn nú að þýða
íslensk verk.
Hallgrími var tekið með kostum og
kynjum af þýsku pressunni sem hafði
kynnt sér bókina. Höfundurinn sjálfur er
þó hógvær. „Þetta gekk bara vel. Jú, þeir
voru bara nokkuð ánægðir. Bókin er ekki
komin út ennþá en það er búið að senda
út kynningareintök, kiljuútgáfu helm-
ings hennar.“ Hallgrímur segir að Karl
Ludwig Wetzig, þýðandi hans, hafi staðið
í ströngu við að snara handritinu yfir á
þýsku en hann var þá nýstaðinn
upp frá því að þýða Njálu. „Þetta
er ævisaga gamallar konu sem
býr ein í bílskúr í Austurbæ
Reykjavíkur ásamt fartölvu og
handsprengju úr seinni heims-
styrjöldinni – þýskri hand-
sprengju. Hún er að undirbúa
eigin dauða; panta sér tíma í
líkbrennslu og ganga frá síðustu
málum um leið og hún rifjar upp
viðburðaríkt líf sitt.“
Þannig vildi til að það féll
í hlut útgefenda Hallgríms í
Þýskalandi, Klett-Cotta, að
standa fyrir árlegri menn-
ingarhátíð sem haldin er í skógi
við Berlín. Hallgrímur lenti því
í öndvegi á hátíðinni ásamt öðrum höf-
undum, svo sem Douglas Coupland sem
skrifaði Generation X. „Þetta var mjög
gaman; einstök stemning sem myndaðist
þarna. Dagskrá allan daginn. Klett-Cotta
er traust forlag sem stendur á gömlum
merg, gaf út Goethe á sínum tíma og er
orðið 350 ára.“
Jakob Bjarnar Grétarsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Þetta er ævi-
saga gamallar
konu sem býr
ein í bílskúr
í Austurbæ
Reykjavíkur
ásamt fartölvu
og hand-
sprengju úr
seinni heims-
styrjöldinni –
þýskri hand-
sprengju.
bókmenntir ný bók eftir Hallgrím vekur atHygli í berlín
Konan hvorki Beckett
né Karl Lagerfeld
Hallgrímur Helgason áritar 10 ráð á sumarhátíð Klett-Cotta þar sem bækur hans voru kynntar.
Ný skáldsaga Hall-
gríms kemur fyrst
út á þýsku. Konan á
þýsku kápunni þykir
líkjast ýmist Beckett
eða Lagerfeld.
Neitar að hafa haldið
fram hjá Jennifer Lopez
Marc Anthony segir, í viðtali í sjónvarpsþætt-
inum Good Morning America, að hann muni
alltaf elska Jennifer
Lopez og vilji að
allir viti að hann hafi
aldrei haldið fram
hjá henni með ein-
hverri flugfreyju.
Hann opnaði sig í
fyrsta sinn varðandi
frægan skilnað hans
og þokkadísarinnar
Jennifer Lopez í við-
talinu og sagði að
það hefði ekki verið
neitt stórkostlegt sem orsakaði skilnað þeirra og
ekki hefði verið um framhjáhald að ræða. Hann
sagði skilnaðinn hafa orðið vegna þess að bæði
áttuðu sig á því að sambandið gengi ekki upp og
slíkt gerðist. „Ég mun alltaf elska Jennifer og
hún veit það. Það er mikilvægt að hún viti það og
sömuleiðis börnin mín,“ segir Anthony.
Anthony og Lopez
voru sjóðandi heit
saman á úrslita-
kvöldi American
Idol í maí síðast-
liðnum. Ljósmynd/
Nordic Photos/Getty
Images
54 dægurmál Helgin 2.-4. september 2011