Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 80
Ætla yfir 40 prósenta
múrinn í ár
„Við staðsetjum okkur mitt á
milli FM957 og Bylgjunnar.
Reynum að vera tónlistarstöð
fyrir ungt
fullorðið fólk
– og lítum þá
svo á að við
séu einkum
í samkeppni
við þessar
stöðvar,“
segir Einar
Bárðarson,
útvarpsstjóri Kanans, sem í
gær fagnaði tveggja ára afmæli.
Einar segist hafa komist í hann
krappan við þær erfiðu aðstæður
sem ríkt hafi í þjóðfélaginu.
Þeir fjölmiðar sem náð hafi yfir
ungbarnaaldurinn hafi oftar en
ekki náð að lifa. „Ég hlakka til
að takast á við framtíðina; það er
ýmislegt spennandi í gangi. Við
ætlum að fara úr 31 prósenti hjá
aldurshópnum 18-49 yfir 40 pró-
sentna múrinn á þessu ári. Það
er barátta og gleði í hópnum.“ -jbg
Fengu einkatónleika
hjá Agli Ólafs
Þessa dagana standa yfir æfing-
ar á nýjum gamanleik sem frum-
sýndur verður í Austurbæ 17.
september
næstkom-
andi. Í aðal-
hlutverkum
eru Kjartan
Guðjónsson,
Jóhann G.
Jóhannsson
og Jóhannes
Haukur
Jóhannesson, að ógleymdri
goðsögninni Agli Ólafssyni sem
bæði leikur og syngur í sýning-
unni. Leikstjórinn Gunnar Helga-
son og leikararnir voru með tón-
listaræfingu í Austurbæ þar sem
rennt var í gegnum lögin í sýn-
ingunni ásamt Pálma Sigurhjart-
ar píanóleikara. Í kaffipásunni
settist Egill við píanóið á sviðinu.
Hann hafði orð á því að þar hefði
hann setið fyrir rúmlega þrjátíu
árum og leikið á píanó, eigin
tónsmíðar, í söngleiknum Gretti.
Meðleikarar hans í Alvöru
mönnum, með Jóhannes Hauk
fremstan í flokki, hófu þá að
raula þau lög sem þeir þekktu
úr Gretti, eins og t.d. Yfir holt og
hæðir. Og Egill var ekki lengi
að detta í gamla gírinn, flutti all-
nokkur lög úr söngleiknum og
hafði engu gleymt. „Pásan varð
aðeins lengri en við ætluðum
en þetta var æðislegt, dýrasta
kaffipásuskemmtiatriði sem
ég hef upplifað,“ sagði Gunnar
Helgason leikstjóri um þessa
óvæntu uppákomu. „Kannski við
fáum hann til að taka Spilverksp-
rógramm næst,“ bætti Gunnar
hlæjandi við. -óhþ
Páll Óskar á minn-
ingartónleikum
Páll Óskar Hjálmtýsson verður
á meðal flytjenda á minningar-
og styrktartónleikum í nafni
mæðgnanna
Hönnu Lilju
Valsdóttur
og Val-
gerðar Lilju
Gísladóttur
sem haldnir
verða í Guð-
ríðarkirkju
næstkom-
andi mánudag klukkan 18.
Margir af þekktustu listamönn-
um þjóðarinnar syngja á tón-
leikunum en allur ágóði rennur í
sjóð til styrktar Gísla Kr. Björns-
syni, eiginmanni Hönnu Lilju, og
börnum þeirra, Þorkeli, Guðrúnu
og Sigríði Hönnu. -óhþ
HELGARBLAÐ Hrósið …
... fær kvennalið Stjörnunnar
í knattspyrnu sem tryggði
sér Íslandsmeistaratitilinn í
fyrsta sinn í sögu félagsins á
þriðjudagskvöldið með sigri á
Aftureldingu.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
AFSLÁTTUR!
30-70%
REKKJUNNAR
ÚTSALA
A
rg
h
!
2
3
0
8
11
• 3 svæðaskipt svefnsvæði
• Lagar sig að líkamanum
• Veitir fullkomna slökun
• Stuðningur við bak
• Tvíhert sérvalið stál í gormum
• Steyptir kantar
• 20% stærri svefnflötur
DUCHESS
50%
AFSLÁTTUR
KING KOIL
Queen Size rúm (153x20
3 cm)
FULLT VERÐ 163.600 kr
.
ÚTSÖLUVERÐ
98.160 kr.
ÞÚ SPARAR 65.440 kr.
KING KOIL
King Size rúm (193x203 cm)
FULLT VERÐ 264.223 kr.
ÚTSÖLUVERÐ
158.534 kr.
ÞÚ SPARAR 105.689 kr.
DUCHESS
Cal King rúm (183x213 cm)
FULLT VERÐ 314.367 kr.
ÚTSÖLUVERÐ
157.184 kr.
DUCHESS
Queen Size rúm (153x20
3 cm)
FULLT VERÐ 238.175 kr.
ÚTSÖLUVERÐ
119.088 kr.
AÐ
EI
NS
FYRSTIR KOMA -
ST
YK
KI
ÖR
FÁ
FYRSTIR FÁ!