Fréttatíminn - 09.09.2011, Síða 2
TILBOÐ
YFIR 30 GERÐIR
GASGRILLA
Á TILBOÐIHlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400
Er frá Þýskalandi
www.grillbudin.is
FULLT VERÐ
94.900
69.900
Þetta er ekki
fólk sem
verður okkur
til skammar á
erlendri grund
heldur rjómi
þessa samfé-
lags.
Nefnd mennta- og menning-
armálaráðherra um eignar-
hald á fjölmiðlum áætlar að
skila tillögum í frumvarps-
formi fyrir lok mánaðarins.
„Það voru þau tímamörk
sem við settum okkur og
að öllu óbreyttu munu þau
standast,“ segir Elfa Ýr
Gylfadóttir, varaformaður
nefndarinnar.
Nefndin hefur undan-
farnar vikur fundað með
hagsmunaaðilum á fjöl-
miðlamarkaði og að sögn
Elfu hafa mjög mismunandi
sjónarmið komið fram.
Samkvæmt bráðabirgða-
ákvæði fjölmiðlalaganna,
sem Alþingi samþykkti 15.
apríl í vor, átti nefndin að
skila tillögum um „viðeig-
andi takmarkanir á eignar-
haldi á fjölmiðlum“ fyrir 1.
júní 2011. Dráttur varð hins
vegar á skipan nefndarinnar
og umfang verksins varð
meira en gert var ráð fyrir
og því töfðust skilin.
Þetta er ekki eina atriðið
sem ekki er samkvæmt fjöl-
miðlalögunum frá því í vor. Í
lögunum er kveðið á um að
stjórnir einkahlutafélaga og
hlutafélaga fjölmiðlafyrir-
tækja skuli senda fjölmiðla-
nefnd nýjustu hlutaskrá sína
fyrir 1. júní 2011 eða sæta
ella dagsektum. Vandamálið
við þetta ákvæði er að fjöl-
miðlanefndin tók ekki til
starfa fyrr en 1. september
og getur því fyrst nú tekið
við þessum lögbundnu upp-
lýsingum.
Eiríkur Jónsson, for-
maður fjölmiðlanefndarinn-
ar og dósent við lagadeild
Háskóla Íslands, segir að
nefndin hafi fundað einu
sinni og að hún muni á
næstu vikum senda út bréf
til fjölmiðlafyrirtækja til
að minna á þetta ákvæði
laganna. -jk
fjölmiðlalög NefNd um eigNarhald fjölmiðla
Tillögur um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla á leiðinni
Nefnd um eignarhald á fjölmiðlum
Karl Axelsson lögmaður, formaður
nefndarinnar, skipaður af ráðherra.
Elfa Ýr Gylfadóttir fjölmiðlafræðingur,
varaformaður, skipuð af ráðherra.
Björn Þorláksson, fulltrúi VG.
Einar Már Sigurðsson, fulltrúi
Samfylkingarinnar.
Svanhildur Hólm Valsdóttir, fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Salvör Gissurardóttir, fulltrúi
Framsóknarflokksins.
Baldvin Björgvinsson, fulltrúi
Hreyfingarinnar.
Vinsældir borgar-
stjórans dvína
Vinsældir Jóns Gnarr, borgar-
stjóra í Reykjavík, hafa dvínað
mikið frá því í fyrra ef marka
má nýja könnun MMR. Þar
kemur fram að 61,7% þeirra
sem tóku
afstöðu voru
óánægð með
hann en í
ágúst 2010
var óánægju-
hlutfallið
22,4%. MMR
kannaði ánægju fólks með
lífið og tilveruna. Íslendingar
virðast enn sem fyrr almennt
ánægðir með sumarfríið sitt,
vinnuna sína og nágranna. Af
þeim sem tóku afstöðu sögðust
91,0% ánægð með nágranna
sína, 90,2% sögðust ánægð
með sumarfríið sitt og 89,9%
sögðust ánægð með vinnuna
sína. Breytingarnar, frá fyrri
könnun MMR í ágúst 2010,
eru því ekki miklar. Þá sögðust
92,9% þeirra sem tóku afstöðu
vera ánægðir með nágranna
sína, 91,9% voru ánægð með
sumarfríið sitt og 91,2% voru
ánægð með vinnuna sína.
Veðrið í sumar hefur þó ekki
gert sömu lukku og veðrið í
fyrra því 62,0% þeirra sem
tóku afstöðu núna sögðust
vera ánægð með það borið
saman við 94,7% fyrir ári. - jh
Landsvirkjun
fær betri kjör en
ríkissjóður
Landsvirkjun tilkynnti um sölu á
skuldabréfum að fjárhæð 63,2
milljónir Bandaríkjadollara, jafn-
virði u.þ.b. 7,3 milljarða króna á
þriðjudaginn. Bréfin eru til 7 ára og
eru þau seld á 4,3% ávöxtunarkröfu. Fyrir rúmri
viku tilkynnti Landsvirkjun um 70 milljón dollara
útgáfu til tíu ára. Ber sú útgáfa 4,9% vexti.
Fyrirtækið hefur því aflað ríflega 133 milljóna
dollara á síðustu dögum. Fénu verður meðal
annars varið til framkvæmda á Norðausturlandi
sem áætlað er að hefjist á næsta ári en að hluta
er um endurfjármögnun að ræða. Greining
Íslandsbanka vekur athygli á því hve hagstæðra
kjara Landsvirkjun nýtur en fyrirtækið fær betri
kjör en ríkissjóður Íslands. Krafa 5 ára dollara-
bréfs ríkissjóðs var 5,2% í ágústlok. - jh
Fjármálablindir
Íslendingar
Stofnun um fjármálalæsi, ásamt efnahags- og
viðskiptaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins
og Samtökum iðnaðarins, efna til ráðstefnu
um fjármálalæsi í Þjóðmenningarhúsinu í dag,
9. september, kl. 9.15 – 14.30. Ráðstefnunni
er ætlað að stuðla að átaki um að bæta fjár-
málavitund í samfélaginu og finna leiðir sem
best eru til þess fallnar að efla fjármálalæsi á
Íslandi. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn
meðan húsrúm leyfir. Í tilkynningu Stofnunar
um fjármálalæsi segir að niðurstöður rannsókna
sýni að Íslendingar hafi almennt litla þekkingu á
hugtökum og eðli fjármála. Á meðal fyrirlesara
er dr. Adele Atkinson, einn helsti sérfræðingur
heims um fjármálalæsi, en hún vinnur við
rannsóknir og stefnumótun á fjármálalæsi hjá
OECD. - jh
Hvalskipum fleytt
upp í fjöru
Hvalskipunum Hval 5 og Hval 6 hefur verið búin
lega í fjörunni skammt frá Hvalstöðinni í Hval-
firði. Skipunum var síðastliðið þriðjudagskvöld
fleytt á flóðinu upp í fjöruna með talsverðum
tilfæringum, að því er fram kemur í Skessuhorni.
Meðal annars voru öflugar beltagröfur notaðar
til verksins. Skipin, sem til fjölda ár höfðu legið
við bryggju í Reykjavík, voru viku áður dregin
af dráttarbátnum Magna frá Reykjavík upp í
Hvalfjörð. Áður en þeim var fleytt frá bryggju
í Hvalfirði var búið að moka upp úr fjörunni
í legu fyrir þau. Þessum skipum var sökkt af
Grænfriðungum í Reykjavíkurhöfn fyrir um
aldarfjórðungi. - jh
S ko, ég nenni ekkert að tala við þig ef Bjarkartónleikarnir eiga að vera einhver aukasetning. Ég sá hana úti
í Manchester og fólkið þar sturlaðist við
hverja hennar hreyfingu. Í tímaritunum
Q og Mojo er hún efst á baugi og lofuð í
hástert fyrir tónleika sína og væntanlega
plötu. Hún verður með aukatónleika í Hörpu
og miðasala hefst í dag á midi.is og harpa.
is,“ segir Grímur Atlason, framkvæmda-
stjóri Iceland Airwaves.
Ekki stóð til að hafa Björk innan sviga.
Hún hefur nú þegar selt um 6.000 miða á
sína tónleika sem verða í Hörpu. Grímur
er kátur. Í vikunni varð uppselt á Iceland
Airwaves. „Síðustu ár hefur verið uppselt
á Airwaves og í fyrra vorum við ánægð. Þá
var sett met, uppselt í kringum 25. sept-
ember. Við erum þremur vikum fyrr á
ferðinni núna þótt hátíðin sé talsvert stærri
og við að selja fleiri miða. Höfum bætt við
tónleikastöðum og þar skiptir Harpa mestu
máli; notum alla salina þar með einum eða
öðrum hætti.“
Grím skortir hvergi orð þegar hann lýsir
tónlistarhátíðinni sem er handan við hornið
en honum vefst þó tunga um tönn aðspurð-
ur hvað sæti mestum tíðindum. Það fer eftir
því hvernig á það er litið. „Um 150 íslenskar
hljómsveitir koma fram. Rjóminn af því sem
við Íslendingar eigum, fersk bönd, hljóm-
sveitirnar sem munu bera hróður Íslend-
inga víða. Ekki sjálfskipaðir sendiherrar á
launum sem eigna sér verk annarra heldur
lið sem fer um heiminn og leggur hann
undir sig. Þetta er ekki fólk sem verður
okkur til skammar á erlendri grund heldur
rjómi þessa samfélags.“ Með herkjum tekst
að stöðva Grím í þessari ræðu og beina
sjónum að erlendum gestum og hann tekur
fram að hann nefni af fullkomnu handahófi
John Grant, Beach House, tUnE-yArDs, Si-
nead O´Connor, Plastic Ono Band, James
Murphy og Karkwa frá Kanada.
Umfangið er mikið: Um 250 tónleikar,
200 gerningar utan dagskrár. „Um ellefu
hundruð listamenn koma fram, 6.000 gestir
eru með miða. Þeir kaupa þó ekki allir
miða; listamennirnir fá miða, 150 blaða-
menn koma erlendis frá og kaupa sig inn
en við bjóðum nokkrum tugum öðrum auk
fólks úr tónlistargeiranum.“
Grímur segir hagræn áhrif mikil; upp-
gjör liggur ekki fyrir en seldir miðar eru
um 4.000 og kosta að meðaltali um 12 til
13 þúsund krónur. „Miðasalan sjálf skilar í
kringum 50 milljónum og síðan eru ýmsir
tekjupóstar aðrir; helstu styrktaraðilar eru
Reykjavíkurborg og Icelandair. Í fyrsta skipti
fengum við fimm milljóna króna framlag á
fjárlögum, sem lýsir skilningi stjórnvalda.
Samanlögð velta er 70 milljónir en um 100
milljónir skila sér beint í ríkiskassann í
formi skatta vegna þessarar hátíðar. Setja
má margfeldisstuðul; varlega áætlað eru
3.000 manns að kaupa flug, hótel, bjór
og svo framvegis auk Íslendinganna sem
mæta. Samanlagt 6.000 manns og bærinn
iðar af lífi. Hvað þýðir það fyrir reykvískt
hagkerfi?“ Í könnun sem gerð var í fyrra
kom í ljós að hátíðin skilaði til samfélags-
ins um milljarði. Nú koma um fimm til sex
hundruð fleiri erlendis frá.
Jakob Bjarnar Grétarsson
ritstjorn@frettatiminn.is
icelaNd airwaveS SamaNlögð velta er rúmlega 70 milljóNir
Yfir hundrað milljónir
beint í kassa ríkissjóðs
Í vikunni seldist upp á Iceland Airwaves. Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar, Grímur
Atlason, er kampakátur og má vera það. Fyrir dyrum standa 250 tónleikar, ellefu hundruð
listamenn koma fram, sex þúsund gestir mæta og Grímur velkist ekki í vafa um að hátíðin er
mikilvæg fyrir Steingrím Joð og ríkiskassann.
Grímur Atlason Býr sig undir að taka á móti sex þúsund gestum á Iceland Airwaves. Uppselt er á hátíðina sem er stærri en
nokkru sinni fyrr. Ljósmynd/Hari.
2 fréttir Helgin 9.-11. september 2011