Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 09.09.2011, Qupperneq 10
Efni fundarins er staða atvinnulífsins í Evrópu og hagvaxtarhorfur ásamt mögulegum áhrifum á íslenskt efnahagslíf. Aðalræðumaður verður Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu). Þátttakendur í umræðum að loknu erindi de Buck eru Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. BUSINESSEUROPE eru stærstu samtök sinnar tegundar í Evrópu og málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja sem flest eru lítil eða meðalstór. Aðild að BUSINESSEUROPE eiga 41 atvinnurekendasamtök frá 35 löndum, þar á meðal Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. HVERT STEFNIR EVRÓPA? Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efna til opins morgunverðar fundar föstudaginn 16. september á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-10.00. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á www.sa.is EUROPEAN BUSINESS OUTLOOK SAMTÖK IÐNAÐARINS Ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 14. september 2011 kl. 10:15 til 17:00 Innlendir og erlendir fyrirlesarar. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Táknmálstúlkun og túlkun erlendra fyrirlestra. Bein útsending á netinu. Skráning og upplýsingar á www.innanrikisraduneyti.is Skráning fyrir 12. september.  Fortíðarþrá Gamlar dráttarvélar slá í GeGn Hratt snýst hjól dagsins – hvort heldur er á Ferguson eða öðrum tegundum F imm stjörnu bókadómur Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í liðnum mánuði um gamlar en dýrðlegar dráttarvélar vakti athygli. Það er ekki gefið að bækur um svo þröngt áhugasvið veki almenna athygli en sú varð raunin um Ferguson-bók Bjarna Guðmundssonar á Hvann- eyri sem út kom fyrir tveimur árum. Sama gildir um bók Bjarna um sögu Farmalsins sem kom út snemmsumars. Raunar er sviðið hvorki þröngt né þurrt því í bókunum greinir höf- undur frá þeirri byltingu sem varð við vélvæðingu í sveitum í og upp úr seinni heimsstyrjöld. Fjölbreytt myndaúrval og persónulegar lýsingar þeirra sem kynntust tækj- unum krydda frásögnina. „Það væri hofmóður og rangindi að halda öðru fram en að mót- tökurnar hafi verið góðar,“ segir Bjarni og bætir því við að margir hafi haft samband eftir að dómur Páls Baldvins birtist. „Satt að segja, og ég hef kennt í nær 50 ár, veit ég ekki hvort ég hef fengið notalegri og þakklátari viðbrögð við nokkru öðru sem ég hef gert en þessu. Það er margt sem fellur þar saman. Þeir sem upplifðu það þegar þessar vélar komu í sveitir eru komnir á efri ár og að ljúka störfum. Þá leitar hugurinn gjarna til baka, auk þess sem þetta sama fólk á flest ljúfar minningar frá uppvexti í sveit eða dvöl þar. Síðan eru einhver þáhyggju- eða nostalgíuáhrif á ferðinni sem hafa vakið þennan gríðarlega áhuga á gömlum vélum. Menn eru að safna þessu, gera upp eða á einhvern máta að bauka við vélarnar. Þetta er því umfangsmikil tómstunda- iðja. Ég hef getið mér þess til, með rökstuddum hætti, að það séu 300- 500 manns að fást við söfnun, upp- gerð eða markvissa vinnu í sam- Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri hefur á langri starfsævi varla fengið notalegri og þakklátari viðbrögð en við tveimur dráttar vélar bókum, um gráa vél og rauða. Gullaldardráttarvél. Markús Sigurðsson ekur Farmal A – árgerð 1945. Bjarni Guðmundsson. Það væri hofmóður og rang- indi að halda öðru fram en að mót- tökurnar hafi verið góðar. bandi við fornvélar,“ segir Bjarni. Hann segir mikið til af þessum gömlu vélum og margar í góðu ástandi, það hafi hann orðið var við þegar hann var að safna efni í bækurnar. Þá fái hann, sem for- stöðumaður búvélasafns á Hvann- eyri, fyrirspurnir og tilboð um að taka við gripum til varðveislu. Fleiri tæki koma við sögu í frá- sögn Bjarna en dráttarvélar. Í nýju bókinni er m.a. sérkafli um jarð- ýtur. „Þótt Farmallinn hafi verið skrautfjöður International Harves- ter þá komu hingað til lands vélar og verkfæri frá þessu fyrirtæki sem komu á næstum hvern bæ, með beinum eða óbeinum hætti. Ræktunar- og vegagerðarýturnar voru frá þessu fyrirtæki. Þær komu hingað sumarið 1943 sem ég leyfi mér að kalla jarðýtusumarið mikla,“ segir Bjarni um fortíðar- þrána og bætir við: „Hver vegur að heiman er vegur heim, sagði Snorri Hjartarson, ... Hratt snýst hjól dagsins ... hvort heldur er á Ferguson eða öðrum tegundum, en kvæðinu lauk Snorri þannig: En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. Liggur ekki í þessum spakmælum eins mesta skálds þjóðarinnar – sem fæddist raunar á Hvanneyri – skýringin á hinum mikla áhuga á fyrn-ingum úr hópi dráttarvéla og bifreiða?“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 10 fréttir Helgin 9.-11. september 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.