Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 12

Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 12
3.OOO fá vinning! Aðalútdráttur DRÖGUM 13. SEPTEMBER ÁTT ÞÚ MIÐA? Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11 eða hjá næsta umboðsmanni. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 99 7 V ið Kata eigum sameiginlega vini, höfðum hist við hin ýmsu tækifæri í mörg ár, höfðum oft spjallað saman og kunnum vel hvort við annað, en byrjuðum ekki að vera saman fyrr en um jólin 2009. Við fórum leynt með þetta og þótti gott að fá að vera í friði með einkalífið. Við byrjuðum á að horfa saman á DVD-myndir. Fyrst fór ég að sýna henni einhverjar menningarlegar svarthvítar myndir eftir Kurosawa og Ing- mar Bergman, en svo þróaðist stemning- in hjá okkur yfir í rómantísku deildina.“ Rómantík rithöfundar og ráðherra Ég er loksins búin að fatta þetta. Maður á ekki að leita að ástinni. Hún kemur þegar síst varir og birtist þá jafnvel í tveimur góðum kunn- ingjum sem þekkst hafa lengi. Þannig var það með Bjarna Bjarnason rithöfund og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Þau gengu í hjónaband 23. apríl í vor og eiga nú von á tvíburum. Tvíburarnir vinkuðu í sónar! „Kata á tólf ára strák, Júlíus Flosason, og ég á ellefu ára son úr fjögurra ára sambúð í Nor- egi. Hann heitir Snorri Vikanes Bjarnason og kemur til mín fjórum sinnum á ári; er hér í þrjá mánuði allt í allt. Mér fannst óskaplega erfitt að kveðja hann þegar við mamma hans slitum samvistir, en sem betur fer fæ ég að hafa hann svona mikið. Þótt hann búi meira í Noregi segist hann finna á sér að hann sé 51 prósent Íslendingur en aðeins 49 prósent norskur, sem gleður mig óneitanlega mikið. Við Kata leiddum strákana saman áður en við sögðum þeim að við værum saman. Þeim kom sem betur fer mjög vel saman og eru góðir vinir. Þeir eru báðir mjög spenntir fyr- ir óléttunni og hlakka til fæðingarorlofsins.“ Katrín stefnir að því að sinna starfi iðnaðarráðherra fram í lok janúar og fara þá í fæðingarorlof; enda von á tvíburunum í lok febrúar eða byrjun mars. „Hún er svo stálslegin núna en auðvitað fer þetta eftir því hvernig hún verður. Svo tekur hún fæðingarorlof í hálft ár og þá tek ég við með þrjú börn, stundum fjögur. Við vorum í sónar í dag og þeir voru afar hressir tvíburarnir, vinkuðu okkur bara!“ segir hann brosandi. Í brúðkaupsferð með báða synina Þau giftu sig í Kópavogskirkju í apríl og ósk- uðu eftir að hafa það persónulegt fyrir sig. „Það var alveg virt; einhverjir netmiðlar sögðu frá þessu á afar nærgætinn hátt. Við buðum þeim fjölmiðlum sem hringdu að taka myndir fyrir utan kirkjuna og það mætti einn ljósmyndari. Við fórum svo í brúðkaupsferð til Almería á Spáni og strák- arnir komu báðir með okkur. Kata var orðin ófrísk þarna og fannst gott að synda og hvíla sig á sundlaugarbakkanum. Júlíus er mikill lestrarhestur og las held ég tíu bækur í ferð- inni, en Snorri minn er mikill prakkari og var alltaf úti í sundlaug að stríða Spánverjun- um. Hann virðist búa yfir suðrænu skapferli; þeir fíluðu hann í botn og það endaði með að Snorri var sá eini af okkur sem allir á hótel- inu heilsuðu, bönkuðu upp á hjá og báðu hann að koma út!“ Hann segir það að vera giftur ráðherra líklega bara svipað og að vera giftur hverri annarri konu sem vinnur mikið. „Ég myndast stundum til að elda þegar hún er að vinna fram eftir, en Kata er fisk- og grænmetisæta, svo það er oftast fiskur á boðstólum hjá mér. Hún er mikil matmann- eskja og hefur ákveðnar skoðanir á því hvað er í matinn. Okkur finnst líka mjög gaman að fara út að borða og gerum mikið af því. Kosturinn við Kötu er sá að hún tekur vinnuna aldrei með sér heim og við ræðum nánast aldrei stjórnmál. Oft er ég alveg búinn að gleyma hvað hún starfar við og hálf bregður þegar allt í einu kemur við- tal við iðnaðarráðherrann í sjónvarpinu!“ Tvíburarnir eiga að mæta á svæðið í lok febrúar eða byrjun mars og Bjarni sam- þykkir það alveg þegar ég segi að það sé einstaklega gott að eiga barn í fiskamerk- inu. „Júlíus hennar Kötu er fæddur 1. mars og pabbi minn 3. Af því sem ég þekki til þessara fræða er fólk í fiskamerkinu mjög tilfinninganæmt og það þarf að hlúa vel að því til að því líði vel, en þá er það líka blíðast manna.“ Þjónn sem samdi ljóð í pásum Bjarni er 45 ára og var að gefa út níundu skáldsöguna, sem er sautjánda bókin sem hann sendir frá sér. Verk hans hafa verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna, auk þess sem hann hefur bæði fengið bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar og Halldórs Laxness. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var ungur og það æxlaðist því þannig í upp- vextinum að ég bjó á mörgum stöðum sem er góð reynsla fyrir rithöfunda. Ég bjó hjá pabba í Færeyjum og Svíþjóð, mömmu á Ís- landi, afa og ömmu og svo annarri ömmu minni. Hefðbundin skólaganga átti aldrei við mig og þegar ég bjó í Færeyjum gekk ég til dæmis aldrei í skóla. Ég byrjaði í Menntaskólanum í Kópavogi þegar ég flutti aftur heim, skrifaði þar í skólablaðið og varð ritstjóri þess og þar fóru krakkarnir að hvetja mig til að gerast rithöfundur. Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Ég safnaði höfnunar- bréfunum saman og átti orðið vænan bunka sem ég velti fyrir mér að gefa út sem eins konar úttekt mætra manna á verkum mínum! Bjarni Bjarnason. „Oft er ég alveg búinn að gleyma hvað hún starfar við og hálf bregður þegar allt í einu kemur viðtal við iðnaðarráðherrann í sjónvarpinu.“ Ljósmyndir/Hari Framhald á næstu opnu 12 viðtal Helgin 9.-11. september 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.