Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 14

Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 14
á morgun. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Opið frá 10 til 16. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning Mér fannst það svolítið sérstakt því ég hafði ekkert spáð í þetta. Ég las mikið, gleymdi náminu og fékk mér vinnu. Ég starfaði sem þjónn á Hótel Óðinsvéum og Hótel Borg og skrifaði ljóð í frítímanum. Það var gaman að skrifa ljóð milli þess sem maður hljóp með bakka milli borða. Eitt þeirra fjallaði, að mig minnir, um að á fínasta veitingastað borgarinnar borðaði ruslatunnan manna mest á meðan vaskurinn drykki alla undir borðið. Ég gaf út ljóðabók árið 1989, og ljóðabók og smásögur 1990, en þessar bækur voru mest notaðar sem gjaldmiðill – það er að segja að við neðanjarðar- skáldin skiptumst á bókum.“ Bjarni skrifaði líka leikrit sem áhugamannaleikhópurinn Veðurleik- húsið leiklas. „Þetta leikrit fjallaði um heims- myndina eins og hún var á kaldastríð- sárunum og sagði frá konum sem hitt- ust á hóteli til að gera eitthvað í þessu ástandi en þá kom í fréttum að skollin væri á kjarnorkustyrjöld. Plottið var á þá leið að geimskip ryksugaði upp kjarnaoddana og hvarf með þá út í geiminn. Þá hófst hjá sumum nýtt víg- búnaðarkapphlaup en aðrir vildu hefja nýtt líf þar sem ríkti friður á jörðu. Um það bil sem ég var búinn með verkið féll Berlínarmúrinn og vígbúnaðar- kapphlaupið endaði. Þannig að hinn voðalegi heimur sem ég hafði verið að kryfja var skyndilega horfinn út í geiminn – og dramað mitt orðið frekar hlægilegt!“ Gaf forlaginu upp símanúmerið í fatahengi Landsbókasafnsins! Þegar Bjarni byrjaði að skrifa bækur bjó hann í risherbergi og var símalaus. Það var því ómögulegt að ná í unga rit- höfundinn ef forlagið þurfti að hafa tal af honum. „Hins vegar var ég mikið á Lands- bókasafninu að lesa og konurnar í fatahenginu voru svo almennilegar að þær leyfðu mér að gefa upp síma- númerið þar. Einhvern tíma hringdi útgáfustjórinn hjá Máli og menn- ingu í þetta símanúmer og sú sem svaraði hagaði sér bara eins og hún væri ritarinn minn, sagði að ég væri ekki við í augnablikinu en hann gæti hringt aftur klukkan þrjú. Næst þegar hringt var frá Máli og menningu tók ég símann og sagði nokkuð stress- aður: Halló, þetta er í fatahenginu! Hjá útgáfunni vissi enginn hver ég var, könnuðust bara við hið árlega handrit og númerið undarlega í fatahenginu. Ég var spurður hvort ég starfaði þarna, en svaraði eitthvað á þá leið að það gerði ég ekki beint. Ég fékk mörg kurteisleg símtöl þangað frá mönnum sem höfðu ekki áhuga á að gefa út bækur eftir mig. Þegar búið var að hafna handritinu settist ég hjá konunni í fatahenginu sem gaf mér kaffi, hvatti mig til dáða og sagði að þetta myndi eflaust ganga betur næst. Ég safnaði höfnunarbréfunum saman og átti orðið vænan bunka sem ég velti fyrir mér að gefa út sem eins konar út- tekt mætra manna á verkum mínum!“ segir hann glaðlega. „Þetta voru kurt- eisleg bréf og einn sálgreindi mig og sagði mér hvernig ég ætti að taka mig á í lífinu. Ég leit á það sem ókeypis sál- fræðitíma.“ Iðnaðarráðherra kemur með kvenlega innsýn í skrifin Á miðvikudaginn kom út níunda skáldsaga Bjarna, Mannorð. Hún segir af útrásarvíkingi sem vill koma heim og hreinsa mannorð sitt – en það kostar mikla og ófyrirséða fyrirhöfn. „Við Kata fórum í ævintýralega ferð til Indlands í fyrrahaust og þeð er ekki ofsögum sagt að landið hafi heillað mig gersamlega. Þar tókum við til dæmis bíl frá Nýju Delí til Jaipur. Það var átta tíma samfelld áskorun að sitja í þessum beyglaða bíl, maður horfði helst ekki á hraðamælinn. Á leiðinni sáum við ótrúlegustu hluti og það snerti mann að sjá börn liggjandi uppi á flutningabílum á fullri ferð; voru greinilega að leita að lífsgæfunni einhvers staðar annars staðar. Ég var með dagbók með mér og skrifaði þarna í myrkrinu það sem ég upp- lifði og nota hluta af því í Mannorð- inu. Þannig hef ég oft skrifað þegar við höfum verið á ferðinni hingað og þangað. Stundum spyr ég Kötu hvernig hún myndi bregðast við hinu og þessu sem persónurnar í sögunni lenda í og fæ þar með kvenlega innsýn sem skerpir eflaust á persónusköpun- inni, kannski sérstaklega þegar kem- ur að kvenpersónunum. Í Mannorðinu fæst ég við ýmsar siðferðisspurningar sem vakna á Íslandi í kjölfar hrunsins og við gátum því líka rætt margs kon- ar þjóðfélagsmál í kringum söguna.“ Skrifaði kafla í bókina í brúðkaupsferðinni! Ég missi andlitið þegar Bjarni seg- ir mér að hann hafi skrifað Mann- orð tuttugu og þrisvar sinnum! „Starf rithöfundar felst í að end- urskrifa. Í hverri yfirferð bætast við smáatriði og lýsingar skerpast. Fjöldi manns las verkið í vinnslu, meðal annars fólk úr fjármála- heiminum sem þekkti til útrásar- víkinganna. Rannsóknarvinnan fólst meðal annars í því að safna persónulegum sögum af þeim sem höfðu siðferðislegan vinkil. Nokkr- ir rithöfundar lásu handritið líka en þó er best að fá sem flest ókunn- ugt fólk sem þorir að segja manni hreinskilnislega skoðun sína. Aðal- söguhetjurnar, Starkaður Leví og Almar Logi, mættu til mín í apríl í fyrra og skildu ekki við mig fyrr en verkið fór í prentun um miðjan ágúst á þessu ári. Þeim kump- ánum lá greinilega á að komast í heiminn, hvað svo sem þeir ætla sér þar; ég skrifaði meira að segja í brúðkaupsferðinni á Spáni og kom náhvítur heim eftir þrjár vikur í yfir þrjátíu stiga hita og sól! Sem betur fer höfðum við farið til Berl- ínar skömmu eftir að við ákváðum að gifta okkur svo það var hin eiginlega brúðkaupsferð!“ Hvaða útrásarvíkingur er þetta eiginlega? Heldurðu að einhver útrásarvík- inganna eigi eftir að hafa samband við þig og telja að hann þekki sig í bókinni? Ég þóttist þekkja einn, svo sá ég annan út úr textanum, svo þann þriðja og svo koll af kolli. „Já, það kæmi mér ekki á óvart að einhver þeirra teldi sig þekkja sjálfan sig í þessari bók. En það verður erfitt fyrir þá að reiðast mér því ég viðaði að mér efni í Starkað Leví svo víða að. Þeir sem þekkja sig í honum þyrftu kannski að mynda með sér samtök – stuðn- ingshóp sín á milli. Um leið og þeir greiddu úr eigin flækjum gætu þeir skoðað hve mikið af Stark- aði væri innra með þeim. Verkið fjallar um útrásarvíking sem vill endurnýja mannorð sitt. Þegar það reynist erfitt veltir hann fyrir sér hvort hann geti keypt nýtt mann- orð. Þá vaknar spurningin hver gæti selt honum það. Svo kemur almúgamaðurinn, Almar Logi, inn í myndina og ákveðin viðskipti fara í gang. Þegar upp er staðið getur maður spurt sig hvort maður heldur með Starkaði eða Almari. Þeir sem hafa lesið bókina skiptast alveg í tvo hópa með það. Ég sem rithöfundur tek ekki afstöðu, enda lesandans að gera það. Ég er því sannfærður um að þótt útrásar- víkingarnir taki sig saman og sjái sjálfa sig í Starkaði, þá er ekki víst að þeir hafi neitt upp á mig að klaga; það fer eftir því hvernig þeir túlka söguna.“ Fyrirheitna landið Færeyjar Katrín og Bjarni eiga mörg sam- eiginleg áhugamál og njóta frí- stundanna saman. „Við höfum bæði gaman af að lesa bækur, fara út að borða og ferðast,“ segir hann. „Við förum nú líklega ekki í ferðalag til útlanda fyrr en eftir þrjú ár svo að við erum ekki búin að plana neitt nema að ferðast um landið næsta sumar. Þegar ég bjó í Færeyjum bjó ég á eyju sem heitir Nólsey og er beint á móti Þórshöfn. Þetta er pínulítil eyja og þar sem ég tala færeysku og á þarna pabba og tvö uppeldissyst- kin, langar okkur mikið að fara þangað og leigja okkur hús. Leyfa afa að sjá tvíburana! Ég á mjög gott samband við uppeldisbróður minn sem var svaramaður minn í brúðkaupinu. Hann er ekkill með tvö börn á aldur við strákana okkar. Kata hefur aldrei komið til Færeyja svo ég reikna með að það verði næsti viðkomustaður okkar í útlöndum.“ Gæti ekki verið hamingjusamari Þegar Bjarni féll fyrir Katrínu og Katrín fyrir Bjarna, var hann 44 ára og hún tíu árum yngri. Þegar ég spyr hvort hann hafi átt von á að verða ástfanginn á þeim aldri, svarar hann: „Nei, reyndar ekki. Við vorum hvorugt að spá í þetta; okkur leið vel einum, sátt við að vera ein og höfðum það fínt. Svo kom ástin og ég gæti ekki verið hamingju- samari. Það kemur mér í raun á óvart hvað maður getur verið hamingjusamur í fjölskyldulíf- inu. Það er himnasending að eiga von á börnunum, en ég treysti á gæfuna með að þau verði heilbrigð og verð ekki í rónni fyrr en ég held á þeim í fanginu. Ég er meira með hugann við að börnin okkar verði heilbrigð heldur en hvernig persónum bókarinnar reiðir af þarna úti í heiminum. Þær spjara sig í sínum innbundna orðaheimi og þurfa ekki á mér að halda. Ég er uppteknari af þeim sem eru í hinum opna, takmarkalausa heimi okkar allra og hægt er að gefa ást og umhyggju. Við Kata hlökkum mikið til að sjá þau og erum mjög ánægð með að þau skuli vera tvö svo að við þurfum ekki sífellt að bíða eftir hinu til að komast að og faðma þau!“ Bjarni handskrifar allar sínar bækur og oft á kaffihúsum. Hann hefur gefið út sautján bækur. „Fyrst þegar ég var að skrifa bækur bjó ég í risherbergi og var ekki með síma. Konurnar í fatahenginu á Landsbókasafninu lofuðu mér að gefa upp númerið þar og höguðu sér alveg eins og einkaritararnir mínir ef forlag hringdi!“Við Kata hlökkum mikið til að sjá þau og erum mjög ánægð með að þau skuli vera tvö svo að við þurfum ekki sífellt að bíða eftir hinu til að komast að og faðma þau. 14 viðtal Helgin 9.-11. september 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.