Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 27

Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 27
sá hinn sami viðvörun og léti hann sér ekki segjast væri honum hent í dýfl- issuna. Ég hrósa happi yfir að ganga enn laus.“ Á ferð og flugi um heiminn Bessastaðir hafa verið eitt af yrkisefn- um Gerðar Kristnýjar síðustu ár. Bók- in Prinsessan á Bessastöðum fylgdi í kjölfar Ballsins á Bessastöðum, árið 2009, og nú í haust kemur út þriðja bókin í sama bókaflokki: Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf. „Í annarri bókinni fór prinsessan í heimsókn til forsetans en í haust fær forsetinn að heimsækja hana í kon- ungshöllina hennar í Ósló þar sem fram fer mikil krýningarveisla. Það er samt ekki allt með felldu í höllinni því þar kemur engum dúr á auga,“ upp- lýsir Gerður. Gerður skrifaði leikrit upp úr Ball- inu á Bessastöðum sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar og var tekið upp aftur nú í haust. Sýningin fékk afbragðsdóma og var tilnefnd til Grímunnar sem besta barnasýningin. „Mér fannst mikill heiður að vera beðin að skrifa verk upp úr þessum bókum fyrir Stóra svið Þjóðleikhúss- ins. Það var nokkuð sem ég átti aldrei von á. Ég var ákaflega stolt af því að Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhús- stjóri og Melkorka Tekla Ólafsdóttir dramatúrg skyldu treysta mér til þess og að ég skyldi fá að njóta rit- stjórnar þeirra. Tónlistin sem Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur samdi fyrir sýninguna á líka eflaust eftir að hljóma lengi úr barnaherbergjum þessa lands.“ Gerður hefur verið töluvert á far- aldsfæti undanfarin ár. Í hitteðfyrra brá hún sér til Kolkata á Indlandi og í kjölfarið var gefin út ljóðabók eftir hana á hindí og bengölsku. „Það leiddi síðan til þess að mér var boðið á ljóðahátíðina í Bangladess sem ég minntist á áðan,“ segir hún. Hvaða bók var það? „Það var safn ljóða úr fyrstu þremur ljóðabókunum mínum, Ísfrétt, Laun- kofa og Höggstað.“ Var þetta svona „Best of“? „Já, vonandi eru þetta skástu ljóðin! Mér er boðið aftur á ljóðahátíð í Kolkata í upphafi næsta árs. Ég sé til hvort ég kemst.“ Ferðir Gerðar eru af margvíslegum toga og nú í vor brá hún sér tvisvar sinnum til Kaupmannahafnar, í fyrra skiptið til að segja frá Blóðhófni í Kaupmannahafnarháskóla og í síðara skiptið til að lesa upp úr verkinu á al- þjóðlegri ljóðahátíð. Bókin kemur út á dönsku í septemberlok í þýðingu Er- iks Skyum-Nielsen og heitir þá Blod- hingst „Ég notaði tækifærið úti í Kö- ben og keypti mér reiðhjól. Þá bárust þær fréttir að Gyrðir Elíasson hefði fengið bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Fyrst ætlaði ég að gefa hjólinu mínu nafnið Sumarfuglinn upp á dönsku, af því það voru myndir af fiðrildum á því en fiðrildi er „som- merfugl“ á dönsku. En fyrst Gyrðir fékk Norðurlandaprísinn ákvað ég að það héti bara Sumarfuglinn á sumrin en Svefnhjólið á veturna. Það breytir því um nafn eftir árstíðum.“ Svo hefur þér verið boðið til Kína, ekki satt? „Jú, það er hann Nubo karlinn [Huang Nubo innsk. blm.], sem vill kaupa Grímsstaði á Fjöllum, sem býður mér. Hann hefur gaman af bók- menntum og flytur ljóðskáld heims- horna á milli. Fyrir nokkrum árum bauð hann kínverskum ljóðskáldum til Íslands og lásu þau upp í Norræna húsinu. Í haust ætlar hann síðan að bjóða nokkrum íslenskum skáldum til Peking og ég er eitt þeirra. Mér er líka ætlað að flytja fyrirlestur í Pek- ingháskóla.“ Hlýtur hann þá ekki að hafa gott eitt í hyggju? „Jú, eigum við ekki bara að vona það?“ Gerður hlær. „Ég meina, hvað gerðu íslenskir auðmenn? Þeir keyptu meðal annars skíðabrekkur og fót- boltalið. Ég held að það sé ágætt að menn styrki ljóðlistina. Annars finnst mér ákaflega póetískt að kaupa sér skíðabrekku sem er jú aðeins eftir- sóknarverð vegna þess að hún er þakin snjó. Að Íslendingi skyldi dytta í hug að kaupa sér snjó!“ Hvernig líst þér á það sem er í gangi í bókmenntalífinu hérlendis? „Hér er býsna fjörugt bókmennta- líf. Á hverju hausti koma út dobíur af bókum á tungumáli sem aðeins um 300.000 manns kunna. Það er magnað. Þetta er líka viðburðaríkt ár. Íslendingar eru heiðursgestir bóka- messunnar í Frankfurt nú í október og nýbúið að velja Reykjavík eina af bókmenntaborgum UNESCO. Það er voða gaman að monta sig af þessu á erlendri grund.“ Hefur þetta einhverja þýðingu fyrir íslenskan rithöfund? „Já, já, þessar vegtyllur sýna það sem mig hafði lengi grunað: að bók- menntir skipta Íslendinga máli. Síðan ættu þær að vera ávísun upp á að stjórn völd haldi áfram að hlúa að íslenskum bókmenntum. Fjöldi ís- lenskra bóka kemur út í Þýskalandi í ár vegna þess að við erum heiðurs- gestirnir á bókamessunni og vonandi verður framhald á þeirri útgáfu.“ Þykir vænst um Ísfrétt Á meðal þess sem Gerður Kristný hef- ur sent frá sér eru skáldsögur, ljóða- bækur, leikrit, ferðabók og ævisaga. Hvaða bók þykir þér vænst um? „Ætli það sé ekki fyrsta bókin mín, Ísfrétt. Þar er aðeins að finna tuttugu ljóð en þau voru nú samt upphafið að þessu öllu. Ísfrétt fékk ágætis við- tökur svo mér fannst mér vera óhætt 29. október 12. nóvember Á morgun – 10. september Gönguferðin hefst við gatnamót Póst ­ hússtrætis og Hafnarstrætis kl. 14:00. Með fróðleik í fararnesti – gönguferðir Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands hafa tekið höndum saman og staðið fyrir reglulegum gönguferðum á aldarafmælisári skólans. Reynsla og þekking leiðsögumanna Ferðafélagsins og kennara og vísindamanna háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Hver gönguferð tekur um 2 klukkustundir. Sjá nánar í viðburðadagatali á www.hi.is Gönguferðirnar eru ókeypis og opnar öllum. Skólaganga – á slóðir mennt unar og fræðslu í höfuðborginni Hvers virði er náttúran? Gangan hefst við Elliðavatnsbæinn kl. 14:00. Tugthúsmeistarinn, bjórbann, strípibúllur og fyrsti dómsalurinn Gangan hefst við Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu kl. 14:00. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 12 3 8 7 að halda áfram að skrifa.“ Hafðir þú stefnt að því frá barnæsku? „Já, ég ætlaði alltaf að skrifa bækur en sá samt lengi vel ekki annað fyrir mér en að ég þyrfti að vinna annað starf með fram ritstörfunum. Lengi vel ætlaði ég að verða kennari en svo varð ég blaðamaður. Það var mjög skemmtilegt. Þegar ég sá fram á að geta hætt að vera blaðamaður í fullu starfi og verða rithöfundur greip ég tækifærið.“ Gerður Kristný hlaut listamannalaun til þriggja ára árið 2009 og segir illmögu- legt að vera atvinnuhöfundur á Íslandi án þeirra. „Ekki nema maður skrifi ótrúlega vinsælar glæpasögur sem seljast helst líka út fyrir landsteinana. Suttungamjöðurinn sem listamannalaunin sáu mér fyrir gerðu það að verkum að ég gat einbeitt mér að því að skrifa Blóðhófni. Annars hefði ég þurft að láta eitthvað arðvænlegra ganga fyrir.“ Hefur þér aldrei dottið í hug að skrifa glæpasögu? „Ég skrifaði einu sinni sanna sögu um glæp, Myndina af pabba – Sögu Thelmu. Það er ekkert óalgengt að rithöfundar skrifi um sönn sakamál. Gabriel García Márques skrifaði Frásögn af mannráni og Truman Capote skrifaði Með köldu blóði. Mig langar ekkert að skrifa hefðbundna glæpasögu en ég hef í hyggju að skrifa bók sem fjallar um glæp.“ Það er væntanlega mikill munur á því að vera rithöfundur í fullu starfi og að sinna ritstörfum samhliða blaðamennsku. „Heldur betur, ég hafði náttúrlega helg- arnar og fríin til að skrifa þegar ég var í blaðamennskunni en svo fór mig að langa til að eignast börn og þetta þrennt hefði aldrei farið saman. Auk þess langaði mig ekki til að ritstýra Mannlífi lengur.“ Hætt í glæpunum Uppi á vegg hanga fallegar, svarthvítar fjölskyldumyndir af Gerði Kristnýju, Forseta- embættið hefur verið að auglýsa eftir ráðs- manni eða ráðskonu að undan- förnu. Ég var að pæla í því hvort ég gæti ekki bara sótt um það og unnið mig síðan upp. Framhald á næstu opnu Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, káttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is viðtal 27 Helgin 9.-11. september 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.