Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 28

Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 28
Kristjáni B. Jónassyni, eiginmanni hennar, og sonunum tveimur, Skírni og Hjalta. Skírnir verður bráðum sjö ára og er í 2. bekk í Melaskóla og Hjalti er þriggja og hálfs árs. Hann er í leikskólanum Skerjagarði. Líf Gerðar hefur tekið miklum breyting- um eftir að fjölskyldan stækkaði og það fer ekki á milli mála að hún er alsæl með lífið og barnastússið. Eitt af því sem henni finnst skemmtilegt er að fara í barnaafmæli. „Ég fór í fjögurra ára afmæli sonar Sólveigar Berg- mann fréttakonu um daginn. Við Sólveig unnum saman á Mannlífi um tíma og urðum góðar vinkonur. Í stað þess að skrifa saman greinar um glæpamenn og pólitík, hlupum við saman í ratleik um Þingholtin með heilt barnaafmæli á eftir okkur í leit að sjóræn- ingjafjársjóði. Það var sko fjör!“ Ég gúgglaði þig aðeins áður en ég kom hingað ... „Ó! Ég er löngu hætt að þora að gúggla nafnið mitt.“ ... og rak augun í einhverja grein þar sem því var haldið fram að það væri mikill kuldi í bókunum þínum. „Það er alveg rétt, sérstaklega ljóðabókun- um. Kaldraninn heillar mig. Það getur verið hálf voðalegt að vera stödd úti í íslenskri náttúru. Hún er skárri séð út um bílrúðu, enn betri í málverkum en langbest í ljóði.“ Þú ert pínulítið kaldhæðin sjálf, ekki satt? „Jú, en bara þegar það á við. Maður býður börnum ekkert upp á kaldhæðni og ég slíðra hana hið snarasta þegar ég skrifa fyrir þau.“ Ég ræddi líka við vinkonur þínar og ein þeirra minntist á að þú hefðir aldrei lesið Harry Potter-bækurnar? Af hverju er það? „Ég sá eina af myndunum og fannst þetta leiðinlegt. Maður getur ekki bara galdrað til sín einhver bjargráð! Það er ekkert þannig í lífinu.“ Þannig að þú hefur aldrei gefið Harry Potter séns? „Nei, en ég hef lesið Önnu Karenínu og það var alveg nógu leiðinlegt.“ Og ætlarðu bara ekkert að lesa Harry Potter? „Ég hef ekki fundið þörfina fyrir það. Hvað er þetta?“ spyr Gerður og hlær, alveg hissa á þessu Harry Potter-áreiti. „Kannski les ég einhvern tíma Harry Potter en það yrði ekki fyrr en ég hef náð Önnu Karenínu-ónotunum úr mér.“ Þú hefur verið nefnd til sögunnar sem hugsanlegur framtíðarforseti þjóðarinnar. Hvernig leggst það í þig? „Forsetaembættið hefur verið að auglýsa eftir ráðsmanni eða ráðskonu að undanförnu. Ég var að pæla í því hvort ég gæti ekki bara sótt um það og unnið mig síðan upp. Það var ein hugmyndin. En jú, ég hef fengið upp- hringingu frá blaðamanni Fréttablaðsins þar sem ég var spurð hvort ég ætlaði að bjóða mig fram til forseta. En ég held að ég þurfi það ekkert. Þegar Ólafur Ragnar lætur af embætti er ég viss um að við verðum í stök- ustu vandræðum með að velja á milli allra þeirra frambærilegu kvenna sem eiga eftir að gefa kost á sér.“ Eftir að hafa skrifað svona mikið um for- setaembættið hlýtur þetta samt að vera rök- rétt næsta skref. „Ætli það ekki? Ég þyrfti bara að fá mér árabát og svo ræ ég héðan úr Skerjafirð- inum yfir á Bessastaði. Þetta er ekki langt að fara. Síðan gæti maður slegið upp balli á Bessastöðum af og til. Það gæti nú bara verið gaman.“ Það er gott að vita að maður er kona Ungar konur virðast sumar hverjar telja að jafnrétti sé nokkurn veginn náð og að gler- þakið alræmda sé ekki lengur til staðar. Þú ert væntanlega ekki sammála þessu? „Nei, við glímum enn við launamisréttið og ofbeldi gegn konum. Konur þyrftu líka að vera öflugri þátttakendur í opinberri umræðu og fá sömu tækifæri í atvinnulífinu og karlar. Konur átta sig ef til vill ekki á þessu fyrir al- vöru fyrr en þær koma út í atvinnulífið. Þá sjá þær hvað samstaða karla er góð. Við getum margt af henni lært og ættum að tileinka okkur hana betur.“ Þú ert mikill femínisti ... „Mikill femínisti? Annað hvort er maður femínisti eða ekki,“ segir Gerður ákveðin. Hvað þýðir það orð fyrir þér? Geta allar konur verið femínistar? „Já, og allir karlar líka. Satt best að segja efast ég ekki um að alla hljóti að dauðlanga til að vera femínistar. Þá kemur maður nefnilega ekki bara auga á það sem miður fer, heldur líka svo margt býsna hlægilegt. Fyrir mér felst femínismi í því að styðja jafnrétti kynjanna. Í bókinni Píkutorfunni segir: „Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir.“ Mér finnst þetta ágætlega orðað. Ég stend mig oft að því að sakna ís- lenskra kvenna í opinberri umræðu. Ég er mikill hausateljari eins og það er kallað þegar maður heggur stöðugt eftir hlutfalli karla og kvenna.“ Nú eru viðmælendur svokallaðra kvenna- blaða og tímarita í flestum tilvikum konur. Eru þær konur taldar með í hausatalning- unni? „Ekki minni, því miður, því eftir að ég hætti að starfa við tímaritin dalaði áhugi minn á þeim. Ég les Fréttablaðið og síðan verð ég að fá Moggann til að geta lesið minn- ingargreinarnar. Þar tel ég vitaskuld líka hausa og sýnist þetta vera svo til eina efnið í íslenskum fjölmiðlum þar sem ekki er gert upp á milli kynjanna. Dauðinn vinnur eftir strangri jafnréttisáætlun.“ Ertu stundum spurð hvernig þér gangi að samræma móðurhlutverkið og ritstörfin? „Já, í Wales spurðu einhverjar konur mig að því hvað ég hefði gert við börnin mín fyrst ég væri á þessu flandri. Ég sagði þeim að ég hefði skilið þau eftir fyrir framan sjón- varpið með sinn Cheerios-pakkann hvort. Þær spurðu ekki meir. Krakkarnir mínir eru í skóla til klukkan fjögur á daginn svo að ég hef allan daginn til að sinna starfinu. Systir mín eða tengdamóðir mín aðstoða okkur hjónin þegar við þurfum að vera bæði í útlöndum á sama tíma.“ Hver er leiðinlegasta klisjuspurning sem þú hefur fengið í viðtölum sem þessum? „Hef ekki hugmynd, ég gleymi þeim greini- lega jafnóðum.“ Þú lést ýmislegt flakka í þínum eigin við- tölum. Hver var djarfasta spurning sem þú manst eftir að hafa spurt? „Gerði ég það? Ég man ekki eftir því en það er um að gera að vera spontant í viðtölum, bara til að gá hvað kemur út úr því. Ég hafði lengi reynt að ná viðtali við Svövu Jakobsdótt- ur áður en mér tókst loks að hitta á hana. Hún hafði verið veik og loks varð það fyrir milli- göngu Ingibjargar Haraldsdóttur skálds að hún samþykkti viðtal. Ég spurði Svövu hvort hún hefði verið að skrifa sérstaklega fyrir konur þegar hún var að hefja feril sinn og hún svaraði af mikilli festu: „Nei, en ég vissi að ég var kona.“ Mér fannst þetta feikigott svar hjá henni. Síðan tók ég viðtal við Odd Nerdrum á vinnustofunni hans í Ósló. Þar lá skamm- byssa og ég spurði til hvers hann notaði hana. Listamaðurinn gerði sér lítið fyrir og beindi henni að höfðinu á mér í fáeinar sek- úndur áður en hann lagði hana aftur frá sér. Þetta var pínulítið óþægileg stund en hvað með það ef sagan er góð? Ég gat að minnsta kosti notað þetta í viðtalinu. Litlu eftir að Odd fluttist til Íslands birtust tveir blaðamenn frá norska Séð og heyrt inni á skrifstofunni hjá mér. Þeir voru komnir til að skrifa grein um Odd, höfðu heyrt af atvikinu með byssuna og vildu endilega fá mig til að rekja það fyrir þeim. Ég þóttist ekkert vita um hvað þeir voru að tala, enda ekki lagt það í vana minn að baknaga fólk sem hefur boðið mér upp á dýrindis kjötbollur undir málverki af fólki að ganga örna sinna.“ Af eignarfalli og esperanto Gerður Kristný fæddist 10. júní 1970 og ólst upp í Safamýrinni í Reykjavík. Hún er dóttir hjónanna Ingunnar Þórðardóttur, hjúkrunar- fræðings og húsmóður, og Guðjóns Sigur- björnssonar læknis. Hún segist hafa átt góða og hefðbundna æsku. „Hverfið markaðist af miklum umferðar- götum, Háleitisbraut, Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Það var því aflokað og við krakk- arnir sóttum lítið út fyrir það. Stundum þegar ég heyri fólk segja sögur úr litlum bæjar- félögum þar sem það ólst upp kannast ég al- veg við sama smábæjarmóralinn úr hverfinu mínu, uppnefni og sögur sem eltu fólk eins og gamlar fylgjur.“ Gerður gekk í Álftamýrarskóla og ber kennurum þar vel söguna. „Íslenskukennsla var mjög góð í Álftamýrarskóla og af henni naut ég svo sannarlega góðs. Svo fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð og þar fór ég að yrkja af miklum þrótti. Ég man að ég sýndi íslenskukennurunum mínum, Gunnlaugi Ást- geirssyni og Baldri Ragnarssyni, stundum ljóðin mín. Þeir lásu þau yfir og gáfu mér góð ráð. Baldur kenndi mér að eignarfall þyngdi stílinn. Síðan hef ég gætt mín á ógnum eign- arfallsins. Enn eru Baldur og Gunnlaugur mér til aðstoðar því Baldur hefur þýtt ljóðin mín yfir á esperanto og fengið þau meira að segja útgefin hjá esperanto-útgáfunni Mondial í New York. Gunnlaugur er nýbúinn að lesa yfir fyrirlestur hjá mér um Skírnismál sem ég flyt hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um miðjan september.“ Eftir stúdentspróf fór Gerður til Frakk- lands og því næst í frönsku og bókmennta- fræði í Háskóla Íslands. Að því námi loknu lá leiðin í hagnýta fjölmiðlun við sama skóla. „Í háskólanum hafði ég góða kennara eins og þær Sigrúnu Stefánsdóttur og Helgu Kress sem höfðu báðar áhrif á mig. Femínísk skrif Helgu eru mér mikill sjóður. Að undanförnu hef ég legið í bók hennar Máttugar meyjar þar sem hún fjallar m.a. um Skírnismál.“ Skrifar um veðurfar og handavinnu Gerður Kristný segir hugmyndirnar oft vera lengi að gerjast í höfðinu á sér áður en hún færir þær á prent. „Hugmyndin að stólnum í Garðinum fæddist árið 1987 þegar ég var að vinna í antíkversluninni Fríðu frænku. Hug- myndin um að skrifa um Gerði Gymisdóttur, sem segir sögu sína í Blóðhófni, er eflaust Gerður Kristný var lengi blaða- maður en sjö ár eru liðin frá því hún hætti sem ritstjóri Mannlífs. Hvað er eftirminnilegast frá blaða- mannaferlinum? „Bíddu nú við. Fyrst var ég á Tímanum. Var eitthvað eftirminni- legt þar? Ég var í löggufréttum.“ Þú hefur ekkert verið í mjúku málunum eins og konur eru gjarna á dagblöðunum? „Það voru engin mjúk mál á Tímanum!“ segir Gerður og hlær. „Ekki man ég eftir því. Einn blaðamaður skrifaði allt um landbúnað, annar um fiskinn, sá þriðji alls kyns hagtölur, sá fjórði sá um íþróttirnar og svo skrifaði ég löggufréttir, um svartapéturs- mótið á Sólheimum í Grímsnesi og annað sem til féll. Það var ágætt. Maður hringdi í lögguna og spurði: „Er eitthvað að frétta hjá þér í dag?“ Stundum hafði þvotti verið rænt af snúrum úti á landi svo að fólk hljóp brókarlaust á milli húsa. Síðan var ég á vikublaðinu Eintaki og þar vaknaði áhugi minn á dómsmálum og ég tók að fjalla um glæpamenn. Því hélt ég áfram þegar ég varð ritstjóri Mannlífs haustið 1998. Þá fékk ég loks að velja hvað ég vildi skrifa um. Það gat verið skapandi og skemmtilegt að koma saman blaði.“ Hver er eftirminnilegasti við- mælandinn þinn frá þessum blaða- mannsárum? „Það er voða gaman að tala við fólk sem er óhrætt að segja skoðun sína án þess þó að vera með sleggjudóma,“ segir Gerður og lætur hugann reika aftur í tímann. „ Ég tók viðtal við Svövu Jakobs- dóttur rithöfund fyrir tímarit Máls og menningar. Það var óskaplega áhugavert. Mér fannst líka gaman að hitta myndlistarmennina Odd Nerdrum, Erró og Tryggva Ólafs- son,“ rifjar hún upp. „Þessir mynd- listarmenn voru ekkert að skafa utan af því. Þeir bjuggu líka allir í útlöndum. Íslendingar veigra sér svo oft við að láta skoðanir sínar í ljós nema þá þeir séu í viðtölum við erlenda fjölmiðla.“ Hefurðu áhuga á myndlist? „Já, ég fór á sýningar með pabba mínum þegar ég var krakki. Ég ætlaði alltaf að verða mynd- listarmaður, eins og reyndar fleiri ljóðskáld því Sigurður Pálsson og Gyrðir Elíasson hafa báðir sagt það sama. Ég teiknaði mikið sem barn. Svo fannst mér vanta sögur við myndirnar. Þá byrjaði ég að skrifa og smám saman tóku mynd- irnar að sitja á hakanum.“ Þú varst nánast eingöngu með konur á forsíðu Mannlífs þegar þú ritstýrðir blaðinu. Var það með- vituð ákvörðun? „Já, mér fannst þær hafa frá svo mörgu og merkilegu að segja. Konur voru líka stór hluti lesenda blaðsins og sjálfsagt að taka til- lit til þess. Ég hafði sárasjaldan kvenmannslausan karl framan á blaðinu.“ Fannst þér erfiðara að fá konur í viðtöl en karla? „Nei, nei, það er ekkert erfitt fyrir konu að fá aðra konu í við- tal. Síðan vita konur ósköp vel að raddir þeirra þurfa að heyrast. Þær þurfa líka að fá tækifæri til að kynna sig og hugðarefni sín rétt eins og karlar. Tölublaðið sem seldist hvað best hjá mér á þeim sex árum sem ég ritstýrði Mann- lífi var með hinni dásamlegu leik- konu Eddu Björgvinsdóttur. Þetta var í október og forsíðan var með appelsínugulum bakgrunni, fal- legum og hlýlegum lit, svona eins og Edda sjálf.“ Hvern myndirðu vilja fá í viðtal ef þú þyrftir að ritstýra einu tölu- blaði af Mannlífi á nýjan leik? „Ónafngreinda konu sem á sára lífsreynslu að baki. Mig langar að vita hvernig maður kemst í gegnum það sem virðist óyfir- stíganlegt. Hún virðist hins vegar hafa mun meiri áhuga á að hlusta á sögu annarra en að rekja sína eigin svo að ég legg engan veginn í að biðja hana um viðtal.“ Blaðamannaferli Gerðar Kristn- ýjar lauk á toppnum, ef hægt er að orða það þannig, með því að hún hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2005 fyrir bókina Myndin af pabba – Saga Thelmu, sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi sem Thelma Ásdísardóttir og systur hennar urðu fyrir af hendi föður síns og fleiri barnaníðinga. „Bókin vakti feikiathygli hér heima og sömuleiðis í Svíþjóð þar sem hún var líka gefin út. Thelma kom þjóðinni í skilning um afleiðingar kynferðisofbeldis og hlaut aðdáun hennar fyrir hugrekkið. Það er stutt síðan við Thelma hittumst yfir kaffi. Það er ár síðan hún stofnaði Drekaslóð í félagi við aðra en þar aðstoðar hún bæði karla og konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Thelma er ótrúlegur forkur.“ Edda Björgvins seldist best Gerður Kristný „Ég les Fréttablaðið og síðan verð ég að fá Moggann til að geta lesið minningargreinarn- ar. Þar tel ég vitaskuld líka hausa og sýnist þetta vera svo til eina efnið í íslenskum fjölmiðlum þar sem ekki er gert upp á milli kynjanna. Dauðinn vinnur eftir strangri jafnréttisáætlun.“ 28 viðtal Helgin 9.-11. september 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.