Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 40
Bókmenntahátíðin var sett í tíunda sinn á miðvikudag og var fjölbreytt dagskrá í boði á fimmtudag: málþing útgefenda, samtöl við höfundana Hertu Müller, Söru Stridsberg og Alberto Blanco í Norræna húsinu, auk þess sem minnst var Önnu Politkovskaju blaðakonu sem myrt var í heimaborg sinni, Moskvu, fyrir fáum árum. Þá voru fyrirlestrar og upplestur í Iðnó. Í dag verða eftirtaldir liðir á dagskrá hátíðarinnar: Bókmenntaborginni Reykjavík verður helguð dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst kl. 13 en að tilnefningunni stendur UNESCO. Í kvöld verða höfundarnir Bergsveinn Birgisson, Denise Epstein, Bjarni Bjarnason, Alberto Blanco og Herta Müller með upplestur í Iðnó og hefst dagskráin kl. 20. Á morgun hefst Íslendingasagnaþing í Norræna húsinu og þar heldur áfram sam- tölum við höfunda kl. 12.30. Að því loknu verður upplestur þar kl. 15.30. Lagt verður í bókmenntagöngu kl. 20 og Bókaball verður í Iðnó kl. 22. Dagskrá hátíðarinnar er á veffanginu: www.bokmenntahatid.wordpress.com Bókmenntahátíð í hástöfum ...  BÓKARDÓMUR FRANSKA SVÍTAN HENNAR ÍRENU Ö rlög Iréne Némirovsky vildu stundum yfirskyggja skáldsögur hennar og smásögur þegar þær fóru að birtast aftur á liðnum áratug. Upphaf hennar meðal gyðinga af fornum stofni sem voru auðugir og vel settir en máttu þola pógrómin í Rússlandi og síðan ill örlög á byltingartímanum, hvernig hún óx upp í velsæld en vannærð af ástleysi móður sinnar, flóttinn um Finnland og Svíþjóð, lífsgleðin og gáski æskuára í Frakklandi, enn við auð föðurins, ást og hamingjusamt hjónaband, vonmikill ritferill og loks aftur flótti og ótti undir hernámi Þjóðverja sem gat aðeins endað á einn veg: „Ég held við förum í dag ...“ Ritferill Iréne er að skýrast með hverju árinu sem líður og verk hennar sem hún skrifaði á frönsku að líta dagsins ljós í nýj- um þýðingum. Við byrjum hér á landi á hinum miklu endalokum, stóra ópusnum sem henni auðnaðist ekki að ljúka nema að hluta: Frönsk svíta í útgáfu JPV og þýðingu Friðriks Rafnssonar, tveir jafn- langir hlutar, Júnístormur og Blíða. Þriðji hlutinn af þessu metnaðarfulla verki, sem hún vann að þar til hún var handtekin og send til Auschwitz, er til í drögum og í viðbæti sem lýkur íslensku útgáfunni er að finna hugmyndir hennar um verkið allt – svo langt sem hún var komin. Fyrir- myndirnar voru þeir stóru, Tolstoy, Zola. Stríð og friður er svipuð saga, gerist á örlagamiklum tímum og rekur sögu fjöl- skyldu og fjölda annarra í kringum hana svo úr verður örlagavefur. Önnur rúss- nesk saga, svipuð, sem kemur í hugann er Líf og örlög Grossmans. Iréne vann lengi að verkinu og full- yrða ævisöguhöfundar hennar að drög og glósur til undirbúnings því megi finna allt aftur til æsku hennar en hún skrif- aði frá barnsaldri. Hin flæðandi frásögn sem hún taldi sig fást við lengi framan af skilar margbreytilegu mannlífi á síðurnar þótt fyrri hlutinn, Júnístormur, hryllingur flóttans frá París með fjörlegum húmor- ískum dráttum í bland við tragikómedíu, lúti öðrum lögmálum. Hún svissar frá einni persónu til annarrar, skyggnist inn í huga hárra og lágra, skrifar snör og sann- færandi samtöl sem munu á frönskunni bera stéttarblæ, enda er henni ekki síst í huga að greina hugleysi og undanláts- semi hinna betur settu í París, fólks sem hún þekkti út og inn og lýsir af mikilli mannþekkingu, í senn samúð og fyrirlitn- ingu. Annar hlutinn lýsir svo þeim tíma hernámsins þegar hærra settir hermenn eru settir inn á heimili íbúa í litlu þorpi og hvernig einmana kona, sem á eiginmann í fangabúðum langt í burtu, dregst að glæsilegum ungum þýskum liðsforingja. Hlutarnir tengjast saman á óvæntan hætt og það var ætlun hennar að binda söguna saman í örlögum helstu persóna. Svítan franska er heillandi saga, hún er hörku- spennandi, samin af mikilli andagift, djúpu innsæi í hug lesanda og þeirra persóna sem þessi glæsilega skáldkona dregur upp ljóslifandi. Lifandi skáldskap- ur en um leið aðeins brot af stóra kerinu sem átti að forma, skreyta, lita og herða ... og af því höfum við aðeins brot. Merki- legan sögulegan vitnisburð um upplifun rússnesku borgarastéttarinnar sem mátti flýja byltinguna og settist upp í París og beið þar örlaga sinna sem voru óumflýj- anleg alltof mörgum. Það er til marks um duttlunga örlag- anna að móðir Irenu, Fanny, sem aldrei vildi sinna henni og hugsaði mest um glæsilegt útlit, gleði og elskhuga, náði sér í litháískt vegabréf í stríðinu og lifði heila öld og tveimur árum betur en var aðeins 67 ára þegar dóttir hennar var myrt í Auschwitz 1942. 36 bækur Helgin 9.-11. september 2011  BÓKARDÓMUR ANDARSLÁTTUR HERTU MÜLLER Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Nokkrir höfunda sem sækja okkur heim á Bókmenntahátíð senda frá sér skáldverk í þýðingum þessi dægrin. Tvær afbragðs skáldsögur er fjallað um hér á síðunni, Franska svítu Irenu Némirovsky en dóttir hennar og vörslu- maður handrits að hinni ófullgerðu stríðsárasögu, Denise Epstein, er hér að segja frá skáldskap móður sinnar. Þá er Andarsláttur Hertu Müller kominn út hjá forlagi Ormstungu. Radley-fjölskyldan eftir Matt Haig er komin út hjá Bjarti og þar kom einnig út Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya. Skáldsaga Ingos Schulze, Adam og Evelyn, er komin út hjá Forlaginu. Fleiri bækur eftir höfunda hátíðarinnar eru á leiðinni gegnum prentsmiðjur og bókband. Að ógleymdum verkum hinna íslensku höfunda ... -pbb ... og með minna letri „Ég held við förum í dag ...“ Þorbjörg Marinósdóttir, Tobba Marinós, er fyrst íslenskra rithöfunda af stað þetta haustið og vippar sér þráðbeint í annað sætið á aðallista Eymundssonar með nýja skáldsögu sína, Lýtalaus. SpRæK ToBBA  Andarsláttur Herta Müller Þýðing: Bjarni Jónsson 276 bls. Ormstunga 2011 Iréne Nemirovsky. Í hittifyrra kom út ný bók eftir nóbelsverðlauna- skáldið Hertu Müller sem vakti þegar mikla athygli og hrós og var strax þýdd á nálæg mál. Herta skrifar á þýsku en ól aldur sinn meðal þýska þjóðarbrotsins í Rúmeníu sem nú er. Foreldrar hennar voru bæði tekin höndum í lok stríðsins þegar Rússar réðust inn í Rúmeníu og borg- urum þess lands af þýskum uppruna var sópað upp í lestir og þúsundir fluttar norður á gresjur Úkraínu til nauðungarvinnu. Herta segir í eftirmála þýðingar Bjarna Jónssonar á Atemschaukel, Andarslætti, að fangavist móður hennar um nokkurra ára skeið hafi legið í þagnargildi á heimilinu, rétt eins og reynsla margra þeirra sem vitað var að fóru burt og komust lífs af og sneru heim. Hún hafi lengi viljað nálgast þetta við- fangsefni og loks náð tangarhaldi á sögu- efninu þegar hún kynntist manni sem hafði skráð hjá sér endurminningar úr þrælabúðum Rússa. Af þessu efni er mögnuð saga komin í læsilegri þýðingu Bjarna. Herta er ekki auðveldur höfund- ur; Ennislokkur einræðisherrans, sem kom hér út fyrir nokkrum árum, er þó erfiðari í lestri en þessi harmsaga: Saklaus sautján ára strákur er látinn taka saman fötin sín og fer burt úr bænum. Að baki eru ástarfundir með leynd í skemmtigörðum, pabbi, mamma og amma, nágrannar, og við tekur önnur fjölskylda, klæðleysi, hungur og harðræði. Og þegar dvölin er á enda og hann kemst heim er hann enn fangi, nú reynslu sinnar, og mun aldrei samlagast aftur þeirri æsku sem hann yfirgaf. Andarsláttur er meistaralega skrifuð lýsing á huga sem er víða kominn að því að leysast upp í óra og ofskynjanir, vitund sem er svo hart leikin af grimmd og ekki síst langvinnu hungri. Stíllinn í frásögninni er hversdagslegur og laus við alla til- finningasemi, nær hreinsaður af tilfinningu víðast hvar en springur svo út í upplifun og innra lífi sem getur snúist í ofboði þráhyggju um hversdags- lega hluti. Þannig er langur kafli um illgresi sem fangarnir safna til að drýgja matarskammtana sem eru litlir og halda þeim stöðugt hungruðum. Andarsláttur er máttugt skáldverk en ekki fyrir þá sem sækjast eftir tilfinningaklámi. - pbb Strákur settur í þrælabúðir  Frönsk svíta Iréne Nemirovsky Þýðandi: Friðrik Rafnsson JPV 383 bls. 2011 Brot af meistaraverki frá stríðinu í Evrópu. Bergsveinn Birgisson. Saga þýska minnihlutans í Rúmeníu í hnot- skurn. Herta Müller. Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands hafðu það um helgina Bleikt slaufunammi - Pink ribbon candy Sölustaðir: N1, Iða, Mál og menning, Háma, Pósturinn, Skeljungur, Debenhams, Samkaup-Strax, Samkaup-Úrval, Nettó, Kaskó og Melabúðin. www.faerid.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.