Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 42

Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 42
 MatartíMinn Jarðarber J arðarber vaxa villt um svo til allt norðurhvel jarðar og hafa verið nýtt til átu í öllum löndum. Þetta eru lítil ber. Diderot, sá alfróði franski heim- spekingur og rithöfundur, líkti þeim við geirvörtur brjóstamóður. Það var snemma reynt að rækta upp þessi villtu ber. Vand- inn var að þau gefa ekki góða uppskeru. Þau voru – og eru enn – glaðningur í einni máltíð eða tveimur, snemma í ágúst ef því býrð í Evrópu, seint í ágúst ef þú býrð norðar. Það finnast svona ber á Íslandi. Og það heppna fólk sem býr svo vel að geta tínt villt jarðarber er líklega búið að borða þau öll. Villt jarðarber eru ekki endilega villt. Villt jarðarber er líka tegundarheiti. Það merkir að jarðarberin eru af villtum evrópsku stofni og ómenguð af frændum sínum og frænkum frá Vesturheimi. Flest jarðarber sem við höfum borðað eru ættuð frá Ameríku. Nær undantekningarlaust eru þetta ber sem rekja má annars vegar til Virginíu í Bandaríkjunum og hins vegar til Chile. Þegar Evrópumenn komu til nýlendn- anna í Ameríku fannst þeim jarðarberin betri en þeir áttu að venjast í gamla land- inu. Og þau voru líka eilítið stærri. Þessi ber voru því flutt til Evrópu og rætkuð. Reynt var að rækta þau saman við ber frá Ölpunum, sem voru einu evrópsku berin sem þóttu jafnvel bragðbetri en þau amerísku. En þessi ber voru of fjarskyld til að hægt væri að rækta þau saman. Berin frá Virginíu þurftu því að bíða í görðum hér og hvar, eins og Þyrnirós að bíða rétta kossins. Hann fannst þegar franskur sjóliðsfor- ingi, Frézier að nafni, rakst á gul jarðarber í Chile 1712 og tókst að flytja þau heim til Frakklands. Þar afhenti hann þau herra Jessieu, sem var prófessor við konunglegu grasagarðana í París, og hverfur við það úr sögunni. En af því að sjóliðsforinginn hét Frézier, og vegna þess að jarðarber heita fraises upp á frönsku, mun þáttur hans aldrei gleymast. Jessieu þessi ræktaði upp berin frá Chile. Þau voru miklu stærri en evrópsk ber og líka mun stærri en berin frá Virg- iníu. Herra Jessieu sendi berin sín út um alla Evrópu þar sem fræðimenn og áhuga- menn ræktuðu þau áfram. Venjulega voru þau á stærð við valhnetu en það mátti líka rækta þau upp svo að þau urðu á stærð við hænuegg. Það gengu jafnvel sögur um ber á stærð við millistór epli. Það var síðan óþekktur ræktandi á Bre- tagne-skaganum sem átti líka ber frá Virg- iníu og tókst að rækta þessi tvö amerísku afbrigði saman og – Voila! – nútíma-jarðar- berið var fætt. En því miður fréttu fáir af þessu. Þegar þarna var komið sögu hafði franska stjórnarbyltingin leyst Frakkland upp í glundroða og það var vita vonlaust að ætla að markaðssetja þar eitthvað jafn sætt og blítt og jarðarber. Menn höfðu ekki smekk fyrir neinu rauðu öðru en blóðinu úr andstæðingum sínum. Þessi ber bárust því yfir sundið til Eng- lands og þar voru þau ræktuð og þróuð áfram. Þótt öll afbrigðin séu í grunninn lítið annað en hálft ber frá Chile og hálft frá Virginíu þá eru til óteljandi blæbrigði við þetta stef og langflest þeirra bera ensk heiti á borð við Eton, Downton og Scarlet Quenn. Og í Frakklandi eru þessi ber að jafnaði kölluð fraises anglaise – eins kald- hæðið og það nú hljómar því í þessari sögu jarðarbersins eru Frakkarnir sjálfir litla gula hænan. Þeir fundu fræið og ræktuðu það. Það voru hins vegar Bretarnir sem átu afraksturinn. Og það eru Bretar sem fara best með jarðarber – eins og hindber. Ef ykkur lang- ar að gera eitthvað gott úr jarðarberjum eða hindberjum – annað en að borða þau með rjóma – skuluð þið leita uppi enskar uppskriftir. Þeir gera ekki margt gott í eld- húsinu, Bretar, en þeir kunna að fara með ber.  nýtt Matreiðslukver sigurveig káradóttir  Jarðarber geyMast ekki vel 38 matur Jarðarber geymast ekki vel. Þau þroskast ekki eftir að þau hafa verið tínd og því verður að tína þau þegar þau eru fullþroskuð og full- komin. Eftir það versna þau; fyrst hægt og bítandi, svo hratt og örugglega. Jarðarber eru því ekki eins og tómatar og epli sem má svindla á og tína hálfþroskuð og láta svo þroskast á leið á markað. Slíkir ávextir verða aldrei eins góðir og þeir gætu orðið en þeir verða seint alveg ónýtir. Þeir eru aldrei lakari en 50 prósent en aldrei betri en 65 prósent. Jarðarberin eru hins vegar tínd 100 prósent og versna eftir það. Ef við náum að kaupa þau fersk þremur dögum seinna eru þau komin niður í 65 prósent. Viku seinna er svo lítið eftir af þeim að það tekur því ekki að smakka þau. Og þið eigið ekki að pirra ykkur á vondum jarðarberjum heldur láta eins og þau séu ekki til. Kaupið bara jarðarber sem virðast vera að springa af gleði og glansa af hreysti. Önnur ber eru ykkur ekki samboðin. Það er því best að borða jarðarber í miðri viku þegar nýjar sendingar koma í stórmarkaðina. Galdurinn við jarðarberin er að þau bera fræin utan á sér. Þess vegna eru þau að utan- verðu eilítið ertandi fyrir tunguna en silki- mjúk að innan. Þegar þau vaxa þrýstast þau út og það verður til tómarúm á milli trefjanna. Fullþroska jarðarber eru því full af lofti, létt eins og sufflé. Þegar þau verða gömul og þurr geta þau því smakkast eins og frauðplast. Ferskustu jarðarberin sem þið getið keypt eru frosin jarðarber. Þau eru fryst um leið og þau eru tínd fullþroskuð. Gallinn við frosin jarðarber er hins vegar að frostið eyðileggur byggingarefni bersins; þau verða slöpp, muskuleg og eiginlega óboðleg ein og sér. En þessi frosnu jarðarber má nota í sultur og kökubakstur. Og þar sem þau eru tiltölulega ódýr – allavega í samhengi við það ævintýri sem jarðarber eru í raun og sann – skuluð þið sturta þeim í miklu magni í kökurnar. En ef þið ætlið aðeins að borða jarðarber þegar þið rekist á fullkomin ber, þá munuð þið borða þau svo sjaldan að þið munuð aðeins vilja þau með rjóma. Best er að blanda mascarpone til helminga í rjómann – hann er þá síður væminn. Eða 1/3 sýrðan rjóma til að gefa rjómanum smá skerpu. Frönsk saga um amerísk ber – og með enskum endi Borðist sjaldan Helgin 9.-11. september 2011 Með alheimsvæðingu og stórmörkuðum hafa jarðarber orðið að hversdagslegu fyrirbrigði – sem þau eru svo sannarlega ekki. Þau eru ekki bara góð og mjúk heldur kunna að segja skemmtilegar sögur. Sultur, mauk og sykursíróp Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is Matur Sykur er rotvarnarefni. Sultur, marmelaði og chutney eru því í raun aðeins gamlar aðferðir til að geyma uppskeru haustsins og njóta yfir vet- urinn. Og þótt það sé hægt að frysta flestallan mat, mun frystikistan líklega aldrei útrýma eldri aðferðum – blessunarlega. Og óbærilegur ótti nútímamannsins við aukakílóin mun líklega ekki heldur ná að hræða fólk frá því að borða og búa til sultur – vonandi. En þetta tvennt – kælitæknin og óttinn við sykurinn – er í raun út- gangspunktarnir í nýju kveri eftir Sigurveigu Káradóttur. Sigurveig selur hafraklatta og margt fleira undir nafni Matarkistunnar. Hún heldur líka úti matarbloggi og hefur reynt að veita skólamötuneytum virkt aðhald ásamt þeim Margréti Gylfadóttur og Sigurrós Pálsdóttur (þær þrjár voru að gefa út bók um nesti fyrir þá sem vilja sneiða hjá mötuneytum og mæta í vinnu eða skóla með hollmeti að heiman). Og svo er Sigurveig eiginkona Egils Helgasonar og móðir Kára, sem er áberandi aukapersóna í bloggi Egils. En hvað um það; tillegg Sigurveigar er að nota kosti ísskápsins og sykursins og eins lítið af göllunum og hægt er. Hefðbundin upp- skrift að sultu er einn hluti ber eða rabarbari og einn hluti sykur. Slík sulta geymist mán- uðum saman. Sultan er þá svo sæt að engar bakteríur þola við. En þar sem fólk óttast syk- urinn notar Sigurveig helmingi minni sykur í sínar uppskriftir. Þær sultur og þau mauk geymast náttúrlega miklu síður. Og lausn Sigurveigar er að búa til minna af sultunni og geyma hana í ísskáp. Þar ætti hún að haldast fersk og fín í nokkrar vikur. Þegar hún klár- ast, býr fólk síðan til nýja sultu og allt aðra. Úr því að við erum að fjalla um jarðarber þá er hér jarðarberjasulta frá Sigurveigu: Setjið hálft kíló af jarðarberjum og 250 grömm af sykri í pott ásamt 20-30 ml af vatni og einni eða tveimur kanilstöngum. Látið malla við vægan hita í 25-30 mínútur eða þar til sultan er hlaupin en jarðarberin ekki öll orðin að mauki. Sultur allt árið eftir Siguveigu Káradóttur er bókmenntasögulegt verk. Reynið að tala um bókina án þess að minnast á Hamsun eða Egil Helgason. Frosin jarðarber halda ferskleika bragðsins en missa allan glæisleika þegar þau þiðna. Þau eru í raun eins og fallið sufflé. Ljósmynd/ Nordic Photos/Getty Images Og það heppna fólk sem býr svo vel að geta tínt villt jarðarber er líklega búið að borða þau öll. Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, káttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is Jarðarber eru einu berin sem hafa látið sér detta í hug að bera fræin utan á sér. Þess vegna eru þau gróf að utan en silkimjúk að innan. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Og óbærilegur ótti nútíma- mannsins við aukakílóin mun líklega ekki heldur ná að hræða fólk frá því að borða og búa til sultur – vonandi.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.