Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 09.09.2011, Qupperneq 62
Það sem eink- um réð þessari ákvörðun er að Haukur er að gefa út bók þannig að það par var eigin- lega dautt.“ „Já, þau eru nú bara komin í hjóna- band í þessum bransa. Passa sig samt á því að kyssast aldrei áður en þau fara í þáttinn. Þau eru góð í að taka bók- menntirnar niður á það plan sem við vitleysingarnir skiljum,“ segir Ragn- heiður Thorsteinsson, útsendingar- stjóri Kiljunnar, bókmenntaþáttar Rík- issjónvarpsins. Afráðið hefur verið að þau Páll Baldvin Baldvinsson og Kolbrún Bergþórsdóttir verði ein um bók- menntagagnrýni í Kiljunni í vetur en í fyrra var sá háttur hafður á að þau voru hálfsmánaðarlega. Á móti þeim voru svo Þorgerður E. Sigurðardótt- ir og Haukur Ingvarsson. Fréttatím- inn heyrði því haldið fram að áhorfstöl- ur sýndu berlega að það par hefði lítið að gera í klærnar á Páli og Kolbrúnu; fleiri fylgdust að jafnaði með þættinum þegar gömlu brýnin væru á skjánum og því hefði þessi ákvörðun verið tek- in. Auglýsingastjóri RÚV, Einar Logi Vignisson, taldi það hæpið. „Sveiflur í áhorfi milli þátta eru það litlar að mér þykir afar ósennilegt að innihald hvers einstaks þáttar hafi þar áhrif. En kenningin er skemmtileg,“ sagði Einar Logi. Hann skoðaði áhorfstölur sem sýndu að þar voru einkum aðr- ar breytur sem höfðu áhrif, svo sem hvort handboltaleikur væri á undan þætti eða árstíðarbundnar reglulegar sveiflur, svo sem minna áhorf þegar fólk er við jólaundirbúning. Ragnheiður bar saman tölurnar við þá þætti þar sem Páll og Kolbrún voru í settinu. „Því miður. Tölurnar styðja þessa frábæru kenningu ekki. Við erum yfirleitt í svona 21 prósenti í uppsöfnuðu áhorfi. Það sem einkum réð þessari ákvörðun er að Haukur er að gefa út bók þannig að það par var eiginlega dautt.“ - jbg  sJÓNVARP PÁLL BALdViN OG KOLBRÚN BeRGþÓRsdÓttiR eiN UM KRÍtÍK Í KiLJUNNi Páll og Kolla kyssast aldrei fyrir þátt  UNNUR ÖsP LeGGUR UN WOMeN Lið Ísland stendur fremst allra landa í jafn- réttismálum og mér finnst viss ábyrgð hvíla á okkur. U nnur Ösp ætlar að nota Fiðrildavik-una til að heimsækja fyrirtæki og kynna starfsemi UN Women með fyrirlestri um samtökin og þau verkefni sem þau vinna í fátækustu löndum heims. Tilgangurinn er að hvetja fyrirtæki og starfsfólk til að legga samtökunum lið með því að borga tiltekna upphæð með „systur“ mánaðarlega. „Konur hafa það víða mjög slæmt í þróun- arlöndunum og á stríðshrjáðum svæðum. Þegar við styrkjum konur erum við að styrkja börnin þeirra og alla fjölskylduna um leið. Það er hræðileg staðreynd að einni af hverjum fimm konum á heimsvísu er nauðg- að á lífsleiðinni og þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi,“ segir Unnur Ösp. „Ég var nú ekki alveg búin að setja mig inn í þessar tölur og fékk algert sjokk þegar ég fór að kynna mér þetta. Og þess vegna ákvað ég að ganga til liðs við þær í Fiðrildavikunni og reyna að vekja fólk til umhugsunar um þessa hluti.“ Unnur Ösp segir að í Fiðrildavikunni verði söfnunin kynnt vel í fjölmiðlum auk þess sem hún mun sækja fyrirtæki heim, en erindi UN Women hefur nú þegar verið vel tekið. „Við erum búnar að ná alveg frábæru samstarfi við nokkur fyrirtæki sem verða styrkaraðilar UN Women í Fiðrildavikunni og þau fyrirtæki fá sérstaka heimsókn frá okkur og starfsmenn þeirra kynningu. Markmiðið er auðvitað að vekja fólk til um- hugsunar um stöðu kvenna í heiminum og hvetja sem flesta til að styrkja samtökin og gerast mánaðarlegir áskrifendur og styrkja „systur“ hvar sem er í heiminum.“ Unnur Ösp bendir á að aðstæður þeirra kvenna sem samtökin leitast við að hjálpa séu gerólíkar öllu sem íslenskar konur þekki og séu fjarri raunveruleika okkar. „Ef ég tala út frá minni reynslu þá hefur maður einhvern veginn aldrei upplifað sig sem einhvers konar fórnarlamb eða í minni- hlutahópi. Þótt alltaf megi gott bæta í jafn- réttismálum hérlendis þá stendur Ísland fremst allra landa á því sviði samkvæmt út- tekt Alþjóða efnahagsráðsins í fyrra og mér finnst viss ábyrgð hvíla á okkur, sterkum og sjálfsöruggum konum á Íslandi, gagnvart kynsystrum okkar úti um allan heim sem eru í allt annarri stöðu.“ Staða kvenna í fjarlægum heimshlutum er Unni Ösp einkar hugleikin um þessar mundir þar sem hún mun leika aðalhlutverk- ið í Eldhafi í Borgarleikhúsinu í byrjun næsta árs. „Þetta verk tengist þessu nú aldeilis. Þar er sögð ævisaga konu frá Mið-Austur- löndum. Alveg ótrúlega sterk og dramatísk saga. Þetta er ofboðslega spennandi nýtt leikrit sem hefur farið sigurför um heiminn. Þannig að þær hjá UN Women hringdu í mig á alveg hárréttu augnabliki og ég var bara svo ótrúlega innblásin að ég varð að gera þetta þótt minn vettvangur sé yfirleitt leik- sviðið og vinnuvikan þessa dagana sé ansi þéttsetin.“ Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir verður í fylkingarbrjósti Fiðrildaviku UN Women sem hefst mánudaginn 12. september. Vikan verður notuð til að safna fé og hvetja fólk til að styðja fjárhags- lega við konur sem búa við kröpp kjör, meðal annars í stríðshrjáðum löndum. Þrátt fyrir miklar annir fann Unnur Ösp sig knúna til að leggja málefninu lið; ekki síst þegar hún stóð frammi fyrir tölulegum staðreyndum um fjölda kvenna sem verða fyrir ofbeldi og nauðgunum. Unnur Ösp hefur í nógu að snúast þessa dagana en gat ekki sleppt því að leggja UN Women lið í Fiðrildavikunni dagana 12.-18. september þar sem slæm staða kvenna í fjarlægum löndum brennur heitt á henni. Ljósmynd/Hari. Styrk og sjálfstæði fylgir ábyrgð Englarnir á sviðið Þjóðleikhúsið hefur keypt rétt til þess að gera leikgerð upp úr sögu Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins, sem ráðgert er að sett verði upp á næsta ári. Englar alheimsins er líkast til þekktasta verk Einars Más; gerð var samnefnd kvikmynd sem byggð er á bókinni auk þess sem bókin tryggði Einari Norðurlanda- meistaratitilinn í bókmenntum; í kjölfar útgáfu bókarinnar hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1995. Þeir félag- arnir Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson hafa verið fengnir til að skrifa leikgerðina en Þorleifur mun leikstýra. Símon er líkast til þekktastur fyrir störf sín sem blaða- og fréttamaður þar sem hann hefur þótt harðskeyttur. Gestir á Amokka, kaffihúsi í Borgartúni, komust ekki hjá því á mánudaginn var að taka eftir fundi þjóðþekktra manna því þar var fremur óvæntur félagsskapur á ferð. Þarna sátu, djúpt niðursokknir í umræður, þeir Björn Bjarnason, fyrr- verandi dómsmálaráðherra, Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, og Sturla Jónsson, vörubílstjóri og einn helsti byltingarleiðtogi búsáhaldabyltingarinnar. Frétta- tíminn innti Sturlu eftir því hvað hefði verið til umræðu en hann sagðist ekki tilbúinn að láta það uppi að svo stöddu, ekki frá sinni hendi, en sagði þó að ekki væri á döfinni nýr stjórnmálaflokkur heldur hefði verið til umræðu hagsmunir heimilanna. Frekari tíðinda má vænta. Björn, Sturla og Styrmir ráða ráðum sínum Barnfóstra og einkabílstjóri í Barcelona Þótt fjarað hafi undan fjármálaveldi athafna- mannsins Magnúsar Ármanns á Íslandi virðist hann þó enn kunna að njóta lífsins. Hann býr nú í Barcelona við góðan kost með bæði einkabílstjóra og barnfóstru. Magnús er ekki einn útrásarvíkinga í Barcelona því félagi hans Hannes Smárason býr einnig í borginni. Leiðir þeirra félaganna liggja einnig saman á Íslandi því Magnús hefur gist í glæsivillu á Laufásvegi þegar hann er á landinu – glæsivillu sem Hannes átti áður en leigir nú af Landsbankanum. Kolbrún og Páll. Eins og gömul hjón í Kiljunni og sitja nú ein að sjón- varpsgagnrýninni. Lausir tímar til leigu í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund Í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund eru lausir til leigu nokkrir tímar í vetur. Nánari upplýsingar er að finna á vef skólans www.msund.is. Rektor 58 dægurmál Helgin 9.-11. september 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.