Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 4
Spjaldtölvur Gistinóttum fjölgar Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 80.400 en voru 77.800 í sama mánuði árið 2010. Gistinætur erlendra gesta voru um 76% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í febrúar en gistinóttum þeirra fjölgaði um 5% á meðan gisti- nóttum Íslendinga fækkaði um 2% samanborið við febrúar 2010, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi og samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða. Á höfðuborgarsvæðinu voru 60.500 gistinætur í febrúar sem er 3% aukning frá fyrra ári. Á Suðurlandi voru 10.100 gistinætur sem er 25% aukning samanborið við febrúar 2010. Gistinætur á Suðurnesjum voru 3.900 í febrúar sem er 15% aukning frá fyrra ári og á Austurlandi var fjöldi gistinátta 1.000 samanborið við 700 í febrúar 2010. Gistinætur á Norðurlandi voru 3.700 í febrúar og fækkaði um 33%. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 1.200 gistinætur í febrúar samanborið við 1.600 í febrúar á síðasta ári. -jh Gengi krón- unnar lækkar Raungengi íslensku krón- unnar lækkaði fjórða mánuðinn í röð nú í mars síðastliðnum. Lækkunin að þessu sinni var þó mun minni en hún hefur verið að undan- förnu, en hún nam 0,2% milli mánaða og er raungengið komið niður í 74,2 stig. Þessi lækkun endurspeglar einna helst lækkunina á nafngengi krónunnar á sama tíma, en hún nam rúmum 0,6% milli mánaða miðað við vísitölu meðalgengis. Á sama tíma hækkaði verðlag hér á landi um 1,0% samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem hefur vegið nokkuð upp á móti áhrifum nafngengis á raungengi á tímabilinu. Hefur verðlags- hækkunin því verið nokkuð meiri hér á landi en í okkar helstu viðskiptalöndum. Þetta má sjá í tölum sem Seðlabanki Íslands birti í gær. Árið byrjar vel í ferðaþjónustu Alls fóru 26.624 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í mars sem er lítilleg aukning, eða um 0,9%, frá því í mars í fyrra. Líklegt er að þetta sé fjölmennasti mars- mánuður frá upphafi hvað erlenda ferðamenn varðar og þar með er þetta þriðji metmánuðurinn í röð í þessum efnum. Brottfarir erlendra ferðamanna eru nú komnar upp í 71.735 á fyrsta fjórðungi ársins, sem er aukning upp á 9,6% frá sama tímabili í fyrra. Er því ekki annað hægt að segja, miðað við þessa framvindu, en að árið fari vel af stað hjá íslenskri ferðaþjónustu, segir Greining Íslands- banka. Frá áramótum hefur ferðamönnum frá Norður- Ameríku fjölgað mest en þeir voru um þriðjungi fleiri á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. -jh Nei yfir í skoð- anakönnunum Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær, fimmtudag, ætla 54,8% að segja nei við Icesave- samningnum. Niðurstaðan er svipuð og í könnun sem MMR gerði og Stöð tvö birti á miðvikudagskvöld. Sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 54,8% af þeim sem tóku afstöðu að segja nei en 45,2% að segja já. 24% höfðu ekki gert upp hug sinn. 800 manns voru spurð dagana 5. og 6. apríl. Spurningin var: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í þjóðaratkvæða- greiðslu þann 9. apríl næstkomandi? Þá var spurt hversu líklegt fólk væri til að taka þátt í kosningunni og sögðust 72,1% telja líklegt að þau myndu kjósa. Samkvæmt niðurstöður könnunar MMR sem Stöð tvö birti í fyrrakvöld ætla 56,8% kjósenda að segja nei við Icesave-samningnum en 43,2% að segja já. - jh VÆTUDAGAR Haltu regninu úti svo þú getir verið lengur úti. CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Milt loft úr suðvestri strekkinGsvindur oG súld eða sMáriGninG suðvestan- oG vestanlands. Bjartara norðaustan- oG austanlands. Hlýnandi veður. HöfuðBorGarsvæðið: S oG SV-VINduR oG Að MEStu SkýjAð. dÁLÍtIL VÆtA ANNAð VEIFIð. MjöG Milt í veðri oG Hiti uM oG yfir 10 stiG norðan- oG austanlands. að Mestu skýjað á landinu oG riGninG sunnan- oG suðaustantil. HöfuðBorGarsvæðið: StREkkINGSVINduR, SEM jAFNFRAMt ER HLýR MIðAð VIð ÁRStÍMA. SkýjAð, EN Að MEStu ÞuRRt. snýst í sv vind Með kólnandi veðri. riGn- inG, einkuM vestantil, en sólríkt eystra. frystir oG Með éljuM uM kvöldið vestan- lands oG á vestfjörðuM. HöfuðBorGarsvæðið: RIGNING uM MIðjAN dAG- INN, EN kóLNAR SÍðdEGIS MEð kRApAéLjuM. kosið í vorveðri Í almennum kosningum er veður það sem kjörstjórnir óttast helst. ófærð og illviðri sem kemur í veg fyrir að fólk komist á kjörstað setur strik í reikninginn og kjörkassar sem verða innlyksa völdum veðurs. kjördagur á laugardag sýnist ætla að verða alger andsæða þessa, því spáð er vorhlýindum og vænum hita um land allt. Á Norður -og Austurlandi ætti hitinn að óbreyttu að komast yfir 10 stig. Þetta vorveður staldrar hins vegar ekki lengi við, því strax á sunnudag kólnar. Rigning framan af, en krapaél á láglendi vestanlands undir kvöld á sunnudag. 5 7 7 8 7 8 7 12 13 7 5 5 9 11 6 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður F yrr í vikunni lét IFEX, dótturfyrir-tæki Lýsis, innkalla Iceland Pet-fóðrið en það fæst nú endurgreitt í versl- unum Bónuss. Við eftirlit Matvælastofnunar fannst cyanur-sýra í sumum tegundum fóðursins en hún veldur þvagsteinum hjá dýrum sem er sársaukafullur kvilli. „Við teljum magnið af þessu efni vera inn- an eðlilegra marka og í samræmi við allar reglugerðir og tilmæli. Við óskum eftir því að MAST afturkalli þessa ákvörðun sína,“ segir Katrín. „Mér finnst undarlegt að nákvæmlega sama fóðrið hafi verið í sölu í Danmörku í þrjú ár án þess að okkur hafi borist ein einasta kvörtun.“ Á dýraspítalanum í Víðidal hafa læknar orðið varir við aukin þvagfæravandamál dýra. „Við sáum mikla aukingu á þvagfæra- vandamálum undanfarið ár. Erfiðleikar með þvaglát og þvagsteinar hafa aukist,“ segir Katrín Harðardóttir dýralæknir. „Þetta er fóðurtengt vandamál og við spyrjum alltaf á hvaða fóðri dýrin séu. Við sjáum að þessi vandamál virðast algengari hjá dýrum á þessu fóðri en þau geta líka komið upp hjá dýrum sem eru á öðru og dýrara fóðri. Þvagsteinar myndast í þvag- blöðrunni og við höfum þurft að þræða dýrin og skola þá út. Að auki þurfum við setja þau á sjúkrafóður, sýklalyf og auðvitað verkjalyf því þetta er mjög sárt.“ Katrín Pétursdóttir segir sölustopp og neikvæða umfjöllun hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir vörumerki. Lýsi vinni nú að því hörðum höndum, ásamt Matvælastofnun, að komast til botns í málinu með fleiri sýnum úr fóðrinu. Vill dýrafóðrið aftur í sölu katrín pétursdóttir, forstjóri Lýsis, vill koma dýrafóðrinu Iceland pet aftur í verslanir og gagnrýnir að Matvælastofnun vilji krefjast innköllunar á fóðrinu. katrín Harðardóttir, dýralæknir í Víðidal, hefur orðið vör við þvagfæravandamál dýra sem nærast á fóðrinu. katrín pétursdóttir, forstjóri Lýsis, er ósátt við kröfu Matvælastofnunar og segir Iceland pet-fóðrið hafa verið selt í danmörku í þrjú ár án þess að nokkrar kvartanir hafi borist.  matvælastoFnun lét innkalla katta- og hundamat 50-75% verðmunur á umfelgun Vetrardekkin eiga að vera horfin undan bifreiðum lands- manna enda komið vor samkvæmt almanakinu. Verðlags- eftirlit ASÍ gerði verðkönnun á skiptingu, umfelgun og jafn- vægisstillingu hjá 36 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið síðastliðinn mánudag. Þjónustan var könnuð fyrir nokkrar tegundir fólksbíla. KvikkFix í kópavogi var með lægsta verðið í könnuninni í öllum tilvikum, en allt að 3.499 kr. verðmunur var á þjónustu hjólbarðaverkstæðanna við að skipta, umfelga og jafnvægisstilla dekk á 16 tommu álfelgu undir meðalbíl. Verðmunur á umfelgun á 14, 15 og 16 tommu dekkjum var á bilinu 50-75%. -jh Íslendingur dæmdur fyrir morð í danmörku tuttugu og fjögurra ára íslenskur karlmaður, lárus freyr einarsson, hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir morð á 41 árs gamalli konu í Horsens í danmörku á síðasta ári, að því er Vísir greinir frá. Þar segir enn fremur að annar karlmaður, danskur, hafi einnig verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir morðið. Mennirnir myrtu konuna fyrir framan 23 ára dóttur hennar. Í frétt- inni er vitnað til danska blaðsins Ekstra Bladet þar sem líkur eru leiddar að því að morðið tengist uppgjöri á fíkniefnaskuld. -jh 50% VERðMuNuR Á uMFELGuN 75% til 4 fréttir Helgin 8.-10. apríl 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.