Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 18
Hvað sem gerist þá áfell- ist ég ekki fjöl- skyldu mína. Aðstæðurnar neyða þau til að bregðast svona við. Þau eiga engra kosta völ.“ Í synjun Útlend- ingastofnunar er vitnað í tölvupóst- ana og þar segir: „Þá er hún „vin- samlegast“ beðin að koma heim. Samkvæmt þessu er umsækjanda í sjálfsvald sett hvort hún giftist eða ekki. Hvergi kemur fram að hún verði neydd í hjónaband með einum eða öðrum hætti.“ Sigurður Örn fagnar því að Útlendingastofn- un endurmeti umsókn Priyönku því hún hafi ekki fengið sanngjarna málsmeðferð hjá stofnuninni. „Í upphaflegri ákvörðun Útlend- ingastofnunar var ekki tekið nægj- anlegt tillit til ný- legrar lagasetn- ingar Alþingis, þar sem sérstak- lega er mælt fyrir um aukna réttar- vernd erlendra kvenna sem bíður ánauð í heima- landi sínu. Þá brást Útlendinga- stofnun rann- sóknarskyldu sinni, en mjög takmarkaðra gagna var aflað af hálfu stofnunar- innar, ef nokk- urra. Útlendinga- stofnun braut jafnframt gegn andmælareglu stjórnsýsluréttar- ins, en Priyönku var ekki boðið í viðtal né var henni gefinn kost- ur á að tjá sig um þau atriði sem þó réðu upphaflegri ákvörðun Útlend- ingastofnunar.“ Sigurður Örn fagnar endurupp- töku málsins hjá Útlendingastofnun og vasklegri framgöngu innan- ríkisráðherra í málinu. Útlendingastofnun brást Sigurður Örn Hilmarsson, lögfræðingur Priyönku, furðar sig á því að Útlendingastofnun hafi hengt sig í einstakt orð í tölvupóstum frá bróður Priyönku þar sem hann biður hana að koma heim til Nepals. Póstarnir voru lagðir til grundvallar umsókninni um dvalarleyfi. Skilaboðin um að Priyanka ætti engra kosta völ hafi komið skýrt fram í tölvuópstinum. P riyanka kom til Ís- lands fyrir ári til að vinna sem au pair hjá íslenskri fjöl- skyldu. Dvölin var einungis hugsuð til skamms tíma og eitt af markmiðum ferðarinnar var að jafna sig á sárum bróðurmissi. Elsti bróðir hennar og fyrirvinna fjölskyldunnar lést í slysi skömmu áður. Eftir að Priyanka kom til Íslands fékk hún fréttir af því að faðir hennar væri líka látinn. „Staða mín er gjörbreytt eftir að faðir minn og bróðir létust. Ég á enga mögu- leika á að giftast jafningja eða manni á svipuðum aldri og ég. Það þykir ekki góður kostur að giftast konu í mínum aðstæðum.“ Útlendingastofnun endurskoðar nú umsókn Priyönku um dvalarleyfi á Ís- landi en stofnunin synjaði umsókn hennar fyrir hálfum mánuði. Priyanka er 23 ára og segir líf sitt í Katmandú í Nepal hafa einkennst af mikilli fátækt með móður og eldri bróður sem fyrir- vinnu. Faðir hennar yfirgaf fjölskylduna fyrir aðra konu þegar Priyanka var tveggja ára en hún er yngst fjögurra systkina. „Jafnvel þótt við ættum ekkert og kúldruðumst öll í pínulitlum kofa sem ekki hélt vatni, sagði elsti bróðir minn alltaf að hann myndi sjá til þess að ég fengi menntun.“ Hvers vegna viltu ekki fara aftur heim til Nepals? „Vegna þess að ég á mér svo marga drauma og vonir um líf mitt. Ég vil verða sjálfstæð.“ Og hvernig sástu framtíðina fyrir þér áður en þú komst til Íslands? „Ég var alltaf dugleg að læra og elsti bróðir minn var mín stoð og stytta. Hann hvatti mig til að halda áfram að læra og fullyrti að ég myndi klára menntaskóla og komast í háskóla. Hann sagðist ætla að tryggja það, alveg sama hvað upp á kæmi. Mér fannst ég full- komlega örugg í höndum hans og var spennt fyrir framtíðinni. Svo kom versti dagur lífs míns þegar mér var tilkynnt að hann væri dáinn,“ segir Priyanka og brestur í grát. „Hann var alltaf að vinna og hugsa um okkur fjölskylduna. Mamma kom til mín og spurði hvað yrði nú um mig. Nú hefði ég tapað heimanmundinum líka.“ Priyanka tekur sér tíma til að jafna sig og segist sakna bróður síns mikið. En þú átt annan bróður, ekki rétt? „Jú, en hann er hreyfihamlaður og getur því ekki unnið. Ekki vegna þess að hann vilji ekki vinna heldur vegna þess að hann er með ónýtt hné.“ Að sögn Priyönku hefur þessi bróðir hennar lagt hart að henni undanfarna mánuði að snúa aftur til heimalands síns. Fundinn sé rúmlega fertugur maður sem sé tilbúinn að giftast henni. Fjölskyldan hafi engin efni á að hafna tilboðinu enda sé framtíð hennar þannig borgið. Auðveldast að gifta mig „Ég er svo hrædd að ég skelf þegar ég byrja að hugsa um þetta.“ Priyanka hækkar röddina. „Hvað sem gerist þá áfellist ég ekki fjölskyldu mína. Aðstæðurnar neyða þau til að bregðast svona við. Þau eiga engra kosta völ. Get- urðu ímyndað þér; ég á systur sem hefur ekki enn getað gifst manni. Hún er 28 ára og enginn maður hefur áhuga á svo gamalli „stelpu frá fátækri fjölskyldu“. Bróðir minn getur ekkert gert til að sjá fyrir þeim. Það er ekki hans sök og ég áfellist hann ekki.“ Tárin fara aftur að streyma niður vanga Priyönku. „Mamma mín er orðin 63 ára. Ég elska hana út af lífinu. Hún hefur unnið svo mikið og lagt svo hart að sér um ævina til að sjá fyrir mér. Ég á henni allt að þakka. Öll menntunin sem ég hef fengið og það að ég skuli vera hér stödd núna, allt er það vegna hennar. Ég hef aldrei sagt að fjölskylda mín sé vond eða hóti mér öllu illu. Það væri bara auð- veldast fyrir þau að gifta mig.“ Eðlilegast væri að Priyanka giftist manni sem sæi fyrir henni og fjölskyldu hennar og í sjálfu sér er það ekki skipu- lagt hjónaband sem hún hræðist. Hún segist alltaf hafa átt von á því að ætt- ingjar hennar fyndu henni mann til að giftast, líkt og venjan er með langflest hjónabönd í Nepal. Að sögn Priyönku var móðir hennar aðeins ellefu ára þegar hún giftist föður hennar tvítug- um. Venjan er að brúðurin fái ekki að sjá eiginmann sinn fyrr en að giftingarat- höfninni lokinni og þannig hafi það ein- mitt verið í brúðkaupi foreldra hennar. Hefðarinnar vegna fái hún ekki að vita hver biðillinn sé sem bíði hennar. Fjölskyldan öreigar „Nepal er fátækasta land í heimi. Mamma vann í verksmiðju og fékk 800 rúpíur í mánaðarlaun en af þeim þurfti að greiða 600 rúpíur í húsaleigu. Það var því sáralítið eftir. Við áttum enga fjölskyldu að sem gat hjálpað okkur eftir að pabbi sneri við okkur bakinu,“ segir Priyanka en bætir við að hún hafi fengið ástríkt uppeldi og ekki hafi skort umhyggju. Priyanka yfirgaf heimaland sitt í fyrsta skipti þegar hún kom til Íslands í fyrra. Hún tengdist strax nýju fósturfjöl- skyldunni sterkum böndum og börnin á heimilinu, sem eru hálfnepölsk, urðu nánast eins og systkini hennar. Fjölskyldan hefur styrkt hana til náms við verk- og raunvísindadeild há- skólabrúar Keilis þar sem hún hefur blómstrað og fengið hæstu einkunnir í öllum fögum. „Ég hef alltaf verið duglegur námsmaður og ég á mér draum um að komast í háskóla og læra efnafræði. Mér finnast raunvísindi eins og eðlisfræði og stærðfræði gríðarlega skemmtileg.“ Priyanka fékk menningarsjokk þegar hún sá vellystingarnar sem Íslendingar bjuggu við. „Mér brá þegar ég sá allt dótið sem börnin hérna áttu. Ég átti ekki eitt einasta leikfang þegar ég var lítil en ég lék mér með mold og steina.“ Hún segist líka hafa verið lengi að venjast því hve mikill matur væri á boð- stólum. Vill sjálf sjá fyrir fjölskyldunni „Ef ég fer til Nepals núna verð ég að gift- ast manni sem mun ætlast til að ég þjóni honum og hugsi um heimilið og börnin hans. Þess vegna vill hann líklega giftast mér. Ég get ekki hugsað mér þau örlög því ég vil ráða minni framtíð sjálf. Mig langar að klára námið í Keili og fara svo í háskóla og að því loknu vil ég geta séð fyrir fjölskyldu minni. Tíu þúsund krónur á mánuði væri nóg til að fram- fleyta henni.“ Hefur fjölskylda þín hótað þér? „Þau segja ekki að eitthvað skelfilegt komi fyrir ef ég kem ekki aftur. Bróðir minn hefur hins vegar gert mér það ljóst að ég eigi að koma heim og fái engu um það ráðið. Ég þori þess vegna ekki að segja honum að ég hafi fengið synjun á dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Ég hef ekki þorað að vera í samskiptum við hann í margar vikur.“ Rúmlega þrettán þúsund manns hafa undirritað áskorun til stjórnvalda á Fa- cebook um að leyfa Priyönku að dvelja áfram á Íslandi. „Mér líður miklu betur núna en undanfarinn hálfan mánuð. Umsókn mín verður endurskoðuð og ég vonast eftir betri niðurstöðu. Ég er mjög hrædd en samt bjartsýn.“ Áfellist ekki fjölskyldu mína Priyanka Thapa segist alltaf hafa átt von á því að fjölskylda hennar fyndi henni mann til að giftast. Staða hennar í heimalandinu Nepal hafi hins vegar gjörbreyst eftir að faðir hennar og elsti bróðir létust og enginn geti lengur greitt með henni heiman- mund. Hún sagði Þóru Tómasdóttur frá þeirri sáru en flóknu stöðu að fjölskyldan, sem elski hana af öllu hjarta, ætli henni nú að giftast sér miklu eldri manni. Priyanka brestur í grát þegar hún segir frá elsta bróður sínum sem lést í slysi. Priyanka ásamt Önnu Láru Stefánsdóttur og Söru Mayu Önnudóttur og fjölskylduhund- inum. Priyanka segist eiga engra kosta völ en að giftast miklu eldri manni, snúi hún aftur til heima- landsins. Lj ós m yn d/ H ar i 18 viðtal Helgin 8.-10. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.