Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 42
Takmörkuð tilfinningagreind Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL B Konur gefa stundum vísbendingar um hvað þær vilja án þess að segja það berum orðum. Það getur valdið karlkyninu vanda, þ.e. ef það kyn fattar yfirhöfuð að konur eru með þessum hætti að óska einhvers. Hið ein- falda kyn reiknar yfirleitt með beinni ósk, engu flúri. Einföld samskipti eru stundum gerð flókin. Vinnufélagi minn af karlkyni er orðinn það þroskaður að hann skilur að konan hans er að biðja hann að standa upp frá matarborði og sækja fyrir sig vatnsglas ef hún segir: „Ansi var þessi matur sterkur, elskan.“ Þessi viðbrögð sýna að vísu magnaða til- finningagreind hjá karlmanni og um leið að hann er vel taminn, eins og menn verða gjarna af langri sambúð. Sjálfur held ég að ég sé bærilega taminn og er t.d. fús að sækja vatnsglas handa minni konu, biðji hún um slíkt. En hún verður þá að segja það berum orðum. Það þýðir ekkert að tala undir rós, nefna að saltfiskurinn hafi ekki verið nægilega útvatnaður eða piparbragðið yfirþyrmandi. Verra er ef konur gefa mjög ákveðnar vísbendingar alla aðventuna um æskilegar jólagjafir – segjum ákveðinn skartgrip eða fagurt, og eftir atvikum þokkalega dýrt, klæði sem fólk kaupir sér ekki hvunndags – en viðkomandi eiginmaður nemur ekki boðin og kaupir standlampa. Hætt er við að sérríið í trifflí-botninum dugi ekki til að gleðja konuna það aðfangadagskvöldið. Konur sem búa við áberandi tilfinninga- greindarskort manna sinna verða að taka til sinna ráða vegna slíkrar þroskahöml- unar. Besta ráðið hjá þeim er auðvitað að kaupa sjálfar þær gjafir sem þær vilja og afhenda eiginmanninum með þeim orðum að hann megi leggja sitt af mörkum með því að pakka góssinu inn. Þetta er hins vegar ekki gerlegt nema fjárhagur hjónanna sé sameiginlegur, sem er víst algengara en hitt. Lágmark er að karlinn borgi eitthvað í gjöfinni – og taka verður viljann fyrir verk- ið þegar kemur að innpökkuninni. Það er ekki víst að borðar, slaufur eða annað dúll- erí fylgi. Ég viðurkenni að ég hef stundum fengið í hendurnar varning sem uppfyllir óskir konunnar með innpökkunarfyrirmælum og leyni því ekki að það hefur leyst ákveð- inn vanda í þau skipti. Það er ekki frumlegt en samt betra en að hún taki upp hrærivél með ástarkveðju frá sínum heittelskaða. Slaufur og borðar utan um jólapappírinn redda engu í þeim tilfellum. Þótt mín ágæta kona hafi stundum bjarg- að jólunum með þessum hætti nennir hún síður að hafa fyrir því þegar kemur að af- mælisdegi hennar. Hún lætur karl sinn frekar um valið þá og tekur örlögum sín- um. Í seinni tíð, eftir að dætur okkar full- orðnuðust, fæ ég gjarna ábendingar frá þeim. „Oh, pabbi, þú ert svo mikill vitleys- ingur,“ heyrist gjarna frá þeim um leið og þær benda mér á að móðir þeirra hafi verið að máta þetta eða hitt eða skoða ákveðna gripi án þess að ég hafi áttað mig á sam- hengi hlutanna. Þær aðstoða mig síðan við valið sem þýðir að ég þyki koma sterkur inn sakir frumleika og hugmyndaauðgi. „Þetta er akkúrat það sem mig langaði í,“ segir konan og lætur eins og ég hafi valið gjöfina einn og óstuddur. Hún veit auðvitað betur en hvorki hún né stelpurnar segja orð. Kona mín veit nefnilega af gamalli reynslu að frumleikinn varðandi afmælis- gjafirnar er takmarkaður, svo ekki sé meira sagt. Hún á afmæli að vori, einmitt þegar hortensíur svokallaðar standa í fullum blóma. Fyrir þá kynbræður mína sem ekki vita hvað hortensía er skal það upplýst að um er að ræða pottablóm með nokkrum bumbulaga blómabrúskum á stærð við þokkalega bolta. Eitt vorið, á afmælisdegi frúarinnar, var ég að vandræðast í blóma- búð og rak augun í svona jurt. Blómasölu- konan sagði hortensíu mesta þing sem stæði lengi en vökva þyrfti vel. Ég fór heim með eina bleika. Auðvitað var þetta ansi ræfilsleg gjöf. Pottablóm eru eitthvað sem fólk kaupir sér sjálft. Afskorin blóm eru við- urkenndar tækifærisgjafir með öðru bita- stæðara. Sennilega hefði ég allt eins getað gefið konunni viskustykki eða mánaðará- skrift að tímaritinu Húsfreyjunni. Hún lét þó ekki á neinu bera og þakkaði mér fyrir þessi bleiku bollublóm sem hún vökvaði um hríð. Það voru auðvitað mistök hjá henni að taka þessari tíkarlegu afmælisgjöf með jafnaðargeði því hún fékk hortensíu líka á næsta afmælisdegi. Eini munurinn var að nú splæsti ég í hvíta. Hún fékk þó ekki orða bundist þegar ég mætti þriðja afmælisdaginn í röð með hortensíu, bláa til tilbreyt- ingar. „Þú mátt skila þessu, elskan,“ sagði hún, „mig langar eiginlega ekki í hortensíu, jafnvel ekki þótt hún sé blá núna.“ Líklega var eins gott að hún tók af skarið. Þótt ég hafi ekki kynnt mér hortensíur eftir þetta má vera að þær séu til í öllum regnbogans litum. Það væri kannski komið að appelsínugulri í ár.Te ik ni ng /H ar i CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Stephan G. Stephansson M ér finnst þessi vísa Steph-ans G. lýsa einkar vel þeim lyndiseinkunnum sem víðsýnn hugur manna mótast af og veldur því að þeir vilja leita sannleikans allt fram á grafarbakk- ann. Svo lengi lærir sem lifir, segir málshátturinn og vísar til reynslu- vitsins í gamla bændasamfélaginu. Vísa Stephans G. fangar þessa hugsun svo hlý- lega og viturlega í senn. Fullorðinsfræðsla er hins vegar spánnýtt orð í málinu, elzta dæmi Orðabókar Háskólans er frá 1975 og ætli það standist ekki nokkuð á að um það leyti er þjóð- félagið í vaxandi mæli að ranka tæknilega við sér; í framhaldinu hafa heimilin tölvuvæðst, at- vinnulífið sérhæfist æ meira með hverju árinu sem líður og meira að segja kýrnar eru nú mjólkaðar af tölvustýrðum róbótum! Framhalds- skólum fjölgaði hratt á þessu skeiði, dagvistun jókst og grunnskólinn lengdist. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis og ungdómnum var þá stýrt inn í skólana til þess að „búa sig undir lífið“. Eftir sátu „hinir ófaglærðu“ eins og það heitir oft, kannski tvær elstu kynslóðirnar sem þá lifðu. Elsta kynslóðin hafði oft ekki nema nokkurra mánaða far- skólakennslu í fá ár, en sú næstelsta hafði yfirleitt gengið í skóla, lang- flestir lokið barnaprófi og margir unglingaprófi. Atvinnulífið hafði einkum kallað á vinnufúsar hend- ur til að vinna fremur einföld störf, en nú vaknaði þörf fyrir sérhæfða þekkingu og fagvitund. Fullorðinsfræðsla er í eðli sínu tvenns konar. Annars vegar koma fullorðnir í skóla eða annars konar fræðslustofnun til þess að ljúka ein- hverju skilgreindu námi ákveðinna réttinda eða til að endurmennta sig. Í báðum tilvikum er um tvær leiðir að velja, annars vegar í opinbera skólakerfinu, hins vegar hjá öðrum aðilum og oft er sú menntun óform- leg sem kallað er, menn fá ekki einkunn eða skírteini en hafa ei að síður þroskast og menntast. Nýlega voru sett lög um full- orðinsfræðslu sem þar er reyndar kölluð framhaldsfræðsla. Þar er smíðaður rammi utan um þetta námsframboð og hvern- ig það skuli skipulagt. Fræðsluaðilar þurfa að fá viðurkenningu til þess að bjóða upp á nám, en ekki fylgja fjár- veitingar slíkri vottun. Hins vegar veitir Al- þingi fé í sérstakan fræðslusjóð sem aftur stendur straum af marg- víslegum rekstri sem sinnir fræðslumálum fullorðinna. Brýnt er að skólar hasli sér völl á þessu sviði, því að þar býr reynsla og fagþekk- ing. Það er reyndar svo að í starfs- menntaskólum eru nemendur að jafnaði eldri en í bóknámsskólum og það er í rauninni eðlilegt. Menn máta sig við ýmis störf og fara síðan í nám þegar þeir hafa fundið rétta hillu handa sér. Mat á raunfærni er tiltölulega nýtt hér á landi, en þá sýna menn fram á kunnáttu sína og hæfni og fá mat á henni, sem þar með styttir skólagöngu þeirra sem matinu nem- ur. Reyndar hafa skólar verið býsna íhaldssamir í þessum efnum og hugsað sem svo: „Hann/hún hefur bara gott af því að sitja þarna þótt hann hafi unnið eitthvað við þetta.“ Skólar eiga að vera víðsýnir í þess- um efnum og meta djarflega en þó eftir skilgreindum rökum og ávallt með þeim fyrirvara að viðkomandi þurfi hugsanlega að bakka um eitt skref í einstaka greinum. Skóli og þjóðfélag Hvað er fullorðins- fræðsla? Sölvi Sveinsson skólastjóri Landakots­ skóla Þ að er ekki rétt að hægt sé að reka okkur af EES-svæðinu eða beita okkur refsiaðgerð- um á grundvelli EES-samningsins ef við höfnum Icesave-lögunum. Engar heimildir eru fyrir slíkum aðgerðum. Hvorki í EES-samn- ingnum sjálfum né í þjóðarétti almennt. Það hefur alltaf verið hægt að segja upp EES-samningnum en fullyrða má að höfnun Icesave- laganna muni ekki valda því. Hagsmunir samningsaðila af áframhaldandi samstarfi vega mun þyngra en hagsmunir þeirra af Icesave-málinu. Lögfræðileg rök Íslendinga fyrir að neita Icesave- lögunum eru einnig afar sterk og engin fordæmi finnast fyrir því að ríki hafi verið rekin úr alþjóðlegu viðskiptasamstarfi vegna lögfræði- legs ágreinings – hvað þá vegna ágreinings sem ekki hefur komið til umfjöllunar hjá dómstólum. Það er ekki ástæða til að óttast að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni beita sér gegn okkur með löglausum kröfum. Og auðvitað eigum við aldrei að beygja okkur fyrir slíkum kröfum. Stofnunin hefur hingað til nánast eingöngu farið með einföld og borðleggjandi samningsbrotamál fyrir EFTA- dómstólinn. Í það minnsta ekkert mál sem er sambærilegt Icesave málinu. Fellum Icesave-lögin Dómstólaáhættan af Já- leiðinni Litlar sveiflur á gengi gjaldmiðla og áætluðum endurheimtum þrota- bús Landsbankans geta valdið því að ábyrgðin sem fellur á ríkissjóð vegna Icesave-laganna getur orðið mun þungbærari en reiknað er með – og jafnvel óyfirstíganleg. En þetta er ekki eina áhættan af því að samþykkja lögin. Slitastjórn Landsbankans og Héraðsdómur Reykjavíkur hafa samþykkt að kröfur Breta og Hollendinga eigi að njóta forgangs í samræmi við neyðarlögin. Ekki er ljóst hvenær endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir en hún gæti orðið á hinn veginn. Þá mun ríkisábyrgðin sem fylgir Icesave-lögunum, að fjárhæð 674 milljarðar íslenskra króna, lenda af fullum þunga á ríkissjóði. Þeir sem vilja forðast áhættu af dómstólum ættu því að fella Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Tómas Jónsson hrl. Sveinn Snorrason hrl. Þorsteinn Einarsson hrl. Icesave og EES-samningurinn HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt 42 viðhorf Helgin 8.-10. apríl 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.