Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 48

Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 48
Bóksala á neti hefur verið ríkur þáttur víða um lönd um langt skeið. Margir hér á landi notfæra sér þjónustu erlendra fyrirtækja enda er titlaúrval erlendra bóka í íslenskum bókaverslunum fátæklegt og flest verður að sækja í vefsölur þótt á þær bækur leggist vaskur og aðflutningsgjöld. Nokkur fyrirtæki í bókaútgáfu hafa um langt skeið selt bækur beint af forlagsvefsíðum sínum. Þá hefur bokin.is sinnt sölu á nokkrum hluta þess bókaúrvals sem þar er í boði. Fornbókasala reynist, þegar víðar er leitað, vera hjá fleirum: bokakaffid.is geymir yfir tíu þúsund titla á sinni vefsíðu og þaðan má linka sig inn á Dúllarann, Tungubakka í Breiðholti og Örn í Fljótum. Á þeim slóðum er mikið úrval eldri bóka að hafa. En hvað þá með Panama.is? Jú, það er ný bóksala á netinu sem nýlega var sett á laggirnar og býður bækur á fínum kjörum – nýjar og eldri en ónotaðar. Lítið á þessar slóðir. Þar má fá fínt úrval af bókum, nýjum og gömlum, á hagstæðu verði. -pbb Panama og nýjar lendur  Bókardómur Tunglið BrausT inn í húsið i nnan á kápuflipum nýrra ljóðaþýð-inga Gyrðis má rekja nær þrjátíu ára ritferil hans í frumsömdum ljóðum, ljóðaþýðingum, smásögum, nóvellum og þýðingum af ýmsu tagi. Hann hefur frá tvítugsaldri verið óhemju afkastamikill höfundur þótt óhemjutitillinn eigi að engu leyti við hann að öðru leyti. Gyrðir heldur vel um óróa sálarinnar, festir hann í texta og hendingar, vakinn og sofinn hefur hann íhugað og tjáð hið innra líf, skynjun þess sem bærist í kringum stakan mann í landslagi, lokaðan inni í herbergi. Og í því rými verður allt sem lífsanda dregur, bæði lifandi og dautt, slegið dýrðlegum ljóma sem víða stafar heilagleika hluta og lífvera. Gyrðir glæðir allt lífsanda sem hann lýsir. Hann er einn af þessum fáu sem Jóhann Sigurjónsson óskaði svo innilega að tilheyra: snillingur á mál og skynjun. Nábýlið við Gyrði hefur staðið lengi, þótt eftirsjá hryggi þennan lesanda að hafa ekki verið iðnari að öngla ritum hans saman, hálf hilla í bókaskápnum hýsir bara helming safnsins sem telur nær fimmtíu útgáfur. Og allt er safnið með þeim einkennum sem hafa hægt vaxið fram: mildri en skýrri skynjun á málið og tungutakið, stundina sem er í margbreyti- legum myndum. Það er sterk samfella sem teygir sig yfir textasafnið, drengsleg, hógvær og kurteis, hvert orð sérvalið, setningar og hendingar stillilegar, hljóm- fagrar og réttar. Í þeirri stillimynd vakir víða ógn, næm tjáning hans getur með skýrum hætti lætt að lesanda rófi tilfinn- inga ef bráðlætið rekur lesglaðan hug ekki of hratt. Hér skaltu ganga um stilli- lega og gæta að þér. Í nýju ljóðasafni Gyrðis kennir margra grasa: Hann seilist víða, hikar ekki við að snara ljóðum um þýðingar annarra og gerir úr hverju ljóði ljóslifandi heim; stundum í báli, stundum bjartan, stund- um svartan og í ösku. Hann hefur auðgað þýðingabálkinn íslenska að mun og verður að telja hann með dugmestu þýðendum okkar á okkar öld, setja hann í fremstu röð. Mest met ég heildarsvipinn sem á allt hans verk er settur. Texti Gyrðis er alltaf auðþekkjan- legur. Hann er hamur sem auðvelt er að smeygja sér í og gott er að halda sig á hans slóðum langa stund, eins og að droppa þar inn um stundarsakir, jafnvel örskotsstund. Kveðskapur í þessari bók er afar að- gengilegur, alþýðlegur liggur mér við að fullyrða. Gyrðir hleypur um heimskringl- una alla í leit að ljóðmeti, stekkur milli tímaskeiða og menningarheima, engin gátt er honum læst í leit að brýnu erindi í ljóðformi. Það er þakkarverð leiðsögn. Og þá er bara að hvetja menn til að þiggja leiðarvísinn. Einhver sagði að landlæknir ætti að dreifa verkum Gyrðis til þeirra sem krangir væru til sálarinnar, svo væru þau bætandi. Eitt er víst; þau eru dáfögur. Lítið á þetta dæmi – Tíma eftir Antonín Bartusek: Þannig lýkur degi Smárra viðburða Undantekningarlaust: Börnin fara í háttinn, Laufblöðin hætta að svífa um, Stjörnurnar sýnast kyrrar, Þær þrá hver aðra Í ísköldu myrkbláu tómi. Með hlutlausri reglustiku Mælir vatnið undir göngubrúnni Fjarlægðina frá einni stjörnu Til annarrar.  Tunglið braust inn í húsið Ljóðaþýðingar 324 bls. Uppheimar  konan í búrinu Jussi Adler Olsen Þýðing: Hilmar Hilmarsson 378 bls. Vaka - Helgafell 48 bækur Helgin 8.-10. apríl 2011  Bókardómur konan í Búrinu Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Eitt af sígildum verkum bandarískra bókmennta er stríðssagan „From Here to Eternity“ eftir James Jones sem kom út 1951. Skáldsagan byggði á reynslu höfundarins frá því um áratug fyrr þegar hann, ungur maður, var í herþjónustu á Kyrrahafinu. Hún lýsir hópi hermanna sem staðsettur er á Havaíeyjum og hefst frásögnin nokkrum mánuðum fyrir árásina á Perluhöfn. Útgáfan 1951 var hreinsuð af orðbragði og lýsingum á samkynhneigð þrátt fyrir ákafa and- stöðu Jones sem taldi að fá ár myndu líða þar til þau efnistök yrðu viðurkennd vestanhafs. Verkið hlaut á sínum tíma mikið lof. Nú er fyrirhuguð útgáfa á verkinu óspjöll- uðu. Stafræn útgáfa er væntanleg sem geymir opinskáar lýsingar á kynlífi í röðum hermanna og orðbragðið er óþvegið. Open Road Integrated Media er fyrirtæki sem stendur fyrir stafrænni útgáfu verka sem fallin eru af útgáfulistum. Þannig eru verk Williams Styron nú aðgengileg á neti þótt þau séu ófáanleg í prentuðum út- gáfum. Fyrirhugaðar eru stafrænar útgáfur á vegum Open Road á níu öðrum titlum eftir Jo- nes, meðal annars „To the End of the War“, sem ekki hefur komið út til þessa. Þessar útgáfur má kaupa á Amazon og BN.com frá 10. maí. From here ... var kvikmynduð og er mörgum eftirminnileg fyrir frægt atriði á strönd með Burt Lancaster og Deboruh Kerr. -pbb Upprunaleg útgáfa Danskur krimmaspútnik Snillingur á mál og skynjun Nýtt safn ljóða úr ýmsum áttum í þýðingu Gyrðis Elíassonar kom út í vikubyrjun en skáldið fagnaði fimmtugsafmæli á mánudag. Einhver sagði að landlæknir ætti að dreifa verk- um Gyrðis til þeirra sem krangir væru til sálarinnar, svo væru þau bæt- andi. Hún er ekki sú sem afgreiðir kostinn eða gætir að gestakomum: Hún er ung og lokuð inni hjá ein- hverju fólki sem hún þekkir ekki og veit ekki af hverju hún er fangi. Jussi Adler Olsen er spútnik í krimmaskrifum heima hjá sér í Danmörku þar sem hann er reyndar þekktur maður fyrir óvenju- legan feril. Nú er hann kominn á sjötugsaldur og tekinn að skrifa krimma. Sá fyrsti, Hús hinna geggjuðu, kom út fyrir áratug og er frábærlega vel plottuð saga um óvenjulegt sögusvið á stríðsár- unum. Synd að forleggjarinn skyldi byrja útgáfu sína á verkum Jussis með þeirri mögnuðu sögu. Konan í búrinu er vel saminn krimmi. Henni fylgdu eftir fleiri sögur um Carl Mörk og Q-deild- ina sem tekur til við að skoða á ný gömul og óupp- lýst mál; þessi formúla þekkist úr bæði enskum og amerískum seríum. Mörk er ekki sérstaklega nýstárlegur fýr í þessum geira; það er aftur hans athyglisverði bílstjóri og sendill, persinn Assad sem er landflótta í hinni kurteisu og penu Dan- mörku. Eftir látlítinn straum þýddra reyfara er les- anda tekið að hungra eftir alvarlegri skáldsögum í þýðingum en þá minnist hann þess að íslenskir útgefendur láta oft undan hjarðeðlinu og ef það er eitthvað sem þeir halda sig kirfilega frá þá eru það þýddar skáldsögur – nema þær hafi fengið bestseller-stimpilinn. En jafnvel það dugar ekki til: Kiljumarkaðurinn er orðinn býsna máttugur hér á landi og hvaðeina sem kemur fram á honum vekur umtal, athygli, en er það lesið? Óhætt er að fullyrða að Konan í búrinu rati til sinna. -pbb Jusis Adler Olsen Camilla Läckberg stekkur í fyrsta sæti lista Eymunds- sonar með Morð og möndlulykt. Þar sat hún líka á sama tíma í fyrra, þá með bókina Hafmeyjan. Vinsæll sVíi Gyrðir Elíasson glæðir allt lífsanda sem hann lýsir. Ljósmynd/Kristján Kristjánsson Opinská og óritskoðuð útgáfa er væntanleg af „From Here to Eternity“. www.jonogoskar.is Laugavegur / smáraLind / kringLan TÍmaLaus kLassÍk Í FermingargjÖF PI PA R\ TB W A • S ÍA Hvítt úr frá Skagen kr. 15.900. Stálúr frá Skagen kr. 23.900.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.