Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 54

Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 54
54 ferðir Helgin 8.-10. apríl 2011 Heilsuferð til Spánar með Heilsuborg, Sirrý og VITA Komdu léttari heim VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is VITA er í eigu Icelandair Group. GROUP Verð frá 159.900 kr. * og 15.000 Vildarpunktar Orihuela Costa Resort 12. – 19. maí á mann m.v. 2 í tvíbýli Innifalið: Flug til Alicante, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli, gisting með hálfu fæði og íslensk fararstjórn. * Verð án Vildarpunkta 169.900 kr. Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur Skemmtileg vikuferð í sólina á Spáni þar sem fléttað er saman hreyfingu, gleði, dekri og fræðslu. Heilsukokkur matreiðir kræsingar fyrir hópinn. Hentar fyrir einstaklinga og hópa, konur og karla á öllum aldri. Gist er á litlu, fallegu hóteli sem er eingöngu fyrir Heilsuborgarhópinn. Sirrý og Anna Borg sjúkra- og einkaþjálfari sjá um fararstjórn og námskeið á Spáni. S pænskur ferðadagur verð-ur haldinn á Blómatorginu í Kringlunni á morgun, laugardaginn 9. apríl. Þar verður kynnt það helsta sem í boði er í spænskri ferðamennsku, auk þess sem spænsk menning verð- ur áberandi. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi því auk þess sem sumarleyfismöguleik- ar á Spáni verða kynntir spilar Þorvaldur Már Guðmundsson spænska tónlist á gítar og boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa. Á ferðadeginum verða ýmis áhugaverð ferðatilboð í boði og auðvelt að bóka draumasum- arfríið til Spánar. Framreiddir verða gómsætir spænskir réttir af Cocina de La Rosa og gestum boðið að kynna sér matarmenn- ingu allra landshluta Spánar. Áhugasamir matgæðingar ættu ekki að láta það fram hjá sér fara. Að auki verður spurninga- keppni þar sem veitt verða glæsi- leg verðlaun, andlitsmálun fyrir börnin og myndataka. Trúðurinn Wally mætir á svæðið og margt fleira verður í boði. Það er ferðamálaráð Spánar sem stendur fyrir kynningunni í Kringlunni en íslenskir ferða- skipuleggjendur taka einnig þátt. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálaráð Spánar stendur fyrir spænskum ferðadegi á Ís- landi. Trine Fredrikke Peder- sen hjá ferðamálaráði Spánar segir að Spánn hafi verið einn vinsælasti áfangastaður Íslend- inga um langt skeið. „Það er því ekki að ástæðulausu að viðtök- urnar á þeim kynningum sem ferðamálaráðið hefur staðið fyrir á Íslandi hingað til hafa verið eins góðar og raun ber vitni. Spánn hefur upp á svo fjölmargt að bjóða og Íslendingar eru sér- staklega opnir fyrir að kynna sér það,“ segir Pedersen. Dagskráin stendur frá klukk- an 11 til 18. S pænsku borgina Alicante þekkja margir Íslendingar en hún er höfuðborg héraðsins. Í nágrenni hennar á fjöldi Íslend- inga sumarhús. Borgin er falleg og gömul spænsk borg, með heillandi miðbæ, veitingahúsum, verslunum og fallegri höfn. Frá Alicante er ekki löng leið til borgarinnar Valencia sem er ein sú framsæknasta í Evrópu í dag og spennandi heim að sækja. Hún er þriðja stærsta borg Spánar með 800 þúsund íbúa, fræg fyrir sína fögru appelsínulundi, nætur- líf, gamla bæinn, paellu, Valencia- kokteilinn, keramiklist, vefnaðar- vöru og húsgagnagerð. Þar finnur ferðamaðurinn heillandi gamlan borgarhluta, sem iðar af mann- lífi, dómkirkjur, veitingastaði og frábæra strönd. Veðurfar er stöðugt á svæðinu, sól flesta daga og algengur hiti yfir sumartímann 25-30 gráður. Sæki menn í stutta ferð frá Alic- ante má nefna að einn glæsilegasti skemmtigarður Evrópu, Terra Mitica, er ofan við hinn þekkta sumarleyfisstað Benidorm. Þang- að er um klukkustundar akstur frá Alicante. Garðurinn skiptist í fimm svæði, sem hvert og eitt tilheyrir sögu og menningarheimi ákveðins lands. Þar er Egyptaland og heim- ur faraóanna, Grikkland og hofin, Rómaveldi, eyjarnar og Iberia. Enginn ætti að verða svikinn af degi í þessum ævintýraheimi. Ferðaskrifstofan Heimsferðir býður flugsæti til Alicante frá aprílmánuði fram í október. Appelsínulundir, næt- urlíf og gamlir miðbæir Flugsæti bjóðast til Alicante fram í október. Fjöldi Íslendinga á sumarhús í grennd við borgina. Tiltölulega stutt er til Benidorm og Valencia sem er þriðja stærsta borg Spánar. Alicante á Spáni. Fjölmargir Íslendingar eiga hús í grennd við borgina.  sólarfrí Borgarlíf í alicante og Valencia  spænskur ferðadagur Haldinn í Kringlunni á laugardag Spánn hefur upp á svo fjöl- margt að bjóða. Spánarferðalög, tón- list og skemmtun fyr- ir alla fjölskylduna Ferðamálaráð Spánar stendur að kynningunni auk þess sem íslenskir skipuleggjendur ferða taka þátt. Spánn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga um langt skeið.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.