Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 84

Læknablaðið - 01.08.1966, Blaðsíða 84
190 LÆKNABLA Ð I Ð kontraindikationer og eventuelle bivirkninger, samt eventuelle maksi- maldoser. Pá lignende máde er sera og vacciner beskrevet, i hvert til- fælde de almindeligst benyttede præparater indenfor disse grupper.“ Engum getur þannig blandazt hugur um, að bók þes,si er hin þarf- asta við alla lyfjagjöf, svo langt sem hún nær. Þess má og geta, að í Pharmaconomia Danica er greinargott yfirlit yfir meðferð á nokkr- um helztu eitrunum, er fyrir koma. í 5. kafla ræðir höfundur enn fremur skrá læknafélagsins danska, en í henni er getið nálega allra lyfja, sem á markaði eru þar í landi. í skránni eru þannig talin öll sérlyf og getið um notkun þeirra og skammta. Þá eru einnig í skránni upplýsingar um umbúðir, verð og þátt sjúkrasamlaga í greiðslum. Skrá þessi — Lægejoreningens medi- cinfortegnelse — er vissulega vel þekkt hér á landi og kemur að góð- um notum, enda er hún oft aukin og endurnýjuð. Ýmis sérlyf eru þó á markaði hér, en ekki í Danmörku og öfugt. Sennilegt er og, að sér- lyfjum, sem skráð eru á íslandi, en ekki í Danmörku, muni fjölga á næstu árum og eru til þess ýmsar ástæður. Því er líklegt, að gildi lyfjaskrár læknafélagsins danska verði minna fyrir íslenzka lækna, er frá líður, en nú er og verið hefur. Gildi slíkra handbóka í vasa- bókarbroti er hins vegar svo ótvírætt, að samtök lækna ættu alvar- lega að íhuga hvort ekki gæti talizt tímabært að hefja útgáfu til- svarandi bókar á íslenzku, áður en langt um líður. í 6. kafla ræðir um sérlyf. Höfundur skilgreinir, hvað sérlyf eru og hverjar kröfur verði að gera til þeirra. Norðmenn og Danir beita mjög ströngum ákvæðum við mat á sérlyfjum, en Sviar síður. A Islandi má heita, að við skráningu sérlyfja sé farið bil beggja, þ. e. a. s. með Norð- menn og Dani á aðra hönd, en Svía á hina. í Noregi eru skráð um 1200 sérlyf og um 1500 í Danmörku. Tala einstakra virkra efna er þó allverulega lægri, þar eð mörg samsvarandi lyf eru á skrá. í Svíþjóð er tala sérlyfja um 3000, en hvorki meira né minna en 60.000 í Vest- ur-Þýzkalandi (sbr. 23.-—24. bls.). Athyglisvert er í þessu sambandi, að heilbrigðisástand er í engu verra á Norðurlöndum en í Þýzkalandi. Á íslandi eru nú um 550 skráð sérlyf, og fer þeim ört fjölgandi. 7. kafli er um lyfseðla. Höfundur gerir fyrst grein fyrir gerð lyfseðla. Síðar ræðir um mestu skammta lyfja (maxímaldósa), almenn ákvæði um afgreiðslu lyfja, ávísun fiknilyfja (evfóretíka), símalyf- seðla o. fl. Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli á orðum höf- undar varðandi mestu skammta lyfja, enda virðist ýmsum ekki vera fyllilega ljóst, hverja þýðingu ákvæði um mestu .skammta hafa. Höf- undur segir þannig: „Formálet med maksimaldosisbegrebet er at med- virke i sikkerhedssystemet. Maksimaldoserne er ikke ment som tera- peutiske retningslinier, og det kan endda være nödvendigt i visse tilfælde at overskride maksimaldosis for at opná den önskede effekt af en terapi.“ — Höfundur tilfærir vel þekkt dæmi um þetta (sbr. 3. mynd, 37. bls.), en það er gjöf digitalis í öndverðri meðferð. í 8. kafla ræðir útlát fíknilyfja. Hér ber þess .sérstaklega að gæta, að við ávísun fíknilyfja skal nú rita magn þeirra bæði með tölustöfum og bókstöfum (sbr. 4. mynd, 41. bls.). Er nýmæli þetta vitaskuld sett til þess að sporna við því, að fíknilyfjaneytendur geti breytt tölugild- j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.