Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 32
4
LÆKNABLAÐIÐ
hann ræðumennsku ekki sína sterku hliÖ, en í þröngum hópi stóð-
ust honum fáir snúning.
Jóhannes var innilegur aðdáandi íslenzkrar náttúru. Veit ég,
að fáar stundir átti hann loetri en þegar honum gafst færi á að
ferðast um landið eða vera við laxveiðar, en af þeim hafði liann
mikið yndi alla tíð. Hafði hann þá jafnan góðan tjaldleguúlhúnað
meðferðis, því að á þann hátt var hægt að húa um sig, hvar sem
fagran hlelt var að finna, og komast í sem nánust tengsl við nátt-
úruna. Minnist ég margra ánægjustunda frá slíkum ferðum.
Lék Jóhannes þá á als oddi. Oft fannst mér engu líkara en hann
væri að lifa aftur upp æskuárin fyrir norðan, og liið harnslega,
sem honum liafði tekizt að varðveita fleslum hetur, fengi þá hvað
hezta útrás.
Jóhannes kvæntist árið 1940 Guðrúnu Valdimarsdóttur, læknis
í Frederikshavn, Erlendssonar. Eignuðust þau þrjú börn, tvo
syni og eina dóttur. Þau slitu samvistum. Síðar kvæntist hann
Áslu Árnadóttur. Var lijónaband þeirra barnlaust, en Jóliannes
gekk sonum bennar af fyrra hjónabandi í föður stað.
Við, sem áttum því láni að 1‘agna að vera heimagangar hjá þeim
hjónum, vottum Ástu og börnunum samúð okkar. Á slíkum
stundum verða orð næsta fátækleg.
Við fráfall Jóbannesar befur íslenzk læknastétt misst góðan
dreng og mikinn lækni. Vinir hans munu minnast hans, meðan
ævin endist.
Ó. P. Hjaltested.