Læknablaðið - 01.02.1967, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ
o
BJÖRN GUNNLAUGSSON
LÆKNIR
MIIUIMIIVGARORÐ
Björn Gunnlaugsson fæddist í
Einarsnesi á Mýrum 24. nóvember
1899, sonur hjónanna Gunnlaugs
Einarssonar og Þóru Friðrikku
Friðgeirsdóttur, sem bjuggu þar
þá. Björn átti þó kyn silt að rekja
í báðar ættir úr Þingeyjarþingi (og
að nokkru úr Eyjafirði) og álli til
merks fólks að telja norður þar.
Gunnlaugur faðir Björns var
sonur Einars, bónda á Vatnsenda
í Ljósavatnshreppi, Erlendssonar,
bónda á Rauðá í Reykjadal, Sturlu-
sonar. Voru þeir feðgar allir
greindir atorkumenn. Móðir Gunn-
laugs í Einarsnesi var Sigríður
Þorsteinsdóttir, bónda á Stokkahlöðum i Eyjafirði, merks fræði-
manns, Gíslasonar, og voru þeir Gunnlaugur og Valdemar Briem
vígslubiskup systrasynir. Kona Erlends á Bauðá og amma Gunn-
laugs var Anna Sigurðardóttir, bálfsystir .Tóns alþingisforseta á
Gautlöndum.
Friðrikka móðir Björns var dóttir Friðgeirs, bónda í Garði
i Fnjóskadal, Olgeirssonar í Garði, Árnasonar. Ivona Friðgeirs í
Garði var Anna Ásmundsdóttir frá Þverá í Dalsmynni, alsystir
liins kunna gáfu- og athafnamanns Einars í Nesi, en bálfbróðir
Önnu var Gísli á Þverá, faðir Ingólfs læknis og þeirra bræðra.
Móðir Önnu Ásmundsdóttur var Guðrún Björnsdóttir frá Lundi
í Fnjóskadal. Af Birni í Lundi fara margar sögur, einkum fyrir
kerskni hans í bundnu máli og lausu, sem yfirvöldin og beldri
menn fengu einkum að kenna á. Hins vegar var Björn hjálpar-
liella snauðum mönnum og úrræðalitlum, og var mjög til lians
leitað af bjálparþurfa mönnum, enda var bann mikill mála-
fylgjumaður. Björn Gunnlaugsson mun hafa verið nefndur eftir
þessum forföður sinum og líkaði það allvel og bafði ósjaldan yfir
kviðlinga hans.